Fálkinn - 14.05.1954, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
ÁLFT í FARANGIÍINUM. — Það eru
talsverð brögð að því að svanirnir á
Thames í London löðrist í olíu frá
skipunum. Þá taka dýraverndunar-
félögin í taumana, ná í svanina og
fara með þá á dýraspítala og hreinsa
af þeim olíuna. Einkennisklædda kon-
an á myndinni hefir hentuga tösku til
að bera svanina í'.
SUMARBAÐSTAÐUR f VETRAR-
KLÆÐUM. — Þannig leit hinn frægi
sumarbaðstaður Wannsee við Berlín
út í janúar. Einu gestirnir sem þar
komu þá voru skíðamenn í hettuúlp-
um, sem þjálfuðu sig í kappgöngu.
SELINU LOKAÐ. — Þegar sveitafólk-
ið í Bayern flytur úr selinu á haustin
með allan búpeninginn, er jafnan
haldin eins konar kveðjuathöfn við
selið. Skepnurnar eru skreyttar með
mislitum borðum og seljastúlkurnar
fara í bestu fötin sín. Hér sést sel-
stúlka vera að læsa seíinu áður en
haldið er af stað niður í dalinn.
I skugga fortíðarinnar
Spcnnandi ástarsaga eftir Mary Iloward.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦❖♦
1. KAFLI.
ÓKNARPRESTURINN ók gamalli
bifreið sinni eftir gráuni stein-
lögðum götum Whitewealds, beygði
siðan af þjóðveginum út á vegarsþott-
ann sem lá heim að Bededown setrinu,
eða réttara sagt staðnum þar sem
aðalbygging setursins hafði staðið. Við
tilhugsunina um Bededown setrið
dimmdi yfir svip hans. Það var vissu-
lega hægt að lifa um of í fortíðinni
— eins og Draycott fjölskyldan i
Bededown?“
Óræktarlegt kjarr óx beggja vegna
vegarspottans, og kræklótt hrísla dróst
við þak bifreiðarinnar og fékk prest-
inn til að draga úr hraðanum. Þegar
hann var kominn fram hjá síðustu
bugðunni, þar sem vegurinn lá að
setrinu, sá hann póstinn, sem var á
hjóli rétt á undan honum.
„Get ég ekki tekið af yður ómak,
Jim?“ spurði hann. „Eru einhver bréf
til Badeown?“
„Þakka yður kærlega fyrir séra
Gradely. Það er eitt bréf, frá Suður-
Afríku — eflaust frá unga lierranum
honum Eric.“ Jim lagði í vana sinn
að lesa öll opin póstkort og skoða
vandlega póststimpla og frimerki.
„Segið móður yðar að ég heimsæki
hana einhvern daginn.“ Presturinn
var í þann veginn að aka af stað aftur,
]>egar Jim spurði: „Þér sjáið auðvitað
aldrei vesalings hr. Victor, þegar þér
komið til Bededown?“
Presturinn leit ávítunaraugum á
Jim. í þorpinu voru á sveimi hvers
kyns kynjasögur um Victor. Menn
sögðu að liann væri brjálaður, að and-
lit hans væri svo afmyndað af örum,
að hann væri óþekkjanlegur, að hann
væri hættulegur umhverfinu og undir
stöðugri gæslu hins þögla garðyrkju-
manns, Gregory Carters. Þó mátti
heyra á málróm, að hann spurði ekki
vegna ótilhlýðilegrar hnýsni, lieldur
var vingjarnlegur hluttekningarhreim-
ur í rödd hans. Bæði móðir hans og
hann höfðu unnið á Bededown setrinu
fyrir styrjöldina, og höfðu ])á cins og
allir aðrir litið upp til Victors, hins
glæsilega menntaða unga manns, flug-
hetjunnar, sem konungurinn hafði
heiðrað og cngin stúlka fékk staðist.
En síðar varð það, að þetta eftirlætis-
goð allra kom heim i lokaðri sjúkra-
bifreið frá herspítalanum, að vísu ekki
heim til Bededown setursins sjálfs, þvi
að sprengja hafði lagt það i rústir
bjartan morgun á árinu 1945, heldur
til gamla rauða múrsteinshússins, sem
faðir hans hafði byggt handa bryta
sínum fyrir fjölda mörgum árum síð-
an. Allir þorpsbúar liöfðu fundið til
með Draycotts fjölskyldunni i ógæfu
liennar.
Ár voru liðin síðan, en enginn hafði
séð Victor. Yngri bróðirinn, Eric, fór
í striðslok til Suður-Afríku. í þorpinu
Whiteweald óx upp ný kynslóð, sem
þekkti Bededown setrið og Draycott
fjölskylduna eingöngu af frásögn eldra
fólksins. Hin tigna fjölskylda, sem um
citt skeið hafði verið sá ás, sem allt
þorpið snerist tim, var næstum gleymd.
Séra Gradely var sá eini sem heim-
sótti frú Draycott — enda var ekki
tekið á móti neinum öðrum. Dóttirin,
Mildred, fór stundum til þorpsins í
verslunarerindum, en hún talaði aldrei
við neinn.
Séra Gradely hristi höfuðið. „Nei,
Jim,“ sagði hann. „Ég sé Victor aldrei.
Jæja, ég verð að halda áfram.“
Frá járnhliðinu lá vegur, með
kastaníutrjám á báðar hliðar þangað,
sem setrið hafði staðið. Nú var þar
ekki annað að sjá en leifar af nuir-
veggjum og steinalirúgur, næstum
falið undir illgresi.
Þegar frú Draycott hafði byrjað að
taka þátt i samkvæmislifinu i London
á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina,
hafði hún vakið almenna athygli, sakir
fegurðar og glæsilciks. Hún var þá
ljóshærð fegurðardís, glaðlynd og
hrífandi. Þrátt fyrir það urðu allir
hissa, þegar hún giftist hinum glæsi-
lega og auðuga Guy Draycott frá
Bededown landsetrinu. Draycott átti
ætt sína að rekja til voldugra þjóð-
höfðingja og stjórnmálamanna, sem
voru orðlagðir fyrir gáfur og stór-
brotna skapgerð. Því var spáð, að
þau gætu aldrei orðið hamingjusöm,
hún væri engan veginn nógu gáfuð
fyrir hann.
En hrakspárnar rættust ekki. Þau
voru mjög hamingjusöm og eignuðust
þrjú börn, Mildred, Victor og Eric.
Áður en Fay fór að verða fyrir mót-
læti og meðan Guy var á lífi, gckk
allt vel. Guy dekraði við hina smá-
vöxnu brúðulegu konu sína, veitti
henni allan þann munað, sem hugur
hennar girntist. Fay dáði rnjög Victor
son sinn, sem hafði erft dökkt liár og
fríðleik föðursins en lífsgleði móður-
innar. Yngsta barnið, hinn ljóshærði
Erik, var cinnig dekurbarn móður
sinnar, hinsvegar var hún óánægð með
elsta barnið, dótturina Mildred. Hún
sór sig algerlega i Draycott ættina.
Hún er lifandi eftirmynd leiðinleg-
ustu meykcrlinganna í ættinni hans
Guy,“ kveinaði Fay. Það hvarflaði
aldrei að hennf, að liið stórskorna,
gelgjulega stúlkubarn fyndi til af-
brýði vegna fríðleika móðurinnar.
Fay varð fyrM' vonbrigðum af Mildred,
og henni tókst aldrei að leyna því.
En þegar Fay var fjörutíu og fimm
ára tóku forlögin i taumana. Guy lést
af slysförum í veiðiför, og Mildred
tók þá að sér fjármálastjórn heimilis-
ins. Brátt kom í Ijós að hún hafði
næstum sjúklega tilhneigingu til að
spara. Hún lét óspart i Ijós þá skoð-
un, að drengirnir ættu ekki að líða
fyrir ábyrgðarleysi foreldranna í
fjármálum. Victor stundaði dýrt há-
skólanám í lögfræði, og tók að þvi
loknu mjög gott próf. Eric var einnig
að heiman i skóla. Mildred sá um að
hús fjillskylduinnar í London yrði
selt og þau flyttust fyrir fullt og allt
LÍTILL EN KRÆFUIL — Það er
ástæða til að ætla, að Richard Mills frá
Battersea í London verði knár badmin-
tonleikari þegar hann verður stærri.
Hann er aðeins eltefu ára núna en í
meistarakeppni yngri deildar bar
hann sigur af hólmi í viðureign við
andstæðinga, sem voru miklu stærri
en hann. — Ilér sést hann taka í hönd
á keppanda, sem hann er nýbúinn
að sigra.
til Bededown. Hún hélt því fram að
þau hefðu ekki þörf fyrir tvö hús,
móðir þéirra væri ekkja á miðjum
aldri og þyrfti því ekki að halda stór-
ar veislur.
Victor hóf að stunda lögfræðistörf
árið 1939. Sex árum síðar, um það
leyti sem þýski herinn var á undan-
haldi til Berlín, var Bedeown lagt í
rústir í loftárás og þau Victor, móðir
hans og systir fluttu í rauða múrsteins-
húsið, sem stóð á landareigninni.
Viclor, sem þá var i flugliernum varð
fyrir þvi í loftorrustu að kviknaði i
flugvél hans. Hann komst lífs af, en
frá þeim degi, að hann kom heim
frá sjúkrahúsinu, hafði aðeins ein
manneskja — að undantekinni fjöl-
skyldunni og hinum þögla Carter, séð
andlit lians.
Frú Draycott stóð, eins og svo oft
áður, við stofugíuggann í rauða hús-
inu, og horfði á rústirnar af hinu fyrra
heimili sínu. Aldurinn hafði rist rúnir
í andlit henni, og þó gerði hún allt
sem í hennar valdi stóð til að forðast
ellimörkin. Hár hennar var hrokkið
og litað hörgult og grannleitt andlitið
farðað og dyft. Hún sá bifreið séra
Gradelys nema staðar og sneri sér frá
glugganum. „Presturinn er að koma
— það er ágætt! Hann er vissulega
ekki sérlega skemmtilegur, en hingað
koma aldrei neinir aðrir.“
Mildred leit upp frá reikningshald-
inu, og það brakaði i bakháa stólnum
við arineldinn, þegar Victor bjóst til
að standa upp.
„Mér finnst nú, eins og ég hefi oft
sagt áður, að við gætum einstaka sinn-
um boðið fólki heim,“ sagði frú
Draycott hnuggin i bragði. „Ég á ekki
við neinar stórveislur, heldur að-
eins ........“
„Hvernig í ósköpunum ættum við að
geta boðið gestum,“ greip Mildred fram
í. „Vertu ekki með þennan þvætting,
mamma!“
„Hvers vegna skyldi það ekki vera
hægt? Ég á við — við eigum nóg al'
eggjum, við gætum boðið til liádegis-