Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN ★ ★ Arvida ORKAN’ er lykill aluminiumvinnsl- unnar. Hún er langstœrsti iiðurinn í framleiðslukostnaðinum, og þess vegna ræður það ekki úrslitum þegar aluminiumgerð er valinn staður, að hann sé nærri hráefnanámunni, held- ur að ódýr orka sé fyrir hendi. Mesl af því aluminium, sem nú er notað i heiminum, er framleitt óravegu frá bauxít-námunum, sem leggja til mest af hráefninu sem hinn létti málmur er unninn úr, en þær eru mestar í Vestur-Afríku og Suður-Ameríku. En aluminiumframleiðslan er mest i Bandaríkjunum og Kanada. Frá þess- um tveimur löndum koma yfir % af öllu aluminium, sem notað cr á ári liverju. Ivanada á afarmikið af vatnsorku, sem lientug er til virkjunar. Af um 60 milljón hestöflum í landinu hafa 17 milljónir verið virkjaðar nú, og sjálfir telja Kanadamenn vatnsaflið undirstöðu hins hraðvaxandi iðnaðar í landinu, miklu fremur en kol og olíu. Norðmenn eru mesta vatnsvirkjun- arþjóð heimsins, að tiltölu við fólks- fjölda, en ef Quebec-fylki í Kanada er taiið sér, er vatnsvirkjunin þar þó enn meiri. í því fylki er nefriilega um helmingur alls virkjaðs vatnsafls í Kanada. — Og nær þriðjungur af þvi er notaður til að vinna aluminium. Þegar siglt er uppeftir St. Lawrence- fljóti, sem að visu er líkara firði en fljóti alla ieið upp undir Quebec-borg, má sjá mikla þverá falla i fljótið á hægri hönd. Hún heitir Saguenay River og er skipgeng fyrstu 60 kíló- metrana frá St. Lawrenoefljóti, en þá taka við hávaðar alla Ieið upp í St. Johnsvatn, sem er nær 50 km. lengd árinnar. Þetta virðist ekki mik- ið, en vatnsmagnið er þeim mun meira. Því að í Saguenay River safnast saman vatn af úrkomusvæði, sem cr hátt upp í það eins stórt og allt ísland, eða tæpir 80 þúsund ferkílómetrar. Þess vegna liefir orðið kleift að byggja 'þarna eina stærstu aflstöð heimsins og fjórar minni. Þessar stöðvar framleiða nú 2.580.000 hestöfl og öll þessi orka er notuð til alumini- umgerðar. Og það eru ekki nema tæp 30 ár síðan fyrsta stöðin var reist. Það er „Aluminium Company of Kanada“, sem stendur að þessum fyr- irlækjum, í sambandi við dótturfélag, sem heitir „Saguenay Power Company, Ltd“. í daglegu tali er þetta fyrirtæki kallað ALCAN og var upprunalega afsprengi bandaríska aluminiumfyrir- tækisins „Aluminium Company of Shipshaw II er stærsta aflstöð ALCAN við Saguenay River. Þarna í hús- inu t. h. á myndinni eru framleidd 1.200.000 hestöfl. Til vinstri er aluminiumbrúin, sú fyrsta í heiminum. Ameríca“ eða ALCOA. Fyrsta alu- miniumgerðin í Kanada tók til starfa árið 1900, en var smásmiði hjá l)ví sem síðar varð. Fyrsta stöðin við þetta fallvatn var reist 1926 og framleiðir nú 540 þús. hestöfl en fallhæðin er 110 fet. Önn ur 1931 með 300 þús. hestöfl og 160 feta fallhæð. Þriðja 1943 og er hún stærst og heitir Shipshaw en það er Indíánamál og þýðir þrengsli (eins og í Soginu). Hún framleiðir nú 1.2 millj. hestöfl, en 1.5 milljón þegar síð- ustu samstæðunum hefir verið bætt við. Þar er fallhæðin 210 fet. Þessi mikla stöð var fullgerð á 28 mánuðum — það var aukin aluminiumeftirspurn til stríðsþarfa sem rak á eftir að bygg- unni yrði flýtt. Var byrjað á stöðinni í ágúst 1941 en fullgerð varð hún í árslok 1943. — Fjórða stöðin var 'hyggð á árunum 1950—’52 og fram- ieiðir 270 þús. hestöfl með 110 feta fallhæð, og sú finnnta 1951—’53, jafn- stór hinni fyrri. Efnarannsóknastofa ALCAN í Arvida er stærsta byggingin í bænum. En það er rúmt um hana, enda er land- rýmið nóg. Trén meðfram götunni bera með sér að þau eru ekki gömul. Og nú er ekki meira vatn tiltækt þarna, svo að Alcan fór alla leið vest- ui' i Klettafjöll til að fá ódýrt og mikið vatn. Þar hefir verið reist aflstöð (í Kemano), sem verður fuilvirkjuð 2.240.000 hestöfl og allt þetta afl verð- ur notað til aluminiumgerðar í nýjum bæ, sem heitir Kitimat. Við það verð- ur framleiðsla AI-CAN nærri því tvö- föld á við það scm nú er. FYRIRMYNDARBÆRINN ARVIDA. Hér skal ekki út í það farið hvernig aluminium er framleitt, úr bauxítinu, flúor og kryoliti. En þess verður að geta, að til þess að framleiða eina smálest af aluminium þarf raforku, sem endast muni meðalfjölskyldu til heimilisþarfa í fimmtán ár. Þetta sýn- ir hve þáttur orkunnar er gildur í þessari framleiðslu. Orkan, sem framleidd er í fjórum af hinum áðurnefndu fimm rafstöðv- um við Saguenay River er leidd á einn stað, Arvida. Þessi bær var stofn- aður 1926, en landið sem hann stend- ur á, var ekki numið fyrr en fyrir rúmum 100 árum. Og bæjarnafnið var sett saman úr nafni manns, sem kem- ur mjög við sögu aluminiumfram- leiðslunnar og hét ARthur Vlning DAvis. Þarna í Arvida hafa nær allir at- vinnu af aluminiumgerðinni. En hún er í hæfilegri fjarlægð frá mannabú- slöðunum, og engum mundi detta í hug að kalla Arvida verksmiðjubæ. Hann er þvert á móti unaðslegasti bærinn, sem ég hefi séð á ævinni, og hvergi veit ég hafa tekist betur að forðast þau óþægindi, sem bæjum og borgum fylgja. Tilraunin til að byggja „Garden City“ hefir tekist miklu bet- ur í Arvida en hjá ensku iðjuhöld- unum, sem gerðu það sama snemma á öldinni, cn ástæðan var auðvitað sú,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.