Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: NIKOLAJ GOGOL: F j árhættuspilarar JULIO DANTAS: Kvöldverður kardínálanna Fjárhættuspilararnii- (Rúrik, Ævar, Indriði, Jón og Bessi). Það nnin vera nýmæli á leiksviði hér, að engin kvenpersóna sjáist á leiksviðinu allt kvöldið. Sumir mundu jafnvel kalla jiað ofdirfsku að sýna þess konar leiki, svo nauðsyn- iegar sem ýmsar útgáfur ástalýsinga þykja að öllum jafnaði í ljóði, sögu og leik, en það skal tekið fram þegar, að þrátt fyrir fjarveru kvenþjóðar- innar á leikskránni, sem frumsýml var á miðvikudaginn var, fer því Gogol fjármálaspillingunni í Rúss- landi keSsaranna. Hér leikur hann sér að því að kaghýða nokkra bófa, sem iðka þá list að féfletta ríka ein- feldninga i spilum, og vitanlega nota þeir fölsk spil. En höfundur kann svo vel brögð snjöllustu reyfarahöf- unda, þótt hann hafi verið yfir hundr- að ár í gröfinni, að öll klækjabrögð „yfirbófans“ lirökkva af hinum bóf- unum og saklausu fórnarlambi þeirra fjarri að ástinni sé byg'gt út af leik- sviðinu. Því að annar einþáttungur- inn á leikskránni er hrífandi ástar- ljóð. Fyrri einþáttungurinn er eftir rússneska skáldið Gogol. Hann er kunnur íslenskum áhorfendum siðan Leikfélag Reykjavikur sýndi prýðilega frægasta leik hans, „Endurskoðand- ann“ fyrir tæpum 11 árum. Þar lýsir eins og vatn væri skvett á gæs, og leiknum lýkur með því, að áhorf- andinn.fær að vita, að bófasagan hef- ir fengið miklu betri endi en maður hélt. Jón Aðils, Indriði Waage og Ævar Kvaran leika kumpánana, sem lengi hafa stundað þá iðju að féfletta aðra í spilum, en Rúrik Ilaraldsson „sjálf- stæðan falsspilara", sem hinir þrír Kardínálarnir (Indriði, Haraldur og Jón Aðils). leika á að lokum. Hlutverkin eru vel leikin, en sérstaklega verður manni minnisstæður svipbrigðaleikur og gervi Indriða. A öðrum hlutverkum má sérstaklega nefna jarðeigandann Glóv (Gest Pálsson), sem bófarnir allir liugsa sér að mata krókinn á. Leikur Gests var ógleymanlegur í þessu hlutverki, þó ekki væri það langt. Þá víkur sögunni að „Kvöldverði kardínálanna“ eftir portúgalska skáldið og stjórnarerindrekann Julio Dantes. Þetta verk er i rauninni rím- að ástarljós í leikformi. Þrír kardí- nálar sitja að kvöldverði og fara að segja hver öðrum sögur af ástamálum sínum. Sá sem fyrst segir frá er Rufó, erkibiskup Ostíu (Haraldur Björns- son). Hann segir frá ást sinni i ridd- arasögustíl, grallaralegur og vel ánægður með sjálfan sig; hefir notað korðann og drepið 30 manns lil þess að reyna vinna ástir sinnar útvöldu. Næstur kemur De Montmorency Paiestsínubiskup (Jón Aðils), sem er yngstur þeirra þriggja. Hans ást vek- ur ekki beinlínis hrifningu áhorfend- anna. Og loks kemur saga áttræða hiskupsins af Albanó (Indriði Waage). Það leynir sér ekki, að lúif. leiksins ann þessum samlanda sínum og gef- ur honum það fallegasta af hugsmíð sinni, er hann lætur hann segja frá sögunni um sjálfan sig 15 ár:> gaml- an, er liann var ástfanginn af 13 ára telpunni sem dó. Þessi stutti Ijóðleikur geymir svo undur fagrar og skáldlegar setningar, að tvímælalaust er hann þess verður að margir sjái hann, ekki síst vegna þess að samleikur kardínálanna er með frábærum ágætur. Raunasaga Albanóbiskupsins var svo vel sögð að hún hitti beint í hjartastað. Þess skal getið að gervi hans minnti mjög á enska spekinginn Bertrand Russel. Helgi Hálfdánarson, sem landskunn- ur er orðinn fyrir leikrita- og Ijóða- þýðingar, hefir þýtt þennan leik, og virðist sú þýðing hans vera með sama snilldarbragnum og annað sem hann lætur frá sér fara. — Lgjikstjóri beggja einþáttunganna er Lárus Páls- son. Ilin hljóða hamning, sem er yfir „Kvöldverði kardínálanna“ sver sig í æltina til þeirrar greinar leiksviðs- listar, sem honum mun þykja kærast að túlka. Listamaðurinn Ásgeir B jarnþórsson 60 ára Ásgeir er fæddur 1. apríl 1899 að Grenjum i Mýrarsýslu. Hann hefir um langt skeið verið einn hinna þekktustu málara þessa lands og á hann t. d. fáa jafningja sem portraitmálari. Ungur að árum hóf hann listnám og stundaði það s'ðan við ýmsar stofnanir i Evrópu og varð einn hinna lærðustu íslendinga um allt sem lýtur að myndlist. Auk þess er Ásgeir ágætlega menntaður mað- ur og vel að sér í bókmenntum, hann er sjálfur skáld gott og gjaldgengur tónlistarmaður. Fjölhæfni hans sem listamanns er fágæt, en Ásgeir hefir alltaf staðið föstum fótum í islenskri menningu og íslenskri náttúru. Hann er baráttumaður og harður i liorn að taka telji hann réttu máli hallað. Hann heldur sínu striki og lætur er- lendar tískustefnur hvergi hrekja sig af braut hinnar þjóðlegu listar. Ás- geir er vinmargur og vinfastur, höfð- ingi heim að sækja og lirókur alls fagnaðar. Munu margir vina hans óska honum heilla og hamingju á sextugsafmælinu. S. Nýtt strætisvagnabiðskýli Fyrir nokkru var tekið í notkun nýtt biðskýli fyrir (strætisvagnafar- þegar á Miklatorgi. Jafnframt er þar rekin blaða- og sælgætissala, og mun skýlið rúma allt að 40 manns. Húsið er alls 36 fermetrar, biðskýl- ið sjálft 15 fermetrar. Eigandi skýlis- ins er Gils Sigurðsson. Gils skýrði fréttamönnum svo frá, að skýlið væri opið frá kl. 8 að morgni til kl. 23.30. Gils kvaðst hafa sótt um leyfi til bæjarráðs um að fá að opna fyrr og loka seinna, enda er jiað nauðsyn- legt, þegar þess er gætt, að hraðferða vagnarnir ganga til kl. eitt eftir mið- nætti. Ennfrenmr kvað Gils æskilegt að komið yrði upp póstkassa við skýlið. Biðskýlið á Miklatorgi er mjög vel staðsett og kemur að notum ekki að- eins fyrir þá, sem ferðast með Stræt- isvögnum Reykjavíkur, heldur einnig fyrir þá, sem fara til Hafnarfjarðar, Kópavogs og jafnvel Keflavikur. Allir þessir vagnar hafa viðkomustaði ör- skots lengd frá skýlinu. Þar eru og seld farmiðakort fyrir Strætisvagna Reykjavikur. í skýlinú eru ennfremur seld blöð, tóbak og sælgæti, og gat Gils jiess að innan tíðar mundi verða hægt að fá þar heitar pylsur og samlokur í plast- pokum. Slma getur fólk einnig fengið lánaðan á staðnum. Ekki er að efa, að biðskýlið á Miklatorgi muni koma mörgum í góðar þarfir. AíjraíÉ oj shrifstofa Vihubl. Fdlhinn flytur I. opríl nl í Ingélfsstrsti 9 (Innjongvr um afgr. Frjdlsror þjéðor)

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.