Fálkinn - 14.05.1954, Síða 13
FÁLKINN
13
Inn saddur ýtti hann diskinum frá sér og
brosti til hennar. Nú yrði hún að segja eitt-
hvað ....
„Ég gleymdi að setja vatnið yfir. Við verð-
um að þvo upp eftir okkur.“
„Við hugsum ekki um það. Ég er búinn að
tala við frú Briggs og hún hefir lofað að
koma og taka til hérna á eftir. Við höfum
um annað að hugsa.“
Hann tók í höndina á henni og dró hana á
eftir sér. Anna fann fast handtakið og elti
hann eins og í draumi. Hún var fús til að
ganga á heimsenda með honum, svo lengi sem
hann héldi svona fast í höndina á henni.
Hann fór með hana út í garðinn og að
bekknum undir eplatrénu — uppáhaldsstaðn-
um hennar, sem hún hafði verið vön að sitja
á að sumarlagi, með prjónana sína eða bók.
Þarna hafði hún líka setið þegar hann kom
aftur, eftir að faðir hennar dó, og bað hana
um að verða konan sín og lofaði henni að hún
skyldi fá að hafa systkini sín hjá sér og að
hann skyldi sjá þeim fyrir góðu uppeldi ....
Hann horfði á hana og hún leit til hans á
móti. Röddin titraði þegar hún dró andann.
Hann var að hugsa um það sama og hún.
Og hún vissi það.
„Sestu!“ sagði John. Röddin var djúp og
lág.
Hann settist við hliðina á henni og tók svo
um hönd hennar aftur. Henni þótti vænt um
það. Hún var sæl að vita að hún gæti notið
handabands hans um aldur og ævi.
„Jæja, Anna,“ byrjaði hann, „nú ætla ég
að segja þér það, sem ég hefði átt að segja þér
þegar við sátum hérna saman í fyrsta sinn. Þá
bað ég þig um að verða konan mín og þú svar-
aðir já .... Ég var flón og klaufi og sagði
þér ekki hvernig á stóð fyrir mér þá. Eina
afsökun mín var sú, að ég var svo hræddur
að ég mundi hræða þig og kannske missa þig
í ofanálag."
Handtak hans var fastara. „Ég elska þig,“
sagði hann lágt. Af öllu hjarta mínu og allri
sálu minni.“
Andardráttur önnu varð hraðari .... hún
gat ekki að því gert. En hún gat ekkert sagt,
kom ekki upp nokkru orði. Þá laut John fram
og tók hendinni undir hökuna á henni og lyfti
andlitinu á henni. „Ég elska þig, konan min.
Nú vil ég heyra af þínum vörum að þú elskir
mig!“
Hún hefði ekki átt erfitt með að segja þetta
rétt áðan þegar hún lá á sófanum inni í dag-
stofunni og hugsaði um það, sem gerst hafði.
Þá hafði það verið svo auðvelt að segja: „ég
elska þig!“ upp aftur og aftur......Hvers
vegna var það svo erfitt núna? Og hún gat
ómögulega litið á hann.
„Elskan mín,“ sagði John heitri röddu, „ég
veit að þú gerir það! Ég vissi það meira að
Hvar er garöeigandinn?
segja áður en Charles kom þjótandi og sagði
mér að það hefði verið mágskossinn, sem
hann fékk hjá þér inni í vetrargarðinum, og
að sér hefði fyrst nú dottið í hug, að þú
hefðir miskilið atlotin. Ég vissi það þegar ég
fann að þú kysstir mig í nótt .... Þú tókst
sjálf höndunum um hálsinn á mér og varir
þinar svöruðu kossunum mínum, — veistu
það ekki? Þá fyrst skildi ég hvílíkt fífl ég hafði
verið, hve óþarft það hafði verið að bíða og
þrá og kveljast og láta eins og þú værir uppi
í tunglinu .... Ég hefði getað haldið áfram
og látið þig finna hvað ástin er, en samvisk-
an vaknaði, og þú varst svo hrædd .... og
ég var hræddur við sjálfan mig. Og að öðru
leyti vildi ég að þú kæmir til min af frjálsum
vilja. Taka sjálf um hálsinn á mér og segja
að þú værir mín, eins og ég er þinn. Ég hefi
verið svo óframfærinn alla mína ævi þegar
tilfinningar mínar hafa verið annars vegar
.... en nú er ég það ekki framar, Anna. Ekki
síðan ég fann hendur þínar um hálsinn á mér
og kossinn .... líttu á mig, Anna, og segðu
að þú elskir mig.“
Hún fann hvernig vilji hans yfirbugaði and-
stöðu hennar. Hún fann að hún varð að gera
það, því að hann var sterkari — og þannig
vildi hún líka sjálf að það væri, þó að hún
væri svo hrædd og þetta væri svo erfitt. En
allar torfærur milli þeirra urðu að hverfa, allt
varð að segjast, og á eftir yrði lífið dásamlegt,
eins og það hefði átt að vera frá fyrstu stundu.
Eitthvað sem var mitt á milli hláturs og grát-
urs heyrðist af vörum hennar, — svo fleygði
hún sér í faðm hans, hjúfraði sig að honum
og þrýsti andlitinu að kinninni á honum.
„John .... John, ég elska þig, elska
þig • • • • “
„Ástin mín .... ástin mín!“
Hann vafði hana örmum .... fast. Þau
horfðust í augu og augun leiftruðu og var-
irnar titruðu. Og svo þrýsti hann henni
að sér. *
ENDIR.
I\v framhal(l§sag:a
GARDENlU-ILMURINN heitir fram-
haldssagan sem hefst i næsta blaði og
er eftir hinn leikna skáldsöguhöfund
JONATHAN LAMIER, en sögur hans
fara nú sigurför um alla veröldina. Þær
eru sérstaklega vinsælar sem neöan-
málssögur, því aö höfundur sparar sér
miklar málálengingar og útúrdúra, en
hraðar viöburöarásinni mjög. Sagan
stendur áldrei kyrr. Einhver stórtíðindi
gerast í liverju blaði. — Sagan gerist í
verksmiðjubæ í Bandaríkjunum. Þar er
iðjuhöldurinn Simeon March öllu ráð-
andi, bærinn hefir vaxið upp kringum
þvottavéla- og kæliskápasmiðjur lians.
En sonur hans og frændi hafa báðir
fundist dauðir í bilunum sínum, með
missiris millibili. Gaseitrun hefir orðið
þeim að bana. Eru þetta slys — eða liafa
þeir dáið af mannavöldum. Simeon
March þykist sannfærður um að það sé
tengdadóttir hans sem ráðið hafi þeim
bana og fær leyninjósnarann Bill Crane
til að rannsaka málið, og honum til að-
stoðar er ung stúlka, sem heitir Ann
Fortune. — Það eru þau tvö og March-
fjölskyldan ásamt skrítnum lækni, dans-
og söngstelpum, sem einkum koma við
sögu. Málið er flókið og margir eru
grunaðir — en Ann Fortune og BiU leiða
sannleikann í Ijós að lokum. — Fylgist
með frá byrjun og missið ekki af neinu!
i____________________
FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - A£-
greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12
og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir
greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram-
kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent.