Fálkinn - 09.03.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
ætlaði ekki að lofa telpunni út i góða
veðrið til hennar.
Frá þvi Anna María vaknaði um
morguninn hafði liún verið þögul og
afskiptalaus og ekki sleppt litlu budd-
unni, sem mannna gaf ihenni. Sigga
fékk að klæða hana í útiföt, án nokk-
urs áreksturs. Á treyjunni sem hún
færði barnið í var litill vasi og þar
gekk Anna María frá buddunni.
Þegar systkinin fóru út kvöddu
þau mömmu sína og Tonnna, öll riema
Anna María, hún kvaddi engan en
þumbaðist út til Möttu. Eins og telpan
átti vanda til í seinni tið, leit helst út
fyrir, að hún væri að velta einhverju
fyrir sér, sem hún gat ómögulega mun-
að hvað var.
Matta tók Önnu Maríu vel, hún átti
cngin systkini til að leika sér við og
var fegin að fá hana til sín, þegar gott
var veður.
En i dag var Anna Maria í þungum
þönkum og þó að sjálfur brúðuvagn-
inn hennar Möttu stæði henni til boða
vildi hún ekkert með hann hafa. „I
kvöld eru jól,“ sagði liún. „Nú fer
ég út að kaupa.“
Matta skildi ekkert i þessum duttl-
ungum, sjálf hafði hún enga löngun
til að kaupa neitt. Hún flýtti sér að
ná i litla sleðann, sem hún fékk í
afmælisgjöf um daginn og bauðst til að
lána Önnu Maríu hann, það var svo
gott að draga hann eftir snjófölinu.
Anna Maria lét sem hún sæi ekki
sleðann, hún gekk að garðshliðinu og
horfði út á götuna. Hún kannaðist við
þessi ihús, þó að hún hefði aldrei bein-
línis veitt þeim eftirtekt. Þau höfðu
bara alltaf verið þarna, Þó að Önnu
Maríu virtust þau ósjálegri núna en
áður. — Nú var hún að verða stór
og gat gengið ein á þessari götu, —
alein. Tomma Iitla þurfti að passa.
„Komdu,“ sagði Matta litla og rétti
fram höndina.
„Ég fer að kaupa,“ sagði Anna
Maria. „Ég á pening og veski." Hún
klappaði á treyjuvasa sinn. Hún opn-
aði hliðið og fór út á götuna.
Malta horfði á eftir Önnu Maríu, þar
sém hún hljóp niður götuna. Nú var
ekkert gaman að fínu, fallegu brúð-
unni, brúðuvagninum eða nýja sléð-
anum. Hún vildi eiga pening og fara
út að kaupa eins og Anna María. Þetta
var ákaflega viðkvæmt mál fyrir
Möttu. Hún skyldi líka fá pening hjá
sinni mömmu og fara út að kaupa.
María í Fífuhvammi kepptist við
störfin, hana langaði að vera búin
að koma sem allra mestu frá, þegar
Magnús kæmi heim. Hann iagði
sannarlega nóg að sér, þó að heimilis-
störfin biðu hans ekki þegar heim
kom. Tommi dundaði á gólfinu innan
um gullin sín. Svona var Anna María
róleg á hans aldri. Hún gat ekki látið
vera að hugsa til þess, að barnið skyldi
vera drifið að lieiman. Ó, hvað hún
hlaut að hafa grátið og kallað á
mömmu og pabba. En öllu má ofbjóða,
gráturinn hefði sjálfsagt dvinað af
þreytu og ótta við fóstruna, sem skiidi
það eitt, að hin börnin urðu að geta
sofið fyrir orgunum í krakkanum.
Maria stundi við. Því var hún nú
að liugsa um þetta ennþá einu sinni
og særa sjálfa sig með þvi. Hún var
sannfærð um, að hún hafði ekki rækl
skyldur sínar gagnvart barninu, að
þetta skyldi koma fyrir. Það voru ekki
öll börn, sem þoldu það á þessum
viðkvæma aldri, að vera rifin að
heiman og kastað inn í ókunnugt um
hverfi. — Það var líka önnur hlið á
þessu máli, í gegnum þetta leiða at-
vik hafði hún kynnst Magnúsi á ann-
an hátt en hana hafði nokkru sinni
órað fyrir að hún ætti eftir. Hvar
voru þá gömlu kynnin þeirra og ö!l
hennar yfirvegun áður en hún játaðist
honum?
Ó, að þetta skyldi henda hana, að
])urfa að rengja alit, sem henni hafði
áður verið svo ljúft að treysta.
María ieil til Tomma, hann var
hættur að leika sér en iiallaði höfð-
inu upp að þilinu og lokaði augunum.
Hún tók hann blíðlega í fangið, færði
hann úr fötunum og lagði hann i litla
rúmið. En jafnvei þessi þjónusta við
barnið gat ekki sefað hugarangur
hennra. Betur að góður guð vildi
íui senda henni einhverja hjálp út
úr þessu öngþveiti.
Hugur Maríu dreifðist, þegar Magn-
ús og börnin konm heim. Börnin voru
þögul en glöð og pukursleg. Það var
víst jólagjöfin handa henni, sem þau
voru að pukrast með.
„Þið hafið tekið hana Önnu Mariu
heim með ykkur," sagði María.
„Við héldum að hún væri komin
inn,“ sagði Sigga. „Þær voru ekki í
garðinum, þegar við gengum þar
fram hjá.“
„Æ, það var leitt,“ ansaði konan.
„Þú ættir að skreppa út að sækja hana,
Sigga mín, áður en við förum að
borða.“
Sigga hljóp strax út, en kom að
vörmu spori aftur án Önnu Mariu. Hún
hafði þá sögu að segja, að Matta lægi
inni með ólund yfir því, að hún fékk
ekki aura eins og Anna María, sem
ekkert hafði viljað leika sér í garð-
inum, því að í kvöld voru jól og hún
var að fara út til að kaupa.
Magnús leit óttasleginn til konu
sinnar. Áhyggjur hans snerust fyrst
og fremst um hana. Þetta seinasta
misseri hafði heilsu hennar hrakað
mjög.
„Ég ætla að bregða mér snöggvast
út og heyra nánar um þetta,“ sagði
hann. „Best er að börnin borði á með-
an. Telpan hlýtur að vera einhvers
staðar að slangra hérna við búðar-
gluggana.“
María var verulega óróleg. Hefðu
þau tekið hana með sér í morgun,
myndi þessi ofraun ekki hafa dunið
yfir. Þar að auki mátti Magnús sjá
það, að telpan bjó yfir einhverju í
morgun, þegar liún fór út. Það hafði
eflaust verið þessi grilla, sem hún
gekk með í kollinum. En engan þýddi
að ásaka úr því sem komið var. Allt
væri gott, ef guð gæfi henni barnið
heilt á húfi.
Börnin voru búin að borða, þegar
faðir þeirra kom aftur inn. Gleðin
sem liafði geislað af andlitum þeirra,
er þau komu fyrst lieim, var með öllu
horfin. Þau vissu að Anna María var
óviti, aðeins þriggja ára barn. Ef eitt-
hvað yrði nú að lienni myndi engin
jólagleði verða hjá þeim og fallega
vel skreytta jólatréð myndi ekki bera
nein ljós.
Magnús var engu fróðari en Sigga.
Enginn vissi neitt um Önnu Maríu,
nema það sem Malta sagði. Það var
að verða ískyggilega langur timi, síð-
an hún fór þetta. — „En auðvitað er
barninu engin hætta búin um hábjart-
an dag i þessu indæla veðri og fólk
alls staðar á ferli,“ sagði Magnús.
María varð ein eftir með Tomma
litla. Verkin biðu, en þrátt fyrir það
sat liún eins og lömuð og starði fram
fyrir sig. Hvorki hendur né fætur
vildu lilýða henni og hugur hennar
var sljór. Gangur iífsins var marg-
þættur. Hvað myndi nú ske? Var
þetta guðs ráðstöfun eða var verið að
hirta þau fyrir sljóleikann? — Nú
gat hún séð hvernig i þessu lá. Anna
María hafði verið vansæl í morgun,
svo vansæl að lnin skaut sér undan
því að kveðja mömmu eins og hin
börnin gerðu. Og hún, móðirin, leit-
aði ekki eftir ástæðunni heldur iét
litla óvitann einan um það, sem að
henni amaði.
Þó að Maríu hefði fundist fyrir
skammri stundu síðan, að hún gæti
hvorki hreyft legg né lið, þá stóð hún
nú upp og gekk eins og i leiðslu inn
í svefnherbergið. Hún fór úr sloppn-
um og lagðist fyrir i rúmið sitt. Hún
var undarlega fyrirkölluð. Henni
fannst einhver ósýnileg hendi stjórna
sér til alls sem hún aðhafðist og ýta
frá sér erfiðleikunum. Hún gat ekki
á annan hátt skýrt ástand sitt. Hana
sveið í augun og þegar hún lokaði
þeim læddust tár niður vanga hennar.
— Rúmið hennar gekk í bylgjum, seig
niður eða hófst upp. — En svo fann
María, að það var ekki rúmið, sem
tók þessar difur, heldur hún sjáif.
Hún fékk hugmynd um, að þessa stund
væri hún einlhvers staðar á milli lífs
og dauða, en það hafði engin sérstök
áhrif á hana, vakti hvorki gleði né
kviða.
Maríu hvarf minni, hún virtist sofa
værum, djúpum svefni. Sál hennar
hélt þó áfram að þjóna móðurskyld-
unni. Þarna sá hún Önnu Maríu sof-
andi i rúmi, kinnar hennar rjóðar og
heitar og Ijósa hárið hafði verið strok-
ið frá enninu.
Siminn hringdi heima hjá Magnúsi
í Fífuhvammi, en enginn ansaði. Póst-
urinn kom og bankaði i hærra lagi á
dyrnar, en engin sála virtist vera
heima i húsinu. Slikt var þó með ó-
líkindum á sjálfan aðfangadaginn.
Loks komst Maria aftur til meðvit-
undar. Hún hafði sofið svo fast, að
hún var dálitla stund að átta sig á,
að það var Tonnni litli, sem var farinn
að láta heyra i sér. Um leið heyrði hún
í Magnúsi. Hvernig stóð á því, að
hann var kominn heim um þetta leyti
dags?
En allt í einu glaðvaknaði hún og
mundi eftir öllum kringumstæðum.
Og nú kom Magnús í dyrnar og brosti
til liennar. „Þetta var vel og skyn-
samlega gert af þér, góða mín,“ sagði
hann. „Betur gastu ekki notað tímann.
Það er allt í lagi með Önnu Mariu,“
bætti hann við svolítið vandræðaleg-
ur á svipinn.
María flýtti sér að laga sig til og
fara fram í stofuna á eflir Magnúsi.
Þar stóðu börnin í hnapp og horfðu
á Önnu Maríu og ókunna stúlku, sem
sat með hana á hnjánum.
„Fann hún barnið?“ sagði María
áköf.
„Við fundum hvor aðra,“ sagði
ókunna stúlkan hróðug. „Ég var að
sækja mjólk fram í Útbæ, þá heyrði
ég barnsgrát og þekkti strax að það
var Anna María sem grét.“
„Það var undarlegt,“ tautaði María.
„Nei, það var ekki svo undarlegt,
frú. Nei, ekki svo mjög. Við Anna
María vorum saman á barnaheimilinu
ihennar fröken Sesselju. Því miður var
það aðeins seinasta mánuðinn, sem
Anna María var þar, en það var þó
betra en ekki neitt. Þær voru alveg
að eyðileggja barnið, það grét og grét
og þær hristu hana og hótuðu svo
að hún var bæði lirædd og reið. En
við Anna María urðum mestu mátar.
Þær ráku mig af þvi að ég eyddi of
miklum tima i hana, já, það gerði
fröken Sesselja. Það gerði reyndar
ekkert til, Anna Maria fór.um sania
leyti, og ég hefði aldrei unað mér
þar, þegar hún var farin.“ Ókunna
stúlkan strauk Önnu Maríu mn koll-
inn, og litia stúlkan var sæl á svipinn.
„Ég er nú þannig gerð,“ hélt ókunna
stúlkan áfram, „að ég þoli aldrei eð
heyra ilia farið að börnum, þó ég eigi
ekkert barn sjálf.“
Stúlkan þagnaði. Magnús snéri sér
að Maríu og lét í Ijós ósk um að fá
nú reglulega gott kaffi.
„Día má ekki fara,“ sagði Anna
Maria.
„Día,“ endurtók María. „Það er ein-
mitt nafnið, sem barnið stagaðist
stöðugt á, fyrst eftir að hún kom heim.
Hún var hætt að nefna það í seinni
tíð, en stundum gripu hana köst, þeg-
ar mér virtist iiún stöðugt vera að
reyna að muna eitthvað."
„Ég.beiti Þórdís og er kölluð Dísa,
en Anna María sleppti essinu og sagði
Dia.“
María fór fram að hita kaffið. Þór-
dís hjálpaði Önnu Maríu úr útifötun-
um, og telpan hljóp eftir inniskónum
sínum svo Día gæti selt þá á hana.
Þórdis leit á barnahópinn. „Hafið
þið ekki ihjálparstúlku?" sagði liún
við Magnús.
„Nei, hún er nú engin,“ ansaði
ihann. „Þeim þykir það ekki glæsilegt,
blessuðum stúlkunum, að fara inn á
svona heimiii, þar sem börnin eru
mörg og húsmóðirin heilsuveil og
þarfnast fyrst og fremst hvíldar."
Það kom hik á stúlkuna. Lítil, ljós-
blá augu liennar urðu flöktandi og
hún gat ekki leynt óróa sinum. Það
var auðséð að lnin reyndi árangurs-
laust að ná öryggi sinu. Án þess að
líta á Magnús sagði hún stamandi:
„Ég gæti kanske, ef þið vilduð, ver-
ið hérna einlivern tíma. Ég á heima
hjá mömmu og systkinmn mínum og
get farið og komið þangað eftir þvi
sem á stendur fyrir mér.“
„María, heyrir þú hvað lnin segir.“
kallaði Magnús.
María kom í dyrnar.
„Hún Þórdís er að bjóða okkur hjálp
sína ef við viljum.“
„Ja, ef við viljum," endurtók María,
og nú sá Magnús, að konan hans var
þrútin til augnanna cins og hún hefði
grátið. Hún sneri út í eldhúsið aftur,
og hann hraðaði sér á eftir henni. -—
Þau þögðu um stund, en báðum fannst
það sama, fannst að jólahelgin hefði
borist fyrr í bæinn þeirra en þau
hefðu átt von á.
Þau fóru bæði saman inn i stofuna
aftur.
„Þú verður þó að vera heima lijá
þér fram yfir jólin, Þórdís mín,“ sagði
María.
„Ég er ekki við neitt bundin," svar-
aði Þórdís örugg og ákveðin. „Mér
dugar að sírna núna. Á morgun get
ég skroppið heim og lofað Önnu Mariu
með, ef hún má.“
Eldri börnin fengu pabba sinn með
sér fram i forstofuna. „Finnst þér
bún ekki góð,“ sagði Sigga grátklökk.
„Við verðum að finna eilthvað reglu-
lega fallegt handa henni í jólagjöf.“
Magnús klappaði Siggu á vangann.
Hann var eitthvað ólíkur sér og seinn
til svars. Með sjálfum. sér var hann
viss um, að þessi óvænta hjálp sem
Anna Maria hafði komið með inn á
iheimilið, mundi verða þeim öllum til
blessunar og börnunum ómetanleg
fyrir seinni tímann.
„Hollur er sá sem hlífir,“ tautaði
María við sjálfa sig. Ilún hafði varla
ennþá áttað sig á því, hvernig áhyggj-
um hennar og erfiðleikum hafði allt
í einu verið aflétt.