Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 13

Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 í aðalsmannatalinu og eigið svona dásamlegt, gamalt hús og eruð þingmaður og allt hvað- eina! En þér viljið kannske að ég þegi yfir því?“ Þá skellihló sjúklingurinn. Hátt og hvellt. Hann hafði fallegar tennur og var failegur þegar hann hló, hraustlegur og sólbrenndur. Annars var hann full hátíðlegur fyrir henn- ar smekk. „Mér finnst líka afar spennandi að þér skul- uð vera barón. Mér fannst einhvern veginn á mér undir eins, að það hlyti að vera eitthvað skrítið við yður!“ bunaði út úr Moiru. Hún hallaði sér upp að rúmgaflinum án þess að vita sjálf í hve fallegum stellingum hún var, og horfði fast á manninn í rúminu með róm- antískum grænu augunum. ,,Eg mundi eftir yður, því að ég sá í vikublaði mynd af Gulwer House og þar var skirfað um hve þetta væri merkileg höll. Og þar stóð margt um yður líka — hvað þér væruð ríkur og frægur stjórnmálamaður. Þér verðið sjálf- sagt ráðherra eða sendiherra eða eitthvað annað ósköp fínt.“ „Ef mig misminnir ekki þá trúðuð þér syst- kinum yðar fyrir því að ég væri dulbúinn prins . . . . “ Sjúklingurinn gat ekki enn stillt sig um að hlæja. Moira varð hálf vandræðaleg. „Æ — vökt- um við yður í morgun! Þér voruð vænn að segja ekki honum pabba frá þvi. Hann hefði orðið svo reiður.“ „Ég á bágt með að hugsa mér Shefford lækni reiðan!“ „Nei, vitanlega, hann pabbi er svo góður að hann verður aldrei reiður, nema það sé út af einhverju í sambandi við sjúklingana .... Bara að hann væri ekki svona lítill fjármála- maður. Við erum bláfátæk, skal ég segja yður.“ Það kom svipur á andlit sjúklingsins, sem Moira annað hvort tók ekki eftir eða gat, ekki ráðið. „Já, ég man að systir yðar sagði, að flestir sjúklingarnir þökkuðu fyrir hjálpina en gleymdu að borga reikninginn." „Já, það er hverju orði sannara. En þér sem eruð svona skelfing ríkur og búið í höll, getið auðvitað ekki skilið hvernig það er að vera fátækur. Og svo eruð þér karlmaður. Enginn karlmaður veit hvað það er að vera fátækur og eiga ekki almennilegan kjól.“ „Ég skil það! .... En hvers vegna eruð þið svona fátæk?“ Maðurinn í rúminu horfði rólega á Moiru. „Við erum fjögur, krakkarnir, skiljið þér. Það er ekki önnu að kenna því að hún er alltaf að reyna að spara. Mamma dó fyrir sjö árum og hún lá lengi veik, og það kostaði peninga, og svo voru það skuldir pabba frá námsárunum .... og honum verður ekki við hjálpandi. Hann er stundum heilar næt- Hvar er ski'pstjórinn? urnar yfir sjúklingunum og gefur þeim með- ulin þegar þeir hafa ekki efni á að borga þau sjálfir. Að maður ekki tali um hvað hann setur upp. Og fólk sem hefir efni á að borga — ja, þér skiljið, það er eins og það hafi van- ist þvi að borga aldrei út í hönd, og pabba finnst hann ekki getað rukkað það, eins og hann væri kaupmaður, og svo „Og svo kemur þetta allt niður á veslings læknisbörnunum,“ sagði sir John og kímdi. Hann hafði ekki augun af Moiru, hann festi sér allt í minni — töfrandi fallegt andlit stúlkunnar, lipran líkamann, barnslegu fram- komuna sem enginn gat staðist og skrafhreifn- ina. Þetta gat verið klókindabragð — hann hafði orðið fyrir þeim mörgum hjá kvenfólk- inu um ævina. Eða kannske enn frekar hjá mæðrum ungra stúlkna. En ef þetta var klókindabragð þá var það afbragðs vel leikið. Gat maður talað svona barnalega nema mað- ur væri barn í lund? „Jæja, þetta er nú ekki beinlínis kvöl,“ sagði Moira ánægð. „Nema fyrir mig. Ég neyðist til að læra hraðritun og vélritun. .... getið þér hugsað yður nokkuð and- styggilegra?" „Langar yður fremur til að læra eitthvað annað?“ „Ef ég á að segja alveg eins og er . .. .“ Moira horfði á hann og spékopparnir í kinn- unum dýpkuðu. „Það er gott að hún Anna heyrir ekki til mín! Því að það sem mér finnst að gæti verið reglulega skemmtilegt væri að giftast og eignast falleg föt og fara í sam- kvæmi og hitta spennandi fólk. Ég vil ekki verða starfandi stúlka. Mér finnst það ókven- legt .... En skemmtilegt fólk — og vera húsmóðir og svo . .. .“ „Hvað eigið þér við með „skemmtilegt fólk“?“ „Svona fólk eins og kemur í samkvæmin hjá yður á Gulwer House, til dæmis!“ Maðurinn í rúminu horfði athugull á hana. „Með öðrum orðum — yður mundi þykja gaman að koma í heimsókn í Gulwer House í nokkra daga?“ Moira ljómaði af ánægju. „Ö, það væri dá- samlegt . .. . “ En svo hvarf brosið jafn skjótt og það hafði komið. „En jafnvel þó að þér byðuð okkur heim þá gætum við ekki kom- ið. Við eigum engin hæfileg föt. Ég hefði gam- an af að sjá svipinn á hinum gestunum — þessum sem myndin var af í blaðinu..... þegar við Anna kæmum inn. Ég í besta kjóln- um mínum!“ Hún hló svo að undir tók í her- berginu. „Ég hefði gaman af að sjá svipinn á yður lika .... kjóllinn sem ég erfði eftir önnu og hún hafði átt hann í fjögur ár!“ Nú hló sir John líka. Nei, það var óhugs- andi að þetta náttúrubarn væri að falsa sjálft sig .... það var eins hollt að taka hana al- varlega. Fólkið sem hann hafði lent hjá eftir bílslysið var gerólíkt fólkinu, sem hann um- gekkst venjulega. „Annars er ég ósanngjörn gagnvart önnu,“ hélt Moira áfram. „Það síðasta sem við feng- um frá henni Nell frænku okkar voru ljóm- andi útiföt, og þau fékk ég, þó að Anna ætti eiginlega rétt á þeim. Og útifötin hennar voru hrœöileg........“ „En ætli það komi ekki meira frá Nell frænku?“ „Nei. Hún fórst í sprengjuárás, skiljið þér .... og hún mamma hennar er ekki þannig að hún fari að kaupa nýtt handa fátækum systrabörnum. Svo er nú það.“ En hljóðið í Moiru var glaðlegt eigi að síður. „Svona er að vera fátækur, skiljið þér, sir John.“ „Segið þér mér meira. Þér eigið tvö yngri systkini lika, ef mér heyrðist rétt i morgun.“ „Tvíburana, já.“ Og nú fór Moira að hlæja aftur. „Þau eru yndisleg, en einstakir óláta- belgir .... Nú er Anna frammi, að reyna að sópa eftir þá, veslingurinn .... en mér fannst það rétt af þeim. Bara að það hefði ekki gengið út yfir börn slátrarans. Við eig- um nefnilega talsvert stóran reikning óborg- aðan hjá slátraranum, skiljið þér.— það er alltaf þessi rukkarastraumur hérna á heimil- inu .... og slátrarinn er bannsettur þjarkur. Tvíburarnir hittu hann Eirik slátrarans þar sem hann var að binda tóma blikkdós í rófu á ketti. En svo tíndu þau saman að minnsta kosti fimmtán tómar niðursuðudósir af sorp- haugunum á Eirík, og ráku hann um göturnar i þorpinu svo að allir sáu. Þau voru tvö, prakk- ararnir, og höfðu vopnað sig með brenni- netlum, og Eirikur var berfættur . . . . ja, því- lík læti! Slátrarakonan var að sima og réð sér ekki fyrir vonsku, svo að þess vegna kom

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.