Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.03.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Gian Carlo kom út úr búðinni með nokkra metra af vír, og tautaði eitt- hvað. Hann hafði sjáaniega átt i orða- kasti við kaupmanninn. Hiu langaði mest til að hlæja, er hún sá í hve slæmu skapi Iiann var, en áður en hláturinn kom fram á varirnar hafði samúðarkenndin náð valdi á henni. Þess vegna brosti hún aðeins og tók í höndina á honum. — Þessi maður er fábjáni, tautaði Gian-Carlo, en svo fór hann að brosa líka. Innan skamms voru þau komin heim i gistihúsið, náðu í baðfötin og gengu niður í fjöru. Sorrento stendur á háum kletti og aðeins tvær leiðir að fara í fjöruna, annað livort bratta krókastíginn eða með lyftu frá stétt- inni á gistihúsinu. Riu fannst spennandi að standa í lyftunni og vita af sér svífandi gegn- um bjargið. Svo kom dagsbirtan aft- ur og sólin beið þeirra heit og skín- andi er þau komu út úr myrkrinu. Sjórinn var mjúkur eins og fiauel. Þau syntu lengi, og lágu hlið við lilið og héldu sér við bitana í litlu bryggj- unni, sem þarna var gestunum til af- nota. — Sjáðu, sagði Ria. — Þarna kem- ur skipið. Klukkan er tólf. Hvíta eimskipið frá Napoli ra’nn irin höfnina. Þilförin voru full af fólki, klæddu í alls konar liti. Meðan það var að streyma niður landgang inn þarna við höfnina, eins og ýlfur úr öðrum heimi. Hjá Riu vakti þetta glamur endurminningar. Um það sem hafði verið heima —- um það sem einu sinni hafði verið. í skólanum liafði verið píanó, og eitt kvöldið hafði einhver verið að spila „Chopsticks". Glamrað af krafti og hlegið að feilnótunum. Þessir einhæfu tónar höfðu gengið aftur og aftur í eilífðartíma ... og í hinu horni skólastofunnar, þar sem borð Riu var, hafði einhver fundið blaðsnepil með kvæði á. í þvi kvæði hafði hún látið hjartað í sér engjast sundur og saman. Ria stóð í dyrunum og lieyrði að kvæðið var lesið upphátt, og hlátra- sköllin komu eins og gusur við hverja Ijóðlínu. Píanóglamrið hafði þagnað við upplesturinn. Þá hafði Ria komist að raun um, að helgustu tilfinningar sínar verður maður að fela ,og geyma þær vel. í verslunarskólanum höfðu þau æft sig á ritvél á hverjum mánudegi og fimmtudegi og hlustað á grammófón gaula sömu lögin upp aftur og aftur á meðan. Þau bergmáluðu í heilanum á Riu meðan lnin var að hugsa um framtíðina. Hvernig átti hún að fara að því að útvega sér herbergi, svo að hún þyrfti ekki að búa hjá Helen og Nick? Hún taugaveiklaðist af þessu sifellda jagi þeirra og henni féllst hugur. Og þetta var eina heimilið sem hún Iwfði átt eftir að foreldrar henn- ar dóu. En hún treysti því að sér mundi takast að finna sér bústað — þar sem luin yrði laus við nöldrið i Helen og geðvonskuna og fýluna í Nick. Hún hafði fundið sér herbergi, og nú ætlaði hún að segja Helen frá því. Nú leið henni vel — í fyrsta skipti i langan tíma. Helen var að lakka neglurnar með- an Ria sagði henni frá. —- Þú getur ekki verið ein, sagði Helen. — Þú ert of ung til þess, og ég ber ábyrgðina á þér. Þú verður að vera hérna þangað til þú verður tuttugu og eins árs, og færð pening- ana sem þú fékkst i arf eftir foreldra okkar. Hvaða flónska er þetta, að vilja fara að búa ein. Mér finnst það ekki bera vott um þakklæti til mín eða Nicks. Svo hafði Helen opnað fyrir út- varpið. Það sem Ria sagði drukknaði i hávaðanum, og Helen hlustaði ekki á hana. — Carlo, hvað er að? Þú ert þús- und mílur í burtu og.stúrinn á svip- inn. Lofðu mér að kyssa þig! Sá koss rak allar áhyggjur og allan nunveruleika á flótta. Ria var í Sorrento; sólin bakaði axlirnar á henni, hún var ástfangin af Gian- Carlo, ástfangin í fyrsta skipti á ævi sinni. Eftir nokkrar mínútur kom Nick til þeirra. Hann var í stuttbuxum og ólinepptri skyrtu. Hörund hans var fölt og sólvana. Hann liéll á vindlingi milli fingranna. — Halló, Ria, sagði hann og kink- aði kolli til Gian-Carlo. Hann hallaði sér upp að bryggjuhandriðinu, en það var eins og liann ætti ekki heima í myndinni. — Halló. Nick, sagði Ria og brosti til hans. Hún kenndi alltaf í brjósti um Nick. — Ætlarðu að synda? Hann hristi höfuðið. — Ekki núna. Það er aðeins tími til að fá sér eitt glas fyrir hádegisverðinn ... Þetta var orðið uppáhaldsorð Nicks: — Tími til að fá sér glas .. . Gian-Carlo stóð upp. — Ég ætla i sjóinn aftur. Kemurðu líka, Ria? — Ég kem eftir augnablik, sagði Ria og sá hann steypa sér. Hún vissi að Nick var einmana og langaði til að tala við einlivern. Það var oft þannig heima líka. Helen var úti á kvöldin, í samkvæmum vegna starfs síns, og Nick sat einn lieima. Allt í einu sagði hann: — Helen vill fara til Róm. Hún hefir sagt upp herbergjunum hérna, það sem eftir er tímans. — Æ, nei, Nick, luin getur ekki gert bað. Ria sá á hausinn á Gian- Carlo úti á sjónum. Þau yrðu leyfið á enda, voru það ekki nema tíu dag- ar, sem hún átti eftir að vera með honum. En ef Helen eyðileggði jiann draum, þá liamingju .. . — Ilún sagði í gær að það væri of heitt í veðri til að fara til Róm, sagði Ria. — Já, en hún fékk bréf frá ein- liverju vinafólki sinu í dag. Þessu Wilson-Turner-fólki, sem hún sýnir kjóla fyrir. Það er í Róm núna, og Helen vill vera með því. Hún segir að það muni verða svo skemmtilegt — fyrir okkur öll. Rödd NickS var hörð. Wilson- sem hafði tekið Helen frá lionum. Turner var táknmynd þessa fólks, Það skjallaði hana, kom henni til að halda, að hún væri einhvers virði, og lét hana fá vinnu. — Nick, við verðum að fá Hana ofan af þessu, sagði Ria í öngum sín- um. Hún leit upp. — Ég verð að minnsta kosti kyr, sagði liún. Nick brosti vingjarnlega til henn ar. — Það getur þú ekki. Það er Helen sem borgar ferðina ... með peningum sem Wilson-Turner og þess konar fólk borgar henni fyrir að vera falleg. Það er út af þessum ítalska pilti, sem þú vilt verða kyr, er það ekki? Einhvers konar angurblíðusvipur kom á andlit Nicks, eins og liann væri að hugsa um eitthvað yndislegt ... löngu liðið. Ria og Gian-Carlo urðu Nick sam- ferða heim í gistihúsið. Ria hélt i höndina á Gian-Carlo og hvislaði að honum því, sem Helen hafði ákveðið. Hún var forvitin um liverju hann mundi svara — alveg cins og svo oft áður. Hugur hennar var á fieygiferð — í framtíðinni. Hún var gift Gian- Carlo og mundi eiga heima í Ítalíu alla ævi. En svo sá lnin í huganum hvita skipið, sem tók hana burtu frá honum. Nú svaraði Gian-Carlo ofur rólega: — Það má ekki ske. Láttu mig um liana systur þína. Ria hafði aldrei heyrt hann tala með svona mikilli einbeitni. Hún gekk samhliða honum, stolt og sæl í senn. Helen sat á stéttinni og hópur kringum liana, flest karlmenn. Þau voru að drekka kokkteil. Hún var í sólkjól úr rauðu líni og með ljómandi fallega ilskó. Hún veifaði tii Riu og Nicks en leit óðar af þeim aftur. Gian-Carlo fór inn í gistihúsið. — Við skulum fara að borða, sagði Nick við Riu — og fá okkur glas á undan við borðið. Við megum ekki trufla Helen eða spilla fyrir henni. Ria svaraði ekki. Hana tók sárt iivernig var á milli hjónanna. Hvern- ig mundi það enda? Hjónaskilnaður? Heien vék ekki að málinu fyrr en um kvöldið. — Nú liefir dálítið skemmtilegt gerst. • Gian-Carlo segist ætla að mála mynd af mér. Hann er sjálfsagt talsverður listamaður — vissir þú það, Ria? Hann sýndi mér nokkrar myndir eftir sig — þær eru verulega fallegar. — Hvernig á hann að geta það, ef við förum til Róm? Það kom furðusvipur á Helen. — Nú, sagði Nick þér frá því? En ég er hætt við það. Ég veit að þig langar til að vera kyr, Ria. og þá vil ég ekki eyðileggja sumarleyfið fyrir þér. Og Ria sagði ekkert. Hún brosti bara innilega, um leið og hún luigsaði til þess hve Gian-Carlo væri lagið að nota sér hégómagirnd Helen syst- ur hennar. Og svo urðu þetta tíu dagar í við- bót. Yndislegir dagar og Ria vaknaði svo snenmia að hún stóð lengi á svöl- unum og horfði yfir höfnina á alla fiskibátana á morgnana. Lifið var draumur, og aldrei skyldi hún yfir- gefa Gian-Carlo. Hann vann að myndinni af Helen á hverjum degi. Nú var hún ánægð með sumarleyfið — aðeins vegna myndarinnar. En þann tímann sem Gian Carlo var ekki að mála gat Ria verið með honum. Þau syntu og lágu í sólbaði. Þau fóru til Capri. Þau gengu út úr hænum og skoðuðu vinviðinn og blómagarðana. Hver dagur var Riu eins og niöskv- ar i töfraneti. Eins og kongulóarfinn marglitur guðvefur, sem lá eins og hjúpur yfir tilverunni. Helen og Nick héldu áfram að jagast, en raddir þeirra voru svo langt undan að Ria hafði ekki óþægindi af þeim Hún talaði ekki um Gian-Carlo. Hún leyndi tilfinningum sínum betur en hún liafði falið kvæðið sitt forð- um. Og þegar þau voru að segja við hana að lnin yrði bráðunt að skilja við Gian-Carlo, lét liún sem hún heyrði það ekki. Myndin var fullgerð á níunda degi. Gian-Carlo hafði ekki leyft þeim að sjá hana fyrr en nú. Nick og Ria biðu inni hjá Helen þegar Gian-Carlo kom með listaverkið. — Ég set hana hérna, þar sem birt- an er best, sagði hann. Helen sat óþolinntóð eins og krakki á stólbrúninni. — Látum okkur skoða meistara verkið, sagði Nick og dró burt pjötl- una, sem breidd var fyrir ntyndina. Það var ferleg sjón sem þau sáu. Þarna var öll kvenleg hégómagirnd og harðneskja konunnar sameinuð í einu andliti. Helen æpti eins og hún hefði verið barin. Gian-Carlo starði á liana þegj- andi. Svo tók hann myndina og gekk út að dyrunum. — Þið verðið að af- saka, sagði hann, — ég mála alltaf sannleikann. í svip var svo að sjá sem Helen mundi fara að gráta, en reiðin varð yfirsterkari. Hún sneri sér að Nick. — Hvernig líður þú strákþorparanum að móðga mig svona? Hann kann ekki að mála. Þessi mynd er ekkert svipuð ntér. Finnst þér það. Finnst þér það, Nick? Hann hikaði, en svo kom endur- minningin unt margar kvalastundir. — Mér finnst rnyndin nauðalík, Hel- en. Það er miklu meira líf i henni en öllum þessum Ijósmyndum. Draumahjúpurinn var of þunnur til að dylja veruleikann. Á morgitn átti Ria að fara heim ... heim í íbúðina sem jagið þagnaði aldrei í. Draum- urinn var búinn. Gino-Carlo fann hana í garðinum, á litlum steinbekk undir tré. Þegar hann tók utan um hana fór lnin að gráta. — Ég skil þig svo vel, sagði hann lágt. — Eg hefi séð allt og veit hvern- ig þér er innanbrjósts. Þess vegna málaði ég myndina. Hver veit nema sannleikurinn hjálpi? En það tekur sinn tíma. Þú ert draumlynd, Ria. Þú elskar þennan stað, friðinn og fegurð- ina, alveg eins og ég. En lífið er ekki einber draumur. Sumt er draumur, sumt raunvera .. . svo mikil raunvera að þú ferð frá mér á morgun. — Þú segir þetta eins og ég væri maður til að bera það. — En það er ég ekki. — En þú tekur svo mikið með þér, Ria. Minningarnar. Myndirnar í minni þínu — ísvagninn á krókastígnum, gullnu ijósin fyrir handan flóann, — þessu gleymir þú aldrei. Og einhvern tima, Carlo, kemur þú liingað aftur — eða ég kem til þín. Það er loforð. Það er enginn draumur, það er lof- orð. Þvi að ég elska þig. Og svo leið síðasti dagurinn. Þau fóru með skipinu klukkan tólf. Gian- Carlo stóð á bryggjunni og veifaði til Riu. En þó að bilið yrði meira á Ynilli þeirra var loforð hans rist i hjarta hennar eins og blóm sem vex og breiðir blöðin móti sólinni. — Mamma, kunna englarnir að fljúga? — Já, væni minn. — Hann pabbi sagði við nýju barnfóstruna i gærkvöldi, að hún væri engill. Hvenær fer hún þá að fljúga? — Eftir tvær mínútur, væni minn!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.