Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN Mér fór að detta ýmislegt í hug. HafSi hún spurst fyrir á getraunastof- unni og fengið að vita, aS enginn meS mínu nafni hefSi unníS tiu þúsund krónur? Var hægt aS fá þess konar upplýsingar? Hún sat þarna i rúminu og ég hafði aldrei séð svipinn, sem var á henni núna. Mér sýndist hún vera eins óg hún hefSi allt i einu ráSiS gátu. Ég slóS upp og afsakaði mig með því að tíminn væri orðinn naumur. Ingiriður var komin á fætur áður en ég fór. Þegar ég var aS fara stóð hún og beið eftir að ég kyssti sig, eins og ég var vanur og þegar ég hafði gert það, sagði hún: — Mundu nú aS skila getraunamið- anum þínum, Þór! Ég hrökk við og svo álpaðist upp úr mér orS, sem olli því aS svo fór sem fór. — Þú hefir lesið hugsanir minar, Ingiríður, sagði ég. — Þú hefir geng- ið úr skugga um, aS ég vann ekki tíu þúsund krónur. Þú sagSist vilja borga tíu þúsund krónur fyrir hugrenningar mínar, og tókst eftir hvernig mér varS viS þegar þú nefndir upphæSina, og svo sagSir þú mér ekki aS gleyma aS skila getraunamiðanum, til þess að sjá hvernig ég tæki því. Þú veist, Ingiriður, að það sem ég sagði þér var lygi, þú veist kannske ekki hvern- ig ég fékk peningana fyrir ibúðina, en þér er ljóst aS ég komst yfir þá meS óheiSarlegu móti! Ég gat ekki hætt, allt hringsnerist fyrir mér. Eg var ekki fyrr búinn aS segja henni alla söguna en ég sá aS Ingiríður var orðin náföl og horfði skelkuð á mig. Þá skildist mér að ég hafði getið mér rangt til — hún hafði engan grun haft um, að ég hefði kom- ist yfir peningana með óheiðarlegu móti, en aðeins séS hitt, að eitthvað gekk að mér. Það hafði ekkert búið undir bjá henni er hún nefndi tiu þúsund krónurnar eða þegar hún bað mig um aS skila getraunamiSanum. Ég get ekki sagt frá því sem á eftir kom, er hún hafði fengið að vita hvers konar manni hún var gift. Klukkutíma síðar sat ég í skrifstof- unni. — Nú er forstjórinn kominn, nú ferð þú beint inn til hans og segir honum allt, var þaS siSasta sem Ingi- ríður sagði, og ég lofaði því. Eg leit á klukkuna og afréS að láta tiu mín- útur liða áður en ég færi inn. Þegar þær voru liSnar stóS ég upp og ætlaði að fara, en þá bar annað við. Ungfrú Árvík, einkaritari for- stjórans, kom út frá honum og kallaði til mín: — Forstjó.rinn vill tala við yður. — Jæja, hugsaði ég með mér, þá veit hann það, en það hefði verið betra að ég hefði orSið fyrri til að meðganga óspurður. En að vissu leyti létti mér þó við þetta. Einkaritarinn fór ekki inn meS mér. Hann ætlaSi þá ekki aS láta hana vita um þetta, og þaS þótti mér vænt um. Forstjórinn brosti til mín og beils- aSi mér meS handabandi og bauS mér sæti. Ég varS hissa á hve vingjarn- legur hann var. — Ég skal engan formála hafa að þessu, sagði hann og settist við skrif- borðiS, — viS erum allir mjög ánægð- ir með yður, þér eruð kunnandi og iðinn, og ekki einn af þeim sem fara stundvíslega klukkan 16. Þér vinnið oft framyfir tímann og komið oftast fimm mínútum fyrir tímann en aldrei fimm mínútum of seint. Það metum við mikils. Þér eigið skiliS aS fá betri stöðu hérna og hærri laun. Þann 1. janúar hættir Holvík og kemst á eftirlaunaaldur, og þá takið þér hans stöðu. Yður kemur það sjálf- sagt vel, þegar fjölskyldan yðar stækkar. Forstjórinn hefir vafalaust séð ang- istarsvipinn sem á mig kom, þvi að hann hélt áfram: — Er eitthvað að yður — þér urð- uS allt í einu svo fölur. — ÞaS er dálítiS — sem ég verS að segja yður, forstjóri, stamaði ég, — ég er ekki sá maður sem þér hald- iS. f staSinn fyrir að fá betri stöðu lendi ég væntanlega á öðrum stað. Ég hefi svikið út tíu þúsund krónur. Svo sagði ég honum stamandi upp alla söguna, — og þegar ég var bú- inn gat ég hvorki hreyft legg né lið . . . Hvað gerði forstjórinn? Hann ók mér heim í bílnum sinum og fór með mér inn, því að hann sagðist þurfa að tala við konuna mína. Enginn fékk aS vita um ávirSing mína. Forstjórinn var ekki þannig gerður, að hann vildi gera öðrum mein, heldur vildi hann gera gott. Þetta fór ekki lengra en til forstjór- ans. Og ég gat haldið áfram að vinna á sama stað, án þess að starfsbræð- urnir liti niSur á mig, eða sneyddu að mér. Þetta varð hamingjusamasta haust- ið á ævi minni. Nú var létt af mér þungri byrði, og ég slapp hjá svívirð- ingunni og hneykslinu, sem vofað hafSi yfir mér. Ég fékk langan frest til aS borga af skuldinni, og nú er ekki nema litiS eftir óborgaS. Jú, þetta varð sannkallað hamingju- haust og gleðileg jól líka, þvi að þá vorum við orðin þrjú og höfðum eign- ast hraustlegan dreng. Auðvitað tók IngiríSur sér þetta nærri, en þaS var mikil bót í máli, aS þaS komst ekki á almannavitund og aS ég liélt stöð- unni. Nú leyni ég Ingiríði aldrei neinu. Ég fell aldrei fyrir svona freistingu framar, því að nú veit ég hvað þaS er, að hafa vonda samvisku. ÞaS er ekki bægt að' lýsa meS öðrum sam- viskubitinu sem maður fær af þvi að gera eitthvað refsivert. Og mér þótti ekki síst vænt um að svona fór, vegna þess að foreldrar Ingiríðar höfðu verið mótfallin því að hún giftist mér. Ef forstjórinn hefði ekki verið svona nærgætinn mundi hún oft hafa feng- ið að heyra eitthvað þessu likt: „Þú hefðir átt að fara að mínum ráðum og giftast honum ekki." Þó að ég ylli Ingiríði vonbrigSum þá þykir henni vænt um mig, og hún hefir fyrirgefið mér fyrir löngu. feEKTIÍl FYRIR HRINGINGAR. Prestur í frönsku þorpi, Abbe Reau, hefir veriS sektaSur fyrir að hringja kirkjuklukkunum sínum of lengi, of snemma og of hátt. Hafa klögumál gengið milli prestsins og uppgjafaofursta i þorpinu síSustu fimm árin, út af hringingunum. Of- urstinn kærði prestinn árið 1953 fyr- ir að hann vekti sig með hringingum kl. 4.30 á morgnana- á sumrin og kl. 6 á veturna. Hefir málið verið fimm sinnum fyrir rétti, en nú er dómur fallinn: Presturinn fékk sekt og fyr- irskipaS var aS ekki mætti hringja klukkum í þorpinu fyrr en kl. 6.30 á morgnana. Paradís stúdentanna Stúdentarnir i Berkeley-háskóla klöppuðu ákaft þegar Joyce Freeman var kjörin „knattspyrnudrottning". Og margir öfunduSu hana. Alla kven- stúdentana í þessum háskóla, sem er sá stærsti í Bandaríkjunum — þar eru 33.382 stúdentar — dreymir um að verða einhvers konar „drottning". Stúdentarnir byrja flestir 18 ára. Til þess að verða ,,Bachelor of Arts" þarf fjögurra ára nám, en sex til þess að verða „Master of Arts" eða „Science". í þeim 1005 háskólum, sem starfa í Bandaríkjunum er hægt að leggja stund á svo sem allt, frá kjóla- saumi til kjarnorkuvísinda. Og stúd- entarnir eiga góða daga. Það sem mest einkennir amerískt stúdentalif eru allir klúbbarnir. í sumum þeirra er aðeins iþróttafólk, í öðrum fólk sem hefir .áhuga á list — og sumir eru „snobbaklúbbar", sem aðeins taka á móti stúdentum af heldra fólki. En sameiginlegt með öll- um klúbbunum er það, að þeir hafa afar strangar reglur, sem ekki má vikja frá. Eldri stúdentarnir hafa betri gát á þeim yngri en nokkrir foreldrar mundu geta gert. Klúbbarnir, — „Fraternitées" heita þeir sem piltarnir eru í, en „Soroties" stúlknafélögin — eiga sin eigin hús. Þar er sjónvarp, útvarp, píanó og kvikmyndasalur, og þar eiga stúdent- arnir heima, en þeir verða að taka til í herbergjunum sínum sjálfir. Joyce, sem áður var nefnd og kjörin var drottning, á skotskan fjárhund, sem hún hefir hjá sér. Og hún hefir meira að segja fengiS leyfi til aS hafa hann meS sér á fyrirlestrana. Eins og allir aðrir stúdentar — bæði fá- tækir og rikir — hefir hún tómstunda- vinnu. Hún ananst uppþvott i veit- ingahúsi nokkrum sinnum i viku. Fjárhagsáætlun ameríska stúdcnts- ins er þannig: Borgun fyrir kennslu 75 dollarar, bækur 40—60 dollarar, tillag til klúbbsins 15 dollarar, föt og þvottur 75—200 dollarar, fæði og húsnæði 400—1000 dollarar. Fátækur stúdent kemst af með 500 dollara, rikur með 1400—1500. MeðalkostnaSur stúdentanna er 950 dollarar. Joyce er heppin eins og margir fé- lagar hennar i háskólanum. Amerísku háskóladeildirnar eru nefnilega ríkar. Harwardháskóli á stofnfé sem nem- ur 209 millj. dollurum. Berkley-há- skólinn, sem Joyce er í (eSa CAL, sem hann er venjulega kallaður) á 50 millj. dollara. Árlegur reksturskostnaður háskólans er yfir 70 milljónir, en af því borgar ríkið þrjá fjórðu. Háskól- arnir fá aS staSaldri stórgjafir og sjóði frá einstaklingum og ýmsum stofnunum. Það kemur stundum fyrir að CAL eignist milljón dollara á ein- um mánuði. En ýmis konar vísinda- starfsemi kostar líka afar mikið. CAL á næst stærsta stjörnuturn í heimi, og getur miklast af þvi, að eigi færri en sex af kennurunum hafa fengiS NóbelsverSlaun. Þó aS mikiS fé fari til kennslu og rannsóknarstarfsemi verSur þó all- mikið afgangs til námsstyrkja. Þeir eru svo miklir, aS jafnvel fátækir stúdentar sjá sér fært að eiga bil — að vísu eru það stundum gamlir skrjóSar, sem ekki hafa kostað meira en 80 dollara. Frjálsmannleg og tepruleg um- gengni er í amerisku háskólunum. Á knattspyrnumótunum hafa prófessor- arnir eins hátt og láta alveg eins illa og stúdentarnir. Fyrir nokkru sást Jouce með miklum áhugamanni á knattspyrnu. Hann öskraði svo mikið að fólk undraðist raddböndin í hon- um. Það var prófessor i kjarnorku- fræðum, nóbelsverðlaunamaðurinn Seaborg. Jú, amerísku stúdentarnir eiga góða daga. Og þeir væru undarlegir ungl- ingar ef þeir þekktu ekki sælu ástar- innar. Oft sjást stúlkurnar meS klúbb- merki unnustans síns á treyjunni — þetta er notaS i staS trúlofunarhringa. En allt þess konar er nákvæmlega skráS — það er einn þáttur í félags- málarannsóknunum. Og hvað stúdentatrúlofanirnar snertir segja skráðu skýrslurnar, að aðeins helmingur þeirra endi með hjónabandi. ALLT FYRIR SKIPTAVININA. Verslun ein í Tokío hefir sett gler ung upp á þak hjá sér og þar synda froskmenn. Er þetta gert til að draga viðskiptavini að versluninni. NY I KVIKMYND. — Maria Constant- inou heitir þessi unga stúlka með stóru augun og marilynbrjóstin. Hún er grísk og 19 ára. Hún hefir undan- farið dansað á gleðihúsum, síðast í London, en nú á hún að leika í kvik- mynd á móti Robert Mitchum. Hún kvað dansa eins og engill.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.