Fálkinn - 14.05.1954, Síða 3
FÁLKINN
3
Herra Ásgeir Ásgeirsson.
Forseti Islands
sextugur
Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson,
á sextugsafmæii fimmtudagihn 13.
þessa mánaðar. Á þeim degi árnar
íslenska þjóðin honum allra heilla,
þakkar störf lians í þágu iands og
þjóðar og óskar horium blessunar og
giftu í framtíSinni.
Forsetahjónin eru sem kunnugt er
nýkomin heim úr opinberri heimsókn
til Norðurlandanna, þar sem þau
hlutu mjög vinsamlegar og hlýjar mót-
tökur. HiS eina, sem skyggSi á förina,
var fráfall Mörthu krónprinsessu
NorSmanna. Að þessu sinni varð því
ekki af opinberri heimsókn forseta-
hjónanna til Noregs, en þau voru við-
stödd útför prinsessunnar.
Enginn vafi er á því, að Ásgeir Ás-
geirsson og forsetafrúin, Dóra Þór-
liatlsdóttir, hafa með heimsókn sinni
treyst mjög vináttuböndin viS frænd-
þjóSirnar á NorSurlöndum. Það sýndi
og hug íslensku þjóðarinnar til þeirra,
hve innilegar móttökur þau fengu, er
þau komu til landsins aftur með
Gullfossi.
Ásgeir Ásgeirsson er fæddur að
Káranesi á Mýrum, sonur Jensínu
Bjargar Matthíasdóttur og Ásgeirs Ey-
þórssonar. Hann lauk stúdentsprófi
árið 1912 og kandidatsprófi i guðfræði
þrerii árum síðar. Gerðist liann fyrst
biskupsritari bjá Þórlialli biskup
Bjarnarsyni, síðan starfsmaður Lands-
banka Islands, en 1918—1926 var hann
kennari við Kennaraskóla íslands, en
þá tók hann við embætti fræðslumála-
stjóra, sem liann gegndi til ársins
1938, er liann varð bankastjóri Út-
vegsbankans.
Árið 1923 var Ásgeir Ásgeirsson
fyrst kosinn á þing fyrir Vestur-ísa-
fjarðarsýslu. Gegndi hann þingmanns-
störfum fyrir það kjördæmi óslitið
fram lil ársins 1952, er hann var
kjörinn forseti. Naiit hann jafnan mik-
itla vinsælda og trausts jafnt í kjör-
dæmi sínu sem utan þess.
Á löngum stjórnmáiaferli hlóðust
ýmis þýðingarmikil störf á Ásgeir Ás-
geirsson. Það féll m. a. i hans hlut
sem forseta sameinaðs Alþingis að
stjórna Alþingishátíðinni 1930, fjár-
málaráðherra var hann 1931 og for-
sætisráðherra 1932—1934.
Störf og æviatriði forsetans skulu
ekki rakin hér frekar, enda eru þau
þjóðinni vel kunn. Hinn 13. maí færir
islenska þjóðin forseta sínum, Ásgeiri
Ásgeirssyni, innilegar hamingjuóskir
í tilefni sextugsafmælisins og árnar
honum og fjölskyldu lians allra heilla
í framtíðinni.
Einar Jónsson myndhöggvari
áttræður
Einn merkasti sonur íslands, Ein-
ar Jónsson myndhöggvari, varð átt-
ræður þriðjudaginn 11. maí s. 1.
Einar er fæddur að Galtafelli 11.
mai 1874, þar sem liann ólst upp fram
um tvítugt. Siðan lá teið hans til
Kaupmannahafnar til listnáms. Árið
1901 sýndi hann fyrst opinberlega á
Charlottenborg. Var það hin þekkta
mynd af „Útlaginn", sem vekur at-
liygli allra, sem koma á safn Einars.
Að námi loknu ferðaðist Einar
mikið um Evrópu og mótaði margar
myndir. í upphafi fyrri heimsstyrj-
aldarinnar gaf Einar ættlandi sínu
öll verk sín, ef það vildi byggja yfir
þau. Safnhúsið reis af grunni á Skóla-
vörðuhæð fyrir samskotafé og styrk
frá Aljiingi. Var það opnað 1923
nokkru eftir að Einar og kona Jians,
Anna M. Jörgensen, komu úr Ame-
ríkuferð sinni, en í þeirri ferð gerði
Einar líkneski af Þorfinni karlsefni.
Um þrjátíu ára skeið hafa þau
hjónin búið í safnhúsinu Hnitbjörg-
um á Skótavörðuhæð og fjöidi manns,
jafnt erlendir sem innlendir hafa
heillast af verkum Einars, sem þar
eru tit sýnis.
Hér skal ekki farið út í Jiað að ræða
um einstakar myndir Einars. Það hef-
ir svo víða verið gert, enda mun erfitt
að gera upp á milli hinna miklu
meistaraverka hans. Allir, sem á safnið
koma munu þó hrifast af hinni fögru
Kristsmynd hans, enda er það verk
táknrænt fyrir hin kristilegu og
fögru lífsviðhorf listamannsins, sem
kemur fram í mörgum höggmyndum
hans, en Jió einkum málverkunum,
sem færri þekkja, en eru þó frábær-
Jega vel gerð.
Margir heimsfrægir menn, sem
kynnst hafa verkum Einars Jónssonar
hafa kveðið mjög sterkt að orði um
ágæti listmannsins og verka hans. Og
á því getur enginn vafi leikið, að
iistaverk Einars Jónssonar inunu
skipa nafni hans veglegan sess i sögu
íslensku þjóðarinnar.
í tilefni afmælisins hefir bókaút-
gáfan Norðri tekist á hendur að gefa
út bók með verkuiri Einars. Er liún
prentuð i Svíþjóð og verður væntan-
lega tilbúin í sumar.
Safnið liefir ávallt verið að færa
út kvíarnar, og 1. júni n. k., þegar það
vcrður opnað á ný, mun ein ný deild
hafa bætst við með nýjustu verk-
unum.
Á þessum merkisdegi i tifi lista-
mannsins streymir ylur þakklætis og
virðingar frá hverju mannsbarni á ís-
landi til Einars Jónssonar, listamanns-
ins góða, sem hefir borið liróður
lands síns víða um lieim.