Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1954, Qupperneq 7

Fálkinn - 14.05.1954, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 MEÐ SJÖ-MÍLNA-SKÓ. — Þýski hug- vitsmaðurinn Albert Wintzen telur sig að hafa búið til sjö mílna skóna úr ævintýrinu. Maður á ekkert að þurfa að reyna á sig er maður gengur á þeim, en lyfta fótunum og stíga þeim niður aftur og þá þýtur maður áfram sjálf- krafa með álíka hraða og maður væri á reiðhjóli. — Hér sést Wintzen í snjónum á hinum nýju furðuskóm sínum. verðar, veitt góða eggjaköku, dálítið af ávöxtum og .......“ „Og svo myndi lenda á mér að matreiða! Nei, þakka þér fyrir, ég liefi annað við timann að gcra,“ sagði Mildred." Auk þess vill Victor ekki láta neinn sjá sig.“ Victor lireyfði sig aftur í stólnum og djúp og hljómþýð rödd hans barst úr skugganum til þeirra: „Góða Mildred, ég get alltaf falið mig. Þú getur þess vegna leyft mömmu að létta sér upp öðru hverju.“ Dökkt liár Mildred var tekið að grána, andlit hennar var liörkulegt og fuglslegt. Hún sneri sér snöggt að stóinum með háa bakinu. „Hvers vegna eruð þið mamma alltaf að nauða í mér? Til hvers heldurðu að það sé? Þú hvorki vilt né getur tekið að þér húsbóndaskyldu heimilisins „Þú veist hvers vegna.“ „Vegna þess að þú ert eitthvað öðru vísi en aðrir? Þú ert veiklund- aður Victor. Ó, já,“ hélt lnin áfram og það var fyrirlitning í rödd hennar, „meðan allt lék í iyndi fyrir þér varstu nógu brattur, en við fyrsta mót- læti .......“ „Nú er nóg komið,“ sagði Victor. „Jæja, þá ætla ég að biðja þig að minnast þess, að meðan ég stjórna heimilinu geri ég það eins og mér sýnist.“ „Ég er þér þakkiátur fyrir að taka af mér ómakið,“ heyrðist kuldalega sagt úr stólnum. Hann stóð upp. Hann var sterklega byggður, en þó hár og grannur, og þar sem hann stóð með andlitið i skugga, var hann að sjá fríður maður með karhnannlega andlitsdrætti. „Þú hefir rétt fyrir þér, Mildred. Maður verður að borga fyrir þau sér- réttindi að vera heigull. Við höfum þó vonandi ráð á að leyfa okkur þá gest- risni að bjóða prestinum tesopa. Ég skai setja ketilinn á.“ Hann smeygði sér út úr stofunni. fram hjá þunglamalegu stofuhúsgögn- unum, sem voru eitt af því fáa sem bjargast hafði úr rústum Bededown setursins, en voru allt of stór fyrir þessa stofu. Hann sneri baki að kon- unum tveim er hann gekk út, en arin- eldurinn sem blossaði upp um leið og hann gekk fram lijá, lýsti andartak upp andlit iians — það var sérkenni- elgt andlit, andlitsdrættirnir stirðnaðir og sviplausir, cn ennið hátt og göfug- mannlegt og falleg þunglyndisleg augu. Þegar dyrnar lokuðust að baki hon- um kom annarlegur sigurglampi i augu Mildred, eins og hún hefði unnið sig- ur í baráttu sem engin nema hún gerði sér grein fyrir að liáð væri. Móðirin sneri sér aftur frá glugg- anum. „Ég skil ekki að liann Victor skuli vera svona kjánalegur. Sárin eru gróin fyrir löngu síðan.“ ITún tók spegil upp úr liandtösku sinni — því að engir speglar voru í stofunni — og lagfærði á sér hárið. „Flestir eru mun ófríðari frá fæðingu en liann er núna. Hann veit alls ekki sjálfur hvernig hann litur út núna.“ „Ég held þú ættir að láta vera að segja honum það,“ sagði Mildred hörkulega. „Það verður okkur aðeins til óþæginda. Það eru einhverjar veil- ur á skapsmunum hans. Við tókum ekki eftir því meðan hann þurfti ekki annað en brosa til þess að allir lægju flatir fyrir honum. Það er ekki fyrr en menn verða fyrir áfalli að hið rétta skapferli þeirra kemur i ijós.“ Rödd hennar var þrungin liatri og fyrirlitn- ingu og frú Draycott skotraði augun- um órólega til hennar. Það var ekki fyrr en Draycott fjölskyldan hafði tapað næstum öllum eigum sinum að hin óvenju sterka skapgerð Mildred kom i ljós. Victor lét bakkann með teinu fyrir utan dyrnar, setti upp barðastóran flókahatt og gekk út úr liúsinu. Hann sótti segldúk í verkfæra- geymsluna og gekk siðan niður eftir til Gregory Carter, sem var að klippa limgirðinguna fyrir neðan túnið. Carter, sem var maður á besta aldri, en fjarska fámáll, kinkaði kolli til lians, og þeir unnu þegjandi um stund, sinn hvorum megin girðingarinnar. Victor leið best er hann vann þau líkamlegu störf er féllu i lians hlut á heimilinu. Þá var hann laus við for- vitnislegar augnagotur, aðeins Carter, sem hann hafði þekkt frá bernskuár- unum vann með honum, sá eini, sem liafði litið beint framan i torkennilegt andlit hans er hann kom heim af sjúkrahúsinu, og sagt aðeins þessi orð: „Það gleður mig að þér eruð kom- inn heim, herra.“ Þótt Victor ynni baki brotnu lét hann sig aldrei dreyma á sama liátt og Mildred um nýjan uppgangstíma Bededowns. Honum var ljóst að þeir Carter börðust vonlausri baráttu við illgresi og niðurníðslu. Ef Mildred hefði viljað selja Bededown, gætu þau öll lifað góðu lifi af andvirði þess, en það vildi hún ekki — og hann raunar ekki heldur, af þeirri einföldu ástæðu að hið afskekkta fámenna lhis með stórri landspildu í kring var honum vörn gegn umheiminum. Hann leyfði þvi Mildred að hafa í friði framtíðardrauminn um endur Jjyggingu stóra lnissins, þar sem liún, en ekki liann, réð lögum og lofum. Sólin skein í heiði og brátt mætt- ust mennirnir tveir við op á limgirð- ingunni. Carter rétti úr sér og þurrk- aði af segldúknum. Victor tók ofan liattinn og strauk fingrinum gegnum þykkt húrið. „Carter, hafið þér tíma til að klippa mig?“ Garðyrkjumaðurinn yppti öxlum. Honum var ljóst að Victor var ófáan- legur til að fara til liárskerans í þorp- inu. „Jú, herra, ég hefi tíma til þess.“ „Ætlið þér ekki niður í þorpið í kvöld?“ Carter hristi höfuðið, og það var eitlhvað í augnaráði hans sem fékk Victor til að spyrja. „Hvers vegna ekki? Þér eruð vanur að fara á kvöld- in. Það er engin ástæða til þess að þér grafið yður hér lifandi?“ Hann þagn- aði andartak. „Hefir verið sagt eitt- livað við yður þar niður frá?“ „Hr. Victor,“ sagði maðurinn bæn- arrómi. „Hvers vegna viljið þér ekki koma með mér þangað? Yður verður ekki veitt nein sérstök athygli. Flestir ibúarnir sem þér mynduð hitta voru börn að aldri er þér fóruð i herinn og muna ekki eftir yður. Ég vildi óska að þér kæmuð með mér.“ Garðyrkjumaðurinn var sannur vin- ur lians. Victor hefði gjarnan vilj'að gera honum það til geðs að fara með honum, en við tilliugsunina eina spratt kaldur sviti út á enni hans. Hann hafði barist gegn óttanum við ókunn- uga, en beðið ósigur. Hvernig var and- lit hans á að líta? Hann hafði aðeins einu sinni séð það eftir slysið, og það var þegar skurðlæknirinn var nýbú- inn að taka umbúðirnar af þvi. Skurð- læknirinn hafði verið lireykinn af handarverki sínu. „Nú eigið þér að geta notast við það,“ hafði hann sagt. „Það gildir sama um nýtt andlit og gerviandlit — já, jafnvel nýjan hatt, það þarf að venjast því. Hugsið ekki um það að aðrir þurfi að venjast því, heldur eigið þér að gera það að óskilj- anlegum hluta yðar á ný.“ Þetta hafði virtst ofiy einfalt, og hann hafði reynt að verjast tauga- óstyrk daginn sem hann fór heim. En hann hafði lesið dóminn í augum allra heima. Augnaráð móðurinnar og skelf- ingarópið, sem liún fékk eigi varist. Augu Mildred full fyrirlitningar og sigurgleðin i augnaráði Erics. Undar- legt að honum skyldi þá fyrst verða Ijóst að öfund Erics nálgaðist það að vera hatur. Og að síðustu skelfingin og viðbjóðurinn í bláum skærum aug- um Pamelu. Hún hafði hrópað í of- boði: „Þú getur þó ekki ætlast til þess að ég giftist þér eftir þetta! Líttu í spegil og sjáðu hvernig þú lítur út!“ Siðan hafði hann ekki litið i spegil. „Ég hefi reynt að koma mér til þess, en mér er það ómögulegt, Greg,“ sagði hann. „Hvað segja þeir nú í þorpinu?“ Carter leit beint framan í Victor. „Menn liafa verið órólegir þar upp á síðkastið. Einhver óþokki er þar á ferðinni eftir að dimmt er orðið. Hann hefir ekki gert neinum mein, en hann hefir orðið til þess að ýmsar slúður- sögur hafa komist á kreik.“ „Það er sem sé haldið að ég sé þessi náungi?" „Ég liefi engan heyrt segja það. En þegar mikil leynd er um menn, má jafnan búast við einhverjum gróu- sögum." Victor liló biturlega. „Menn álíta þá að ég sé einliver ófreskja sem fari á kreik um nætur? Það hefir ef til vill verið vegna þessa að presturinn kom i heimsókn i dag?“ „Nei, nei,“ sagði Carter hneykslað- ur. „Séra Gradeley myndi aldrei leggja trúnað á slíkt um yður. En ])að er talað mikið um yður. Ýmsir liafa séð yður bregða fyrir í skóginum, en þér þjótið alltaf brott, eins og ])ér sé- uð að hlaupa í felur. Það er ekki ó- eðlilegt að það hvarfli að fólki að þér séuð ekki með öllum mjalla." Framhald í næsta blaði. 20 MILLJÓNA SEÐILL. — Svona á maður að halda á seðli, sem gildir tuttugu milljón sterlingspund. Þessir seðlar eru til í Englandsbanka en eru aldrei í umferð utan bankans. Maður- inn sem heldur á seðlinum er leikar- inn Gregory Peck, sem er að leika í enskri kvikmynd um „Milljón punda seðilinn" eftir sögu Marks Twains. EKKI HÆTTULEGT. — Víst var unga stúlkan óheppin að detta, en uni leið var hún hcppin, því að ekkert brotn- aði af postulíninu, sem hún missti á gólfið. Postulínið er nefnilega af nýrri gerð og á ekki að geta brotnað. Það er á sýningu amerískra húsmuna, sem um þessar mundir er haldin í Berlín. ER ÞAÐ IIENTUGT? — Stórverslun ein í Berlín hefir tekið upp á því að steypa húsnúmerin í gangstéttahell- urnar, svo að jafnvel nærsýnasta fólk geti lesið þau. En hvernig fer fólkið að þegar allt er undir snjó?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.