Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1957, Side 11

Fálkinn - 11.01.1957, Side 11
FÁLKINN 11 I---------------- ★ Yískumyndiv ★ LITLA SAGAN Veskið Drungalegt nóvemberkvöld í borg, sem geymir þrisvar sinum hundratS þúsund sálir. Á beygjunni við Tivolihornið kem- ur sporvagn brunandi. í sömu svifuni kemur maður út úr símaturninum hjá fataversluninni, hraðar sér yfir akbrautina og vindur sér inn i dinnnt port. Þremur mínútum síðar stefnir ann- ar maður hraðstígur að símaturnin- um. Áður en hann gefur sér tíma til að velja númerið tekur hann eftir að eitthvað liggur uppi á simanum. Svart veski. Hann stingur því í vasa sinn og símar. Og svo fer hann. Hann heldur að enginn liafi séð til ferða sinna. Maðurinn í portinu liorfir á eftir honum, biður þangað til hann er kominn úr augsýn, og fer svo inn í simaturninn. Veskið er horfið. Hann heldur í humátt eftir mann- inum. Án þess að nokkur taki eftir. Maðurinn frá símaturninum stansar við nœstu biðstöð. Sá síðari líka. Þeir fara inn i sama vagninn. Og út úr honum á sama stað. Eflirförin heldur áfram. Tólf mínútum síðar sér sá sem elti, að maðurinn fer inn í hús í löngu- götu númer 63. Við þriðja lnis þar frá nemur sá sem elti staðar, laumast ti! baka, sér að ljós cr kveikt i herbergi til vinstri á neðstu hæð, athugar nafnið á dyrunum þar. Og svo fer hann heim með næsta strætisvagni. Svo líður vika. Tvær vikur. Á stöð- inni fyrir fundna muni eða hjá lög- reglunni hefir ekki enn verið skilað veski með tveimur barnamyndum, mörgum kvittunum og tæpum 70 krón- um í peningum. En einn góðan veðurdag fær mað- urinn i Löngugötu 63 svoliljóðandi bréf: „Síðasta aðvörun: — Skilið vinsam- Jegast þegar í stað veskinu sem þér funduð, ásamt því sem í þvi.var, á aðalpósthúsið, poste restante, undir merkinu BX 99. Ef svo kynni að reynast að veskið sé ekki tii, förum vér fram á bætur fyrir það i pcning- um, næstu daga. Vér þökkum fyrir aðfarir yðar, sem hefir gert oss fært að komast að mjög eftirtektarverðum niður- stöðum um yður. Könnunarstöð aimenns siðferðis." HEFIRÐU HEYRT — að af hverjum hundrað fjölskyldum i Frakklandi eiga 22 bifreið, 16 hafa síma, 13 baðherbergi og 11 kæliskápa. að fyrstu níu mánuði síðasta árs smiðuðu Italir 165.511 bíla, og Frakkar 402.000. Er það um fjórð- ungi meira en á sama tima árið áður. að loðdýraræktin fer vaxandi í Nor- egi. Árið sem leið fæddust þar um 400.000 minkar og 40—60 þúsund tófur. Tekjur af skinnaútflutningi voru áætlaðar um 40 milljón norsk- ar krónur. að jarðskjálftinn i San Francisco ár- ið 1906 varð 452 manneskjum að bana og olli 350 milljón dollara tjóni. HREYKIN I KASAK. — Það er Mang- uin sem enn á ný hefir dregið þessa flík fram í dagsins ljós. Fallegt, já, en þó aðeins á þær grönnu. Pilsið eða kjóllinn þarf að vera mjög þröngt. Þessi Kasak er úr tveed, og við hann er notað brúnt leðurbelti. Því miður er ekki alltaf sumar og er því gott að mæta vetrarkuldanum í þessum ágæta kjól. Hann er úr þvott- ekta bómullarefni. Pilsið er þröngt og bolurinn einhnepptur ofan frá hálsi. Gegnum hálslíninguna er dreg- ið flauelsband og hnýtt í slaufu að framan. Séuð þér meðal íþróttakvenna er hér klæðnaður sem yður niun falla. Pilsið er úr gráu flúneli og við hvítu skyrt- una er notað vesti. Langi yður til má skella svona húfu á höfuðið. Fallegt og þægilegt, er krafa skrif- stofu- og skólafólks til vinnufatnað- arins. Þessi kjóll frá Rudolw Brosda er úr grænu og hvítu bómullarefni. Pilsið er fellt með eilífðarfellingum og treyjan hefir stóra utanávasa og breiðar líningar á ermunum. Vitið þér...? að í Indlandi eru kornbirgðir „innsiglaðar“ til að varna þjófn- aði? Bóndinn sker stimpla úr tré og merkir kornbinginn. Ef snert er við honum hreyfist kornið til og sést þá hvort nokkur hefir komið nærri korninu. En hann fær engar upplýs- ingar um hver þjófurinn er, lieldur aðeins um að liann þarf að liafa vörð við binginn sinn og reyna að hramsa þjófinn, ef hann skyldi koma aftur. að veðurathuganaskipin bjarga fjölda mannslífa? Á norðanverðu Atlantshafi liggja að staðaldri 9 veðurathuganaskip, og fréttirnar frá þeim eru ómissandi til þcss að halda uppi sæmilegri frétta- þjónustu um veðrið, fyrir flugvélarn- ar sem fara yfir norðanvert Atlants- haf. Fréttir þessar hafa bjargað fjölda flugvéla frá tjóni. En áhafnirnar á skipum þessum hafa einnig bjargað fjölda sjómanna frá bráðum bana, eitt árið ekki færri en 52. Hins vegar hafa skipin aldrei haft tækifæri til að bjarga áætlunarflugvélum. Þrír ungir Danir voru að koma úr Þýskaandsferð og höfðu hver um sig keypt sér koníaksflösku. I’egar þeir komu að landamærunum voru þcir krafðir um toll á áfenginu, en það þótti þeim ósanngjarnt og tóku l>að ráð að hella í sig koníakinu áður en þcir færu yfir iandamærin. Drakk hver sína flösku i botn. En áfengið \ar sterkt og eftir nokkrar minútur varð að flytja drengina hálfmeðvit- undarlausa á spítala til að dæla upp úr þcim. En allir liéldu iífi. Það er ekkert nýmæli að menn hætti að borða kjöt. Spekingurinn Ptaton lifði til dæmis á fíkjum og mjólk. Og Budda, Byron, Yoltaire og Goethe voru jurtaætur.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.