Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1955, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.08.1955, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN ... hana hafði langað til að hlaupa út á götu og faðma hann ... Blði brúðdrkjóllinn EGAR 'hún fór til (lyra og opnaði, stóð liann við dyrabjölluna, með hattinn aftur í hnakkagróf og úttroðna skjalatösku í höndunum. Brún augun voru full af glettni. — Ef þér hafið eitthvað að selja ... byrjaði hún í alvörutón, en brosið lék um munnvikin. ■— Ja, hvort ég hef! Alveg sérstakt kostaboð, ungfrú, — hvað segið þér um hjúskaparvottorð? Grípið tækifær- ið, þér getið fengið þetta með afborg- unum — fimmtíu kossa á viku. — Ekki í dag. Hún hristi höfuðið, en opnaði þó urn leið dyrnar upp á gátt. — Komið þér inn fynr og skyrið mér svolitið nánar frá þessu, eg er nefnilega mjög forvitin. Hann fleygði hattinum á hilluna í ganginum og faðmaði hana að sér. — Fyrsta afborgun, sagði hann og brosti, og svo kyssast þau. — Iivað hefir þú í bakaraofninum, gæskan, hélt hann áfram. — En ef þú brennir matinn þá get ég reyndar huggað þig ... Hann tók ilmvatnsglas upp úr tösk- unni og hélt þvi hróðugur upp á móti birtunni. Cynthia flýtti sér fram i eldhúsið aftur, ekki til að bjarga matn- um, heldur til þess að láta ekki sjá hve æst hún var. Ilmvatn! Fyrr mátti nú vera óhófið. Og það var ekkert sérstakt tilefni í dag heldur. Hún sem hafði lagt á sig að búa til matinn ti! að spara að borða á veitingahúsi. — Ilmvatnið íærðu vegna þess að í dag eru réttir fjórtán mánuðir síðan ég kynntist þér, sagði hann þegar hún kom inn í stofuna aftur. — Og þessar, hélt hann áfram — vegna þess að mér þykir svo vænt um þig. Ilann rétti henni vönd úr dökk- rauðum rósum, og hún faldi andiitið í blómunum og reyndi að halda til baka gremjutárunum, sem komu fram í augun. Hún hafði oft staðið við blómabúðarglugga og óskað sér svona blóma, en verðið var svo gifurlegt. Æ, Frank, hvers vegna ferðu svona illa með peningana, liugsaði hún með sér sárgröm. En þrátt fyrir allt hafði hún ákveð- ið, að þau skyldu eiga góða stund saman, svo að meðan þau voru að borða, var hún óeðlilega glensmikil, en hann síkátur eins og liann var vanur. En þegar hann dró stóra sælgætis- öskju upp úr töskunni gat hún ekki stillt sig lengur: — Þetta kostar of fjár, Frank! — Já, en þetta er það besta sem þú veist, góða min. Hvað viltu helst? Hann opnaði öskjuna og setti hana á borðið. — Það verður ekki við það átt! sagði hún. — Hvernig heldurðu að við höf- um nokkurn tima efni á að giftast, þegar þú sólundar peningunum þínum svona? Hann leit upp, honum brá við þeg- ar liann heyrði gremjuhreiminn í röddinni. Hann fann að hún var ekki aðeins leið yfir þessu, heldur veru- lega reið. Þess vegna stóð hann upp. gekk að stólnum hennar og beygði sig alúðlega niður að henni. — Ég hefi aldrei verið virkilega ástfanginn fyrr, elskan mín. Mig langar til að hrúga yfir þig rósum og skartgripum og láta a’llt eftir þér. Mig langar svo til að sýna þér hve mér þykir vænt um þig. En hún vildi ekki hlusta á hann. Hún hafði oftast bráðnað undan gæl- unum í lionum áður. En i þetta skipti skyldi honum ekk'i takast að milda liana. Þetta var alvarlegra en svo. — Hvenær sem ég minnist á þetta, hlærð þú og kyssir mig þangað til ég gleymi því. En nú verður það að hætta, Frank. — Elskan min, þú lætur eins og ég geri þetta á hverjum degi. Þú veist best sjálf, að ég geri það ekki nema einstöku sinnum, og ég get sveiað mér upp á, að ég hefi ekki hreyft við spari- fénu okkar. Ef þú vilt endilega vita það, þá hefi ég sleppt nokkrum mið- degisverðum og reykt minna en vant er, til þess að geta gert þetta. Röddin var skýr og skynsemdarleg, en þar var hreimur af vonbrigðum. Hún svipti hann gleði gjafarans með því að láta hann gera grein fyrir út- gjöldunum. — Bara að þú keyptir eitthvað, sem við gætum haft gagn af síðar. — Þetta var leiðinlegt, væna mín. Ég skal heldur gefa þér skaftpott næst. Bros lians var þvingað, en hann hafði gefið henni tækifæri til að slíta umræðunum. Það brást honum hins vegar, þvi að glettnin i orðum lians hafði aukið á gremjuna hjá lienni. — Hvað stoðar þó að ég snúi hverj- um skildingi tvisvar, þegar þú ferð svona með peningana? Röddin var beisk og titrandi af bældri reiði. — Þú hefir fengið peningana á heil- ann, góða mín. Hann sagði þetta ró- lega, en höndin, sem hélt á vindlingn- um skalf ofurlítið. — Það er óttinn, sem veldur öllu þessu, er það ekki? Þú ert lirædd um að ég verði eins og liann faðir þinn. Hún sá strax í anda, hvernig móðir hennar hafði falið peninga á ólíkleg- ustu stöðum, svo að faðir liennar skyldi ekki finna þá. — Þótt svo væri, Frank. Marnrna dó og uppvaxtarár mín urðu raunaleg vegna þess hve faðir minn var ráð- deildarlítill. Þú skilur ekki hvernig tilfinningar það vekur, að fá ný hús- gögn i dag og láta sækja þau á morgun, að vera lofað þúsund hlutum, sem maður aldrei fær, að byrja á dans- skólanum og verða að liætta eftir þrjár vikur. — Ég skil þetta allt, Cynthia, það er þess vegna sem ég hefi verið svo þol- inmóður við þig. En þú ferð út í öfg- ar. Þú ert dauðhrædd við að eyða nokkrum eyri. Manstu að við höfðum ekki séð kvikmynd eða komið á dans- stað í marga mánuði? Ég er orðinn þreyttur á að sjá þig reikna verði? á hverjum smáhlut, sem þú kanpir. En hún vildi ekki hlusta á hann. Hún hafði espað sig upp og vildi ekki taka sönsum. Hún svaraði með reiði og gremju, og bráðum var tónninn orðinn (eins hjá honum. Allt glaðlyndi hans var fokið út í veður og vind og hann dengdi yfir hana verstu skömm- um. Klukkutíma seinna skellti hann gangdyrunum eftir sér, með trúlof- unarhringinn í vasanum. FRÚ Sarah, vinnuveitandi Cynthiu i kjólasaumastofunni, varð fyrst til að sjá breytinguna á afgreiðslustúlkunni sinni, sem alltaf hafði verið svo glöð. En hún var .sniðugri en svo að hún léti Cynthiu skilja, að hún vissi hvern- ig komið var. Ljóminn, sem er yfir ástfangna fólkinu, var horfinn, og brosið og vinnugleðin á bak og burt. Frú Sarah tók eftir að enginn hring- ur var á fingrinum framar, og auk þess hafði Cynthia haft það fyrir vana, að standa við tjaldið hjá sýn- ingargliigganum á hverjum morgní klukkan kortér yfir tíu. Það leyndi sér ekki að liún var að gá að einhverj- um, en vildi þó ekki láta sjá sig sjálfa. Frú Sarah réð gátuna fljótt. Hún gægðist sjálf út um gluggann á þessum tíma, og sá þá Frank á sinni föstu leið i bankann á horninu. . —Einmitt — það er unnustinn fyrr- verandi, sem hún er að gá að! sagði frú Sarah við sjálfa sig inni í skrif- stofunni. — Vissi ég ekki. Og hann gengur framhjá eins og hann hefði beinverk, og varast eins og heitan eldinn að lila i áttina til gluggans. Þessir unglingsbjánar. Bara að við gætum sagt þeim hve ... Daginn eftir ltallaði hún á Cynthiu inn til sin. — Sólin skín, chérie, sagði bún, með franska hreimnum, sem hún áleit að ætti svo vel heima i tísku- verslunum. — Hafið þér tekið eftir livernig sendisveinarnir blístra og depla augunum til stúlknanna. Verið er að koma, barnið mitt. Þess vegna hefi ég afráðið að setja brúðarkjól út í gluggann. Viljið þér skreyta liann, Cynthia? Brúðkaup! Cynthia raðaði eins og í leiðslu blómakerunum, og fyllti þau með túlipönum og páskaliljum. Og svo setti liún Ijósbláan brúðarkjól í gluggann. Það var undurfallegur kjóll. Frank hafði alltaf sagt, að blátt færi henni svo vel. Rósir og hiasyntur, var það ekki, sem hann var vanur að segja. En nú hafði hún ekki orðið lians vör siðan daginn sem þau rifust Hann hafði ekki svo mikið sem litið á búðargluggann. Skyldi hann nokkurn tima hafa rétt út höndina að símanum, og kippf henni að sér aftur, eins og hún hafði gert? Hafði hann eins oft langað að koma hlaupandi inn í búðina, og Iiana hafði langað til að hlaupa út á götu og fleygja sér í faðm hans? Nú kom einhver inn og liún flýtti sér inn fyrir búðarborðið til að af- greiða fyrsta skiptavininn í dag. Það var ung stúlka, gerólik finu dömun- um, sem versluðu helst þarna. Hún var í slitinni, ódýrri vélsaumaðri kápu, sem var í stytsta lagi. Rauð alpahúfa sat á skakk á ljósa hárinu og fingurnir voru á sífelldri hreyf- ingu. Hún nam staðar út við dyr, ósköp vandræðaleg. — Hvað kostar blái brúðarkjóllinn i glugganum, spurði hún loks. — Sjö hundruð og fimmtíu fyrir hyasint-gerðina, svaraði Cynthia. Hún þóttist viss um að stúlkunni mundi ofbjóða það verð. En það var eitthvað annað. Stúlkan tók rólcga af sér húfuna og hanskana — Má ég prófa hann? Cynthia hikaði snöggvast áður en hún fór fram i glug^gann til að ná í kjólinn. Hún horfði á stúlkuna, með- an hún var að færa sig úr, sá hana strjúka úr fellingunum á ódýra bóm- ullarnærkjólhum áður en hún steypti brúðarkjólnum yfir Iiöfuðið á sér. Breytingin var undraverð. Jafnvel lé- legi nærfatiiaðurinn gat ekki leynt þvi að vaxtarlag stúlkunnar var ljóm- andi fallegt. Og kjóllinn var eins og sniðinn á hana, féll vel að mittinu og yfir mjaðmirnar. Blái liturinn var$ til þess að undirstrika fegurð hörunds- litarins, og ný litbrigði komu fram í ljósu hárinu. — Herra minn trúr, livað ég er fín! sagði stúlkan lirifin. — Yerðið er í liæsta lagi, en Alf vann dálítið í get- raununum, og vill fyrir hvern mun að ég noti peningana til að kaupa brúðarkjól. -— Hann er ljómandi fallegur, sagði Cynthia í fullri einlægni, — og þér ekki síður, bætti hún við, en fékk kökk í hálsinn. — Ég er viss um að unnustinn yðar verður hrifinn. — Já, það getið þér reitt yður á. Unga stúlkan trítlaði út úr fataklef- anum og inn í salinn með öllum spegl- unum. — Þau reka upp stór augu heima, þegar þau sjá mig, liélt hún áfram. — Ég liugsa að þau stari þegar ég geng upp að gráðunum!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.