Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Moske Dayan hershöfðingi, sem stjórnaði sókn Israelsmanna á Sínaí- eyðimörkinni. Sir Charles Keightley, yfirmaður herafla Breta og Prakka á Súez-eiði. Anna Kethly, foringi ungversku jafn- Janos Kadar, forsætisráðherra ung- aðarmanna, sem stendur framarlega versku leppstjórnarinnar. í frelsishreyfingunni. ~ ~ ~ ~ ÁsKon/fi! Þvoið með einhverju af gömlu þvottaefnunum. Prófið á hlutlausan hátt þau þvottaefni, sem að- eins tala um hvítan þvott Reynið síðan Omo, bláa I þvottaefnið, sem raun- J verulega gerir hvitt. Já, rcynið þan öll og: niður- §taða yðar iiiuii verða SKILAR YDUR 0M0 heimsins Hvrnsia Þvorm! Áskorun til allra kvenna í landinu. Gerið tilraunir með hin ýmsu þvottaefni sem á markaðinum eru og takið vel eftir árangrinum. Þvoið síðan með Omo, hinu ilmandi bláa þvottadufti. Og skiljið ekkert eftir, tínið til óhreinustu fötin, sem hægt er að finna, og dembið þeim í hina glitrandi froðu Omo-þvotta- efnisins. Þegar komið er að því að strauja þvottinn, þá gerið samanburð, og þá munuð þér reiðubúin að fallast á, að Omo gerir hvítara en þér hafið nokkurn tima áður séð. Hvort heldur sem Omo fæst við venjuleg óhrein- indi eða bletti, Þá er eitt vist, að það skilar þér hvít- asta þvotti í heimi. X-OMO 8/4-I725-E0 Grsn grös i nóvember Frost felldi kartöflugrös um land allt að kalla aðfaranótt 28. ágúst s. 1. sumar. Síðan var sæmilegt tíðarfar lil 12. sept. Þá gerði frost og h'élu, og enn fraus aðfarnótt 5. okt. Þann 22. okt. kólnaði að marki og gerði föl, sem lá á jörð til 26. okt. Þá hlán- aði. Flest blóm fölnuðu i þessum frost- kafla. En í hlýindunum, sem á eftir fóru, tóku sum blóm að springa út að nýju og gras að vaxa á túnum. Þótt komið sé fram yfir 20. nóvémber sprettur enn gras i nýrækt. Grasflöt var slegin á Sóleyjargötu 31 þann 11. nóvember, og viku síðar var sleginn túnblettur norður á Reykjum í Fnjóskadal, en þar er að vísu ylur í jörð. Þann 20. nóv. sáust enn rúmlega 20 jurtategundir i blóma í Reykjavík i görðum og grasblettum. Mest ber á Sellis, stjúpum og liinu gráblaðaða völskueyra (Cerastium), scm ber fjölda hvítra blóma. Ennfremur tún- fifill, sóley, haugarfi, hjartarfi, kross- fífill, gullbrá, prestafifill (Ghrysant- hemum), vallhumall, varpasveifgras, Ijósatvitönn, morgunfrú, gulltoppur, ilmskúfur, ljónsmunnur, maríusóley (Anemóna), lúpínur, hnoðri, nætur- fjóla, fjallafjóla og grænkál. Víða um hæinn stendur ónotað grænkál í görðum. Er engu líkara en fólk kunni ekki átið á ])vi! Grænkál er næring- armesta káltegundin og ljúffengt, bæði hrátt og matreitt í jáfning og súpu. Það þolir að standa nokkuð fram eftir. Fróðlegt væri að frétta hvort fleiri en framantaldar tegundir hafi sést útsprungnar i nóvember. Hér syðra liefir rignt mikið undan- farið, en nyrðra hefir verið „sól og sumar“ í nóvember. Þar hafa blásið heitir og þurrir sunnanvindar og skilið eftir rakann á leiðinni norður yfir fjöll. Sumarið var um margt sér- kennilegt. Saltstormurinn og kuldarn- ir 27. mai og um það leyti munu t. d. hafa eyðilagt blómin á berjalyngi og garðrunnum, svo að þetta varð sam- nefnt berjaleysissumar. Samt spruttu her þar sem snjór lilífði í fyrravor, t. d. í Hellisfirði eystra. Þar var allt blátt af berjum, þrátt fyrir vorhretin. Sums staðar nagaði berjaormur lyng- Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.