Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 allt í einu í hug að skreppa þangað til að kaupa ýmislegt smávegis, sem hana vantaði. Hún fór stundvíslega klukkan tvö. Lesley var í eldhúsinu að steikja fisksnúða þegar hún fór, og hún var að ljúka við síðustu pönnuna þegar Martin Roland ók í hlaðið á bifreið, sem var enn meiri garmur en bíll Nevilles. Lesley sá hann gegnum opinn gluggann og fór strax út til að taka á móti honum. Hann brosti þreytulega til hennar. — Góð- an daginn, sagði hann. — Afsakið þér hve seint ég kem. Þessi vagn er ekki eins góður og ég hélt hann vera. — Seint? sagði hún spyrjandi. — Eruð þér . . . hefir Virginia beðið yður að koma? — Nei, ég bauð mér sjálfur. Ég skrifaði henni bréf og sagði henni að ég mundi koma í dag. Hefir hún ekki minnst á það? Hún horfði vandræðalega á hann. — Ég ... ég er hrædd um að hún hafi ekki fengið það bréf. Ég hefi ekkert heyrt um það. — Jú, hún fékk bréfið. Þjónninn kom aftur og sagði að hún hefði tekið við því sjálf. Röddin varð hörð. — Eigið þér við að hún sé ekki heima? — Nei, hún er ekki heima. Hún varð að skreppa til Buenda. Lesley leið illa. Martin leit út eins og jörðin væri að opnast undir fótunum á honum. — Komið þér inn og fáið yður te. Hann fór hægt inn á eftir henni. — Ekki te handa mér, þökk fyrir. Hann settist þunglamalega í stólinn. — Ég veit ekki hvað gera skal. Ég ætti ekki að vera að mæða yður með öllu þessu . .. — Gerið þér það ef það kemur að nokkru gagni. — Jæja. Ég hefi hitt Virginiu í bænum nokkrum sinnum og í hvert skipti hefi ég boðið henni að borða með mér. En hún hefir alltaf afþakkað það. Og ég fer að skilja, að hún vill helst ekki sjá mig. — Góði, þér megið ekki taka yður þetta nærri, sagði hún volulega. — Það er ekkert einsdæmi að ástin sé ekki endurgoldin. — Það var bara ... Hann snarþagnaði. Svo sagði hann: — Ég verð að fara í fyrra- málið og mig langaði til að tala við hana áður. Eg hefi afráðið að snúa við til Eng- lands ef hún hafnaði mér fyrir fullt og allt. — Ég held að það sé ráðlegast. Lesley reyndi að tala rólega og bætti hikandi við: — Þér gætuð kannske biðið þangað til hún kemur, en ég er hrædd um að það verði ekki fyrr en seint, og við eigum von á gestum klukkan sex. Kannske þér viljið koma í sam- kvæmið okkar í kvöld? Hann yppti öxlum. — Það væri lítið gagn í því. Hún lætur sem hún sjái mig ekki. Ég Hvar er húsbóndinn, sem er vanur að lijálpa til við uppþvottinn? vildi óska að ég gæti orðið reiður og gert út um þetta. En ég skil hana of vel. Ef ég hefði vitað um þennan Spánverja áður en ég fór frá Englandi, mundi ég hafa afbeðið far- miðann minn. — Hann gerir varla til eða frá, sagði hún óðamála. — Nei, þér hafið kannske rétt fyrir yður í því. Hann kinkaði kolli. — Ef henni hefði ekki verið sama um mig mundi hún ekki hafa brugðist mér svona fljótt. Hún gaf mér von, skiljið þér. Hún sagðist skyldu skrifa mér. Og hún var svo glöð og gamansöm að ég hélt að allt væri í lagi. Það voru þessir peningar — peningar föður yðar — en ég hugsaði ekki frekar út í það. Hann er ekki nema fimmtugur og þarf þeirra við sjálfur. Og þér eigið líka yðar hluta. Það er ekki víst að þetta verði neitt stórfé, þegar öll kurl koma til grafar. Það er sjálfsagt lítið samhengi í þessu sem ég segi, en ég vil að þér skiljið, að ég er ekki fábjáni, sem eltist við stúlku sem aðeins hlær að mér. — Mér þykir þetta ákaflega leiðinlegt, Martin. — Já, ég veit það. Hann stóð upp og stundi þungan. — En ég vil ekki sitja hérna og láta yður vorkenna mér. Ég hitti ekki Virginiu á leiðinni hingað, en það getur verið að ég hitti hana á leiðinni til baka. Ef ég geri það ekki .. . Röddin brast og hann sagði ekki meira. Lesley skildi að hann hafði misst alla von. Hún fylgdi honum út að bílnum og horfði á hann aka burt. Hún fór inn í eldhúsið aftur og fór að smyrja brauð. En hún gat ekki annað en hugsað um Martin Roland og hina vonlausu ást hans til Virginiu. Undarlegt að nokkur maður skyldi elska stúlku svo heitt að hann vildi fórna öllu fyrir hana. LESLEY SEGIR MEININGU SlNA. Lesley heyrði að faðir hennar kom inn. Hann hafði verið í aflstöðinni til að horfa á nýja vél, sem verið var að setja niður, og nú mundi hann vafalaust langa í te. Hún setti ketilinn á ofninn og gekk frá tebakkan- um. En hún gat ekki gleymt fölu og afmynd- uðu andlitinu á Martin, er hann ók burt. Klukkan var yfir fimm er Virginia kom aftur. Hún lagði lítinn böggul á hnén á föður sínum og kyssti hann. — Það er nýtt háls- bindi, pabbi. Þú verður að nota það í kvöld, við dökku fötin þín. — Verða þeir ekki í smoking? — Kannske sumir, en ekki allir. Hún sneri sér að systur sinni: — I hverju ætlar þú að vera, Lesley? — Skiptir það nokkru máli? Virginia teygði fram álkuna og sagði kuldalega: — Ég kann ekki við þennan tón. Þetta á að verða skemmtilegt samkvæmi, og ég vil ekki að neinn spilli gleðinni. Hvað gengur að þér? Ertu móðguð út af því að ég varð ekki heima og hjálpaði þér til að smyrja brauðið? Norton stóð upp. — Lesley er þreytt, sagði hann vingjarnlega. — Það er ég líka. Ég held að ég fari í bað og leggi mig svo þangað til gestirnir koma. Virginia stóð í sömu sporunum. Hún var hnarreist og hvessti augun. Þegar faðir henn- ar var kominn út sagði hún: — Jæja, ég veit þetta all;t. Ég mætti honum á heimleiðinni frá Buenda. Lesley svaraði rólega: — Ég vona að þú hafir loksins sýnt honum hreinskilni. — Já, ég var hreinskilin. Geturðu hugsað þér aðra eins frekju og að koma hingað í þessum gamla bílskrjóð? I Englandi var hann þó að minnsta kosti í sæmilegum bíl. — Það geta legið ástæður til þess að hann hafi ekki efni á því sem betra er, hérna. Allt sem hann á er fast í Englandi, og þú hefðir átt að sjá um að hann yrði kyrr þar líka. Ef þú hefðir verið hreinskilin við hann frá upphafi . . . Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Þegar hatturinn varð uppnuminn — og staf- urinn líka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.