Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1956, Síða 12

Fálkinn - 06.07.1956, Síða 12
12 FÁLKINN <-<-<-<■<•< •< < :-<<<-<<<<<<-<-<<-< < <<<<<<<<<<<<<<<<<<<< <<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<< ROBERTA LEIGH: : Mdlamynda - hjónabandið.: 5 * FRAMH ALDSSAGA * Lyndis var lengi að velja, og hún hefði helst viljað prófa alla skartgripina á sér, en vildi ekki gera sig hlægilega i viðurvist Nic- holas. Henni fannst fallega hugsað af honum að sækja alla ættargripina hennar vegna, þó að það væri aðeins fyrir siðasakir. Lyndis tók perufesti, sem hæfði vel út- saumnum á kjólnum hennar, og langa eyrna- lokka, sem henni fannst að mundu fara vel við hárgreiðsluna. Lyndis fannst að skartgripirnir hjálpuðu henni að vissu leyti til að vinna bug á feimn- inni. Hún kveið fyrir að hitta allt þetta fína fólk, sem ætlaði að taka hana í samfélag við sig. Kvöldið leið eins og dásamlegur draumur og alls staðar mætti Lyndis þúsund brosum og hamingjuóskum. Nicholas dansaði við hana hvað eftir annað og það var svo dásamlegt, að hún var alveg hætt að hugsa um hvers vegna hann gerði það. Hún sveif um, eins og á skýi, studd af sterkum örmum hans, hún fann vöðvana í handleggjunum á honum gegn- um ermina, við nakið bakið á sér. Var það ímyndun, eða snertu varir hans hárið á henni oftar en einu sinni? Það var ekki ímyndun. Nicholas andaði að sér ilminum af Lyndis, hann var svo ó- líkur öllu öðru. Var það ilmvatn sem hún not- aði eða var þetta náttúrulegur ilmur kvenlegs þokka? Nicholas virtist vera ánægður með hana — það var aðalatriðið. Hann gaf henni undir fótinn og fór með hana milli fólksins, og gerði sitt til að gera henni viðkynninguna sem auð- veldasta. Nicholas var virkilega ánægður með Lyndis, sem bauð af sér svo góðan þokka og öllum leis-t svo vel á. Af því að hún var eins og hún var, mundi þetta ár geta orðið fljótt að líða, og Nicholas vissi að skilnaðurinn mundi geta fengið greitt, því að um líkam- legar samfarir yrði ekki að ræða. Undir venju- legum kringumstæðum kostaði hann þrjú ár, en nú var hægt að ógilda hjónabandið mót- mælalaust og illindalaust. Og þá kæmi Carole! Nicholas komst í gott skap við þessa til- hugsun. ,,Nú er best að kynna þig fyrir lafði Carew,“ sagði Nicholas. „Hún er komin þarna, sé ég. Og hún skiptir meiru máli en nokkurt hinna, því að ef hún afræður að láta náðarsól sina skína á þig, þá skína allar hinar sólirnar líka sjálfkrafa í framtíðinni. Hún er eini ættingi föður míns, eina systir hans. Hún á oftast heima í Newton Manor og sér um húsið fyrir mig, svo að alltaf sé heitt og allt í lagi þegar ég kem, og hefir uppáhalds réttina mína á borðinu og vínið mátulega kælt eða volgrað." Lafði Carew var lítil og skorpin, augun í henni minntu á Hamalton gamla — þau sáu gegnum fólk. Hún var í svörtum flauelskjól og með fegurstu gimsteina, sem Lyndis hafði nokkurn tíma séð. Hún horfði forvitnislega á Lyndis og benti henni til sín. „Komdu og sestu hérna,“ sagði hún, „ég ætla að vita hvort mér fellur eins vel við þig og honum Angus bróður mínum gerði.“ Og formálalaust sperrti hún allt í einu upp augun og spurði: „Jæja, hvernig gengur þér að tjónka við tæfuna — Carole?“ Lyndis varð svo hissa að hún gat engu svarað, en lafði Carew hélt áfram: „Ég veit allt um erfðaskrána og allt þetta mál — hann bróðir minn ráðfærði sig við mig um það, svo að ef þú þarft á hjálp að halda og í harðbakka slær, þá skaltu koma til mín. Ég skal kippa því í lag.“ Lyndis horfði á gömlu konuna, og í hug hennar var sambland af lotningarfullri aðdá- un og skelfingu. Svo spurði hún feimnislega: „Haldið þér að ég geti gert mér nokkra von?“ „Já, góða mín, það er óhætt um það. Þú hefir betur, það veit ég upp á hár.“ Nicholas og John Masters komu til þeirra og lafði Carew sneri sér undir eins að Nic- holas. „Konan þín er fallegri en nokkur engill. Hvenær ætlar þú að láta mála mynd af hennií Þú veist að allar Hamalton-frúr hafa verið málaðar fyrsta árið sem þær voru giftar. Þessi unga stúlka verður mesta prýðin í myndasafninu.“ Nicholas virtist verða vandræðalegur á svipinn og Lyndis datt í hug hvort hann væri að hugsa um Carole. En John Masters brosti út undir eyru. „Má ég bjóða mig fram,“ sagði hann í gamni. „Ég hefi málað margar andlitsmyndir um dagana.“ „Æ, þarna er þá John!“ hrópaði lafði Carew. „Þú ert sjálfkjörinn til þess. Þú átt að mála Lyndis. Það var gott — þá er þetta í lagi.“ John Masters bauð Lyndis upp i dans og þau liðu út á gólfið. Lyndis fannst gaman að John skyldi vera á dansleiknum. Gaman að hann skyldi fá að sjá hana frá skemmtilegustu hlið: en ekki aðeins sem afrækta, grátandi eiginkonu. John virtist geta lesið hugsanir hennar og sagði: „Ég sé að lafði Hamalton vinnur stórsigra í kvöld. Það gleður hennar gamla vin og nýja hirðmálara, þó að það kæmi honum engan veginn á óvart.“ Lyndis hló glaðlega. Já, henni fannst í raun og sannleika að John Masters væri gamall trúnaðarvinur. Var^það kannske þess vegna, sem hún hafði gert hann að trúnaðarmanni sínum kvöldið sem hún átti sem bágast? „Viljið þér borða hádegisverð með mér á morgun?" spurði hann innilega. „Við verðum að tala um þetta verkefni, sem fyrir liggur — um málverkið okkar.“ Lyndis hikaði augnablik, því að þar var eitthvað ískyggilegt en þó yndislegt í hinni einlægu aðdáun Johns Masters. En svo hugs- aði hún til allra þeirra skipta, sem Nicholas hefði borðað hádegisverð með Carole, og hafði heyrt hann setja henni stefnumót á ýmsum veitingastöðum. Svo að hún svaraði játandi. Dansleikurinn stóð lengi og það var farið að birta af degi þegar síðustu gestirnir fóru. Lyndis stóð inni í bókastofunni og yar að þukla á lásnum á hálsfestinni þegar Nicholas kom inn og sagði hæversklega: „Get ég hjálpað þér með eitthvað?" Lyndis sýndi honum lásinn, sem var dálítið erfiður viðfangs og Nicholas opnaði hann var- lega. Hann horfði á mjóan, lútandi hálsinn, og hárið sem var linýtt í gljáandi hnút. Það var eitthvað svo ósegjanlega kvenlegt við Lyndis. Hún var konan eilífa, með mýkt og yndi, og Nicholas horfði lengi á eftir henni er hún hvarf upp stigann, sem einmana, mjall- hvít mynd. Hann varð að stilla sig, að fara ekki á eftir henni, þegar hann sá hve töfrandi hún var, en það var hættulegt — það gat ger- breytt lífi hans. Hans og Carole. Þegar Lyndis vaknaði morguninn eftir var enn sæla og sigur í hug hennar. Hún hafði vakið fögnuð á þessu fyrsta kvöldi sínu sem lafði Hamalton, — sigur á Carole. Dálítinn sigur, en kannske stærri en hana grunaði. Lyndis lá lengi í baðinu og vandaði val sitt á fötunum, sem hún færi í með John Masters í hádegisverðinn. Hún var ánægð þegar hún smeygði jakkanum á axlirnar á sér. Hún hlakkaði til að hitta John Masters aftur. Glæsilegur veitingasalurinn var fullur af andlitum, sem hún kannaðist við. Allir virtust þekkja John Masters og horfðu forvitnir á Lyndis. Það var ljómi kringum hana og hún lifði enn í sælukenndinni frá dansleiknum í gær, þegar hún og Nicholas höfðu staðið hlið við hlið og tekið á móti gestunum. Og það var ekki um að villast, að öllum hafði fallið vel við hana og að hún hafði unnið hjarta hinnar voldugu Carew. Og það sem best var af öÚu: Carole hafði ekki verið þar. Lyndis ætlaði að fara að segja Masters frá fögnuði sínum. John horfði á fallega andlitið og augun, sem ljómuðu til hans. Hún var svo töfrandi, svo frískleg og kvenleg. Nicholas var heppinn. „Ég sigraði í gær,“ sagði Lyndis. En svo sá John hvernig slokknaði á andlitinu og hin innri glóð hvarf. Hann leit þangað sem Lyndis horfði. Nicholas og Carole vorU komin inn í veit- ingasalinn. Þau sáu ekki John Masters og Lyndis, veslings gerbreyttu Lyndis. En Lyndis sá þeim mun meira. Hún sá dökka höfuðið og ljóshærða höfuðið nálgast hvort annað yfir borðinu. Þau skemmtu sér auðsjáanlega vel. Það sópaði að Carole í kirsiberjarauða kjóln- um. Og hatturinn hennar! Sá var nú ginnandi! Þegar þau stóðu upp, eftir að Lyndis hafði aðeins rjátlað í matinn án þess að borða nokk- uð teljandi, stefndi John beint að borði Nic- holas. „Hann hefir ekki nema gott af þessu,“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.