Fálkinn - 20.05.1955, Qupperneq 4
4
FÁLKINN
Suðurhafseyjan — byggð
300 konum og 30 körlum
Blaðamaðurinn WILMON MENAIÍD segir frá heimsókn sinni til RAPA, cn
þar eru tífalt fleiri konur cn karlar. Og konurnar hafa ýmugust á trúboðum.
ÉG sai eitt kvöld í Stork Club, hinum
fræga næturklúbb í New York. Þá
greip einbver í hornið á jakkanum
minum. Sá sem greip bafði auðsjáan-
lega innbyrt talsvert marga „cock-
tails“ og vildi endilega segja mér frá
stúlkunum á eyju einni fyrir sunnan
Tahiti.
Þessi eyja heitir Rapa, sagði liann
og talaði lágt, þó að honum væri mikið
niðri fyrir. — Ég strandaði þar einu
sinni fyrir stríð og var í sex mánuði
hjá stelpunum þar, vahínunum. Ég
mundi vera þar enn, ef mér hefði
ekki orðið það á, að verða skotinn i
dóttur liöfðingjans þar. Gamli maður-
inn krafðist þess nefnilega, að ég yrði
að segja skilið við allar stelpurnar
mínar, ef ég ætti að fá dóttur hans,
og þess vegna varð ég að fara. Ég hefi
margsinnis reynt að komast þangað
aftur, en mér tekst það sjálfsagt aldrei.
— Hann andvarpaði. — Mér hefir
vegnað vel hérna heima, en konan
mín sér um, að ég hafi aldrci svo
mikla peninga undir höndum, að ég
eigi fyrir farinu til Rapa. Svo að ég
hefi ekki annað en endurminningarnar
til að lifa á.
Ég trúði honum ckki meira en svo.
— Ég hefi dvalið á Tahiti, sagði ég,
— en aldrei heyrt minnst á þessa
eyju.
Hann brosti dauflega. — Ég bjóst
við að þér munduð segja það. Ég er
reiðubúinn til að skýra þetta nánar
fyrir yður! Svo dró liann upp úr vas-
anum eins konar sjómanna-almanak
og fletti upp í því: Rapa (Oparo) 27°
63’ suðurbreiddar, 144° 17’ vestur-
lcngdar. Eyjan varð frönsk eign 1881,
en Vancouver fann hana 22. des. 1791.
Ég las meira um Rapa — um fjöllin,
gömul virki, veðráttu, hafnarskilyrði,
en það var ekki fyrr en kom að íbú-
unum, að mér fór að skiljast, að eitt-
hvað væri til í því, sem maðurinn
sagði. íbúarnir voru taldir 346, og af
þeim 34 karlmenn.
Og nú var það ég sem greip í jakka-
hornið lians og bað hann um að segja
mér meira frá Rapa. Fyrst spurði ég
auðvitað:
— Hvers vegna eru svona fáir karl-
menn á Rapa?
— Það er vegna þess að karlmenn-
irnir eru svo duglegir sjómenn, svar-
aði liann. — Ég skil
yður ekki, sagði ég.
— Kvenfólkið á
Rapa hefir alltaf
dekrað við karlmenn-
ina og gert þá gikks-
lega, sagði hann. —
Konurnar vinna öll
störfin, en karlmenn-
irnir dútla við veiði-
skap, róa eintrjáning-
unum sinum, rabba
og sofa. En þeir urðu
góðir sjómenn. Löngu
áður en Panama-
skurðurinn varð til,
leituðu skip frá
Ástralíu og Nýja Sjá-
landi oft hafnar á
Rapa þegar óveður
var í aðsigi. Skip-
stjórarnir sáu fljótt,
að þarna voru dug-
legir sjómenn og sótt-
ust eftir að ráða þá
til sin á skipin. Og
nú á dögum eru
strákarnir frá Rapa
ekki nema 15 ára
þegar þeir strjúka til
Tahiti til þes5 að fá
skipsrúm. Og þeir
koma aldrei aftur.
— Hann andvarpaði.
— Það er svo fár-
legt karlmannsleysi á
Rapa í dag, að st.úlk-
urnar þar tæla hvern
þann mann til óskír-
lífis, sem stígur fæti
á land þar.
— Er mér óhætt að
trúa þessu? sagði ég.
Þegar tíu stúlkur eru um hvern karlmann, veitir ekki
af að hafa ukulele og spila og syngja til þess að verða
ekki útundan í samkeppninni.
EG FER TIL RAPA.
Þremur mánuðum
síðar var ég kominn
til Papeete á Tahiti.
Tvær „vahínur" á Rapa, baða sig í læk. Á Rapa tíðkast ekki baðföt, ekki einu
sinni brot úr bikini-baðfötum.
Ég sat inni á bjórstofu er ég heyrði
skipstjóra á kopra-flutningaskipi,
segja við perlukaupmann einn: — Ég
er að liugsa um að koma við i Rapa
í þessari ferð.
— Þá verðurðu að hafa gát á drengj-
unum þínum, sagði pcrlukaupmaður-
inn. — Annars verður erfitt að finna
þá þegar þú siglir þaðan aftur.
Ég var um borð þegar kopra-skútan
lét í haf frá Papeete. Ég liafði með-
ferðis innsiglað bréf frá liöfðingjan-
um í Pitae á Tahiti til vinar lians,
höfðingjans á Rapa. Mér fannst gott
að hafa meðmæli er ég lcæmi í kvenna-
fansinn.
Rétt fyrir miðnætti á ellefta degi
lögðumst við á höfninni í Ahurci.
Sjórinn var svo lygn, að mér fannst
við fljóta í lofti. Við létum berast upp
að fjörunni og köstuðum ekki akker-
um fyrr en skipið kenndi grtinns. Við
vorum komnir til Rapa, í kvennaeyj-
una. Ég lieyrði gutla í sjónum upp
við fjöruborð og kvennaraddir kölluðu
við og við! Líklega voru þær að láta
stallsystur sinar vita, að nii væri kom-
ið skip. Stundum lieyrðist hundgá, og
tíst í fuglum sem ekki voru sofnaðir.
DANSAÐ Á ÞILFARI.
Skömmu eftir að við höfðum tekið
á okkur náðir heyrðust hlátrar og
skrækir við skipsliliðina. Þarna voru
komnir tveir eintrjáningsbátar með
sex fagrar vahinur, til að bjóða okkur
velkomna. Vitanlega fóru allir á fæt-
ur þegar þessi gestakoma spurðist og
von hráðar heyrðust dillandi tónar
gítara, dragspils og dvergtrumbu á
þilfarinu. Og meyjarnar stigu dansinn
svo rækilega að skútan titraði framan
úr stafni og aftur í skut. En þegar
danssýningin stóð sem liæst heyrðist
áraglamm utan úr myrkrinu. Stúlk-
urnar steinhættu og hvísluðu sín á
milli: „Mitinare! — Tréiboðarl" og
hurfu eins og liræddar mýs yfir horð-
stokkinn og ofan í bátana sína.
Skömmu siðar kom annar bátur að
skipinu. Á honum voru tveir innfædd-
ir menn, alvarlegri en nolckur likmað-
ur (það voru aldursforsetarnir í trú-
boðsfélaginu, sem nýstofnað var þarna
á Rapa). Og hvíti maðurinn i bátnum
var aðfengni trúboðinn. Ég þekkti
hann strax og birtan féll á andlitið
á honum; ég hafði liitt liann fyrir
mörgum árum i Papeete og fengið
lánaðan lijá honum lexikon. Það var
fyrir stríð.
Hann vatt sér inn á þilfarið og urðu
fagnaðarfundir með okkur. En hann
virtist liafa áhyggjur af heimsókn
minni þarna á Rapa. — Þér hafið lík-
lega lieyrt um kvenfólkið hérna? Ég
vrð því miður að játa, að flestar sög-
urnar sem ganga um það, eru sannar.
Þess vegna er ég kominn hingað. Ég
ætla að reyna að koma þeim í skilning
um hve sauriífar þær séu.
Trúboðinn og förunautar hans könm
uðu skipið hátt og lágt. Þegar því var
lokið og þeir höfðu sannfærst um að
ekki voru neinar vahínur um borð,
bjuggust þeir til burtfarar. Trúhoðinn
kom aftur til mín. — Það er hannað
með lögum, að stúlkur fari um borð
í skipin hér á höfninni í Alnirei, og
ef þær eru kærðar fyrir að hafa ásótt
sjómennina fá þær refsingu.
Mér hló hugur í brjósti. Það væri
skrítinn sjómaður, sem kærði stúlku
fyrir að hafa tekið vel á móti honum
í Rapa! Úm leið og trúboðinn steig
niður í bátinn sinn sagði hann við
mig: — En ef yður langar til að heim-
sækja mig, þá eruð þér velkominn.
Éig skal sjá um að þér fáið að vera
i friði!
— Hafið engar áhyggjur af mér!
sagði ég, en þá var báturinn liorfinn
út í myrkrið.
FÖGUR SJÓN.
Þegar ég kom á fætur í aftureld-
ingu næsta dags sá ég fagra sjón. Síl-
grænar brekkur og ása og í fjarska
fjöll i blárri móðu. En ég sá hvergi
kókospálma gnæfa við liimin, eins og
ég hafði búist við. Rapa er of sunnar-
lega til þess að þeir dafni þar. Og
reyndar var ég ekki kominn liingað
til þess að skoða kókospálma.
Skammt frá læginu okkar var litil
bryggja. Það var svo að sjá sem allt
kvenfólk á Rapa hefði safnast saman
þar. Tnnfæddu sjómennirnir og farþeg-
arnir um borð brostu í kampinn þegar
þær fóru að kalla.’Okkur var lileypt
í land þegar lögregluþjónninn hafði
stimplað skilríkin okkar.
Ég varð forviða á hve fallegar stúlk-
urnar voru, þegar ég sá þær nærri.
Háar og fallega vaxnar. Augun stór
og dökk, nefið breitt, en samt ekki
eins og negranef, og varirnar hold-
miklar, lostalegar og brosandi. Svart