Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1955, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.08.1955, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VitÍd þér...? að radium-geislun getur gerbreytt jurtagróðrinum? Við tilraunir í Ameriku, þar sem jurtir höfðu verið gróðursettar í hringi, kringum staur, sem radiumút- geislun kom frá, kom það i ijós, að jurtirnar næst staurunum drápust, en þær fjarlægustu urðu ekki fyrir álirif- um af geislunum. En þar á milli náðu jurtirnar óeðlilega miklum vexti, og sumar fengu alveg nýja eiginleika. — Tilraununum verður haldið áfram, að reynt að breyta jurtunum í þá átt, að þær verði til meiri nytja en áður. að flugvélin er öruggara en nokk- uð annað samgöngutæki? Hagskýrslur sýna að banaslysum í flugi fer sífækkandi. Árið 1954 flugu flugæélögin 51.200 milljón farþega- kílómetra, og í öllu þessu flugi fórust aðeins 427 manns, eða sem svarar ein manneskja á hverja 120 milljón farþegakílómetra. Að meðaltali ætti maður því að geta flogið 120 milljón kílómetra slysalaust, eða sem svarar 3000 sinnum kringum jörðina. að í Bandaríkjunum eru 51 mill- jón talsímatæki í notkun? En Amerikumenn hafa fleira, sem þeir geta hlustað á heima hjá sér. í Bandaríkjunum eru til dæmis 35 mill- jón grammófónar, 117 milljón út- varpstæki og 30 milljón sjónvarps- tæki. — Hvenær fær aumingja fólk- ið næði til að hugsa? PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd: Sjáðu, Joko. Þarna eru aparnir. Viltu ekki vera með þeim? — 2. mynd: Jú, það verður gaman. En við skulum spyrja manninn fyrst. — 3. mynd: Má iiann Joko vera liérna hjá hinum öpunum. — Já, hann má það. — 4. mynd: Dýravörðurinn lokar Iiann inni hjá hinum öpunum. — Þetta er spennandi! — 5. mynd: Aparnir horfa á hann. Svo kallar einn: — Godajinn, Joko! Komdu! — G. mynd: Og svo fara þeir að leika sér. — Hérna finnst Joko gaman að vera. — 7. mynd: Vertu sæll, Joko. Nú verðum við að fara. En við komum aftur. — 8. mynd: Nú fer vel um Joko. :— En hvað eigum við að gera við hana Uglu. Churchill hefnir sín. Þegar Winston Churchili varð átt- ræður í fyrra var honum gefið mál- verk eitt mikið af sjálfum sér, sem hinn frægi málari Sutherland liafði málað. Mynd þessi hefir vakið miklar deilur og ýmsir telja hana hið mesta afskræmi, og andlitið á Churchill lfk- ast því, sem sir Winston liefði gert í buxurnar. Sjálfur hefir hann ekki viljað segja álit sitt á myndinni. En hann kvað hafa boðist til að mála mynd af frú Kathleen Sutherland, konu málarans, og er því spáð að hún verði ekki sem frýnilegust. — Churc- hill hefir iðkað málaralist í frístund- um sínum áratugum saman, og er talinn góður landslagsmyndamálari. I ! i • ! : !' Hagfræðileg rannsókn hefir leitt í ljós að 36% af öllum ibúum Frakklands fara aldrei i kvikmyndahús, þó að Frakkar framleiði sjálfir listrænustu myndir í heimi. Þeir vilja heldur nota peningana i mat og vín. — En að með- altali horfa Frakkar á níu kvikmyndir á ári, en Englendingar hins vegar 25. Marlene Dietrich var í vetur ráðin til þess að syngja vísur á dýrum skemmtistað í Las Vegas. Fyrir fram- an hana var loftsnerill, sem þyrlaði pilsi hennar og hárinu, og þótti þetta hin besta skemmtun. En eftir tvö kvöld lagðist hún veik í kvefi. Hún þoldi ekki allan vindganginn. í námu í Brasiliu hefir fundisl ametyst, sem missir hinn einkennilega fjólubláa lit og verður grænn, þegar hann kemur undir bert loft. Steinn þessi er mjög sjaldgæfur ennþá, og þar af leiðandi afar dýr. Frú Mobbs frá Taree, sem er þorp fyrir utan Sydney, hefir fengið skiln- að frá manninum, eftir að hún liafði kært hann fyrir eftirfarandi: Hann hafði barið hana með sóp, af því að hún skammaði hann fyrir að sparka í kúna þeirra. — Barið hana með skóflu, fyrir það að hesturinn þeirra hafði slegið hann. — Lamið hana margsinnis í hausinn með axarskafti, í vonsku út af því, að drifreimin hljóp af hverfisteininum hans. — Sparkað í liana framan á legginn af því að honum fannst liún stýra dráttarvél- inni klaufalega. — Hún hafði tekið öllu þessu með þögn og þolinmæði, en þegar liann gaf henni langt nef og kallaði hana „relluskjóðu" fór hún heim til móður sinnar. Það er engin synd að kyssa, segir hæstirétturinn í Wien. Piltur nokkur hafði verið kærður fyrir að lcyssa 14 óra telpu, að því er virtist gegn vilja hennar. Málið hefir gengið alla leið til liæstaréttar og er úrskurður lians ó þessa leið: Að kyssa- stúlku getur ekki talist refsivert athæfi. Ráðandi venja hefir gert kossinn friðhelgan og hann er einn þáttur í þjóðlífinu. — Láttu ekki á neinu bera, — hún mamma heldur að það sé hún sem stýrir! ... og hérna er ein með söng ferju- mannsins á Volga. ... og þegar ég hafði sett bílinn saman aftur hafði ég átta smástykki afgangs ...

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.