Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN um — nema einu gleymdi ég: að spyrja hann nafns!“ „Æ, pabbi, pabbi!“ Anna hló og fylgdi honum út fyrir dyr. „Ég skal hafa gengið frá skjölunum þegar þú kemur aftur.“ En hún fór ekki til sjúklingsins strax. Hjúkrunarkonan var nýkomin og var að fara upp með heitt vatn, handklæði og þess háttar. Best að hinkra ofurlítið við. Og svo gægðist hún fram í eldhúsið. Þar sat Moira á stól við eldhúsborðið og var að flysja kartöfiur, en hafði bók á ská upp við gluggapóstinn svo að hún gæti lesið um leið. „Ö, Anna, ef þú vissir hvað þetta er spenn- andi!“ sagði hún. „Hlustaðu nú á: „Um grannan kroppinn var kjóll úr silfruðu hýja- líni, og féll svo vel að, að hún var líkust nöðru þegar hún hreyfði sig. Um hálsinn hafði hún festi úr dúfnablóðsdropum, sem rajahinn hafði gefið henni er þau hittust fyrst í Bom- bay. Er það ekki svellandi?“ „Ég veit ekki,“ sagði Anna. „Mér finnst það varla sæmandi að þiggja rúbínafesti af karlmanni í fyrsta sinn sem maður sér hann! Að þú skulir nenna að lesa svona bull, Moira!“ „Ég verð að gera það,“ svaraði hún kulda- lega. „Manni veitir ekki af að hafa eitthvað litríkt og spennandi til þess að lífga upp þessa dapurlegu tilveru.“ Þá fór Anna að hlæja. ,,Æ, litla systir, bara að þú gætir heyrt til sjálfrar þín! Þú hefir að minnsta kosti alla þá litauðgi og spenning, sem ég hefi til að lifa á ... . Moira, þú veist hve mér er illa við að vera að nauða á þér. En nú verður þú að standast prófið í þetta sinn og fá aðalpróf af versluna rskólanum.‘‘ „Ég fell, þú mátt reiða þig á það! Þú hefir ekki hugmynd um hve erfitt þetta er.“ „Víst er það erfitt, en úr því að aðrar stúlk- ur geta það þá ættir þú að geta það líka. Og þú lofaðir honum pabba að vera iðin, þú veist hve áríðandi það er að þú getir unnið þér fyrir fötum og vasapeningum. Næst kemur að því að senda tvíburana í lærdómsdeildina, og við höfum ekki efni á því, ef þú getur ekkj hjálpað dálítið til ......“ Moira virtist alveg ósnortin af þessu. „Auð- vitað ætla ég að fá mér vinnu. En ég fékk ekki að taka þessa stöðu í snyrtivörubúðinni. Og ég fékk ekki heldur að fara í dansskólann í staðinn fyrir verslunarskólann. Og þó sagði kennarinn, að ef ég lærði undirstöðuatriðin, skyldi hann sjá um að ég kæmist í ballettinn!" Anna varp öndinni. Þær höfðu talað um þetta allt margsinnis áður. Bæði hún og faðir hennar voru hálfhrædd um Moiru, hún var svo barnaleg, svo sólgin í skemmtanir og svo auðsveip! Þau gátu blátt áfram ekki reiðst henni — en þorðu ekki heldur að sleppa henni út í þá veröld, sem Moira var ekki maður til að bjargast áfram í. Anna andvarpaði aftur. Hvernig mundi fátækri 17 ára stúlku farnast, ljómandi fallegri, með gullrautt, hrokkið hár, hörund eins og villijarðarber og mjólk, kank- vís græn augu og löng, svört augnahár? Sem ekki gat hugsað um annað en föt og ævin- týri . .. . ? Og sem var svo sólgin í sælgæti, að hún gat ekki stillt sig um að kaupa það, hvenær sem hún átti eyri? Sem var svo kát og blíð og góð, að það var ómögulegt að reiðast henni, þó að maður hefði sannarlega ástæðu til þess stundum........... En svo voru það tvíburarnir — Anthony og Antoinette, tólf ára gömul og enn í barnaskólanum. Tony var greindur og varð að fá að ganga menntaveg- inn og verða eitthvað. En það var óhugsandi að skilja þau að! Tony og Toinette mundu verða veik ef þau fengju ekki að vera saman. Þeim var þannig háttað að annað fann á sér þegar hitt var veikt, eða illa lá á því, þó að langt væri á milli þeirra . . . . og það breytti engu þó annað væri piltur og hitt stúlka. Þau voru jafnmiklir æringj- ar bæði, og Anna vissi nákvæmlega þegar þau bjuggu yfir einhverjum brekum — nefnilega þegar þau voru sem allra eftirlátust og gerðu allt sem þau voru beðin um! I dag léku þau fallhlífarhermenn og hopp- uðu ofan af þakinu á gömlu brúðustofunni. Hún var svo lág að þeim var ómögulegt að fótbrjóta sig. Anna hafði sannfærst um það, og lét þau eiga sig. „Eigum við að hafa hindber eða jarðarber í ábæti,“ spurði Anna. „Það kemur undir því hvort þú vilt heldur tína, þegar þú ert búin með kartöflurnar.“ Ekkert svar frá Moiru. „Afsakaðu að ég trufla þig og rajahinn," sagði Anna ertandi. „Hvað er hann að gera núna?“ Þá heyrðist langt sæluandvarp frá Moiru. „Hann bítur á jaxlinn svo að hann hvítnar kringum munninn! Oh svo gengur hann til hennar, hægt og ógnandi .... Æ, Anna, kvíddu engu um peningana. Ég veit að húsa- leigan er ógreidd og að reikningurinn frá matarkaupmanninum kemur hinn daginn. En sjúklingurinn þarna uppi borgar það vafa- laust! Hann er svo forríkur .... Hugsaðu þér, það var skjaldarmerki á bílhurðinni! Ég fór sjálf og sá það, undir eins og frú Briggs sagði það — svanur með eitthvað í nefinu. Og svo hafði hann skjalatösku úr svínsleðri, sem hlýtur að hafa kostað einhver ósköp! En auðvitað er hann giftur og á sex börn, eins og allir spennandi karlmenn, sem maður hittir.“ „Ég ætla að fara upp og spyrja hvað hann heiti, því að hann pabbi gleymdi því,“ sagði Anna og hló. „Ég skal heilsa honum frá þér og spyrja hvort hann eigi sex börn og konu Mka.“ <o> „Hérna er tebakkinn.11 Moira setti hann á stólinn við rúmið og brosti glaðlega til sjúkl- ingsins. Hann leit á hana og það var líkast og hann yrði forviða. „Ég heiti Moira og er dóttir læknisins líka. Afsakið þér ef yður finnst ég framhleypin, en ég veit allt um yður. Svo að mér datt í hug að spyrja yður hvort þér viljið að ég þegi yfir því?“ Það kom enn meiri furðusvipur á sjúkling- inn. „Þegar Anna kom niður og sagði að þér hétuð John Melton,“ hélt Moira áfram, „nafni sem er ofur venjulegt, datt mér í hug að þér væruð ekki allur þar sem þér eruð séður. Svo að ég fór að leita í vösum yðar og þar fann ég bréf með utanáskriftinni sir John Melton. Og þá mundi ég eftir að eigandi Gulwer House heitir því nafni. Að hugsa sér að þér standið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.