Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1959, Side 14

Fálkinn - 06.03.1959, Side 14
14 FÁLKINN Cirkus kabarettinn Á næstunni verður hér í Reykjavík á ferð sá stærsti og fjölbreyttasti kabarett, er nokkru sinni hefir sést hér á landi, og verður þó ekki annað sagt en að ýmsir góðir og fjölbreytt- ir kabarettar hafa sýnt liér. Það er Einar Jónsson forstjóri, sem liefir fengið leyfi til þess að flytja kabar- ettinn hingað, en hann sá einnig á sínum tíma um alla þá kabaretta, er voru á vegum Sjómannadagsráðs. Þetta er tíundi kabarettinn, sem Einar sér um að öllu leyti og að þessu sinni eru skemmtikraftarnir á hans eigin vegum. Verða þetta nokkurs konar kveðjusýningar, þvi Einar hefir á- kveðið að hætta þessari starfsemi. All- ir fyrri kabarettar hafa verið hingað fengnir til þess að efla starfsemi mannúðarfélaga og svo mun verða að þessu sinni. Það hefir verið ákveðið að allur ágóði af sýningum kabaretts- ins sem nú er væntanlegur renni til ekna, barna og aðstandenda þeirra, sem fórust með togaranum Júlí og vitaskipinu Hermóði nú fyrir skemmstu. Eins og sagt er að ofan verður kabarettinn fjölbreyttari nú en nokkru sinni, en tekist hefir fyrir velvilja Circus-Royal að ráða hingað fyrsta flokks listafólk á ýmsu sviði. Auk þess mun koma með kabarettinum mörg sérstaklega þjálfuð dýr, er sýna listir, sem aldrei hafa sést hér áður. Meðal ])eirra atriða, sem sérstak- lega mætti minnast á, er t. d. lista- maðurinn Castens, sem Friðrik Dana- konungur heiðraði s.l. sumar, og var það fyrir skemmtiþáttinn „Örkin hans Nóa“, sem sýndur verður hér. Þar koma fram m. a. rottur, kettir, apar, refir, gæsir og að sjálfsögðu stjórnendur þeirra. Þessi þáttur er sérkennilegur fyrir ])að, að þarna hefir manninum tekist að láta vinna saman andstæður eins og ketti og rott- ur, refi og gæsir o. s. frv. — Þetta atriði mun eflaust eiga eftir að vekja mikla eftirtekt. Þá er að nefna mjög merkilegan fimleikaflokk, en hann saman stendur af sex hundum sem gera og geta gert hinar ótrúlegustu „kúnstir". Rawers heita stjórnendur luindanna og er það nær yfirnáttúrlegt, sem þeim hefir tekist að æfa þá í að gera. Hundarnir ganga á linum, fara „flikk-flakk“ og sýna listir á stöng og í stigum, alveg eins og um þaulæfða listamenn væri að ræða. Næst má nefna undradýrið asnann, sem aldrei hefir sést hér áður í slík- um kabarett. Þetta atriði mun vera eitt vinsælasta skemmtiatriðið i Ev- rópu núna. Það er varla hægt að lýsa þvi, það verða menn að koma og sjá. Önnur dýr koma einnig fram, en þetta verður að nægja sem upptalning á atriðunum. Þá kemur fram á sýningunum „Gúmmístúlkan", sem reyndar er af holdi og blóði. Þessi listakona hefir líka verið kölluð beinlausa konan, því ekki er að sjá að nein bein eða liða- mót séu í líkama hennar. Sýnir hún allar hinar ótrúlegustu listir svo varla virðist einlcikið. Hollendingurinn Codex sýnir þá list að standa á höfði á stól, sem stillt er upp á háan stiga, slíkum jafnvæg- islistum er alls ekki hægt að lýsa. F.nda mun Codex bera nafnið jafn- vægiskóngur Evrópu, og niun eiga nafnið með rentu. Eitl atriðanna, sem sýnt verður er svonefnt „Dauðastökk". Þetta alriði hefir þurft fimm listamenn svo ör- uggt væri, en síðan hafa tveir lista- Lárétt skýring: 1. hanga, 5. ergileg, 10. fjallstindur, 11. veik, 13. tónn, 14. iskur, 10. drykkj- ar, 17. tónn, 19. amboð, 21. fljót, 22. alviksorð, 23. brýnt, 24. hávaði, 26. safna, 28. jötunn, 29. jagast, 31. alda, 32. ruddi, 33. hreinsað, 35. raðtala, 37. samhljóðar, 38. tveir eins, 40. klifra, 43. flaustrið, 47. glingur, 49, hroð- virkni, 51. rotinn, 53. emjar, 54. menn, 56. skelin, 57. sníkjudýr, 58. áður, 59. aur, 61. segja fyrir, 62. samliljóðar, 63. samtals, 64. keppur, 66. fangamark, 67. kjass, 69. þjóðflokkur, 71. ákafar, 72. ástundunarsamir. Lóðrétt skýring: 1. samhljóðar, 2. óværa, 3. harður, 4. höfuðborg, 6. góna, 7. forböð, 8. upphrópun, 9. fangamark, 10. búning- ur, 12. iðrun, 13. hroki, 15. hávaði, 16. komast við, 18. erfiði, 20. sægur, 23. skapraunar, 25. á fæti, 27. tveir eins, 28. væta, 30. mánuður, 32. öiigull, 34. forskeyti, 36. tangi, 39. eyrnahlíf, 40. bis, 41. á skipum, 42. sáðlands, 43. æsing, 44. nudda, 45. sonar, 46. árbók, 48. fugl, 50. fyngamark, 52. sárkaldur, 54. klaufdýr, 55. skinnið, 58. viðbit, niannanna tekið sig út úr og telja sig geta framkvæmt „dauðastökkið“ án annarrar aðstoðar. Það má segja um þetta atriði að það sé hrollvekjandi. Það hefir verið á forsíðu 'Parísarbláð- anna undanfarið, en listamennirnir hafa sýnt í Mcdrano, og koma beint þaðan hingað. Skemmtilegt atriði sýnir Michael, sem ráðinn hefir verið á Savoy og Palladium i London. Michael sýnir ýmsar listir með glervöru og er í þjónsgervi. Atriðið hefir hann kallað „Síkáti þjónninn“ og hefir það fengið mörgum sinnum fyrstu verðlaun sem skemmtiatriði frá samböndum stéttar- samtaka listamanna. Eins og í öllum góðum kabarettum kemur fram „clown“, sem sýnir græskuláust gaman, sem aðeins er ætlað til að hlæja að. Fleer heitir listamaðurinn og er þýskrar ættar. Með listamönnum kabarettsins kem- ur þýski kvikmyndaleikarinn Reelf, sem lék í kvikmyndinni „Wir tanzen um die Welt“. Hann mun sýna skemmtiatriði, sem mönnum munu minnisstæð. Listamennirnir „Three. Rethlems“, en þeir eru Hollendingar, verða með í förinni hingað. Kynnir kabarettsyningarinnar verð- ur Baldur Georgs, og mun hann kynna nieð töfrabrögðum og búktali. Stjórn- andi hljómsveitar verður hinn ágæti hljómsveitarmaður Sveinn Ölafsson, sem undanfarið hefir aðstoðað við kabarettsýningar. í _ATÓMKAFBÁT. Frh. af hls. 1— heiður himinn var yfir okkur, og sjórinn eins og spegill. Við sáum vel snjólivíta Síberíuströnd í 30 km. fjar lægð. Loftið var syo tært að við gát- um séð allt að 150 kílómetra í allar áttir. En nú var enginn tími til að skoða sig um. Við gerðum staðarákvörðun- ina í flýti og köfuðum svo aftur og slefndum norður sundið. Við vorum fyrir austan alþjóðlegu markalínuna, sem var samþykkt fyrir mörgiun ár um, og sem bæði Bandaríkin og Rúss- land viðurkenna enn. Framhald í næsta blaði. 60. kjarr, 63. verkfæris, 65. líknar- stofnun, 68. upphafsst., 70. fangamark. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. frami, 5. greni, 10. rauna, 11. unaði, 13. há, 14. mang, 16. flog, 17. LD, 19. yms, 21. rar, 22. úlk, 23. íma, 24. skop, 26. rísla, 28. ótal, 29. karri, 31. pan, 32. hrani, 33. ponta, 35. Agnar, 37. dó, 38. RA, 40. bræla, 43. tákna, 47. snarl, 49. fló, 51. kónar, 53. kurr, 54. stapp, 56. Inga, 57. err, 58. bar, 59. Ais, 61. ann, (>2. LT, 63. Árna, 64. slot, 66. UT, 67. atvik, 69. tregi, 71. ormar, 72. sigla. Lóðrétt ráðning: ‘1. Fa, 2. fum, 3. anar, 4. manar, 6. rulla, 7. Enok, 8. nag, 9. ið, 10. rámka, 12. ilman, 13. hyski, 15. grípa, 16. fúlna, 18. dalir, 20. sorp, 23. ítar, 25. pro, 27. SA, 28. óra, 30. indæl, 32. hnakk, 34. tól, 36. grá, 39. Áskel, 40. barr, 41. RRR, 42. aftra, 43. Tópas, 44. Nói, 45. Anna, 46. trant, 48. nurta, 50. La, 52. agnúi, 54. sanka, 55. pilti, 58. Briem, ,60. sorg, 63. ÁVR, 65. tel, 68. TO, 70. GA. Valdimar Helgason. „UNDRAGLERIN“. Frh. af bls. 3. Sigríður Þorváldsdóttir er ekki sið- ur glæsileg en „alvöru“ kóngsdóttir, blið og góð. Haraldur Björnsson fer nieð hlutverk Gyðingsins gangandi, Emilía Jónasdóttir liertogafrúarinn- ar af Aragoniu, Kristján Jónsson leik- ur böðuliun, Þorgrímur Einarsson Kobba þjón og Bjarni Steingrímsson varðmann. Þá koma fram nokkrir götustrákar. Söngur og dans er orðinn stór þátt- ur í leiknum og hefir Egill Bjarna- son samið téxtana við vinsæl lög, sem' börnin þekkja, og Erik Bidsted dans^ ara. Helgi Tómasson fer með hlutverk -dýralúrðisins mjög skemmtilega. Þar koijia .og, fram hundar og bangsar, fagrir parádísarfuglar að ógleymdri litilli mús, scm Guðrún Antonsdóttir gerir mjög góð skil. — Líkist leikur- inn nú orðið einna mest óperettu. Klemenz Jónsson er leikstjóri, og cr þetta fyráti leikurinn, sem hann færir á svið í Þjóðleikhúsinu, en liann hefir áður víikið á sér athygli fyrir leikstjórn hjá ýmsum leikfé- lögum. Það var engum blöðum um það að fletta að börnin skemmtu sér konung- lega og til að segja sannleikann velt- ust þeir fullorðnu einnig um af lilátri.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.