Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 sem hundrað mynda úr þessu safni, sem alls telur kringum 150 myndir. Áætlað var að myndirnar yrðu um hundrað fleiri, en þær sem í ritinu komu. Mér er ekki kunnugt um livort afgangurinn hefir verði fullgerður af hálfu Mayers, og því síður hvort þær muni vera til, hafi hann nokkurn tima orðið til. En væri svo, þá gæti þar verið um að ræða myndir, sem fengur væri að fyrir ísland, þó að frönsk augu hafi látið þær sitja á hakanum. Jónas Hallgrímsson var í Kaup- mannahöfn þegar Gaimard var á ferðinni heima á Islandi. Líklega hef- ir enginn Islendingur erlendis fylgst Bólcfellsútgáfan í Reykjavík gaf út teikningar August Mayers i skemmti- legri bók 1948 er nefnist „fsland við aldarhvörf“ og eru myndir þær er fylgja grein þessari úr bók þeirri. Sk. Sk. Hér hefir Mayer gert innanhúsmynd úr sveitabæ, sem hann kom í. Þar er fúlk saman komið í skálanum, til að hlusta á manninn (t. v.) leika á langspil. — Elskan mín, þú verður fallegri með hverjum deginum. — Þetta er nú oflof, segir elskan. — Jæja, — þá segjum við með öðr- unt hverjum degi. lililli vitneskju safnað sem eigi var vitað áður. Þetta er eflaust rétt, að því er snertir íslenska náttúrufræði. En eigi að síður hafði Gaimard-leiðangurinn ó- metanlega þýðingu fyrir ísland. AUt var til tint og sett á prent, sem þessi leiðangur safnaði. Rit- ið um liann er ekki neitt smá- ræði, níu bindi i venjulegu bókar- broti og að auk þrjú bindi af myndum í arkarbroti. Ég man ekki til að stærra heildarrit um Ísland hafi verið gefið út. Flest bindin skrifaði Eugene Robert, en Yictor Lottin skrifaði um „eðlisfræðina“ og Xavier Marm- ier um sögu íslands og bókmennt- ir. Þó að flest af því, sem segir í þessum bókúm sé nú fyrir löngu fyrnt og úrelt, er þó enn að finna þar ýms merkileg drög að ís- lenskri sögu og fræðum. En það eru varla aðrir en visindamenn sem skyggnast i þetta ritsafn nú, og leita þá stundum ullar i geitar- húsi. Myndir August Mayers lifa hins vegar góðu lífi enn i dag og eru grðnar sígildar íslensku fólki. Mælifell í þegar sótt þangað góða vitneskju, sem þjóðin öll er þakklát fyrir. Þetta mikla rit, sem nú hefir lítils háttar verið sagt frá, heitir löngu nafni, eins og gerðist i þá daga. „Voyage au Islande et au Groenland cxecuté penda les années 1835 et 1830 sur la corvette „La Reolierche", commandée par M. Tréhouart, ... o. s. frv. Sjálft ritið verður aldrei gefið út á íslensku, enda engin ástæða til þess. En hins vegar væri full ástæða til, að einhver bókaútgefandi léti gera stórt úrval úr myndum Mayers. Mannamyndir hans ýmsar, sem í rit- inu eru, hafa verið birtar á við og dreif í tímaritum, en gaman væri að fá þær allar á einum stað, auk svo Margar þeirra hafa verið endur- prentaðar í islenskum bókum og myndaheftum nú á síðustu ára- tugum og þykja mesta hnoss- gæti. Enda eru þær það. Bæði staðamyndir úr ýmsúm áttum, því þar er m. a. að finna ómetanlegar upplýs- ingar um húsaskipun á ýmsum býlum fyrir stóru hundraði ára, þó að ýms- um þeim sem staðina þekkja, þyki fjöljin full mikið „stilíseruð". En ekki ætti það að ofbjóða neinum, á þeirri öld lista sem vér lifum nú. En að hinu Íeýtinu er þarna líka fjöldi mynda, sem sýnir búninga fólks og innanhússmyndir, sem eru svo greini- lega gerðar, að þar má sjá ýms amboð og tæki, sem þá vóru i tisku. — Ur fróðleiksbrunni þessara mynda munu niargír ausa, sem vilja fylla út í eyð- urnar í þróunarsögu íslenskrar menn- ingar á síðustu öld, og margir hafa Skagafirði, 1836. Myndin er eftir Aug. Mayer. jafn vel með Gaimardsferðinni og Jónas gerði og þess mætti jafnvel geta sér til, að hún hafi orðið til þess, að Jónas kemur heim sumarið eftir, sem „náttúruskoðari", eins og hann var kallaður á þeim árum. Það er engin fjarstæða að halda að ferð Gaimards hafi orðið til þess að rumska við dönsku stjórninni, svo að hún veitti Jónasi ferðastyrk þann til vísinda- iðkana, sem liann naut á árunum 1839—’42. Um aðdáun Jónasar á hinum franska leiðangri er ekki að villast. Honum fannst Islandsfcrð Gaimards eins konar konungskoma, í óeiginlegri merkingu. Hann yrkir kvæði, sem allir kunna og enginn gleymir til Gaimards. „Þú stóðst á tindi Heklu hám“. Honum þykir vænt um að þessi franski náttúrufræðingaleiðang- ur skuti koma og sjá landið, og hann er fullur metnaðar yfir að sýna það og spyr: „Þótti þér ekki ísland þá — yfirgripsmikið' til að sjá?“ — eða: „ibúum sínum skemmtun ljá“. Ef til vitl liefði Jónas ort annað kvæði þessu líkt, þó að Gaimard hefði aldrei til Islands komið, en þó er það ekki vist. Og svo dettur manni annað i hug i þessu sambandi. Ef náttúruskoðarinn Jónas liefði ekki ferðast eins mikið um ísland og hann gerði, mundu sum af þeim kvæðum hans, scm flestir kunna, atdrei hafa orðið til. Hitt er spurning, sem ekki er hægt að svara liiklaust, hvort það hafi verið Gáimardsförin sem varð tit þess að yndislegasta skáld íslenskrar þjóðar orti sum sín bestu ljóð. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.