Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1955, Qupperneq 11

Fálkinn - 19.08.1955, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN: „Veshi hefir tapast HJARTAÐ hoppaði í mér þegar dyra- bjöllunni var hringt. Ég hafði verið að vonast eftir því í allan dag. Við dyrnar stóð myndarleg stúlka um fimmtugt. Mér datt strax veskið í hug, það áttu að vera 1300 krónur í þvi. — Eruð þér herra Samúel? spurði hún varfærin. — Jú, sá er maðurinn. Hafið þér fundið veskið mitt? — Já,~inni á Njálsgötu. Hvernig átti það að vera? —-Það er svart með sex liólfum og 1300 krónur i því, nokkur frímerki og nokkur bréf. — Alveg rétt. Gerið þér svo vel. Og svo rétti hún mér veskið. —- Hjartans þakkir, sagði ég glaður. Ég gáði í veskið, 1300 krónurnar voru óhreyfðar. Ráðvendnin verðskuldar laun. — Gerið þér svo vel, hérna eru 200 krónur. Hún þakkaði einhver ósköp og fór. Mér létti, nú gat ég lifað áhyggjulaus nokkrar vikur. Ég hafði sem sé verið illa staddur, ég er einn af þessum rit- höfundum, sem lifa frá smásögu til smásögu, og nú hafði mér ekki dottið neitt i hug í þrjár vikur. Ég hafði verið svefnlaus og ringlaður. Það var slembilukka að ég fékk þetta her- bergi. Karlinn á Bergþórugötu liafði látið bera mig út vegna vangreiddrar húsaleigu. Hefði ég ekki fengið 75 krónur lánaðar út á úrið hans afa míns mundi ég ekki hafa getað borgað Samúel upp í herbcrgið fyrirfram. Ég hpfði ekki verið hjá lionum nema viku. Þetta var ágætt herbergi með falleg- um myndum á veggjunum. Samúel var ekkill og seldi myndir. Ég breiddi úr seðlunum og dáðist að þeim. En nú gat Samúel komið á hverri stundu — hann ætti að vita, að hann hafði bjargað mér úr slæmri klípu með glópsku sinni. í kvöld ætl- aði é# að fá mér buff og egg að éta. Skitt með Samúel. Hann var enginn dyrlingur heldur — lifði á þvi að hafa myndir út úr fólki og selja þær fyrir margfalt verð. Þess konar menn eiga ekki skilið að fá týnd veski með 1300 krónum aftur. í morgun hafði ég kom- ið auga á auglýsinguna undir „TAPAÐ — FUND!Г í Vísi: „Tapast hefir á Njálsgötu véski með 1300 krónum. Sarnúel Breiðfjörð Iistaverkasali, Ný- lendugötu 152.“ Skömmu eftir að ég las auglýsinguna kom Samúel heim og sagði mér að hann hefði týnt vesk- inu. „Þér sitjið alltaf heima við skriftir, Ármann, svo að ef einhver kenmr, getið þér sagt að þér séuð Samúel Breiðfjörð og tekið við vesk- inu. Tiu krónur er nægilegt i fundar- laun. — Tíu krónur, það var honum likt. Ég borgaði 200, svo rausnarlegur var ég, 1100 krónur var alveg nóg handa mér. Nú kom hann. Ég tók peningana saman í flýti og stakk veskinu niður i slcúffu. Hann kom strax inn til mín. — Jæja, herra rithöfundur, getið þér glatt mig með veskinu? — Nei, því miður. Það eru víst fáir svo ráðvandnir að þeir skili veski með 1300 krónum. — Ég treysti yður ekki. Þið eruð óáreiðanlegir, þessir rithöfundar. Þið segist lifa á að skrifa, en ég held að þið lifið á prettum. Þó hann hefði alveg rétt fyrir sér varð ég fokreiður. —• Eruð þér að gefa í skyn að ég hafi fengið veskið og ætli að stela því? glumdi í mér. En liann hló napurt. Mér fór að verða órótt, —Þér eruð þjófur og svikari, og ég var heppinn að uppgötva það svona fljótt. Ég þakka minum sæla fyrir, að þér skuluð ekki vera búinn að stela myndinni hans Kjarvals, sem er þarna á veggnum. Datt yður ekki í hug, að ég mundi prófa yður? Þegar maður leigir út herbergi með dýrum mynd- um, verður maður að vita hvers konar leigjendur maður hefir. Ég hefi engu veski týnt. Konan, sem kom með vesk- ið til yðar, var send af mér. Ég setti auglýsinguna í blaðið, svo að þér skylduð verða ennþá frakkari. Ég gafst upp. Dró út skrifborðs- skúffuna og rétti honum veskið. — Ég gaf konunni, sem kom með veskið, 200 krónur í fundarlaun, sagði ég. — En þær fáið þér vitanlega aftur. — Það er ég ekki viss um, sagði refurinn um leið og hann taldi pen- ingana. En nú veit ég hvernig þér eruð. Skilið þér mér lyklinum og snáf- ið þér út. * Mesti gæfudagurinn. Hjónaband Hildu Harrow byrjaði fremur illa. Morguninn sem þau gift- ust fékk brúðguminn gaílsteinakast. Þegar Hilda frétti það kom svo mikið óðagot á hana að hún týndi trúlof- unarhringnum sínum. Og vitanlega komu þau bæði of seint í kirkjuna Presturinn var orðinn úrkula vonai um að þau kæmu, og var farinn heim til sin. En svo náðist i hann og hann gaf þau saman. — Ur kirkjunni fóru brúðhjónin með gestina á veitinga- stað til að halda þeim veislu, en þegar þangað kom var gildaskálinn lokaður. Það hafði orðið einhver misgáningur á pöntuninni. En þó rættist úr þessu að lokum. Undir borðuin liellti þjónn- inn úr rauðvinsflösku á kjól brúðar- innar. — Svo héldu hjónin í brúð- kaupsferð. Það var farið að snjóa, en hálka undir, og bíllinn rann út af veginum. Fötin brúðgumans rifnuðu þegar hann var að bisa við að koma bílnum upp á veginn aftur. Þau urðu of sein til að ná járnbrautarlestinni og urðu að biða eftir næstu lest. — Þegar þau komu á áfangastaðinn reyndist ógerningur að ná í leigubíl, svo að þau urðu að ganga klukku- tima leið í húsið, sem þau ætluðu að dvelja í. Þau höfðu leigt sér lítið hús „við á“, en þegar þau komu þangað var húsið úti í ánni, því að flóð hafði komið. Þau urðu að húka uppi i tré og bíða þar til morguns. — Og sarnt segir Hilda Harrow núna, 31 ári síðar: „Brúðkaupsdagurinn 1 er mesti gæfu- dagurinn, sem ég hefi lifað á ævinni.“ Læknirinn Kahlman J. Mann, sem er Gyðingur, hefir rannsakað heilsu far Gyðinga þeirra, sem flutst hafa til ísrael frá Yemen. Hann segir að á síðustu 15 árum hafi ekki fundist eitt einasta tilfelli af lungnakrabba hjá þessum Gyðingum. Þeir reykja alls ekk sígarettur og ekki venjulega pípu, heldur iyrkneska vatnspipu — „narghil" — en í henni fer reykur- inn gegnum vatn og kólnar áður en maður andar honum að sér. Kamerun og Abessinía eru mestu þrumuveðursvæðin á hnettinum. Þar er að meðaltali þruifiuveður 214 daga af árinu. Röndótt ullarefni svart og hvítt hefir Pierre Balmain notað í þetta fallega sýnishorn. Það er hneppt alveg niður úr og skásneiddu vasarnir þrír eru í sama stíl og hálslíning og ermar. Það er auðvelt að sjá að góður tísku- höfundur hefir teiknað þenna kjól, í þetta sinn er það Carven, því svona listrænt snið er ekki allra að koma með. Takið eftir hvernig ermarnar eru saumaðar í og hvernig kraginn er látinn.-Einnig speldið sem er að framan. FALLEG DRAGT úr ottomansilki, innsniðin þannig að jakkinn fellur alveg að í mittið og speldin að ofan við brjóstin halda hálsklútnum í skorðum. Mjög klæðileg dragt úr silki með þrykktu mynstri í gráum lit. Pilsið er afar vítt, jakkinn nær á miðjar mjaðmir og er með stórum kraga og hornum. Enskt firma, sem hefir fengið fjár- magn frá Bandaríkjunum, hefir sent skip til Austur-Asíu til að leita að sleinolíulindum á hafsbotni. Heitir skipið „Seislin" og er nú komið til Singapore. Er farið leynt með fyrir- ætlanirnar, en þó hefir vitnast að einkum verði leitað að olíu á land- grunninu kringum Malakkaskaga og Borneo.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.