Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Fallegasta veiðin sem ég fékk um borð við Hawaij voru þessar þrjár fallegu stúlkur. rckið trjónuna gegnum byrðinginn. Nú sveigði liann frá og tók sig á loft svo að sjórinn gusaðist inn í bát- inn. En það var niinni móður í bon- um en áður. Liklega liefir árekstur- inn á bátnum kinsað hann. Fór niður á sex metra dýpi og hvildi sig. Mér kom sú hvíld vel lílca. Tihoti jós sjó yfir mig og ég kastaði mæð- inni. En fiskurinn unni mér ekki langrar 'hvildar: Allt í einu keng- bognaði stöngin, það ýldi í snæld- unni er fiskurinn stakk sér beint niður. Segldúkskoddinn liafði dottið og stöngin grófst inn í magann á mér. Klukkutími og tuttugu mínútur liðu þangað til styrjan varð að játa að hún væri yfirbuguð, og nú byrjaði þolinmæðisvinnan — að ná skepn- unni upp að bátshliðinni. Tihoti setti upp vettlinga og stóð viðbúinn með klappið í hendinni til að gefa ltenni rothöggið. Hann ætlaði að gripa í trýnið á skepnunni og ltalda henni nteðan verið væri að bregða línu unt tálknin. Einn af áhöfninni stóð hjá honum með tusk- ur vafðar um Itendurnar. Tihoti tók í öngultauminn og dró fiskinn aftur með bátnum. — Varaðu þig! hrópaði ég allt í einu. Tihoti var að taka í trjónuna á fiskinum þegar öngullinn missti halds. Hann liafði jagað svo lengi í kjaftvikinu á fiskinum að iþar var komið stórt gat. Ég starði gapandi á þetta. Fiskurinn sökk liægt, eins og hann hefði misst alla von. Nú mundi ein- hver 'hákarlinn njóta góðs af öllu stritinu okkar! Fiskurinn hafði sokk- ið nálægt einum metra. — Nei, ekki missa hann! heyrði ég Tilioti kalla. Og svo bölvaði hann duglega. Svo beygði hann sig út fyrir, hélt í borðstokkinn og greip uni trjónuna á fiskinum. Fiskurinn kippti i um leið, og blóðið rann er livasst beinið skar höndina á Tilioti. Iíann togaði í af öllu afli og tókst að lyfta fiskinum, sem sjálfsagt var hálft annað hundrað kíló. Hann barði sporðinum en Tihoti sleppli ekki takinu. Ég tók klappið og rotaði skepnuna. Einn skipverjinn steypti sér fyrir borð með línu og kom henni utan um fiskinn. I.oks gátum við innbyrt hann. Tiboti stóð með blóðugar 'hendur og horfði á. — Enginn fiskur skal sleppa frá okkur! sagði hann ánægður. ORRUSTA VIÐ ORCA-FISK. En við áttum eftir að fá stærri veiði. Daginn eftir höfðum við siglt lengi án þess að sjá nokkuð kvikt. En svo sá ég að tveir af innfæddu strákunum urðu svo skrítnir. Mókið hvarf af þeim og þeir störðu til hafs og litu snöggt sitt á hvað. Það er áreiðanlegt að polynesar finna á sér þegar stórfiskur er nærri. AIll í einu sperrtist Tihoti allur: — Ai! æpti 'hann. — Bonita! Þarna gljáði á heila torfú af stór- fiskum, sem stakk sér aftur. Þetta stóð aðeins eina sekúndu. Þarna komu þeir aftur. Sjórinn freyddi kring- um þá. Einhver hrópaði: — Mako o tahar- ea! (hákarl eða barracuda). Ég bjó út þunga stöng með sterkri snældu og löngu færi. Tihoti setti fisk á öngulinn og kastaði honum á torfuna. Hann var ólmur af veiðihug. ■— Þú sérð að Tihoti lýgur ekki. Mikið af fiski hér. Báturinn sigldi kringum torfuna. Tihoti reyndi að sjá ofan i sjóinn. Ég hafði ekki augun af færinu. Allt í einu sá ég eitthvað langt og svart. Ég hvessti augun en sá hvorki bak- ugga né trjónu. Þetta var einhver óvenjuleg skepna: sporðurinn afar breiður og langur. — Rif-liákarl! hrópaði ég. Seinast þegar ég sá þennan hákarl, sem nefnist orca var við rif við Ástralíu. Nú hvarf torfan og það fór að ýla í snældunni minni. Það hafði bitið á 'hjá mér. Venjulegur hákarl getur ver- ið sprettharður ef hann vill, en hann þreytist fljótt. En rif-liákarlinn er miklu þolnari. — Þessi brunaði eins og tundurskeyti rétt undir sjávarborð- inu með ógnahraða. Á augnabliki 'hafði ég gefið út 130 metra línu. Ég hafði lengstum séð á sporðinn, en nú lrvarf hann og um leið varð slcriður- inn á skepnunni enn meiri. Alll í einu snarstansaði hákarlinn og kom þjótandi til baka. Ég tók inn 50 metra af línunni. En fiskurinn kom svo fljótt að ég hafði ekki við með snældunni. Ég sá geysimikinn skrokk, ferleg augu og kjaftinn, sem línan hvarf inn i. Um leið og hann synti hjá barði hann sporðinum svo að sjórinn gusaðist yfir bátinn. — Nú sneri hann enn við, svo fljótt að ég var óviðbúinn þegar hann kippti i lin- una. Hákarlinn stakk sér beint niður, það ískraði í snældunni og linan skar mig í höndina. Bráðum var hákarlinn kominn á 300 metra dýpi. Þegar ég reyndi að draga inn linuna missti ég tuttugu metra fyrir hverja tíu sem ég vann. Svona hélt ég áfram í hálftima, sveittur og bölvandi. Pua bauðst til að leysa mig af hólmi en ég afþakkaði. Tihoti öskraði: — Nú kemur hann upp! Jú, hausinn kom upp úr sjónum, svo velti hann sér og stakk sér aftur. Ég setti hemil á snælduna, þvi að ég vissi að linan ])okli að minnsta kosti 50 kiló. Nú fór hákarlinn að ])reytast og breytti stefnu. Œ>ó liðu enn tuttugu mínútur þangað til hann gafst upp. Hann var orðinn dasaður og hættur að rykkja i. Pua og Tihoti stóðu viðbúnir að taka á móti honum — annar með handskutul en hinn með skammbyssu. Mér gekk vel að koma honum að bátn- um aftanverðum. En allt i einu færð- ist nýtt fjör í skolla. Bjórinn rifnaði af hendinni á Tihoti, sem hafði tekið um öngultauminn. Hann skrækti af sársauka. — Ahio maitai! — Líttu upp! hrópaði Pua. Ég beygði mig á siðasta augnabliki. Sporðurinn sveiflaðist yfir skutinn á bátnum, tók með sér davíð og skall á sjóinn eins og sprengja. En loks tókst Pua að reka skutulinn undir kjaftbeinið á honum og Ti'hoti festa línuna undir þóftuna. — Reynið að bregða kaðli um sporðinn, sagði ég, því að ég þorði ekki að sleppa stönginni. Og Tihoti tókst það, en þá ætlaði hákarlinn að ærast. En Pua tókst að ná til hans með bareflinu og rota hann. Siðasti frásagnarverði atburðurinn hjá okkur var sá, að sverðfiskur rak sig á bátinn okkar svo að leki kom að honum. Ég hefi aldrei fengið óðara villidýr á öngul. Hann endaði með þvi að relca gat á bátinn og festa sig þar. En við björguðumst i ann- an bát. * HEFIIÍÐU HEYItT — að hver hlekkur i akkerisfestinni á flugvélamóðurskipinu .,Forestal“ vegur 180 kiló. að árið sem leið voru skrásettir i Bandaríkjunum 50.954.000 bilar. Það er 5% meira en árið áður. að kolin eru enn mesta orkulind ver- aldarinnar og hluti þeirra í orku- framleiðslunni er 41.2%, en olí- unnar 26.6%. að fjölkvænið fer þverrandi i mú- hameðstrúarlöndunum. Þannig eiga aðeins 37.000 manns í Alzir fleiri konu en eina og ekki nema 1800 fleiri en tvær. að i Kaupmannahöfn er nýlega kom- in út myndabiblia, sem hefir verið i smiðum i seytján ár. að í cinni fingurbjörg af venjulegri mold eru fleiri lífverur en allir íbúar Bandaríkjanna. að ameriski doktorinn Spears hefir boðið hundrað ára gömlu fólki vist á heilsuhæli sinu. Hann ætlar sér að komast að ástæðunum til þess að það hefir orðið svona gamalt. Tarpoon er risavaxin síldartegund, sem fæst á venjulega veiðistöng.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.