Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Hann gekk strax að rúminu ber- fættur, en í buxunum. Hann beygði sig yfir hana og leitaði að vörum hennar, sem hún faldi fyr- ir honum. En þá kvað allt í einu við skothljóð í fjarska, og honum virtist það koma úr áttinni frá Rapées-skóginum. Hann rétti snögglega úr sér og hlustaði. Svo hljóp hann út að glugganum með töluverðum hjart- slætti og opnaði hlerana. Fullt tunglið varpaði gulri birtu sinni yfir bæjargarðinn, og eplatrén köstuðu svörtum skuggum við fætur hans. En fyrir handan hann glitraði á akrana, alþakta hinu þroskaða korni. En er hann var að halla sér út um gluggann og hlustaði eftir sérhverju hljóði í næturkyrrðinni, var allt í einu tveimur örmum vafið um háls honum, um leið og hún reyndi að draga hann með sér frá gluggan- um: „Láttu þorparana alveg eiga sig. Komdu í rúmið!“ „Allí er (erlugum fœrl“ Fáar leikkonur hafa átt í meira stríði við að komast áfram í kvikmynda- heiminum en Jane Wyman. Eftir ítrekaðar tilraunir tókst henni þó að fá starf hjá Warner Bros. Þar kynnt- ist hún Ronald Reagan, sem hún síðar giftist, en er nú skilin við. Hún giftist síðan Fred Karger. Jane hef- ir átt vaxandi vinsældum að fagna, þótt hún sé um fertugt. ' ,«s>' .,-SSSS .„W fvanU jSinntrn a grænni grein V % % \ % 3 % 1 HOBOKEN í New Jersey man gamalt fólk ennþá lítinn, rjóðan strákling, sem ranglaði um skuggagöturnar klæddur sem „Little Lord Fauntleroy“. En hann gat bitið frá sér! Ef strák- arnir ertu liann fyrir finu fötin hans barði hann þá til óbóta. Nú eru yfir 30 ár síðan Francis Albcrt Sinatra óx upp úr Faunt- leroyfötunum, en hann hefir lít- ið breyst. Hann er sama barnið og getur enn bitið frá sér, þó að hann sé orðinn einna fremstur allra i „slvow-business“ í USA. í dag hefir hann miklu fleiri tilboð en hann kemst yfir, og tekjur hans á árinu 1955 eru áætlaðar ein milljón dollarar. Martin Sinatra, faðir hans, var hnefakappi og Dolly móðir lians hafði annað að hugsa en sinna uppeldi sonar síns. En hún jós í hann peningum. Frank átti heima í fátækrahverfi, en Frank gat keypt allt, sem fáanlegt var fyrir peninga. Hann afréð þegar hann var lö ára að gerast jazz- söngvari. Hann uppgötvaðist er hann söng í Rustic Cabin, skammt frá Hoboken, en þar var hann jafnframt þjónn. Það var 1939. Harry James hljómsveitarstjóri heyrði liann syngja, og réð liann til sin samstundis. Sex mánuð- um síðar „{keypti“ hinn frægi Tommy Dorsey Frank af James fyrir 110 dollara á viku. Hann varð afar vinsæll og fékk um 250.000 bréf á ári frá ungum stelp- um. Og hvað gerði Frank í frægð- arvímunni? Keypti sér hús i Holmby Hills fyrir 250.000 dali og annað í Palm Spring fyrir 162 þúsund. Hann gaf Pétri og Páli 250 dollara vindlakveikjara úr gulli og hélt kampavinsgildi dag eftir dag. Hann var orðaður við Lönu Turner, Judy Garland, Marilyn Maxwell, Gloriu Vander- bilt og Anitu Ekberg. Sagt var að fræg kvikmyndadís hefði flog- ið mörg þúsund kílómetra til að fá að vera nokkra klukkutima með Frank Sinatra. Annarri gaf hann gjafir fyrir um 100.000 dollara á aðeins sex mánuðum. Þessar fréttir voru auðvitað engin gleðitiðindi i eyrum Nancy Sinatra, stúlkunnar sem Frank hafði gifst þegar hann vann í Rustic Cabin, og sem hann á þrjú börn með: Nancy 15, Frankie 11 og Christian 7 ára. En þó hékk hann í þessu hjónabandi þangað til liann kynntist Övu Gardner. Hann fékk skilnað og kvæntist Övu árið 1951. — Þá var hann orðinn illa farinn. Eina nóttina í Reno hafði liann tekið of mikið af svefnpillum og er hann liafði verið kvæntur Gardner í tvö ár var hann fluttur á sjúkrahús, all- ur klóraður. Árið 1952 rak hann konuna frá sér, en ekki eru þau skilin enn. Frank var illa leikinn eftir þetta hjónaband. Grindhoraður og raddlaus og plötur hans hætt- ar að seljast. Allir héldu að hann væri búinn að vera. En röddin kom aftur, hann söng á plötur og í sjónvarp og svo lék hann i myndinni „Héðan til eilifðar" og nú er vegur hans meiri en hann hefir nokkurn tíma verið áður. — Það þykir furðulegt, því að flestir liéldu að hann væri útbrunnið skar, sem aldrei gæti logað framar. 3 % 3 3, % % •3 Hann sneri sér við, vafði hana örmum og dró hana að sér. Hann fann hið hlýja hörund hennar í gegnum þunnan náttkjólinn. Hann tók hana upp í sína sterku arma og bar hana áleiðis að hvílubeði þeirra. En er hann var að leggja hana í rúmið, sem svignaði lítils háttar undan þunganum, heyrði hann annað skot töluvert nær í þessa skipti. Jean gaf nú reiði sinni lausan tauminn og bölvaði í sand og ösku: „Fjandinn hafi það! Heldurðu, að ég láti þig aftra mér frá því að fara út og aðgæta þetta? Bíddu, bíddu í nokkrar mínútur.“ Hann fór aftur í skóna og þreif byssu sína, sem hékk allt- af á veggnum. Og er kona hans kastaði sér á hnén í skelfingu sinni til þess að aftra honum frá því að yfirgefa hana, þá losaði hann sig með valdi, hljóp að glugganum. og klifraði út um hann út í garðinn. Hún beið hans í klukkustund, tvær stundir, já, allt til dögunar, en eiginmaður hennar kom ekki aftur. Þá sleppti hún sér alveg, vakti alla í húsinu, skýrði þeim frá, hve reiður Jean hefði verið, og sagði, að hann hefði farið að elta veiðiþjófa. Og strax fóru all- ir vinnumennirnir og jafnvel vika- piltarnir að leita að húsbónda sín- um. Þeir fundu hann í sex mílna fjarlægð frá bænum, bundinn á höndum og fótum, hálfdauðan af reiði. Byssan hans hafði verið mölvuð, buxurnar hans höfðu ver- ið hengdar um háls honum og spjald á bringu hans með þessum orðum: Oft er betra heima setiö, en burtu farið. Og þegar hann sagði þessa sögu frá brúðkaupsnótt sinni síðar meir þá bætti hann venju- lega við: „Já, þetta var fjári smellin brella. Þeir veiddu mig í snöru likt og ég væri héri, helvit- is svínin. Og þeir stungu hausn- um á mér í poka og bundu fyrir! En nái ég þeim einhvern tíma, þá er þeim vissara að vara sig á mér, helviskum!" Þannig skemmta þeir sér í brúðkaupum í Normandy. — Skrambi fór illa fyrir mér i gær. Ég fór í bíó með konunni minni og lenti i sæti við bliðina á svo ljómandi fallegri stúlku. — ÞaS þykir mér ekki mikið. Ég fór í bíó liérna um daginn, með ljóm- andi faltegri stúlku og lenti í sæti við hliðina á konunni minni. — Þér ætluð r.ð kaupa yður gerð- arlega liftryggingu. — Það dettur mér ekki í hug. Til livers ætti ég að tifa fátækur alta nvina ævi til ])css að geta dáið rikur? AMOR GAF HONUM MÁLIÐ. Árið 1940 var Angelo Paoli i Marl- ia kaghýddur, þvi að hann hafði kveikt i hlöðu ásamt nokkrum félögum sín- um. Hann var sex ára, og varð svo mikið um hýðinguna að hann missti málið. Margir sérfræðingar i Ítalíu og Wien voru spúrðir ráða, en eng- inn gat hjálpað. Angelo stálpaðist og reyndist mesti greindarpiltur þegar hann kom í skól- ann. Hann var lika mjög áhugasamur um íþróttir. Þegar hann varð 18 ára, 1954 sagði útvarpsmaður frá þessum unglingi í útvarpinu og btöðin fluttu greinar um liin raunalegu ör- lög hans. Hollensk stúlka, 19 ára, sem heitir Cokky Verwer í Amster- dam las um piltinn og fékk samúð með honum. Skrifaði hún Angelo langt bréf og sendi mynd af sér með. Og nú fóru þau að skrifast á af mesta kappi, og siðasttiðið sumar gerði Cokky sér ferð suður til Marlia til þess að hitta bréffélaga sinni. En þá gat Angelo stamað upp úr sér: Cokky, þú ert svo falleg, ég elska þig. Og síðan hefur honum farið fram að tala og má nú heita altalandi. í haust fór hann til Amsterdam og opinber- aði trúlofun sína og Cokky. POLA NEGRI, sem fyrrum var kölluð „futltrúi lost- ans“ liefir lengi haft hægt um sig. En nú er lnin komin fram á sjónar- sviðið aftur i „atlri sinni dýrð“, eða því sem eftir er af dýrðinni. Pola hef- ir lengi þreytt blaðamennina með því að segja þeim frá hinni glæsilegu for- tíð sinni, en nú talar hún digurbarka- lega um framtíð sína og segist koma fram i nýrri þýskri mynd i haust. Þessi mynd á að verða eins konar ævisaga Polu og „fjallar um ævi mína og elskhuga frá Chaplin til Valentinos — og þá sem voru á undan og eftir“, segir Pola. Hún er orðin 56 ára.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.