Fálkinn - 20.05.1955, Síða 3
FÁLKINN
3
SELWYN LLOYD,
hinn nýi landvarnamálaráðherra í
ráðuneyti Edens.
ARKADIJ ALEXANDROVITJ
SOBOLEV,
hinn nýi fastafulltrúi Sovétríkjanna
sjá Sameinuðu þjóðunum.
ICHIRO HATOYANNA,
forsætisráðherra Japans. Hann vann
mikinn sigur i síðustu kosningum, og
hefir verið búist við ýmsum breyt-
ingum á stjórnmálasviðinu eftir valda-
töku hans.
Ungu hjónin höfðu borðað á veit-
ingahúsi og voru á ieið út. Þá tók
frúin eftir að hana vantaði hanskana
sína, og segir við manninn: — Biddu
snöggvast, Hugo, — ég gleymdi hönsk-
unum mínum.
Svo fór hún að borðinu en sá ekki
hanskana þar og lyfti þess vegna
dúknum til að líta undir horðið. Þá
kom þjónninn:
— Afsakið þér, eruð þér að leita
að manninum yðar. Hann stendur
þarna úti í dyrunum.
Núna þegar Barbara Hutton — eða
„Huttontottinn", sem ósvífin amerísk
blöð kalla hana — er gift manni sín-
um nr. 5, er ekki úr vegi að rifja upp
gamalt atvik, sem gerðist er hún var
nýgift Troubetzskoy fursta og hún
hitti vinkonu sína.
— Mig langar til að kynna þig mann-
inum minum? sagði Barbara.
— Þakka ])ér fyrir. Ég liefi alltaf
haft ánægju af að kynnast mönnunum
þínum.
Gesturinn: — Hvers vegna hafið þér
þessa skál með gullfiskunum á skrif-
borðinu yðar?
Forstjórinn: — Af þvi að mér er
fróun að því að sjá einhvern opna
munninn án þess að biðja um kaup-
hækkun.
KRISHNA MENON,
helsti ráðgjafi Nehrus á stjórumála-
sviðinu, hefir látið mikið að sér
kveða að undanförnu. Hann tók m.
a. þátt í Bandung-ráðstefnunni.
Scelba í Washington
DINA,
hin nýja drottning Jórdaníu.
ítalski forsætisráðherrann, Mario Scelba, og utanríkisráðherrann, Gaetano
Martino komu nýlega til Washington frá Ottawa í Kanada. John Foster
Dulles tók á móti þeim, en í Washington ræða ítölsku ráðherrarnir við Eisen-
hower forseta og aðra helstu forystumenn á stjórnmálasviðinu. — Hárin rísa
á höfði Dulles, er hann heilsar Scelba. Lengst til hægri sést Nixon varaforseti
og frú Nixon í miðið.
Er það satt?
GINA LOLLOBRIGIDA,
Það hafa löngum gengið sögusagnir um Farúk Egyptakonung, og nú að undan-
förnu hefir sitt hvað verið sagt um hann í blöðunum. Ástæðan er sú, að
hann hefir tilkynnt, að efnahagur hans sé bágborinn og hann óski eftir at-
vinnu. Stundum heyrist það, að hann ætli að gerast fílatemjari í sirkus, og
aðra stundina, að hann ætli að verða umboðsmaður fyrir nafngreind fyrir-
tæki. Þýsk ilmvatnaverksmiðja hefir nýlega tilkynnt, að það hafi boðið Farúk
100.000 mörk á ári, bifreið og höll fyrir að ferðast um með hlébarða, sem
er merki fyrirtækisins. Hann verður að skuldbinda sig til að vera ávallt
rciðubúinn til að láta ljósmynda sig og tala við fólk úr kvikmyndaheiminum.
Á myndinni sést bifreiðin, forstjóri fyrirtækisins og hlébarðinn. En Farúk
vantar enn þá.
hin þekkta italska kvikmyndadis, hef-
ir ferðast um ýmis Evrópulönd að
undanförnu og hvarvetna verið tekið
eins og þjóðhöfðingja, enda er hún nú
talin hin ókrýnda fegurðardrottning
kvikmyndanna.