Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1956, Síða 13

Fálkinn - 06.07.1956, Síða 13
FÁLKINN 13 hvíslaði John að Lyndis. „Upp með hugann og hökuna!' Lyndis klappaði á öxlina á Nicholas og sagði glaðlega: „Næst verður þú að segja mér hvar þú ætlar að borða hádegisverð. Það er svo óþægi- legt að rekast á manninn sinn þegar maður er að skemmta sér með öðrum.“ Nicholas vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið og starði á Lyndis. Hann þekkti alls ekki þessa Lyndis. „Setjist þið og fáið ykkur kaffi með okkur,“ stamaði hann vandræðalega. Nú greip John Masters fram í og kom með undanfærslur: „Nei, konan þín og ég höfum komið okkur saman um að fara í bíó klukkan tvö, svo að við höfum nauman tíma.“ Carole horfði forviða á eftir Lyndis þegar hún hvarf með John Masters. Hún hafði held- ur ekki séð þessa Lyndis áður, og henni gramdist það sérstaklega, að Nicholas var annars hugar eftir að þau voru farin. Sama dag kom Nicholas heim í teið sem ergilegur eiginmaður: „Ég verð að biðja þig um einn hlut, Lyndis,“ sagði hann. „Farðu ekki oftar út að skemmta þér með John Masters. Mér fellur það ekki.“ „Finnst þér það ekki nokkuð mikils krafist,“ svaraði Lyndis. „Ekki get ég alltaf setið ein heima.“ Nicholas virtist ekki taka eftir því sem hún sagði, en í staðinn leit hann á hana dökkum augunum og sagði innilega: „Ég hefi aldrei beðið þig neins, en nú geri ég það. Farðu ekki út með honum framvegis." Lyndis átti í harðri baráttu við sjálfa sig. Það var svo yndislegt að heyra Nicholas biðja hana um eitthvað, og hún var fús til að láta undan. Hún ætlaði að fara að svara játandi þegar síminn hringdi. Það var enginn vandi að heyra hver var í símanum. Það var Carole og hún vildi auð- vitað tala við Nicholas. Og þá harðnaði Lyndis aftur. „Mér finnst engin ástæða til að lofa þér neinu,“ svaraði hún stutt og fór út, og þó tók hana sárt að segja þetta. Mundu þau aldrei nálgast hvort annað og finna til gömlu hlýj- unnar, sem einu sinni hafði verið milli þeirra? Það var eitt herbergi í húsinu, sem Lyndis kunni serstaklega vel við. Það var á efstu hæð og var bjart og með skemmtilegum hús- gögnum. Þetta hafði einu sinni verið barna- herbergi Nicholas. Þar hafði hann leikið sér og þess vegna var herbergið Lyndis kærara en ella, cg nú hafði hún afráðið, að í þessu herbergi skyldi John Masters mála hana. Lyndis þráði dagana, sem Masters átti að koma og mála af henni myndina. Það var TALSÍMINN. 1. Fyrsti maðurinn sem talaði í síma var Alex- ander Graham Bell og Það skeði 10. mars 1876. Bell hafði sjálfur gert sér síma, og var leiðslan milli tveggja stofa í húsinu hans. Watson aðstoðarmaður hans var einn í annarri stofunni, er hann heyrði allt í einu rödd í símanum segja: ,,Mr. Watson, komið þér inn til min, Þér verðið að hjálpa mér. — Þegar aðstoðar- maðurinn kom hlaupandi inn vissi Bell, að uppgötv- unin hafði tekist. 2. Þið getið sjálf búið ykkur til síma, sem þið getið talað í milli herbergja i húsi. Til þess þurfið þið tvær tómar niðursuðudósir. Botninn er skorinn úr þeim og pergamentpappír bundinn fyrir annan endann. Líka má nota tvö glös úr pergamentpappír. Svo takið þið langt seglgarn og gerið gat á pappír- inn, stingið seglgarnsendanum í gegn og festið þá utan um eldspýtu innan við pappírinn (sjá x). Þegar síminn er notaður heldur sá sem hlustar annarri dósinni fyrir eyrað, en sá sem talar heldur sinni dós fyrir munninn. En til þess að nokkuð heyrist verður að vera strítt á seglgarninu og það má hvergi snerta neitt. snarkandi bál á arninum, og Devon kom upp með te og þau áttu margar skemmtilegar rabbstundir meðan málverkið var að taka á sig mynd. Lyndis fannst það einstaklega fal- legt, en Masters var óánægður með árangur- inn. Honum hafði ekki tekist að ná þessu augnaráði Lyndis, sem hafði heillað hann svo mjög í fyrsta skiptið sem hann sá hana. Þetta augnaráð sem var feimnislegt og heitt í senn, augnaráð sem var að biðja einhvers. Var það kannske aðeins Nicholas einn, sem gat lokkað þetta augnaráð fram hjá henni? Hann hataði Nicholas. Hataði hann vegna þess að Lyndis elskaði hann en hann fór illa með hana. „Bráðum erum við búin,“ sagði hann einn daginn og andvarpaði. „Þá þarftu ekki lengur á mér að halda,“ sagði Lyndis og það var söknuður í röddinni: „Ég mun alltaf þurfa á þér að halda,“ sagði Masters ákafur. „Skilurðu ekki að ég elska þig, og að ég mun þrá þig alla mína ævi?“ „Þú mátt það ekki — það er ekki til neins, John,“ sagði-hún bljúg. Hún hafði lengi liaft grun um tilfinningar Johns, en vonað að hann mundi aldrei hafa orð á þeim. Hún vildi ekki missa hann sem vin. John snaraðist á hnén frammi fyrir Lyndis, og hún strauk honum hárið. „Ég get ekkert gert,“ sagði hún angurvær. „Þú getur að minnsta kosti kysst mig,“ sagði hann biðjandi, stóð upp og dró Lyndis að sér og þrýsti vörunum að munninum á henni. Sem snöggvast lá við að Lyndis gleymdi sér í kossi hans, en svo varð hann harðari og ástríðufyllri og hún varð hrædd. Hún reyndi að slíta sig af honum en það tókst ekki. I staðinn þrýsti John Masters henni enn fastar að sér. Þannig var ástatt þegar Nicholas kom að þeim. Nicholas hafði farið heim af skrifstofunni til þess að sækja einhver skjöl og dottið í hug að líta upp um leið og sjá hve langt Masters væri kominn með myndina sem hann hafði pantað af Lyndis, eða sem frænka hans hafði pantað, réttara sagt. Og svo sá hann sjón, sem hann vissi að hann mundi aldrei gleyma. Lyndis í faðminum á John Masters. Þetta var hryllileg sjón. Höfuð Lyndis beygt aftur á bak, dökkt hárið, fallegi vanginn og löngu augna- hárin og svo andlitið á John Masters þrýst að henni! Merkilegt að svona sjón, sem augað sér aðeins eitt augnablik, skuli festast svo vel í minni! Nicholas vissi ekki einu sinni hvort Lyndis og Masters höfðu séð hann þeg- ar hann lauk upp dyrunum. Hann hafði hörf- Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. Skattaframtalið hans Adamsons.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.