Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 William Douglas Home: þ/Æilh úóiÁ: Tengdasonur óskast um. Hann er ekki í stóru broti, ekk- ert í ætt við Ibsen eða Strindberg, en þó alls ekkert léttmeti eða ærslaleikur heldur fágaður og fal- legur gamanleikur, sem verulega gaman er að sjá í þeim búningi sem leikstjórinn, Gunnar Eyjólfs- son, og leikendurnir hafa fært hann í. Nafnið Douglas Home hefur oft sést í blöðunum undanfarið ár — píanóleikarinn Robin Douglas Home, sem varð ástfanginn af einni Hagaprinsessunni og fór í bón- orðsför til Stokkhólms til að kynna sig, en svo gufaði ástin allt í einu upp. Höfundur leiksins er bróðir þessa ástfangna píanóleikara, en honum fremri um flest. Nám sitt stundaði hann 1 höfðingjasona- skólunum ensku í Eton og Oxford en sneri sér því næst að leiklistar- námi í London og lék um hríð. En hann samdi líka sum leikritin sem hann lék í, og leikrit hans gerðu hann þjóðkunnan. Mesta frægð hlaut leikritið ,,The Reluctant Debutante“, er hann samdi 1954. Varð það víðfrægt á skömmum tíma og gerð úr því kvikmynd, sem mikið er dáð. Nú er þessi leikur kominn á svið Þjóðleikhússins og nefnist „Tengda- sonur óskast“. Höfundur segir skrítna sögu af því hvernig hug- myndin að leikritinu varð til. Það var út af kynnum mágkonu hans og ungs manns. Leikurinn gerist á heimili hjón- anna Jimmy og Sheilu Broadbent við Eaton Square í London í júní. Indriði Waage og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir leika hjónin en Krist- björg Kjeld Jane dóttur þeirra. Þá koma við sögu mæðgurnar Mabel og Clarissa Crosswaite (Inga Þórð- ardóttir og Brynja Benediktsdóttir og David Bullock (Bessi Bjarna- son), David Hoylike Johnson (Rúrik Haraldsson) og frú Edgar (Sigurlín Óskarsdóttir), allt skemmtilegt fólk. Þær Brynja og Framh. á 14. síðu. Það er bjart yfir þessum létta leik, sem væntanlega á eftir að fylia Þjóðleikhúsið oft og mörgum sinn- Jimmy (Indriði Waage). Sheila (Guðbjörg Þorbjarnardóttir). Myndin er af eikartré, sem hefur verið fellt. Það var 34 ára og orð- ið yfir 12 metrar á hæð. Klæðum landið nytfaskógi miklu fyrr en menn almennt gera sér grein fyrir. Forráðamenn skógræktarinnar standa fyrir þessari sýningu til þess enn að vekja áhuga manna og beina athygli þeirra að skógræktinni. En undarlegt er hve margir virðast skammsýnir í þeim efnum. Menn síðari tíma munu áreiðanlega dæma verk skógræktarmanna 20. aldar- innar sem eitt hið merkasta, sem unnið hefur verið hér á þessu landi. Landsmenn allir verða að gera sér það ljóst, að það er ekki nóg að vegsema og dást að fögrum skógar- lundum, sem framtakssamir menn hafa ræktað hér og þar, það þarf að klæða landið allt, en það verður aðeins gert með sameiginlegu á- taki. Hugsum okkur til dæmis, að hver einasti kaupstaðabúi, sem sit- ur við skrifborð sitt allan veturinn, hvítur og gugginn, eyddi þó ekki væri nema hluta af sumarleyfi sínu til gróðursetningar plantna úti í ó- spilltri náttúrunni. Það er öruggt að hann myndi búa lengur að þeirri líkamlegu og andlegu heilsubót en þó hann settist upp í bíl og þeyttist landshornanna á milli í meiri aða minni rykmekki. Hver og einn ætti að reyna þetta. Það verður enginn svikinn af þeirri ánægju að hafa sjálfur tekið þátt í að greiða þá skuld við landið, sem forfeðurnir stofnuðu til með gengdarlausri rán- yrkju. Já, og geta tveimur til þrem- Framhald á 14. síðu. Þeir, sem lagt hafa leið sína um Bankastræti að undanförnu hafa séð þar í sýningarglugga Málarans 8 feta löng tommuborð úr íslenzk- um viði, það er að segja 37 ára göm- ul lerkitré úr Hallormsstaðaskógi. Eru þetta fyrstu borðin, sem söguð eru úr íslenzkum barrtrjám. Þessi borð eru talandi tákn þess, að ís- lendingar geta ræktað nytjaskóg Sviðsmynd.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.