Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.01.1956, Blaðsíða 8
F Á L KI N N Hópurinn kom í ljós niðri á veginum, sem var í forsælu af skuggum trjánna í hlíðunum um- hverfis sveitabæinn. Nýgiftu hjón- in komu fyrst, síðan ættingjarnir, þá boðsgestirnir og loks fátækl- ingarnir í nágrenninu. En götu- strákarnir í sveitaþorpinu þeytt- ust frá einum hópnum til annars eða klifruðu upp í trén til þess að sjá betur yfir allan hópinn. Brúðguminn var myndarlegur, ungur maður, Jean Patu að nafni. Hann var ríkasti bóndinn í ná- grenninu. En umfram allt annað var hann ákafur veiðimaður, sem virtist stundum missa alla heil- brigða skynsemi, er sú ástríða átti i hlut. Hann eyddi stórfúlgum í veiðihunda, skógarverði, byssur og hreysiketti, sem hann notaði til þess að elta uppi kanínur. Brúður- in, Rosalie Rousell að nafni, hafði verið umsetin af öllum bestu mannsefnunum í héraðinu, sem höfðu allir keppst um að komast í mjúkinn hjá henni. Þeim fannst hún aðlaðandi í viðmóti, og svo vissu þeir, að hún fengi ríflegan heimanmund. En hún hafði valið Patu, ef til vill að nokkru leyti vegna þess að hann var loðnastur um lófana, en hún var aðgætin, líkt og stúlkurnar í Normandy eru. Þegar þau fóru inn um hvíta hliðið fyrir framan bæ brúðgum- ans, kváðu við fjörutiu skot, án þess að nokkur sæi þá, sem skutu þeim. Skytturnar voru faldar í skurðinum í kring, og hávaðinn virtist falla karlmönnunum vel í geð. Patu hljóp frá brúði sinni og til vinnumanns, sem hann sá í felum á bak við tré nokkurt. Hann þreif af honum byssuna, skaút sjálfur einu skoti og sló frá sér með annarri löpp- inni líkt og ungur foii. Síð- an hélt öll hersingin áfram. Hún gekk undir greinum epla- trjánna, sem svignuðu undan ávöxtunum, yfir grasbletti og fram hjá kálfahjörðum, sem störðu galopnum augum á þetta fyrirbrigði. Þeir stóðu meira að segja á fætur í virðingarskyni, teygðu fram álkuna og hnusuðu af brúðkaupsgestunum. Karlmennirnir urðu alvarlegri i bragði, þegar þeir voru komnir í töluverða nálægð við brúðkaups- matinn. Sumir af þeim, þeir ríku, voru með háa, gljáandi silkihatta á höfði, sem virtust vera í herfi- legu ósamræmi við umhverfið. Aðrir voru með höfuðföt, klædd loðskinni, en þeir fátækari voru með húfupottlok. Konurnar voru ailar með sjöl, sem þær létu hvíla laust á kollinum, en héldu endun- um föstum undir handarkrikan- um. Sjölin voru aðallega rauð, — alveg eldrauð. Og hinir sprját- ungslegu litir þeirra virtust fylla dýr merkurinnar magnaðri undr- un, svörtu hænsnin á mykjuhaug- unum, endurnar á pollinum og dúfurnar á burstunum. Hinn umfangsmikli bær beið veislugestanna fyrir enda trjá- ganga með eplatrjám á báðar hendur. Það lagði ilm um dyrnar og gluggana, sterka matarlykt, sem virtist leggja um ailan bæinn og gufa út frá öllum opum hans og jafnvel veggjum. Halarófa veislugestanna náði allan bæjar- hins dökka, blóðlitaða víns. Og á eftir hverjum rétti var borið fram Normandy-brennivín, sem hieypti ólgu í líkamann og órum í höf- uðið. Við og við stóð einhver veislu- gestanna upp, fullur eins og tunna, og fór út til þess að fá sér frískt loft, eins og þeir sögðu. Svo kom gesturinn aftur inn og hafði þá tvöfalda matarlyst. Bóndakon- urnar, blóðrauðar og þrútnar, sem lífstykkin voru alveg að ★ ★ ★ ★ ★ Brúðhaupsnótt r I Normandy? garðinn á enda. Þegar þeir fremstu komu á hlaðið, dreifðust þeir í ýmsar áttir. En samt voru aðrir enn að tínast inn um hliðið. Á skurðbökkunum umhverfis bæ- inn var nú orðið fullt af strákorm- um og fátæklingum, sem komu fyrir forvitni sakir. Skotin hættu ekki, heldur bergmáluðu þau nú úr öllum áttum, og rammur púð- urreykurinn þyrlaðist upp í loftið. Kvenfólkið var að hrista rykið úr fötunum á hlaðinu og losa um kverkböndin á húfunum. Svo brutu þær sjölin kyrfilega saman og héldu á þeim á handleggnum. Loksins gengu þær í bæinn og lögðu þá sjölin til hliðar. Það hafði verið borið á feykistór borð í eldhúsinu, sem rúmaði hundrað manns í sæti. Það var byrjað að borða klukkan tvö eftir hádegi, og klukkan átta var enn verið að. Karlmennirnir höfðu farið úr jökkunum og hneppt frá sér vest- unum. Þeir voru orðnir rauðir í framan og héldu áfram að gleypa í sig matinn og svolgra niður vín- inu, líkt og þeir væru óseðjandi. Eplamjöðurinn glitraði skær og gullinn í stóru glösunum við hlið springa utan af, skirrðust við að fara að þessu dæmi karlmann- anna, þar til er ein þeirra, sem var einna verst á sig komin, tók á sig rögg og fór út fyrir. Þá fylgdu allar hinar dæmi hennar og komu svo inn aftur. Og þá byrjuðu hinar klúru gamansögur og skrýtlur að nýju. Veislugest- irnir skiptust á slíkum sögum borðsendanna á milli. Þær voru allar um brúðkaupsnóttina. Þessu var haldið áfram, þar til er allt forðabúr sveitakímninnar var þurrausið. Alla síðustu öldina höfðu sömu klúru sögurnar og skrýtlurnar verið sagðar við slík tækifæri. Þótt öllum væru þær kunnar, misstu þær samt ekki marks, og hiátrasköll veislugesta glumdu við. Við annan enda borðsins voru fjórir galgopar,' sem voru ná- grannar, að bollaleggja það að gera brúðhjónunum einhvern slæman grikk. Þeir virtust hafa dottið niður á eitthvað smellið, því að þeir hvísluðust á í ákafa og skellihlógu. Allt í einu sagði einn þeirra upphátt, þegar heidur dró niður í gestunum við borðið: „Veiðiþjófunum gengur víst bæri- lega veiðin í nótt í öllu þessu tunglsljósi! Heyrði, Jean! Þú verð- ur nú víst ekki að virða fyrir þér tunglsljósið, er það?“ Brúðgum- inn sneri sér fljótlega að honum og svaraði: „Látum þá bara koma, helvíska! Ég skal taka á móti þeim.“ En annar af galgopunum sagði þá hlæjandi við hann: „Ég hugsa samt ekki, að þú farir að vanrækja eiginmannsskyldur þín- ar þeirra vegna.“ Veislugestirnir fengu næstum krampa af hlátri, svo að glösin skoppuðu til á borðinu. En brúð- guminn reiddist við tilhugsunina um það, að einhver notaði sér ef til vill tækifærið vegna brúðkaups hans og stæli frá honum úr skóg- inum. Hann endurtók: „Ég segi bara: Látum þá koma, þá karla!“ Svo byrjuðu veislugestirnir aft- ur sitt tvíræða tal, sem kom brúð- inni til þess að roðna lítils háttar, þó að hún skylfi samt af eftirvænt- ingu. Þegar búið var úr brenni- vínstunnunum, fóru allir að hátta. Nýgiftu hjónin fóru inn í svefn- herbergi sitt, sem var á neðri bæðinni, eins og flest herbergi eru nú reyndar á sveitabæjum. Þar sem mjög hlýtt var inni, opn- uðu þau gluggana og hölluðu gluggahlerunum aftur. Á drag- kistunni logaði á ósmekklegum lampa, sem faðir brúðarinnar hafði gefið þeim. Og rúmið stóð þarna tilbúið til þess að taka á móti ungu hjónunum. Unga konan hafði þegar tekið af sér brúðarblæjuna og farið úr kjólnum og var í millipilsinu að reima frá sér stígvélin. En Jean var að Ijúka við vindilinn. Hann gaut hornauga til hennar. Það augnaráð var ástríðufullt, fremur lostafullt en blítt, því að hann girntist hana fremur en elskaði. Allt í einu tók hann sig til og byrj- aði að fara úr jakkanum með snörpum handtökum líkt og mað- ur, sem ætlar að fara að byrja að vinna. Hún var þegar komin úr stígvélunum og var að fara úr sokkunum. Þá sagði hún allt í einu við hann: „Farðu og feldu þig á bak við tjaldið, á meðan ég fer upp í rúmið.“ Hann leit út eins og hann ætlaði að fara að þvertaka fyrir þettá, en fór samt og faldi sig allan nema höfuðið. Það var kænskuglampi í augum hans. Hún hló og reyndi að draga tjaldið fyrir augu hans, og þau byrjuðu að stympast í gamni á ástleitinn hátt án blygð- unar og vandræða. Loks gerði hann eins og hún bað. Hún losaði í hvelli frá sér millipilsið, sem féll mjúklega á gólfið og lá þar. Hún lét það eiga sig, teygði sig yfir það og steig upp í rúmið í hálf- gagnsæum náttkjól. Það brakaði í fjöðrunum undan þunga hennar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.