Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1955, Blaðsíða 13

Fálkinn - 19.08.1955, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 ,,June er komin og ætlar að verða hjá okk- ur um stund,“ sagði Jed. „Jed mun hafa hugsað að það mundi ekki verða neitt sælulíf hjá henni á Gumbula, eftir það sem gerðist í réttinum í morgun,“ sagði Midge. „Veist þú um það?“ spurði Jed. „Hvort ég veit um það. Það er ekki talað u'm annað í öllu þorpinu. Þetta er gífurfregn. Það er gaman að fá hetjuna sem gest.“ Það var ekki laust við að röddin væri súr. June nam staðar, henni leið ilia. Nú komu tár í augun á henni aftur. Það var auðséð að Midge var ekki um að hún skyldi koma. Vegna þess sem skeð hafði í dag — eða kannske af ein- hverri annarri ástæðu? „Það er alltaf gaman þegar June kemur hingað. Röddin var kuldaleg, — hann var að setja ofan í við frænftu sína. Hann tók undir handlegginn á June og leiddi hana inn í húsið. „Við fáum okkur svolítinn bita, og svo ferð þú og leggur þig. Þú lítur út eins og þér hefði ekki komið dúr á auga í heila viku.“ Nú var röddin hlý og vingjarnleg. Hún svaf mestan hluta dagsins og mikið af þeim næsta. Eitt kvöldið, nokkrum dögum seinna, hafði Midge farið á fund. June hafði hitað. kaffi og var að koma með það inn í skrifstofu Jeds. „Þú hellir í bollana, er það ekki?“ sagði hann. Hún brosti. „Alveg sjálfsagt!“ Hún setti bakkann á lítið borð. „Þetta er notalegt," sagði hann og brosti til hennar er hún rétti honum bollann. „Svona imyndaði ég mér það, áður en þú komst hingað.“ Hann hrærði í kaffinu, horfði á lútandi ljóshært höfuð hennar og hélt áfram: „Hefir þú nokkurn tíma ímyndað þér þetta, June? Imyndað þér okkur sitja saman í skrifstofunni minni og tala saman . . . tala um vinnuna okkar og um okkur sjálf? En ég hafði þessa mynd skýra fyrir augunum þegar ég skrifaði þér til Englands. Ég þráði svo heitt að þú kæmir. Mér stóð það á afar miklu, að þú kæmir hingað. Og svo komstu.“ Það kom beiskjubros á varirnar. „En málin skipuðust ekki á þann hátt, sem ég hafði hugsað mér. En nú ertu þó hérna, og það er mér fyrir miklu.“ „Þakka þér fyrir/‘ sagði hún lágt. „Ég vildi óska að þú gætir orðið hérna, ef þú vilt það,“ hélt hann áfram, jafn rólega og áður. „Ég meina ekki hérna í landinu, heldur hérna í húsinu ... ég játa, að þegar þú komst hugsaði ég um ástir, en nú . .. vil ég mælast til vináttu þinnar ... Margt gott getur gróið upp af vináttunni. Mörg hamingjusöm hjóna- bönd hafa byggst á vináttu." Eftir dálitla Hvað hefir orðið af snúningastrálcnum? þögn bætti hann við: „Segðu ekkert núna, en hugsaðu um þetta. Gefðu þér eins langan tíma og þú vilt, til að hugsa um það. Tíminn er nógur ... við höfum svo mikið af tíma ... Þegar maður er ekki lengur eins ungur og maður var, liggur manni ekkert á.“ Kokið á henni herptist saman. Augun voru full af tárum, sem hún vildi ekki láta hrynja. Hún var honum svo þakklát. Henni féll vel við hann og hún dáðist að honum. Var hægt að byggja hjónaband á þessu? Hún gat hjálp- að honum við störf hans. Hún mundi eignast heimili hjá manni, sem þætti vænt um hana. Það var mikils virði, og þetta var mikil freist- ing, úr því að hún hafði ekki framar annað meira að lifa fyrir. Hann stóð upp og studdi hendinni á öxlina á henni. „Það gleður mig að minnsta kosti að þú firrist ekki við þetta. Við skulum ekki tala .meira um það núna.“ Hann minntist á að hann hefði hitt Mellon fulltrúa síðdegis um daginn. Og nú varð and- litið þungbúnara. „Flann sagði að ekki væri neitt nýtt að frétta. Hann mun hafa haldið, að það hefði verið ímyndun hjá þér að eitthvað væri i kaffinu.“ Hún leit upp. „Það verða auðvitað allir á þeirri skoðun. Að þetta sé fyrirsláttur — ti) að afsaka mig.“ Hann hikaði. „Sumir hallast líklega að því.“ „Hvað heldur þú, Jed?“ Hann forðaðist að horfa í augu hennar. „Ég veit ekki hvað ég á að halda. Skiptir það nokkru máli?“ i En hún vissi að það skipti miklu máli. Ást- arvana hefðu þau getað gifst, en alls ekki án gagnkvæmrar tiltrúar. En hvernig gat hún ætlast til að nokkur tryði sögu hennar, þegar hún hafði engar sannanir? Fáeinum dögum síðar sátu June og Midge á svölunum og voru að hreinsa ertur. Kerl- ingarpíslin var þaulæfð í þessu, en June var eins og hún hefði tiu þumalfingur. Hún var óróleg. Það gat stafað af því, að nú átti rétt- arhaldið, sem frestað hafði verið, að verða á morgun. Og það gat stafað af því, að Midge var svo þegjandaleg. „Hvað hefirðu hugsað þér að taka fyrir þegar réttarhaldinu er lokið, June?“ spurði Midge loksins. „Ég verð að reyna að fá mér nýja atvinnu," muldraði June. „Ég er hrædd um að fólkið hérna í ná- grenninu hafi ekki mikla trú á þér,“ sagði Midge stutt í spuna. June roðnaði. „Nei, það heldur sjálfsagt að ég leggi það í vana minn að sofa á verðinum, og búa til flónslegar átyllur, til að afsaka mig. Það mun hugsa sem svo að ... En eitthvað verð ég að fá mér að gera.“ „Það væri betra fyrir þig að reyna á ein- hverjum öðrum stað. Ég veit að Jed vill gjarn an hafa þig hérna, en ... ég held ekki ...“ „Þú heldur að ég ætti að komast sem lengst burt frá Forbes.“ „Ég held að þú ættir að komast burt frá Jed,“ sagði Midge. June roðnaði, en svo fölnaði hún aftur. Midge hélt áfram: „Ef þú verður hérna áfram, þá fer svo á endanum að þú giftist Jed. Ég veit að hann vill giftast þér. Hann hefir viljað giftast þér alla tíð síðan þið byrjuðuð að skrifast á. Hann hefir hungrað eftir rómantík alla sina ævi. Hann hélt að hann mundi finna það sem hann þráði í þér. Undir rólega hjúpnum er Jed mjög rómantískur . . . Það hefði verið öðru vísi ef þú hefðir fundið rómantík hjá honum. En þú fannst hana annars staðar.“ June sagði svo lágt að varla heyrðist: „Ég hélt að ég hefði fundið hana.“ Midge kinkaði kolli. „Já, ég veit það. Ég vissi að þú varst ástfangin af Ken, þegar ég sá ykkur saman í fyrsta sinn. Þú trúir því kannske ekki, en ég hefi vit á ást.“ Röddin var orðin mýkri. Og aldrei þessu vant var hún ekki súr. „Þú skilur,“ hún dró andann djúpt, „... ég hefi elskað Jed í mörg ár. En Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3,- Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBBRTSprent. ADAMSON Það er ekki álltaf þolinmæðin, sem borgar sig.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.