Fálkinn - 15.10.1954, Síða 4
4
FÁLKINN
FRAMHALDSGREIN.
Albert Einstein heima hjá sér
Allur heimurinn kannast við nafnið Albert Einstein höfund afstæðiskenningar-
innar. Það er á fæstra færi að botna í kenningum vísindamannsins Einsteins. en
maðurinn sjálfur er einstaklega blátt áfram, eins og lýsingar Philomenu Einstein
í eftirfarandi greinum bera með sér.
TDLÍSTRANDI sendisveinn kemur
upp götuna. Hann er með lítinn
flatan böggul undir héndinni. Hann
sveigir af aðalgötunni inn í fáfarna
hliðargötu í smáíbúðarhverfi Prince-
tonháskólans: Mercer Street. Sendill-
•inn William A. Johnson er nýgræðing-
ur í Princeton og liefir fengið vinnu
hjá Kayson & Co Vie, skóversluninni
miklu. Það er í fyrsta skipti sem hann
fer með böggul á bennan stað og hann
lieldur að liann sé á leiðinni á íburðar-
mikið rikismannsheimili. Þvi að á
bögglinuin stendur greinilega: „Mr.
Albert Einstein" og þó að fermingar-
drengurinn William botni ekkert i
afstæðiskenningunni veit hann þó að
Einstein er ekki aðeins frægur maður,
heldur meðal þeirra allra frægustu.
William nýr augun. Hann lítur á
heimilisfangið einu sinni enn, á hús-
númerið og götunafnið og hristir höf-
uðið. Þetta litla hvita timburhús mcð
geraníublómum í gluggunum getur
ómögulega verið bústaður svona frægs
manns. Þetta er ekkert fallegra en
húsið hans föður lians í úthverfi
Philadelphiu, og faðir hans er ekki
nema vagnvörður á neðanjarðarbraut-
inni, en þetta lieimsfrægur prófessor.
DYRASPJALD MEÐ „A. E“.
En þetta er nú svona. Á hurðinni
er skilti með stöfunum A. E. William
hringir og gráhærð kona kemur til
dyra, tekur við bögglinum og gefur
drengnum vikaskilding og kallar á
ekta svabneskri mállýsku:
„Herr Professor! Die Schuferln sind
komme........“
„Die Schufferln" eru nýju inni-
skórnir prófessorsins og gráhærða
konan er ráðskonan Martha frá
Stuttgart, sem frú Elsa heitin Einstein
hafði með sér til Ameríku. Martha
hefir fylgt þeim í allri útlegðinni.
Nú opnast dyr og liöfuð með miklu
silfurhvítu hári kemur í gættina. Und-
ir hárinu sér i skær dökk augu. Háls-
inn gildur og sólbakaður upp úr frá-
hnepptum flibbanum og prófessorinn
er í brúnum prjónajakka, viðum fhin-
elsbuxum og gráum ullarsokkum. En
á sokkaleistunum.
— Ágætt! segir maðurinn, sem vís-
indin kalla „mesta hugsuð vorra
daga“. Ágætt, Martha! Ég vona að þeir
séu voðfelldir.
Hann setur á sig morgunskóna, sem
eru úr rnjúku, ljósgulu kálfskinni varp-
ar öndinni ánægjulega og fer aftur
inn í vinnustofu sína, þar sem einka-
ritarinn, lítil og dökkliærð stúlka, sem
heitir Helene Dukas, biður hans. Ung-
frú Dukas er Ilka Suður-Þjóðverji.
„ Na, Helenchen, schön, — micht?
Ungfrú Dukas brosir og lítur á inni-
skóna. Hún veit um snöggu blettina á
prófessornum. Hann kviðir alltaf fyr-
ir, ef liann á að setja upp almennilega
skó. Elskar morgunskóna og á tíu pör.
— Það er það einasameiginlega með
liertoganum af Windsor og mér, sagði
hann einu sinni á alvarlegum fundi
með ýmsum vísindamönnum. — En ég
held líka að það sé það eina sem er
likt með okkur.
Ilertoginn af Windsor á fimmtíu
pör af morgunskóm.
Húsið í Mercer Street er mjög blátt
áfram. Það mætti vel nota áritunina á
garðhúsi Goetlies í Weimar um það:
„Ubermútig sieht’s nicht aus, dieses
kleiner Gartenliaus.
Allen, die darin verkehrt, wards
guter Geist bescliert.“
Hús Alberts Einstein er líka garð-
hús, þó að það teljist ekki til neins
annars stærra liúss. Vinnustofa þessa
heimsfræga eðlisfræðings er einföld:
Eikarskrifborð með mörgum blek-
klessum og lítið framleiðsluborð og á
þvi er jafnan kælir með — rjómais!
í tilliti er lieimsborgarinn Albert
Einstein ósvikinn Ameríkumaður:
Hann borðar rjómais hvenær sem vera
skal, bæði á degi og nóttu, hinni svab-
nesku ráðskonu sinni til mikils hugar-
angurs, því að hún telur að „Dampf-
nudeln“ eða „Spátzle" mundi miklu
hollari 75 ára gömlum manni, en allur
þessi sæti, kaldi, seigi ís.
Með öllum veggjum eru bókaskápar
nema rétt þar sem stóri glugginn er,
sem veit út að garðinum.
Á skrifborðinu, sem öll veröldin
talar um með lotningu liggur alltaf
þykkur hlaði af livitum pappír, sem
er klipptur i marga smáseðla. Á þessa
miða skrifar Einstein rneð greinilegu
letri hugmyndir sínar, stærðfræði-
setningar, flatar- og rúmmálsfræði-
myndir, tölur og teikn, sem enginn
leikmaður getur skilið.
HANDRIT ALDARINNAR.
Einstein prófessor notar mikið af
pappír. Hann er ekki sparaður. Hundr-
uð miða skrifar liann og hendir þeim
i pappírskörfuna. Hann finnur ekki
þræðina i þvi sem hann er að hugsa,
við fyrstu atrennu. Oft liða svo dagar,
vikur og mánuðir, að einn einasti miði
sem hann skrifar, sé talinn þess verður
að lialda honum til haga. En þegar
þessir fáu miðar sem hann safnar
eru komnir saman i eitt, eru þeir skýrt
og greinargott handrit.
Handrit Einsteins að „Sérstakri af-
stæðiskenningu“, sem kom út 1905 og
sem hann jók við og gerði úr „Al-
menna afstæðiskenningu“ á árunum
fram til 1916, er aðeins 14 vélritaðar
blaðsíður. Hann skrifaði sjálfur liand-
ritið með penna. En þessar 14 vélrit-
uðu siður eru taldar merkilegasta skjal
aldarinnar, af þeim sem vit hafa á. Og
um þær hafa verið skrifuð mörg þús-
und visindarit.
Auk skrifborðsins með blekklessun-
um og allra pappirsmiðanna eru lika
tveir gamaldags hægindastólar í
vinnustofunni, ennfremur nótnapúlt
og loks blessuð fiðlan lians. Það getur
nefnilega komið fyrir að maðurinn
með silfurhárið spretti allt í einu upp
frá skrifborðinu eins og ungur maður,
fleygi sjálfblekungnum fræga frá sér
og grípi fiðluna. Hann fékk kennslu i
Múnchen fimm ára gamall, fyrst i
píanóleik og svo i fiðluleik. Og fiðluna
hefir hann ekki viljað missa síðan,
þó að liann sé enginn snillingur.
Hann varð 75 ára 14. mars.
— Ég spila aðeins sjálfum mér til
skemmtunar, segir hann og leggur
áherslu á orðin. Ég spila aðeins þegar
enginn heyrir til mín — það er að
segja enginn kunnáttumaður.
Ekki vill hann lilusta á nýtísku
músík.
— Ilún er hrærigrautur — ég skil
hana ekki! í tónlistinni verða að vera
hreinar, skýrar línur. Hándel er uppá-
haldstónskáld hans. Og svo hefir hann
gaman af að spila barnaljóð, og þjóð-
vísur.
Sá sem sér alla bókaskápana, með
þúsundum binda, heldur vitanlega að
Einstein sé mesti bókaormur.
— Hafið þér lesið allar þessar bæk-
ur? spurði ég hann einu sinni, er mér
var hleypt inn i „liið allra helgasta“,
aldrei þessu vant.
— Lesið? Nei, fjarri fer þvi. Flestar
þeirra eru gjafir, og ég vil ekki endur-
senda bækurnar, svo að ég móðgi ekki
gefandann. Þegar ég var ungur las
ég mikið, en ég er hættur því. Lestur
truflar mig og beinir huganum á
brautir, sem ég ætla mér ekki að fara.
En — bíðið þér snöggvast: — Hérna
er uppáhaldsbókin mín! Glettur og
eðlisfræði.
Hann tekur fram þykka bók: Wil-
helm Busch, mesta humorista Þjóð-
verja, teikningar með textum. „Max
og Moritz“, barnamyndirnar frægu
eiga Einstein sem aðdáanda. Og sjálf-
ur yrkir Einstein stutt kvæði og vísur.
— Ef þér þurfið á tækifærisskáldi
að lialda .....
— Ágætt! Þá finnst mér að þér ætt-
uð einhvern tíma að lialda ræðu í Ijóð-
um i þessum stóru veislum, sem verið
er að lialda yður.
Nú kemur glampi í augun: — Bestu
ræðuna mína liéll ég í veislu á
Swarthmore College ........ Ég stóð
upp, ræskti mig og sagði: — Dömur
mínar og herrar! Því miður hefi ég
ekkert að segja.
— Og hvað gerðist þá?
Einstein tók tóbaksdósina, tróð í
pípuna og blés frá sér bláum reykjar-
strók. Svo svaraði hann ofur sak-
leysislega:
—Ekkert, alls ekkert! Það varð
dauðaþögn. En þá datt mér í liug að