Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1955, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.08.1955, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Gary Cooper — eins og hann er sjálfur. KVENNAGULLIÐ Qnry Cooper T'\AGINN út og daginn inn standa langar biðraöir fyrir utan kvik- myndastöðvarnar í Hollywood. Það eru hin svonefndu „extras“ — þolin- móður og þrálátlir skari, setn bíður eftir fyrsta tækifærinu til að fá að vera með í kvikmynd. Vesældarlegur hópur skjátulegs fólks, sem vinnur sér inn fimm dollara þá sjaldan það fær að vera með bóp, setjast á Iiest- bak og ríða nokkra faðma ... fá ofur- litla nasasjón af ævintýrinu, sem í kvikmyndunum felst ... Það er eins og það þreytist aldrei á að bíða. Því að stundum kemur það fyrir að einn af þessum mörgu dettur í lukkupott- inn og verður heimsfrægur. Þess vegna er um að gera að bíða og vona. En þeir eru fáir, sem vinna í þessu happdrætti. Samt eru það sögurnar af þessum fáu, sem valda þvi, að fjöld- inn bíður við dyr ævintýrsins ár eftir ár. Sögur eins og sú, sem gerðist af Gary Cooper fyrir þrjátiu árum. Þá var hann einn af þeim sem beið í stóra hópnum. Hann tók þátt í upp- þotum og götubardögum, var einn í þeim nafnlausa fjölda, sem myndar umgerð um hina fáu útvöldu, og vann fyrir sultarkaupi í mörg ár. Einu sinni þurfti Fox Film að nota hesthúsmann í Tom-Mix-mynd. — Ég gaf mig fram, segir Gary. — Og svo borguðu þeir mér 10 dollara á dag, fyrir að ríða hesti dálítinn spöl og detta af baki — hvað eftir annað og æ ofan í æ. Tom Mix hefir tæp- lega vitað, að ég var með í þessari mynd. En ég bafði gætur á honum. Hann sat betur á liesti en flestii menn, að öðru leyti var lítils krafist af honum. Mér var sagt að hann fengi 17.000 dollara á viku. Og það voru fleiri en ég, sem fóru að velta þvi fyrir sér, hvort við gætum ekki gert þetta alvog eins vel og Tom Mix. Þetta var árið 1925. Sama árið tók leikstjórinn Hans Teisler — hann var sérfræðingur i kúrekamyndum — eftir þessum háa og herðabreiða unga manni, og datt í img að hann gæti verið góður í „wild-west“-hlutverk. Þannig varð Gary Cooper kúreka- hetja. Gary Cooper var skapaður í svona hlutverk. Hann var fæddur í bænum Helena í öræfunum í Montana, árið 1901. Og í æsku hafði Iiann jafnan verið á preríúnum. Síðan liafði hann gengið nokkur ár í skóla í Englandi. Og svo fór hann heim á búgarð fjöl- skyldunnar aftur. Hann var alltaf á hestbaki. Gary elskaði útilifið — og gerir enn. Hann gelck nokkur ár í háskóla og gerðist svo teiknari hjá btaði þarna á staðnum. Þegar liann liafði dundað við þetta í fimm ár fannst honum að hann mætti til að leggja land undir fót og freista gæfunnar. Og svo fór hann til Los Angeles og ætlaði að gerast blaðamaður. En ritstjórarnir voru ekkert hrifnir af þcssum út- blásna preríustrák og því sem liann afrekaði með blýantinum. ÚR AUGLÝSINGUM f KVIKMYNDINA. Coop, sem hann var kallaður, lagð- ist ekki svo lágt að skrifa föður sínum og biðja um peninga. Hann hafði farið að heiman til að sýna að Iiann væri sjálfbjarga! Svo réðst hann sem aug- Iýsingasafnari til blaðs og jafnfram! innheimti hann reikninga. Þá frétti hann af því, að kvikmyndafélögin borguðu geypikaup og fór þangað. í nokkur ár svelti hann heilu hungri sem statisti, en fékk þó smáhlutverk við og við. Loks lét Samuel Goldwyn hann leika kúrekahlutverk i mynd sem hét „The Winning of Barbara Worth“ og borgaði honuin 50 dollara á viku. Hann lék á móti Vilmu Banky, og það gerði gæfumuninn. Næst fór liann til Paramount og þar fór vegur hans vax- andi og það orð komst á, að hann gæti leikið alls konar hlutverk. Þar lék hann m. a. með Clara Bow. Þetta var 1927. N'æstu árin lék liann í fjölda kvik- mynda og hlífði sér ckki. í „Marokko" (1930) lék liann með Marlene Dietricli, sem elti liann berfætt um eyðimörk- iria. Árið 1933 lék hann i „Farewell to Arms“ eftir Hemingway og 1935 i „Synir Englands“, i „Marco Polo 1938 og sama árið í „Áttunda kona Blá- skeggs“. Og þegar hann fékk að leika í „The Devil and the Deep“ með Charles Laughton og Tallulali Bank- head, var það talið sönnun þess, að liann væri kominn í hóp hinna fáu útvöldu. FÉ OG FRÆGÐ. Gary Cooper fékk fyrstu heiðurs- verðlaunin 1941. Þau voru veitt hon- um fyrir leik hans sem „Sergeant York“ í samnefndri mynd. Tveimur árum siðar lék liann í „For Whom the Bells Toll“ eftir Hemingway, sem gerist í spönsku borgarastyrjöldinni 1930—39. Þar lék hann ameríska sjálfboðaliðann Robert Jones, en Ingrid Bergmann sænslui stúlkuna Maríu. Þau urðu mjög vinsæl í þess- um hlutverkum og léku saman aftur í „Saratoga" (1946). Og 1952 fékk Cooper Oscarverðlaunin fyrir „Higb Noon“ (Sjeriffinn), sem þykir hans besta leikafrek. Ein af síðustu myndum Coopers ei „Vera Cruz“, sem United Artists hefir tekið. Þar leikur liann ævintýramann frá Mexico, á móti einkennilegri leik- konu, sem heitir Sarita Montiel. „Sterka og dula karlmennið“ er Gary Cooper jafnaðarlega kallaður Að ytra útliti er hann fullkomin fyrir- mynd þess, sem Amerikumönnum finnst þeir eigi að vera. Hann er svo eðlilegur og ótilgerður í öllum hlut- verkum. Þegar hann er á hestbaki er líkast og liann og hesturinn séu eitt Áhorfandinn trúir þvi að liætturnar sem hann sést í á hestbaki, séu jafn alvarlegar og þær sýnast, vegna þess að hann trúir því að Gary Cooper sé það, sem hann sýnist vera. Og þetta niun vera skýringin á þvi að Cooper hefir tekist að halda fullum vinsældum jafn lengi og raun ber vitni, eða í 30 ár, og vera einn í hópi hinna tíu vinsælustu kvikmyndaleik- ara i heiminum! Cooper hefir leikið i kringum 80 myndum, og mönnum telst svo til að hann hafi dregið að þessum myndum inngangseyri, sem tiemur 250 milljón dollurum. Það mun vera lieimsmet upp á sína visu, og því ekki óeðlilegt að kvikmyndafé- lögin berjist um liann. ORÐFÁR MAÐUR. Það myndast jafnan þjóðsögur uní frægu leikarana í Ilollywood. En í því tilliti er Gary Cooper undantekn- ing. Heimilislíf hans og hjónaband er lika einstakt í sinni röð í kvikmynda- borginni. Cooper hefir verið kvænt- ur sömu konunni í 22 ár, og lijóna- bandið er farsælt. Frúin heitir Veron- ina Balfe og var bæði rík og falleg. Það var vegna konunnar, sem Gary Cooper varð greið gatan inn í sam- kvæmislífið á hærri stöðupi, ekki að- eins i Beverley Hills heldur líka í London og Paris og við Rivierann. Það væri rangt að segja, að Gary Cooper væri skemmtilegur maður í viðtali. Það er erfitt að toga upp úr honum nokkurt orð. Allir sem til þekkja, hafa orð á þvi hve þegjanda- legur hann sé. Hér er dálítil saga um það: Nýlega liittust Gary Cooper og liinn duglegri skapgerðarleikari Walter Brennan fyrir utan BKO Radio Studio. Þeir höfðu þekkst síðan forðum, að þeir löptu dauðann úr skel sem stat- istar i Hollywood. Nú keniur Cooper slangrandi niður götuna og kemur auga á Brennan, sem Cooper-fjölskyldan. Frú Veronica Balfe Cooper og Gary Cooper, sem hafa verið gift í 22 ár. Dóttir þeirra er 17 ára og heitir Maria. Hún ætlar að leggja fyrir sig lífræna efnafræði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.