Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 QUNN£-j5AM$ÆRTÐ Lögreglusaga eftir; RALPH INCHBALD 11 nema fáar mínútur milli okkar og dauðans, en ég treysti því enn, að okkur yrði bjargað á síðustu stundu. Við höfðum lyft Angeiu úr rúminu og lagt hana á dýnu fyrir innan gluggann. Þar var reykurinn minnstur og hægast að lyfta henni út, ef hjálpin kæmi. Þá heyrðist allt í einu hljóð gegnum allan hávaðann. Það var lúðurinn og bjöllurnar á slökkvibílnum. Þeir hlutu að hafa uppgötvað eldinn og voru nú að koma og bjarga okkur. Nú óx vonin og við fengum nýtt þrek. Við hlupum út að glugganum og sáum nú bæði Brocklesdowne og Paternoster veifa til okkar. Eftir stutta stund voru komnir stigar upp að glugganum. Slökkviliðsmenn brutu póstinn úr glugganum og sex menn komu inn í herbergið. Þeir höfðu kaðla með sér og nú var Angela látin siga varlega niður í bátinn, sem lá á síkinu beint fyrir neðan gluggann. Hann var dreginn yfir síkið undir eins, og Svo vann ég í verksmiðju í Southwark og heyrði hinar stelpurnar tala um vinina sína. En foreldrar minir höfðu gát á mér, svo að stundum lá mér við að örvænta. Síðar fékk ég aðra atvinnu og þurfti ekki að standa yfir leiðinlegum vélunum lengur. Ég vann á ljósmyndastofu, sem tók myndir af dansmeyjunum á Lyceum, skammt frá Strand. FYRSTA ÁSTIN. Ég varð ástfangin af fyrsta vininum, sem ég eignaðist, lenti í hringiðu hrifningarinnar í fyrsta sinn — og varð hörmulega vansæl. Ég vann með stúlku, sem var miklu eldri en ég. Einn daginn sagði hún: — f kvöld ætla ég að hitta Kanadamann. Kunningi hans verð- ur með honum. Viltu koma með mér, Ruth? Ég hikaði fyrst í stað og minntist áminninga foreldra minna. En nú var stríð — auðvelt að kynnast og auðvelt að skilja. Við hittumst á Lyceum. Ég var glöð og kát, og sómdi mér vel held ég. Mér leist vel á Mac undir eins og ég sá hann, mjúki kanadiski málhreimurinn hans og hitinn í röddinni er Framhald í næsta blaði. Angeia lögð á grasið á bakkanum fyrir handan. Allt í einu féll gólfið í öðrum helmingi her- bergisins og eldhafið gaus upp. Sá ég þá að nú var aðeins um sekúndur að tefla. Ég gat ekki beðið þangað til stiginn yrði settur upp að glugganum aftur, því að hann hafði dottið ofan í síkið. Þegar síðustu slökkviliðsmenn- irnir höfðu verið að hjálpa Bristow niður. Við Kilroy stóðum við gluggann, en hitinn var svo mikill, að fötin okkar voru farin að sviðna. — Hoppið þið út! kallaði Kit, og ég hikaði ekki svipstund. Ég hoppaði úr glugganum og um stund luktist vatnið yfir mér. En mér skaut fljótt upp og tók sundtökin og áður en varði komu margar hendur og hjálpuðu mér upp á bakk- ann. Þá heyrði ég Brocklesdowne 'hrópa: — í guðs bænum! Hoppið þér út, Kilroy! Hoppið þér! Kilroy stóð í glugganum með krosslagðar hendur. Andlitið var náfölt og hann var líkast- ur afturgöngu, en bak við hann blossaði eld- urinn. Hann hristi höfuðið og stóð kyrr. Nú var eldurinn kominn að honum á þrjá vegu. Hann veifaði til okkar hendinni og sneri svo frá og starði inn í logandi vítið. Og svo hvarf hann inn í eldinn. Við komum ekki upp nokkru orði um stund. En nú sortnaði mér fyrir augum. Þetta hafði orðið mér ofraun og ég datt niður meðvit- undarlaus. I RAUNINNI var málinu lokið, úr því að Kilroy og Gunne voru dauðir og Mettercombe Manor brunnið, því að um leið var fram- kvæmd byltingaráformanna að engu orðin og samsærismennirnir forstöðulausir. En alltaf var þetta þó í hug okkar, því að erfitt var að gleyma því. Einn sumardag, þremur vikum síðar, sátum við í Paternoster- klaustrinu. Brocklesdowne, Angelu, Bitchfield og mér hafði verið boðið að dvelja yfir helg- ina hjá Kit, sem nýlega var kominn á fætur eftir slæma lungnabólgu. Angela var með fót- inn í gipsi ennþá, og ég var heldur ekki orðinn albata eftir hnjaskið, sem ég hafði orðið fyrir. Við sátum í bókastofunni með flöskur og glös fyrir framan okkur. Þá var það að Bitchfield fór allt í einu að tala um Kilroy. — Lastaðu aldrei liðinn mann, sagði Kit. — Ég er á sama máli, sagði ég. — En einu hefi ég oft furðað mig á, og það er að hann skyldi láta stjórnast af hefnigirni. Hann virt- ist alls ekki vera neinn ofstækismaður. — Eigið þér ekki betra með að skilja það, ef þér vitið að móðir hans var ungversk en konan þýsk? sagði Brocklesdowne. — Var hann kvæntur? Það hafði ég ekki hugmynd um. — Hann hafði verið kvæntur. Hann fór til Þýskalands er hann strauk úr fangelsinu, og þar kvæntist hann ungri stúlku. Hún fórst í sprengjuárásunum á þýskar borgir. Hún dó eftir margra klukkutíma»hræðilegar þjáning- ar, og Kilroy sá hana deyja. — Eigið þér við að það hafi verið það, sem hann vildi ná hefndum fyrir? Frekar en fr- land? spurði ég. — Það er ekki gott að segja, en hugur hans til írlands var ekta líka. Hann hafði átt heima í koti á Suðureyjum upp á síðkastið, og þar fundum við ýms bréf og dagbækur. f þeim lásum við bæði um hjónaband hans og dauða konu hans, og móðir hans var einnig nefnd. Hún var afkomandi Kossuths, sem fórnaði lífinu fyrir frelsi Ungverja. Margt var sam- eiginlegt með Kilroy og honum. Dagbækurnar eru skráðar af manni, sem er hreinskilinn, og þær eru mjög athyglisverðar og mjög hryggilegar. Þar voru líka sex falleg kvæði, sem hann hafði ort til 'konunnar sinnar. Brocklesdowne tók málhvíld og starði um stund út um gluggann. Svo hélt hann áfram: — Kilroy var fögur sál, en hafði lent á villigötum. Ég á við það, að hann hugsaði aldrei um eigin hagsmuni. Hann hirti ekkert um auðævi, völd eða frægð. Það var ástin til Irlands, sem knúði hann til að gangast fyrir uppreisninni, sem hann lenti í fangelsi fyrir, hann taldi það eins konar krossferð að berjast fyrir frland. Hann reyndi að fá dóm- stólana til að skilja það, en var dæmdur sem landráðamaður. Þegar hann var strokinn úr fangelsinu byrjaði nýtt líf hjá honum, ham- ingjusamt líf, en svo kom stríðið og fyrirgerði þeirri hamingju. Og það var England, sem hafði hitt hann aftur. Þess vegna hataði hann England af heilum hug! Ég ætla mér ekki að afsaka hann, en ég held að ég skilji hann. E ndir. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. Smökkun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.