Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.05.1959, Blaðsíða 8
8 FALKINN i Þú færð blátt áfram alls ekki leyfi til að giftast honum, sagði mamma, — tónninn var að vanda eitraður og stuttur. — Já, en heyrðu, mamma, sagði ég, — ég elska Jan, og það er ekk- er út á hann að setja. Ekki* getur Jan að því gert, þó faðir hans sitji í svartholinu. — Þú ert af góðu fólki, Erna, þú mátt ekki gleyma því. Hvað heldur þú að fólk segði, ef þú yrðir frú Drövik? Allir þekkja það nafn og ailir munu líta niður á þig — og á okkur líka. —• Ég hirði ekkert um það, sagði ég, — þú vilt ekki að ég verði ham- ingjusöm, mamma. Ég var með grát- stafinn í kverkunum. •—• Vitanlega er mér fyrir öllu að þú verðir hamingjusöm, Erna, en ég sé engar líkur til að þú verðir hamingjusöm með Jan Drövik. Þú ert ástiangin af honum, það er svo, en mundu, góða mín, að þú hefur verið ástfangin af Eiríki, Pétri og Jörundi líka. — Það gegnir allt öðru máli um hann Jan, mamma. Hugsaðu þér sjálfa þig þegar þú varst ung. Þú hefur vafalaust verið ástfangin hvað eftir annað áður en þú kynntist hon- um pabba, en það var hann, sem þú vildir giftast. Maður getur hafa foraittb er fatli naJt verið ástfanginn af Pétri og Páli, en það er aðeins einn maður, sem maður vill giftast. — Nú skal ég segja þér nokkuð, Erna. Þegar maður er ungur, getur maður svo hæglega ímyndað sér að þessi og þessi sé sá eini rétti. Það eru alls ekki fáir, sem komast að raun um að þeir eru alls ekki giftir þeim rétta. Ef þú giftist Jan, þá veit ég upp á hár hvernig fer. Meðan ástarblossinn er í algleymingi, þá er allt gott og blessað. Þá tekur þú þér ekkert nærri þó að fólkið pískri bak við þig: — Þessi er gift honum Jan Drövik yngri. En þegar frá líð- ur og ástin fer að dvína, muntu komast að raun um, að það er alls ekki ánægjulegt að vera frú Drö- vik. Það er nú einu sinni svo, að fólk vill alltaf halda, að eplið falli ekki langt frá eikinni. Hefur nú nokkra tölu á, hve oft Drövik hef- ur setið inni? ' — Nei, sagði ég reið, — og það kemur heldur ekki málinu neitt við. Það er ekkert út á Jan að setja, hann er heiðarlegur maður í alla staði. — Þú veizt ekkert hvað hann get- ur orðið síðar. — Mér finnst þetta lúalegt af þér, mamma, sagði ég með grátstafina í kverkunum. Mamma var einstök tildra. Henni þótti það ekki nógu gott, að dóttir hennar giftist Jan Drövik yngri. Vissulega var það ekki það eitt, að nafnið var ekki nógu fínt og faðir hans væri erkisvindlari, heldur jafn- framt hitt, að Jan var ekki neitt sem hægt var að flagga með. Hann var bara bílvirki og hafði ekki mikl- ar tekjur. Jan hafði lifað betri daga. Hann var fimmtán ára, þegar faðir hans lenti í klónum á lögreglunni í fyrsta skiptið. Það urðu ekki mjög tilfinnalegar afleiðingar af fyrsta þorparabragðinu hans. Hann losnaði úr fangelinu, og gat séð um að Jan kæmist í góðan skóla. En ein- mitt þegar skólanum var að ljúka, og hann hafði fengið góða byrjanda- stöðu hjá stóru fyrirtæki, var faðir hans settur inn á nýjan leik. Og í þetta skipti var um alvarlegra mál að ræða. Þá krafðist móðir Jans að fá skilnað, og við því var ekkert að segja. Eftir þetta lenti faðir hans í hverju svikamálinu öðru verra, hann hafði alveg sérstakt lag á að pretta fólk og ljúga út úr því pen- inga. Hann stórversnaði eftir að kon- an skildi við hann. Jan veslingur- inn leið mikið fyrir það, hvernig faðir hans var. Honum var sagt upp stöðunni, vegna þess að fyrirtækið var að færa saman kvíarnar, var það látið heita. En vitanlega var það fjarstæða; ástæðan var sú, að fyrir- tækið vildi ekki hafa mann, sem hét Jan Drövik. Það var vinur Jans frá skólaárunum, sem rak bifreiða- verkstæðið, og það var hann, sem sagðist hafa atvinnu handa Jan Drö- vik. Jan hafði nefnilega talsverða þekkingu á bílum. Ég kynntist hon- um eftir að hann var byrjaður þar. Hann bjó með móður sinni; þau höfðu tvö lítil herbergi og aðgang að eldhúsi saman. Mömmu fannst ég vera langtum of góð handa honum, þó að pabbi væri enginn milljónamæringur. Hann var endurskoðandi, og því miður hafði það lent á honum, að endurskoða bækur og reikninga, til þess að komst að raun um, hve mikil sjóðþurrðin hafði orðið hjá Jan Drö- vik. Pabbi var alveg sömu skoðunar og mamma. Þessi Jan var ekki til að púkka upp á. Það stoðaði ekkert þótt Jan hefði aldrei gert neitt fyrir sér — hann varð að gjalda föður síns. Eftir að mamma hafði haldið eina af sínum löngu umvöndunarræðum, fór ég inn í herbergið mitt til þess að fá að gráta í friði. Ég get vel sagt frá því, að oft lá ég með spennt- ar greipar á koddanum og bað Guð um að hjálpa mér í þessum mikla vanda. Þetta var síðdegis, pabbi var farinn í skrifstofuna, hann var sí- vinnandi. — Eftir klukkutíma höfð- um við Jan aftalað að hittast fyrir utan. Mamma og pabbi höfðu bann- að honum að hringja dyrabjöllunni hjá okkur. Hann hafði aðeins hitt þau einu sinni, og þá voru þau bæði eins og klakadrumbar. — Við verð- um fyrir erfiðleikum og andstöðu heima hjá þér, sagði Jan eftir fyrstu og einu heimsóknina, sem hann hafði komið í, og þar hafði hann rétt að mæla. Það var alls ekkert gaman að vera í Jans sporum og mínum. Ég gat ekki skilið pabba og mömmu. Aðalatriðið hlaut þó að verða það, að ég yrði hamingjusöm. En fordild þeirra og hégómagirnd átti sökina á þessu öllu saman. Mamma var erfiðari. Svona leiðinda-árekstrar, eins og þann, sem ég hef lýst, höfðum við svo að segja daglega. Þegar pabbi var heima, tók hann þátt í pexinu, og vitanlega var hann á mömmu bandi. Þau gátu yfirleitt ekki fundið neitt gott í fari Jans. En það voru ekki aðeins foreldrar mínir, sem voru honum móthverf — öll fjöl- skyldan tróð hann niður í skítinn. — Þú mátt ekki láta þér detta í hug, sagði ein — að giftast honum. 1— Þú ætlar vonandi ekki að ger- spilla allri ævi þinni, sagði önnur. — Jan Drövik yngri, ætli maður kannist ekki við nafnið, sagði si'i þriðja — varaðu þig, Erna. Hvergi var huggun að fá. Gat ég að því gert, þó mér þætti vænt um hann? Við urðum ástfangin hvort áf öðru í fyrsta skiptið sem við sá- umst. Og við kynntumst með tals- vert einkennilegu móti. Ég hafði farið að heimsækja Elsu Jærner, stallsystur mína. Hún lá veik í sjúkrahúsi fyrir utan bæinn. Hún hafði verið veik í rúmt ár, en var nú á batavegi. Okkur öllum í skrifstofunni þótti vænt um Elsu, og skrifstofustjórinn var svo nær- gætinn, að hann gaf okkur frí til að heimsækja hana í vinnutíman- um. Hann hafði hjartað á réttum stað, hann Nilsen skrifstofustjóri. — Um að gera að stytta sjúkrahúsvist- ina hennar, sagði hann. — Það stytt- ir henni stundir, að fá heimsóknir. Og hún fékk oft heimsóknir, og það var skrifstofustjóranum að þakka. Við urðum að fara þangað með strætisvagni. Þegar heimsóknartím- anum lauk, urðum við að flýta okk- ur, til að missa ekki af næsta vagni inn í bæinn. Næði maður ekki í vagninn, sem fór hjá kortéri eftir að heimsóknartímanum lauk, var aðeins um tvennt að velja: að ganga alla leið inn í bæ eða bíða hálfan annan tíma eftir næsta vagni. Um að gera, að ná í þennan vagn, því annars varð maður of lengi fjarver- andi af skrifstofunni. Að vísu mundi Nilsen ekki reiðast, þótt svo bæri undir, en við vildum ekki misnota lipurð hans og hugulsemi. Svo var það einn daginn, að ég varð hálfri mínútu of sein til að ná í vagninn. Hann rann af stað þegar ég var að komast á biðstöðina, ég kallaði til bílstjórtans, en hannhefur ekki heyrt til mín. Þá var það, að bíll nam staðar hjá mér, maðurinn við stýrið hafði tekið eftir að ég missti af strætisvagninum. Og mað- urinn við stýrið var Jan. Hann var í slopp, sem allur var útataður í olíu. — Ég er á leið inn í bæinn, sagði hann, — ef þér viljið sitja í þá skuluð þér koma inn. Það var húðarrigning, og mig langaði hvorki til að ganga alla leið inn í bæinn né bíða í hálfan annan tíma eftir næsta vagni, svo að ég tók boðinu með þakklæti. Það var nefnilega alls ekki að sjá, að þessi maður hefði óhreint í pokanum. Jan átti vitanlega ekki bílinn sjálfur, þetta var bíll, sem hann hafði haft í við- gerð, og nú var hann að reyna hvort allt væri í lagi. Svona var það þá, sem við kynnt- umst. Það var vel af sér vikið af Jan að geta dugað til þessa starfs. Hann hafði menntazt til þess að verða skrifstofumaður, en hafði allt af haft áhuga fyrir bílum og hreyfl- um. Honum leið vel, þegar hann gat verið að fást við bílana, og þess vegna mun það hafa verið, að kunn- ingi hans, sem átti viðgerðarstöðina, hafði fullt gagn af honum og líkaði vel við hann. Og Jan þótti mikill kostur, að fá að vinna á þessum stað, því að þar spurði enginn hann að heiti. Hann gat verið nafnlaus þar. En það gat hann ekki verið í skrifstofum. Starfsfélagarnir í við- getrðarstöðinni létu sig einu gilda hvað hann hét eða hver hann var. Þegar ég hafði átt í svona karpi við mömmu, fór ég alltaf út án þess

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.