Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.04.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Hundurinn hennur ViS konium samtimis að bekknum, unga stúlkan, hundurinn og ég. Hún settist lengst til hægri, hundurinn við fætur henni, og ég settist talsvert langt til vinstri. Þetta var einstaklega þokkaleg stúlka, smekklega klædd, í Ijósgrárri dragt, og mig furðaði á að manneskja, sem virtist jafn menntuð og smekkleg, skyldi vera með jafn ógeðslegan hund i eftirdragi. Ég hefi aldrei verið hundavinur, mér er óskiljanlegt að fólk skuli gera sér þá kvöl að lifa með ferfætlingum, sem gelta og urra við öll hugsanleg tækifæri. Kvikindið sem sat við fætur ungu stúlkunnar var lifandi staðfesting á þeirri skoðun minni, að hundurinn eigi engan tilverurétt á öldinni okkar. Hann var stór og óútlegur, maður gat ímyndað sér að bjórinn á honum hefði einlivern tíma verið hvítur; nú var hann skítgrár með glöggum blett- um af nýrri for, sem hann hafði til- einkað sér úr pollunum, úr augunum skein ólæknandi þunglyndi og svo var hann síslefandi. Bráðum slangraSi hann til mín og horfði spyrjandi á mig, eins og hann væri að mælast til að fá að leika við mig. Ég leit afundinn á hann og hann fór aftur til stúlkunnar. Um leið og hann settist lagði hann foruga framlöppina á hnéð á stúlkunni. Ég verð að segja að hún tók þessu furðanlega vel, það kom ekki eitt ein- asta fúkyrði yfir varir hennar um leið og hún ýtti frá sér löppinni. Hvernig sem hún néri silkivasaklútn- um gat hún ekki náð burt blettinum, sem hundurinn hafði sett á pilsið. Alltaf hefir það haft áhrif á mig þegar fólk hagar sér svo stillilega, og ég verð að játa, aS mér var fariS að iítast á stúlkuna á þessum fáu minút- um. Hún var í rauninni alveg eins og stúlkurnar, sem ég var að hugsa um í tómstundum mínum. Þótt undarlegt megi virSast fékk ég eins konar samúð með seppanum hennar, ég sætti mig að minnsta kosti viS að hún ætti hann. Ég skellti tung- unni í góm til að kalla á hann, og á næsta augnabliki hafði hann hlammaS báSum framfótunum á hnén á mér, og skiljanlega hafði það herfilegar af- leiðingar fyrir nýpressuðu ljósbrúnu buxurnar mínar. Og um leiS sleikti hann andlitið á mér ,eins og þaS væri spýtubrjóstsykur. Ég tók þessu með stillingu, ég vildi ekki láta vanhugsaðan ofsa spilla hugsanlegum möguleika á þvi aS fá að tala við stúlkuna. Ég ýtti hundin- um frá mér með hægð, tók upp vasa- klútinn og fór að nudda, alveg eins og hún hafði gert. Lengi sátum viS svona og nudduSum og nudduSum. Hundurinn hafSi lagst ofan í poll og horfSi meS óblandinni forvitni. ÞaS var hún sem rauf þögnina. „Hann er svo fallegur þegar hann liggur svona," sagði hún og benti á kvikindið. ,,Já, það finnst mér," sagði ég ljúg- andi upp í opið geðið á henni. Rödd hennar var falleg og hljóm- FALLEGUR HÚSMÖÐURKJÓLL. — Þessi kjóll er látlaus og fallegur. Hann er úr rauðu efni með breiðum rauðm uppslögum á ermunum. Hálsmálið og barmurinn er faltegt. Kjóllinn allur er þannig að frúin má vel við una, án þess þó að hún reyni að bera af gestum sínum í klæðaburði, sómir hún sér prýðilega. þýð, alveg eins og ég hafði búist við að hún væri. „Ljómandi fallegur hundur," sagSi ég til aS halda talinu áfram. „Og hann er svo góSur líka," sagSi hún. Yið héldum áfram að yfirtrompa hvort annað i skjallinu um hundinn, eins og fyrstu-verðlauna-hundur á sýníngu ætti i hlut. Ef til vill hefir hundurinn skilið mannamál, þvi allt í einu stóð hann upp og hoppaði upp á bekkinn við bliðina á mér. Það var um seinan að afstýra slysinu, á næsta augnabliki hafði hann nuddað sér upp að jakk- anum mínum og skyrtunni og útatað hvorttveggja. „Stilltu þig," hugsaði ég með mér, „ekki eitt styggðarorð við hundinn eða stúlkuna." ,,Þetta er svoddan fjörkálfur," sagSi hún. „Spriklandi af fjöri," svaraSi ég en gat þó ekki annað en hugsað til reikn- ingsins, sem ég mundi fá frá efna- lauginni. Nú ýtti ég hundinum varlega frá mér og hann fór til stúlkunnar. Áður en hana varði hafði hanji hlammað sér i fangið á henni og var farinn að tæta sundur hattinn hennar. Nú virtist hana þrjóta þolinmæð- ina. Hún spratt svo snöggt upp að hundurinn hraut á hrygginn, með hattinn i kjaftinum. „Nú verðið þér að hafa einhver ráð meS að koma þessum hundskratta yðar burt," sagði hún hálfönug. Er mér láandi þótt ég yrði hissa. „Hundinum mínum?" hváði ég. ,,Er þetta ekki hundurinn ySar?" „Flökkuhundur," sagSi hún. „Hundræskni," sagSi ég. ViS urSum sammála um tvennt: aS viS skyldum fara í kvikmyndahús um kvöldið. Og að við hefðum 'bæði megnustu óbeit á hundum. </>¦» — Þú lofaðir ,strákur, að vega salt- iS varlega á móti henni mömmu þinni ... , DAVID BEN GURION forsætisráSherra i ísrael, sem nú er orSinn 72 ára, hefir lært nýtt fim- leikakerfi, sem hann er mjög hrifinn af. Ein æfingin er í því fólgín að standa drykklanga stund á höfðinu. Það sama hefir N'ehru forsætisráS- herra Indlands gert í mörg ár. að í frumstæðum ríkjum fær hver frambjóðandi sitt merki undir kosningar? Flestir kjósendurnir eru ólæsir og verður þvi að segja þeim munnlega hvaða tákn hver frambjóSandi hafi, t. d. að Obwango hafi spjót, frú Nenya kofa, Lobrida öxi o. s. frv. Og svo getur kjósandinn krossaS við sitt tákn á kjörseðlinum. Ekki leyfist frambjóðanda að nota mynd af kú sem tákn. Kýrin er tákn ríkdóms og hamingju, svo að ef einhver notaði hana sem tákn mundi hann standa stórum betur að vigi en aðrir. V044-JL N að ýms hóstameðul geta verið hættuleg? ÞaS er sem sé ópíum í sumum þeirra, svo aS ef þau væru notuS mik- iíi gæti þaS orSiS til þess aS venja fólk á eiturlyfjanotkun. Eru nú sam tök i undirbúningi um aS útrýma þessum tegundum hóstalyfja. ÞaS þykir sannaS, aS þau séu engu betri en margir hóstadropar, sem ekkert ópíum er í. að fyrsti utanríkisráðherra U.S.A. byrjaði með 4 starfsmenn? Ráðherrann var Thomas Jefferson, sem siðar varð forseti. Þessir fjórir starfsmenn stjórnuðu 3 sendiráðum og 16 konsúlötum erlendis. — Nú starfa 23.000 manns að utanrikismál um U.S.A., þar af 16.000 erlendis i 290 sendiráSum og konsúlötum. Stærstu sendiráðin eru i London, Kairo, Tokio og Rio de Janeiro. Þar eru mörg hundruð starfsmenn á hverjum stað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.