Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1957, Qupperneq 5

Fálkinn - 21.06.1957, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 Gamla leikhúsið á Drottningholm er notað enn. Þar Iét Gustaf III. sýna leik- rit er hann samdi sjálfur, og franska söngleiki. ir skemmtiferðamenn og forvitnir út- lendingar, sem þessi fámenni þjóð- flokkur liefir dregiS norður i auðn- ina, langt norður fyrir 'heimskauts- baug. Síðan vetraríþróttirnar urðu vin- sœlar hafa Áre og Storlien í Jamt- landi, við járnbrautina milli Þránd- heirns og Östersund orðið frægar skíðaslóðir. En miklu sunnar eru þeir staðir ,sem þykja 'einna eftirsóknar- verðastir: Dalarne, sem bæði vegna náttúrufegurðar og þjóðlegrar og fornar menningar ibúanna, hafa lengi verið frægir áfangastaðir, og Varm- land nokkru sunnar, sem sögur Selmu Lagerlöf hafa gert frægt um allan heim. Er þá komið suður að stærsta stöðuvatni Sviþjóðar, Vánern, og frægustu skemmtiferðaleið Svi- ])jóðar, sem nú er að visu ekki jafn tíðfarin og áður var, þvi að hún þyk- ir of seinfarin á öld bíla og fhigvéla. En það er Götakanalen, siglingaleið- in frá Gautaborg upp Gautelfi, yfir Vánern og um skurð þaðan til Váttern og til hafs við Norrköping — yfir landið þvert. En það er fleira að sjá en náttúr- una eina, i hinni „söguriku Svia- byggð“. Fornar hallir víða um land- ið eru minnismerki liðinna alda, en hárcistir skólar, sjúkrahús, verk- smiðjur og raforkustöðvar tala máli nútímans. Á fyrrnefndri leið um Götakanalen skulu nefnd dæmi um hvort tveggja. Við Trollháttanfossana, skammt frá Gautaborg hafa risið upp risavaxin orkuver, sem fulltrúar vélaaldarinn- ar, en í Vadstena við Váttern stofnaði Birgitta helga, þjóðardýrlingur Svía klausturreglu fyrir bæði nunnur og munka og byggði klanstur, sem varð frægt menntasetur um öll Norður- lönd og að sama skapi ríkt, því að það eignaðist 800 jarðir. Klaustrið var lagt niður 1595, en klausturkirkj- an, byggð á árunum 1385—1450 eftir teikningum Birgittu, stendur enn og cr sóknarkirkja Vadstenabæjar. — En merkustu miðaldamenjar i Svi- þjóð eru tvimælalaust i hinum forna Hansastað Visby á Gotlandi, sem um hrið var miðstöð allrar verslunar við Austur-Evrópu norðanverða. Þar stendur hin háa víggirðing kringum bæinn, með kringum 50 varðturnum og hefir staðist timans tönn, og margar af kirkjurústunum eru furðu heillegar ennþá. Visby á enga sina líka í Evrópu. Háskólarnir í Lundi og Uppsölum eru víðfrægir langt út fyrir Norður- lönd. Sá fyrri stofnaður 1668 en Upp- salaháskóli 1477. En þessir bæir báð- ir eru ekki ófrægari sem erkibiskups- setur, því að í Lundi sat fyrsti erki- fciskup Norðurlanda frá 1048 og þar stendur enn dómkirkjan, sem vígð var 1145 og hafði þá verið i smiðum i 60 ár; dómskólinn í Lundi er elsti lærði skóli Norðurlanda. Og í Upp- sölum situr erkibiskup Svia, og þar var dómkirkjan byggð fyrir nær 700 árum, sú stærsta á Norðurlöndum. En Uppsalir og Sigtún á Fýrisvöllum eru helaustu staðir Svia, ekki sist vegna sinnar heiðnu helgi. Og sem mennta- setur bera Uppsalir á sér aðalsmót, sem aðrir háskólabæir — og sjálf höfuðborg Svía — hefir ástæðu til að öfundast af. Öldum saman hefir þessi bær (íbúafjöldinn er i við hærri en Reykjavíkur) verið miðstöð andlegs lífs þjóðarinnar og alið upp marga af hennar frægustu sonum. Stúdenta- lífið er með fornlegurn blæ, líkt og i sumum enskum menntastofnunum; þar skiptast stúdentarnir í „þjóðir“ eftir þvi hvaðan þeir koma og hefir hver „þjóð“ sínar reglur, en eitt er þó sameiginlegt með þeim öllum, að þar ríkir æskugleðin. Glaðværari samkunda en vorhátið Uppsalastúd- enta á Valborgarmessu, er varla til á N'orðurlöndum. Og ógleymanleg verður útíendingum sú sjón, að sjá sænskan æskulýð í þjóðbúningum syngja og dansa kringum maí-stöng- ina. Ferðaráðið sænska gerir sitt til að hæna túrista að landinu, ekki aðeins með því að sjá þeim fyrir góðum far- artækjum, beina og leiðsögu, heldur og með sérstökum hátíðum, sem gefa tækifæri til að kynnast siðum þjóðar- innar, listum og menningu. Fræg er söngleikavikan í júni, er leikhúsin sýna óperur, ballet og leikrit með bestu kröftunum, sem völ er á. Þá eru jafnan sýningar i hinu gamla hallarleikhúsi á Drottningholm, á söngleikjum frá 18. öld — en þá var vegur þessarar hallar sem mestur, i tíð Adolfs Friðriks og Lovisu Ulrikku, og sonar þeirra, hins mikla gleði- rnanns og listunnanda, Gústafs III. Stendur leikhúsið enn með sömu um- merkjum og þá. En Drottningholm er ein fegursta sumarhöll sem Svíar eiga, byggð eftir teikningum hins fræga húsameistara Tessins yngra. í júlílok er jafnan haldin Bellmans- hátíð í Stokkhólmi. Þá róa fjölda- margir bátar út í Djurgárden, þétt- skipaðir fólki klæddu eins og gerðist í tíð Bellmans, syngjandi og spilandi á lút, og heldur þessi hersing í skemmtistaðinn „Gröna Lund“ og ]iar er sungið og dansað fram á nótt. En allt árið hefir fólk tækifæri til að koma í „Gyllene freden", gilda- skála-jarðbúsið sem Bellnxan söng og drakk í forðum. Bellman lifir enn góðu lifi með Svíum og enn eru visur hans sungnar og kveðnar í „Gyllene freden". í september er vakin eftirtekt út- lendinga á sænskum iðnaði, með gluggasýningum i verslunum. Það cr ýmiss konar listiðnaður, sem þá er einkum sýndur, og svo ýmsar nýj- ungar í almennum iðnaði. Sviar eru frægir fyrir listiðnað, svo sem gler- og krystallsmuni frá Orrefors, Ström- bergshyttan og Kosta, sem þykja mestu gersemar og mikið er selt af úr landi, og eins leirmuni ýmiss konar, lxúsgögn, vefnaðarvöru og ryðfrítt slál, og heimilisiðnaður er á mjög Hvenær sem Walter Valentino Liberace sést í sjónvarpinu verður verkfall hjá 35 milljón amerískum kvenverum í U.S.A. Þær ungu fjað- urmagnast allar og kerlingarnar missa prjónana sina i keltuna. Liberace er enginn tónsnillingur. Hann spilar ekki betur á píanó en hver annar. En hann brosir fallega og hefir lag ó að láta taka eftir sér. Hann læutr sauma sér smokingföt úr „gull-lamé“ og gengur í yfirfrakka úr hermelínbjórum. Hann er 36 ára, ókvæntur þegar síðast frétlist, mömmudrengur á hemilinu og súkku- laðidrengur um öll Bandarikin. Ilann er snjall auglýsandi. Þegar hann heldur hljómleika í gullbrókunum sínum spilar hann ekki á venjulegt píanó. Nei, hljóðfærið verður að vera hvítt. Og tveir kerta- stjakar á þvi, til að varpa birtu ó ásjónuna á piltinum, og á jarpt hárið, sem er farið að grána of- urlitið i kollvikun- um. Og svo sést hann við hljóðfærið. „Meistarinn“. Hann byrjar á Baoh en áður en nokkur veit er hann kominn út í „Boogie-Woogie" og svo gerir hann hlé og fer að tala um trúrnál og heim- speki og — mömniu sína. Mamma er allt- af nærri honum og stundum sýnir 'hann liana i sjónvarpinu eða dröslar henni fram á leiksviðið. Þetta er feit kerling- arhlussa og ofurlik Liberace. En mæð- urnar sem horfa verða hrifnar. Svona son væri gaman að eiga. Þær stein- gleyma manninum sinuni og kyssa gler- ið á sjónvarpstæk- inu, og þess eru dæmi að skaprikir eiginmenn hafi gefið háu stigi þar, ekki sist listvefnaður og alls konar skartgripir. Hér er ekki rúm lil að nefna stór- iðnaðinn, sem Sviar eru frægari fyrir en aðrar norðurlandaþjóðir, ekki síst fyrir vélaiðnaðinn. Þeir áttu járn- grýti i landinu og fyrir það varð sænskt stál frægt um víða veröld, og sænskir hreyflar og kúlulegur er frægt um allan heim fyrir gæði. Skipasmiðjurnar í Gautaborg og Málmey og víðar keppa við útlendar smiðjur og smiða yfir hálfa milljón lesta á ári, þar af um tvo þriðju fyr- ir aðrar þjóðir. í rafmagnsiðnaði standa Sviar i fremstu röð, svo sem ASEA i Vásterás (sem smíðaði rafal- ana á Ljósafossi) og talsimasmiðjan L- M. Ericsson. Og þannig rnætti lengi telja. I Sviþjóð er nóg að sjá, hvort sem gesturinn vill fyrst og fremst njóta náttúrufegurðar, kynnast siðum há- menntaðrar og kjarnmikillar nor- rænnar þjóðar, listum hennar og menningu, eða hann vill kynna sér nútímatækni á hæsta stigi. * Liberace á hann i sjónvarpinu, svo að glerið hafi brotnað. Og gelgju- skeiðstelpurnar eru ekki betri. Þær hafa stofnað Liberaceklúbba um land allt. Liberac segir að liann hafi eitthvað lík á'hrif á kvenfólkið og Marilyn Monroe hefir á karlmennina, en jafn- framt kallar hann sig Billy Graliam tónlistarinnar, þ. e. vakningarmann. Ekki er nú liæverskan íneiri en guð gaf, enda hefir Liberace komið ár sinni vel fyrir borð, ekki síður en Snoddas forðum. Foreldrar hans, Salvatore og Fran- ces Liberace, munu hafa séð fram í tímann, er barnið fæddist árið 1920 í Milwaukee, Wisconsin. Þau skírðu liann nfl. Walter Valentino eftir mesta kvennagulli aldarinnar. Hann fór snemma að glamra á Framhald á bls. 14. Sonja Henie við vangann á Liberace. LIBERACE - súkkulaðspíaaistinn

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.