Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Vitið þér...? að flutningar með tankskipum hafa þrefaldast á síðustu 20—25 árum? Og- jafnframt liefir hlutfallið milli vörumagns á tankskipmn og öðrum vöruskipum breytst. Fyrir 25 árum fluttu tankskip aðeins 15% af öllu vörumagninu, en nú kringum 45%. Breytingin stafar fyrst og fremst af því hve notkun olíu til eldsneytis fer vaxandi, en kolanotkunin þverrandi. hvað verður um alla títuprjón- ana, sem fara í súginn? VerksmiÖjurnar framleiða ótal milljónir títuiirjóna á hverju ári, en samt ganga þeir alltaf út. MeS öðrum orðum hljóta gömlu títuprjónarnir að hverfa. Þeir ryðga og verða að dusti. Hárnálar verða að engu á sex mán- uðufm ef þær fá að ryðga en títuprjón- arnir endast hálft annaö ár. Póler- aðir títuprjónar úr stáli endast betur því að þeir geta enst í þrjú ár. Þetta liefir franskur vísindamaður sannað með ítarlegum tilraunum. að hægt er að vinna tiltölulega hart efni með mýkra efni, með titringi? Mannseyrað getur undir venjuleg- um kringumstæðum skynjað Iiljóð, sem hefir frá 16 til 20.000 sveiflur á sekúndu. Hœrri hljóð eru kölluð „ultra-hljóð“. Ef einhver hlutur er látinn verða fyrir ultrahljóðsveiflum, t. d. 27.000 á sekúndu, er liægt að hora 'honum gegnum harðari hlut, eins og l. d. pennanum gegnum glerplötuna á myndinni. PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI — Það er réttast að gefa honum aura. Hver veit nema við verðum hluthafar einhvern tíma. 1. mynd. Pína, Pusi og Siggi svarti róa yfir ána á trjábolnum. En live það er auðvelt, segir Pína. — 2. mynd. Pina horfir niður i vatnið. Úh! En hve það er djúpt! — 3. mynd: Sjáðu, segir hún, það er niikið af fiski þarna niðri. — 4. mynd. Hún beygir sig meira til að sjá betur, en þá veltur trjástofninn og þau detta öl 1 í ána. — 5. mynd. Pusi kemst fyrstur upp á trjábolinn aftur. •— G. mynd. Hann nær í handlegginn á Sigga svarta og dregur hann upp. — 7. mynd. En Pína hefir borist frá trjábolnum. Pusi nær ekki til hennar. Hún berst um í vatninu og kallar á bjálp. — 8. mynd. Hvað eigum við að gera? hrópa Pusi og Siggi svarti. Nú drukknar Pína. Presturinn var að kveðja söfnuðinn og heimsótti elsta sóknarbarnið. — Eg er að hugsa um Iivers konar prest við fáum nú, sagði sá gamli. — Þið fáið eflaust prest, sem er betri en ég, sagði prestur. — Það efast ég um, sagði gamli maðurinn. — Eg hefi nú lifað fimm presta hérna um mína ævi, og alltaf hefir nýi presturinn verið stórum lakari en fyrirrennarinn. Hann hafði átt heima í matsölunni marga mánuði, en var að flytja burt. Meðan hann var að taka saman dót sitt kom vinnukonan inn og benti honum á að hann hefði brennt gat á dúkinn á einum hægindastólnum. — HúsmóÖirin álítur að þér verðið að borga skaðabætur fyrir þetta, sagði stúlkan. — Það kemur ekki til mála, stúika góð, þvi að ég reyki ekki! Stúlkan fór út, og hann sá hana ekki aftur fyrr en hann var kominn út í ganginn með dót sitt, og var að biða eftir bifreið. — Jæja, hvað sagði húsmóðirin? sagði hann við stúlkuna. — Hvað hún sagði? Hún var móðg- uð, og sagði að iþér væruð fyrsti leigj- andinn, sem hefði neitað að borga fyrir gatið! — Þetta eru aumu einkunnirnar! sagði faðirinn og las einkunnabók sonar síns. — Latína: laklega, slærð- fræöi laklega mínus, eðlisfræði: illa, iðni: iaklega. — Já, en sérðu ekki að ég hefi fengið ágætlega fyrir heilsufar, pabbi? — Nei, þér verðið að snúa yður til hjúskaparskrifstofu, ungfrú góð. — Við erum að vísu vanir að leita uppi strokna eiginmenn, — en alls ekki lianda ungum stúlkum heldur lianda konunum þeirra. Þau voru nýgift og hann var stund- um ekki sem ánægðastur yfir matnum, sem hún bar á borð fyrir hann. Og nú bafði hún náð sér í franska mat- reiðslubók, og þar var m. a. uppskrift að réttum, sem búa mátti til úr mat- arleifum. Þegar hann kom heim í matinn einn daginn, hafði hún sett saman einhvers konar gums, sem honum þótti taka út yfir allan þjófabálk. Hann lét eitt- hvað af þessu á diskinn sinn, án þess að lesa fyrst borðbæn, eins og liann var vanur. — Ætlarðu ekki að blessa matinn fyrst? sagði konan hans. — N'ei, ég sleppi því. Það ætti að vera óþarfi, því að ég liefi víst bless- að það alla síðustu vikuna. — Þessi hattur stöðvar alla umferð hvenær sem þér farið yfir götu, frú. — Mamma! Mamma! Hann litli bróðir hefir grátið alla leið niður úr buxunum. — Þú mátt gjarnan skreppa út og ná í krakkana. Maturinn vcrður tilbú- inn eftir hálftima ....

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.