Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1955, Blaðsíða 6

Fálkinn - 19.08.1955, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN LAFÐI MEGAN LLOYD GEOItGE dóttir í'orsætisráðherrans, hefir í 22 ár fyllt frjálslyndaflokkinn, sem fað- ir hennar var foringi fyrir. En nýlega hefir hún gengið í verkamannaflokk- inn og hefir þetta vakið mikla at- hygli. Hér sést Megan undir brjóst- mynd af föður sínum. AÐEINS TÍU ÁRA er Gisela Niebling, en þó er hún farin að temja Ijón. Faðir hennar stundaði fyrrum ljóna- veiðar í Afríku en hefir nú komið sér upp dýragarði í þýska bænum Altenberg og þar hjálpar Gisela hon- um við tamningu villidýranna. Hún stjórnar ljónunum Simbu og Cæsari eins og þau væru þægir kettir. LANGDRÆG LJÓSMYNDAVÉL. — Það er talsverður munur á venjulegri blaðaljósmyndavél og hinum lang- drægu kíkis-myndavélum, sem banda- ríkjaherinn notar. Með þeim er hægt að taka skýrar myndir af hlutum, sem eru í 50 kílómetra fjarlægð. 3 Lukkan varpar akkerum Framhaldssaga eftir ALEX STUART, ingi kom til Barnes læknis og þeir fóru að taia saman i hvíslingum i klefadyrunum. Anne datt í hug að þetta mundi vera óæðri læknirinn, en hann hvarf að vörmu spori, eftir að hafa brosað til sjúklingsins. Þegar hann kom aftur hafði liann með sér tvo þjóna með sjúkrabörur á milli sín. — Bifreiðin bíður á hafnarbakkanum, sagði annar þeirra. „Dr. Barnes kinkaði kolli. — Það er gott. Þá er best að leggja hann á börurnar. Leni benti Anne, og hún þurrkaði svitann af enninu á sjúkl- ingnum. Hann brosti þakklátur og lagði aftur augun. — Mér finnst ég vera betri núna, sagði hann. Þjónarnir tóku upp börurnar og fóru út á þilfarið og dr. Barnes með þeim. — Það er best að þér farið með þeim, sagði Leni við Anne. — Ég hefi látið eitthvað af dótinu hans i tösku, ef þér viljið taka hana. Hitt verður sent á eftir. Ég skal láta þjóninn vita um það — segið herra Tucker það, ef hann kynni að spyrja. Og segið að ég hafi munað eftir vindlingunum hans. — Já, systir. Anne tók litlu tösk- una og elti burðarmennina, sem mjök- uðust hægt niður landganginn. ÓVÆNT ATVIK. Forvitnir hafnarkarlar horfðu á annan stýriinann, meðan verið var að renna sjúkrabörunum inn í bifreiðina. Anne afhenti öðrum hjúkrunarmann- inum í bilnum töskuna lians, þegar hún var að snúa við um borð heyrði bún rödd, sem henni fannst hún kann- ast við. — Góðan daginn, Anne! Hún leit við og varð forviða er hún sá þungbúið andlit Nicholas Frazers. — Ég ... Góðan daginn. Hún hikaði og bætti svo við: — herra Frazer. Andlit hans varð eitt bros. Svo spurði hann: — Hver er sjúklingur- inn? Er það einhver af skipshöfninni? — Það er Tucker, II. stýrimaður. Mér skilst að hann hafi fengið snöggt botnlangabólgukast. Sjúkrabifreíðinni var lokað og bíl- sljórinn renndi af stað. Nicholas horfði á eftir honum, með djúpa hrukku milli augnabrúnanna. — Tucker, sögðuð þ'ér? Hm! — það var óheppilegt. Svo leit liann við og fór að tala við gildan mann, með sandgrátt hár, sem auðsjáanlega var með honum. Hann var nýkominn út úr dýra, svarta bílnum, sem Anne kannaðist svo vel við eftir öll skiftin, sem hann hafði staðið við húsdyrnar heima hjá föður hennar. Þeir töluðu saman í hljóði, og Anne ætlaði að draga sig í lilé, en þá sneri Nicholas sér að henni aftur, og benti henni að hún skyldi ekki fara. — Viljið þér sjá um, að Hood fáí að vita þetta, Richards. Segið honum frá Tucker, og að ég haldi að Creedy skipstjóri muni vilja fá Hunter sem II. stýrimann, en þvi skal ég komast eftir undir eins og ég kem um borð. Það þýðir, að .. . Hann lækkaði róm- inn aftur, og Anne heyrði ekki annað cn nafnið „Farrell". Gildi inaðurinn kinkaði kolli. — Það skal ég gera, lierra Frazer. Anne tók eftir að margar svíns- leðurstöskur voru inni í bílnum, en henni datt ekki í liug, að það væri Frazer sem ætti þær, fyrr en liann kallaði: — Hugsið jiér ekki um far- angurinn, ég skal sjá um hann sjálf- ur. Það er minnsta kosti mál til kom- ið að ég fari um borð. Ég sé að mót- tökunefndin stendur tilbúin! Hann benti á skipið, og Anne sá hóp af einkennisbúnum mönnum, sem stóðu ofan við landganginn. Skip- stjórinn var í þeim hóp. Þegar Richards var horfinn í fjöld- ann, sneri Nichoias sér aftur að Anne. — Mér sýnist þér vera i essinu yðar núna, systir Anne. Það brá fyrir brosi á þungbúnu andlitinu. —Sýnist yður það? Ekki — ekki get ég fundið það á mér. En ... Hún rétti fram höndina og snerti ósjálf- rátt við handlegg hans. — Ég er yður mjög þakklát fyrir að þér útveguðuð mér þetta starf. Eg sá það ekki fyrr en í gær, að þér hafið gert mér ómetanlegan greiða, og að ég er í þakkarskuld við yður. Ég — ég veit ekki hvernig ég get þakkað yður það. — Verið þér ekki að lnigsa um það, sagði hann stutt. Röddin var afundin. — Ég ætla að verða með „Sinbad“ lika, skiljið þér. Þess vegna hagaði ég því þannig til, að þér fengjuð plássið. Mér fannst fáðir yðar ætti jiað skilið af mér, að ég lili eftir yður. — Ætlið þér til Ástralíu? spurði Anne kvíðandi. — Já, það ætla ég. — Er yður verr við það? Hún roðnaði og varð niðurlút. — Nei — auðvitað er mér ekki verr við það, stamaði hún vandræðalega. — Mér þykir vænt um það — ég á við — þetta er yðar skip, er það ekki? — Jú, svaraði Nicliolas rólega, — þetta er mitt skip. En ekki á jiann hátt, sem ég hefði helst óskað. Hann andvarpaði. — Ég hefi aldrei siglt sem farþegi áður, vitið þér það, Anne? Getið þér hugsað yður að það er hart aðgöngu? Anne starði bara á hann og gat ekki sagt nokkurt orð. Það fór hrollur um liana er hún sá kvalirnar í dökkum augum hans. Svo rétli hann úr sér, brosti sem snöggvast og fór frá henni. Hún horfði á eftir hönum er hann gekk upp landganginn. Honum var heilsað virðulega, og hann gekk mann frá manni og heilsaði hverjum og ein- um með handabandi. Svo hvarf liann henni sjónum. Anne gekk hægt og hikandi upp landganginn. Þegar lnin var komin efst í stigann hitti hún III. stýrimann. Hann heils- aði henni hátíðlega, en það var glampi í bláum augunum. Þetta var einkar myndarlegur piltur, liugsaði Anne með sér, og hún var upp með sér fyrir að hann skyldi veita henpi svo augljósa athygli. En ef til vill væri ekki verl að gefa honum of mikið undir fótinn. — Góðan daginn, systir! Brosið var töfrandi. — Góðan dag, herra Farrell, svar- aði Anne fremur kuldaiega. — Ég var að frétta af Tom Tucker. Fylgduð þér honum út i bílinn? — Já. — Veslingurinn. Hvernig tók hann þessu? — Ofur rólega, sagði Anne. — En nú verðið þér að afsaka mig, herra Farrell, ég verð að hugsa um það sem ég þarf að gera í sjúkrastofunni, ann- ars fer Leni að undrast um mig. — Æ, farið þér ekki strax, sagði stýrimaðurinn. — Ég má til að fá að segja yður, að það hefir hlaupið á snærið fyrir mér — ég hefi hækkað i tigninni — að vísu ekki nema um stundar sakir — þangað til Tom Tucker kemur aftur. Þér hafið vafa- laust ekkert að gera fyrr en farþeg- arnir koma um borð. — Ojæja . .. Anne hikaði. Húii vildi ógjarnan móðga hann, en á hinn bóg- inn var hún hrædd um að Leni mundi gremjast að hún stæði á tali við stýri- manninn. — Ég ætti að fara og at- huga, hvort Leni þarf ekki á mér að hatda. Hann hrosti. — Hún er nú ekki eins roikill gammur og hún reynir að sýn- ast. Það er gullhjarta, sem slær undir hvíta svuntuhleðlinum liennar. Anne svaraði ekki. Hún var ekki FEITLAGIN SÝNINGARSTÚLKA. — Það hefir lengi verið draumur Ellu Jarvis, sem nú er 25 ára að verða sýningarstúlka, en hún hefir aldrei getað komist að því starfi vegna þess hve feitlagin hún er! En loks hefir hún komist að hjá tískuhúsi í London, sem hefir séð fram á, að líka þurfi að sýna kjólana sem eiga að fara utan um feitu frúrnar. Hér er Ella að æfa sig undir starfið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.