Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 3
FALKINN J^Laur í íþrótt íawi ÞAÐ er eitt af aðalsmerkjum hverrar þjóðar, að eiga heilbrigða og hrausta æsku og vaska íþrótta- menn. íþróttirnar stuðla að aukinni líkamsrækt, og félagshyggja þeirra gera menn á ýmsan hátt hæfari og nýtari borgara. Eitt er þó farið að skyggja á íþróttirnar á alþjóðavett- vettvangi og draga nokkuð úr ljóma afreksmannanna, og það er það, hve algengt er nú orðið, að menn geri sér íþróttirnar að atvinnu. í ákafa sínum eftir sigrum hafa stórþjóðirn- ar gengið þarna á undan og laun- að íþróttamenn sína. En þar sem engum atvinnumanni í íþróttum er leyft að taka þátt í aðalhátíð íþrótt- anna, Ólympíuleikunum, hafa hinir stóru fundið leiðir til þess að snið- ganga þær reglur, þannig að marg- ur keppandinn siglir þar raunveru- lega undir fölsku flaggi. Afleiðing þessa verður því sú, að baráttan stehdur á milli hinna stóru, þar sem smáþjóðirnar leggja aðeins orð og orð í belg. En samt er það svo, að þeirra fáu orð hljóma oftast miklu hærra en fjölkór hinna. Einn ólympíusigur smáþjóðar vekur meiri athygli en kannski 5—10 sigr- ar stórþjóðar. Við íslendingar höfum átt ágæt- um íþróttamönnum á að skipa og eigum enn, þótt þeim hafi aðeins einu sinni tekizt að fá fána íslands dreginn að húh á verðlaunastöng ólympisku leikanna. En íslenzkir íþróttamenn geta verið hnarreistir, þar sem þeir bera hátt merki hins sanna íþróttamanns. Reynslan hefur verið sú hjá okkur, að það er ein- staklingurinn, sem fram úr hefur skarað. Þess vegna höfum við náð lengra í frjálsum íþróttum og sundi en í flokkaíþróttum. Því verður þó ekki neitað, að við höfum átt marga ágæta einstaklinga til dæmis í knatt- spyrnu, en samvinnu þeirra hefur verið áfátt. Sigur íslenzka landsliðsins yfir Norðmönnum nú fyrir skemmstu er okkur því mjög kærkominn, og ekki sízt vegna þess, að hann var fylli- lega verðskuldaður, og hefði jafn- vel átt að vera meiri. Að vísu lék norska landsliðið ekki eins vel og búizt hafði verið við, en hér var engu að síður um að ræða ellefu beztu knattspyrnumenn Noregs. Úrslitin í þessum leik hafa vakið allmikla athygli á Norðurlöndum, þó einkum í Noregi og Danmörku. ísland er með þeim þjóðum í riðli í undankeppni fyrir Ólympíuleik- ana í Róm á næsta ári. Fyrirfram var búizt við því, að um hreint ein- vígi yrði að ræða milli Norðmanna og Dana, en ísland kæmi þar ekki við sögu. Nú hefur annað komið upp á teninginn. ísland vann Noreg og segja má, að það hafi með því tryggt dönskum knattspyrnumönn- um Rómarferð. Og Danir fara ekk- ert dult með það. „ísland lék Dani til Rómar" segir t. d. á forsíðu í Politiken. En íslenzku knattspyrnumennirn- ir gerðu meira en tryggja Dönum ferð til Rómar. Þeir endurvöktu hér heima trúna á þessari íþróttagrein. íslendingum hafði verið talin trú Ríkarður Jónsson skorar sigurmark ís- lands x landsleiknum við Norðmenn. um að þeir hvorki kynnU eða gætu leikið knattspyrnu, og yrðu alltaf dæmdir til að tapa. Þeir hafa nú afsannað þetta, þótt hitt verði að viðurkenna, að við eigum margt ólært í þessari skemmtilegu íþrótta- grein, og þá kannski fyrst og fremst sjálfsaga og skilning á því að knatt- spyrnulið verður að koma fram sem ein heild en ekki ellefu einstakl- ingar. Nú hefur færzt nýtt líf í knatt- spyruna hér, og það tækifæri, sem nú hefur gefizt, má ekki láta ónotað. tslendingar gera lltiS aö því aS . hcena hingaS .. skemmtiferöa- fólk, en samt leggja npkkur hinna stóru skemmtiferða- skipa Uingaö leiö sína og standa viS í einn eöa tvo sól- arhringa. Myndin sýnir brezka skemmtijeröa- skipiS „Caronia" á ytri höfninni í Reykjavík, en þrír léttibátar frá skipinu liggja viö verbúSarbryggj-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.