Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 henn'i fannst kettirnir vera orðnir vitlausir kringum sig. — Addy frænka! æpti hún — hvar er Addy frænka? Hún læsti fingrunum í hann, æpti og hengdi sig í jakkaermina hans. Hún fann að hann náði taki á henni, hún fann sterka koníakssvækju af honum meðan þau voru að stympast á gólfinu. Og allt í einu — þegar kraftar hennar voru að þrjóta — fann hún að hann linaði á takinu. Hann riðaði og hún reyndi að slíta sig af honum, en hann sleppti og lyppaðist niður á gólfið. Hún nötraði öll og veinaði. Hún gat nær ekk- ert séð fyrir tárum, hún deplaði augunum og . . . fyrst trúði hún varla sínum eigin augum. En þarna, stumrandi yfir Bruce stóð Joe litli Pol- ensky, fölur og hræddur. Hann var með eitt- hvað í hendinni. Hvað var það? Litla bónvélin, sem þau notuðu á borðin . . . — Joe! — Ég var einmitt að sækja bónvélina ... 05 þá heyrði ég . . . Hann þagnaði allt í einu. Leit ekki einu sinni á hana. Starði á Bruce, sem lá meðvitundarlaus á gólfinu. Og allt í einu fór hann að sparka í magann á honum, hamslaust og tryllingslega. Og hoppaði svo yfir hann og hljóp upp stigann. Lorna hfjóp á eftir honum. — Joe! Hún heyrði rödd hans ofan af stigagatinu. Hann hrópaði — samhengislaust eins og óður maður: — Hann hefur læst hana inni! Ég . . . fann miða neðst í lof.trásarhólkinum. Hann læsti hana inni í öryggisklefanum. Frú Snow fann að b'irti kringum hana, og hún fann eitt eða annað — voru það handleggir? Hehni var lyft upp. Henni fannst allt rugga. Var hún komin um borð aftur? Hún heyrði hljóð líka — raddir. Jú, hún vissi hvað það var — kett- irnir. Hún ætlaði að segja eitthvað — mjög áríð- andi, sem mundi kippa öllu í lag. En áður en hún gat sagt hað datt stórt segl yfir hana.------- Þegar hún opnað'i augun sólarhring seinna horfði hún beint framan í Lornu. Hvað það var yndislegt að sjá hana Lornu. Og maðurinn, sem stóð bak við hana — var það ekki Garmer gamli læknir? — Addy frænka, elsku Addy frænka :— ertu ekki svolítið betri núna? Lögreglan tók hann.. Hann, Bruce? Nú mundi frú Snow allt. En það skipti engu máli núna. Það var afstaðið. —¦ Elsku Lorna mín. Hún fann innilegan frið fara um sig alla. En samt var það eitthvað, sem hún hafði áhyggjur af. Hvað var það nú aft- ur? . . . jú. Jú auðvitað. — Lorna? Hefurðu gef- ið kisunum eitthvað að éta? — Kisunum? Já, þeim líður vel. Frú Snow rétti höndina undan lakinu og tók í handlegginn á frænku sinni. — Ég hafði svoddan áhyggjur útaf aumingja kisunum, sagði hún. ENDIR. -)C TÍSKAN -jc ..'¦¦¦¦.. ¦ ¦¦ ¦ «^^fci'-::^-í:"''W;^---?;.;3;-æ GÓÐUR í SÓLSKINI. Þessi smellni litli hattur er úr fisléttu strái, með bláum borða og bútur af tyll vafinn utanum og endarnir á því látnir standa beint upp. — Það er hattadaman ROSE VALOIS í París, sem ber á- byrgð á hugmyndinni. BÓMULLARKJÓLL — Grænt, blátt og hvítt. Hann er italskur, þessi telpukjólí. Sniðið ofur blátt áfram og tilgerðarlaust, en bómullarefnið frá BOUSSAC setur svip á kjólinn. Allt að 18 ára stúlkur sóma sér vel í svona kjól. * Skrítlur Bóndinn var að lesa yfir vinnu- manninum: — Þú ert versti kvenna- bósi. Þú ert trúlofaður fjósastelp- unni hérna hjá mér, og það ætti að duga. En svo áttu kærustu í Land- brotinu og ein er kasólétt eftir þig í Álftaverinu. Ég skil ekki hvernig þú ferð að þessu? — Eins og það sé nokkur vandi síðan ég eignaðist mótorhjólið? Kennslukonan: — Ef ég segi: „ég var lagleg" þá er það þátíð. En ef ég segi: „Ég er falleg" — hvað er það? — Það eru ýkjur, sagði Óli litli. — Vitanlega giftist ég af ást. Ég elska mink, demanta og perlur. — Eina nylonsokka? sagði af- greiðslumaðurinn við fastan við- skiptamann. — Sjálfsagt! Eiga þeir að vera handa frúnni, eða viljið þér fá aðra dýrari? — Hvað hefðirðu gert ef þú hefð- ir ekki haft mig til að stoppa sokk- ana þína? sagði frúin. — Þá hefði ég haft efni á að kaupa mér nýja, svaraði hann. Útvarpstækjasalinn kemur inn til McHaggis kaupmanns. — Þér getið ekki verið þekktur fyrir að hafa ekki útvarp, sagði hann. — Ef þér kaupið tæki hjá okkur og eruð ekki ánægður með það, getið þér skilað því aftur eftir viku og fengið pen- ingana til baka. — Það er vel boðið, sagði Mc- Haggis. — Þá skuluð þér senda mér eitt tæki á viku. Olsen kom heim til konunnar klukkan sjö að morgni, allvel hífað- ur. — Nú get ég sagt þér gleði- frétt, góða mín. í nótt hætti ég að reykja! — Nú hef ég misst fallegustu hraðritunarstúlkuna, sem ég hef nokkurn tíma haft. — Hvernig atvikaðist það? — Hún álpaðist inn í skrifstofuna og kom mér í opna skjöldu, þegar ég var að kyssa konuna mína. Hún: Finnst þér það skrítið, að ég sé óánægð með þig. Þú hefur engan áhuga fyrir mínu innra lífi. Hann: Nei, mér finnst alveg nóg að hugsa um það, sem þú þarft utan á þig. — Hvernig í dauðanum ferðu að því að safna peningum? — Ég reyni að afla þeirra aðeins fljótar en konan mín eyðir þeim. En mér veitir ekki af að keppast við, því að hún kepptist við líka. ^f ^jrdlkinn ^s* ar bezta 2<* heimiíiiolaoio FALKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentemiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.