Fálkinn - 20.05.1955, Page 12
12
FÁLKINN
JENNIFER AMES: 8.
Húsið, sem hlustaði
Hún roðnaði af gleði. „Ég gerði nú ekki
nema lítið.“
„Það er ekki aðalatriðið hvort það sem gert
er, er mikið eða lítið, heldur hvernig það er
gert. Smávægileg hjálp á réttu augnabliki,
getur sparað manni mikið erfiði,“ sagði hann
og brosti. „En ég hefi alltaf sagt, að dugleg
hjúkrunarkona sé fædd hjúkrunarkona. Og
þú ert dugleg hjúkrunarkona, June.“
Það var svo þægilegt að heyra hann segja
þetta ... eða yfirleitt að heyra lækni segja
það, eftir hinn nístandi dóm Williams læknis.
„Ég hélt nú lika að góðir læknar hljóti
að vera fæddir til starfsins," sagði hún og fór
hjá sér. „Það var unun að sjá hvernig þú
fórst með drenginn. Ég man að þú skrifaðir
mér um litlu telpuna, sem átti kaninuna. Það
var svo gaman og svo fallegt."
Hann hló. Og nú gerði hún sér allt í einu
ljóst, að það var ekki nema sjaldarl sem hann
hló. „Skrítið að þú skyldir muna það ... Já,
það er margt skrítið, sem maður er beðinn
um.“
„Þú hefir gaman af börnum, er það ekki?“
„Já ...“
„En þú hefir aldrei verið giftur.“
Hann brosti. „En piprunin er ekki sjúk-
dómur, held ég, og sé hún það, þá er efalaust
hægt að lækna hann.“ Hann hélt áfram: „Það
er ekki vegna ástarrauna úr æsku, sem ég
hefi ekki gifst, eins og rómantískar dömur
hafa grun um. Ástin hefir aldrei ráðist á mig,
kannske vegna þess að ég hefi ekki ögrað
henni. Og veistu hvers vegna?“
Hún var í vandræðum með spurninguna.
En eitthvað varð hún að segja.
„Nei, hvernig ætti ég að vita það? En ...“
Hún þagnaði.
„En?“ endurtók hann, en svo sagði hann:
„Hver fjárinn!" Billinn hafði ekið ofan í djúp-
an poll og nú gengu gusurnar af aur og leðju
yfir hann. „Afsakaðu þetta!“ sagði hann. „Og
fallegi kjóllinn þinn!“
Hann hafði þá tekið eftir kjólnum hennar.
Og hún hafði einmitt verið að hugsa um Law-
son lækni, þegar hún keypti þennan kjól á
útsölunni hjá Harrods í London. Hún hafði
reynt að ráða í það af bréfunum hans, hvers
konar kjólar honum mundu falla best. Eitt-
hvað mjúkt, kvenlegt ... ekki of áberandi.
„Líst þér vel á þennan kjól?“
„Mér líst vel á allt, sem kemur þér við ...
En þú laukst ekki við það, sem þú ætlaðir að
segja, June.“
Hún stamaði. „Ég ætlaði bara að segja, að
Clive gaf í skyn, að þú hefðir ekki gifst vegna
þess að þú hefðir svo mikið að gera. Ég hefi
aðeins verið hérna í tvo daga, en samt séð hve
annríkt þú átt.“
Hann féllst á það. „Það er ekki sjúklinga-
fjöldinn heldur þessar miklu fjarlægðir. Við
eigum að aka hundrað enskar mílur núna í
dag. Næst förum við á stórbýli, en það er
þó ekki eins stórt og Gumbula er. Það eru ekki
margar jarðir í héraðinu eins stórar og vel
setnar og Gumbula er.“
„Hver á heiðurinn af því?“
„Hektor, faðir Kens, sá ekki sólina fyrir
þessum stað. Hann hafði beinlínis átrúnað á
jörðinni. Þetta var stór og sterkur ástralskur
bóndi. Ken svipar til hans í mörgu, en Ken
er laglegri ... það liggur við að Ken sé of
laglegur, mér hefir oft dottið það í hug. Mönn-
um, sem eru jafn laglegir og hann, haettir við
að fara í hundana.”
Hún svaraði ekki. Hvað átti hann við? . ..
Ástamál — kvenfólk?
Jed hélt áfram: „Ken elskar líka þennan
stað og hann vinnur áf kappi, alveg eins og
faðir hans. Gamli maðurinn hefði átt að vera
upp með sér yfir að eiga anhan eins son og
Ken, en hann tók eldri soninn, Roy, fram
yfir hann. Það kann að vera af því, að Roy
var svo líkur konunni hans, sem honum þótti
mjög vænt um. Vegna Roys sætti hann sig
meira að segja við Shelah, en það hefði ann-
ars verið óhugsandi.
„Hvers vegna var það óhugsandi?“
June hafði spurt dálítið hranalega, án þess
að ætla sér það. Það hvarflaði að henni á ný,
að Shelah væri kannske höfð fyrir rangri sök.
Þau voru komin að næsta viðkomustaðnum,
stórbýlinu. Fjölskyldan sat úti á svölunum og
var að drekka te þegar Jed og June óku heim
að húsinu. Fullorðin kona stóð upp og bauð
þau velkomin. Það var frú McFaddon.
„Þið megið til að drekka tebolla með okk -
ur. Þér þekkið sjálfsagt hana Betty dóttur
mína, er það ekki, læknir? Þetta er vinstúlka
hennar, sem er hérna í heimsókn, Lorna
Hinkler."
„Þökk fyrir, ég ætla að fá tebolla hjá yður
seinna, frú McFaddon," sagði Jed. Hann sneri
sér að June. „Þú getur sest hérna úti og
fengið þér te með fólkinu. Ég kem bráðum
aftur.“
Betty McFaddon dró fram legustól handa
June. Hún var há, sérlega fríð stúlka meo
stutt, jarpt hár, brún augu og glaðlegt andlit.
Hún var í rjómagulum langbrókum og erma-
stuttri treyju. Vinstúlka hennar var lítil og
rauðhærð og fallega búin, í línkjól og fellinga-
pilsi. June fannst þær ekki eiga heima í þessu
umhverfi. Þær voru líkari því sem gerist á
tískubaðstöðum.
En June fannst þær vera einkar viðfelldnar.
Lausar við alla uppgerð og fordild. Það vai’
auðséð að Betty hjálpaði móður sinni við
innanhússverkin; en öðru hverju brá hún sér
til Sidney og dvaldist þá á Australa Hotel eða
Ushers, heimsótti kunningjana, sótti veðreið-
ar og fór hringferð milli náttklúbbanna. June
heillaðist af frjálsræðinu og hreinskilninni,
sem einkenndi þessar stúlkur báðar, og lá við
að öfunda þær af ævinni. Hún hugsaði til þess
hvernig væri að alast upp undir svona örugg-
um kringumstæðum, geta farið í borgina til
að skemmta sér, og vita alltaf að maður áttl
heimili til að hverfa að, og þurfti aldrei að
hafa áhyggjur af peningunum. Sjálf hafði hún
orðið að vinna fyrir sér frá blautu barns-
beini.
Lorna, sú minni, s-agði: „Og þegar ég var. á
Ushers næst síðast — hvern haldið þér áð
ég hafi hitt, frú McFaddon? Jú, fallegu litlu
frúna .frá ,Gunibula,,haná f,rú Wyman!“
„Ekkjuná' éftir -Roý W'yman?" spurði Mc-
Faddon. „Þið vitið að hann er dáinn fyrir ná-
lægt sex ,mánuðum?“ . ...
Lorna hló. „Jæja, en ég gat ekki þetur séð
en að hún skemmti sér furðu vel samt! Ég:
sá hana borða miðdegisverð hvað eftir annað
með einhverjum ljóshærðum náunga, sem mér
virtist vera útlendingur. Þau voru alltaf sam-
an á Hayden. Við borðuðum öll egg og flesk
klukkan þrjú að morgniJ'
„Hayden-klúbburinn er glæsilegur,“ muldr-
aði Betty. „Hann er aðálathvarfið okkar þeg-
ar við förum í borgina."
„Ég skil ekki hvernig þið þolið þetta næt-
urlífj telpur mínar,“ sagði frú McFaddon.
„Þegar ég var á ykkar aldri hafði ég aldrei
stigið fæti mínum inn fyrir dyr á náttklúbb."
„Ef við förum ekki í náttklúbbana núna
sjáum við þá aldrei á aevinnj,“ sagði Betty.
„Þú kemur þar aldrei, mamma. Þú kemui’
eiginlega hvergi.
„Nei,“ sagði frú McFaddon. Það færðist
skuggi yfir andlit hennar. „Það ér kannske
ekki npma gott að þið notið taekifærið meðari
þið eruð ungar. Þegar ég var ung var ég allt-
af að hugsa um það, sem ég ætti ógert í
framtíðinni. Allir sögðu að ég'ætti a<5 láta
það bíða þangað til ég yrði eldri. 'Jæjd, svo
beið ég, — og ég hefi ekki gert neitt af því
ennþá.“
„Þarna sérðu, amma.“ Betty hló. „Við er-
um miklu hyggnari en foreldrar -okkar."
„Það kann að vérd talsvert satt í því,“
sagði frú McFaddon. „Að minnsta kosti held
ég, að þið fáið meiri gleði í lífinu.“ Hún sneri
sér að June. „Eigið þér heima hérna í grennd-
inni, ungfrú Ray?“ • >-
„Ég kom frá Englandi fyrir fáéinum dög-
um. Eins og stendur er ég á Gumbula og stunda
frú Kensey.“ , ,k
Lorna tók hendinni fyrir munninn, „Sagði
ég eitthvað óviðurkvæmilegt áðan? Mér þyk-
ir leitt éf ég hefi talað af mér.“
„Ég held varla að maður geti sagt’ of mikið
um frú Wyman,“ sagði frú McFaddon þurr-
lega.
„Þei-þei!“ sagði Betty hlæjandi.
Frúin roðnaði. „Það kann að véra að þetta
hafi verið óvinsamlega sagt' af mér, en ...“
Hún,sneri sér að June. „Við höfum verið vinir
Wymansfjölskyldunnar árum saman. Við höf-
um búið hérna á Bungari álíka lengi og
Wyman hefir átt Gumbula. Það kann að Vera
að það sé sérviska, én við höfúfti álltáf helst
kosið, að drengirnir giftust stúlkum úr hér-
aðiftu, sem þekkja lífskjörin og Kunna að búa.
Frú Wyman hefir aldrei gert tilraun til að
setja sig inn í þess háttar, að því er ég veit
best. Og nú er altalað að hún sfetli að sélja
jörðina.“
„Haldið þér að hún hafi hpgsað sér það, í
alvöru?“ spurði June. •
„Ég veit ekki. Það er kannske ekki nema
flugufregn. Það vona ég að minnstá kosti.“
„Hvernig líst yður á hann Ken, ungfrú
Ray?“ spurði Betty. „Hann hefir alltaf verið
svoddan kvennagull. Hann er laglegur, finnst
yður það ekki?“ 1