Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.07.1959, Blaðsíða 6
6 FALKINN 7. {irein Uffl ------- Egyptalandsdrottningu £amleikurim Narriman Narriman og síðari maður hennar, Adham Elnakib læknir. Niðurlag SKILMÁLAR FARÚKS. Assila fór með Narriman inn í herbergið hennar og bað hana að flýta sér að taka saman dót sitt. Narriman var máttfarin. Hún hafði létst um tíu kíló síðustu mánuðina og hafði ekki framkvæmd í sér til að taka neina ákvörðun sjálf. Ass- ilu brá í brún að sjá hana í þessu ástandi, og krafðist þess að Narri- man færi með sér til Egyptalands strax. Undir niðri vonaði Narri- man að Farúk legði blátt bann við því að hún færi, því að þrátt fyrir háttalag hans elskaði hún hann enn. En hún var hrædd við hann líka, og fann að hún þoldi ekki þetta taugastríð öllu lengur. Hún fór að taka saman dót sitt, einsog í leiðslu, en allt í einu fór hún að gráta. — Hvers vegna ertu að gráta? spurði Assila. — Þú verður að flýta þér að ferðbúa þig áður en honum snýst hugur. Narriman hélt áfram að raða farangri sínum í töskurnar, en Far- úk lagðist upp í rúm í herbergi sínu og reyndi að láta einsog sér stæði á sama. En það tókst ekki til lengd- ar. Hann kom allt í einu hlaupandi inn til Narriman og sagði: — Þú mátt ekki fara! Heyrirðu hvað ég segi? Assila tók fram í. — Hvað eigið þér við? spurði hún. — Ef hún vill fara, svaraði Far- úk, — þá látum hana fara, en með því skilyrði að hún sjái aldrei son sinn framar. Hún yerður að gleyma að hún hafi verið konan mín og að hún hafi átt barn með mér. En það er sonur minn — ekki hennar. Farúk hafði hugsað sér þetta ráð til að þvinga hana til að verða kyr. En Assilu varð ekki þokað — Narriman varð að fara frá honum. Narriman spurði Farúk hvort hún mætti sjá son sinn áður en hún færi, en hann neitaði því. Hún grátbændi hann, sagðist verða að fá að kyssa barnið áður en hún færi. Farúk neitaði enn, og gerði henni Ijóst að hann ætlaði ekki að láta undan. Eiginlega hélt Farúk að Narri- man mundi ekki gera alvöru úr að fara; hann vildi að hún yrði kyrr, en var of þrár til þess að láta und- an. Ef Assila hefði ekki verið svona einbeitt mundi Narriman aldrei hafa farið. Hann elskaði Narriman — en á sinn sérstaka hátt. FÖÐURLEG UMHYGGJA. Narriman fór til Egyptalands með móður sinni til þess að komast hjá frekari niðurlægingu og sálar- kvölum. En hún varð að borga það dýru verði: Farúk neitaði henni um að sjá drenginn framar. Áður en hún fór skaust hún inn í herbergið sitt og stakk á sig mynd af barn- inu og svolítilli barnatreyju. Þessa treyju hefur hún alltaf i töskunni sinni, hvar sem hún fer. Narriman fékk skilnað skömmu eftir að hún var komin til Egypta- lands. En þó að hún gæti gleymt að hún hefði verið gift Farúk, gat hún aldrei gleymt barninu, sem hún hafði átt með honum. Farúk hafði undarlegar og jafn- vel skoplegar skoðanir á hvernig uppeldi drengsins ætti að vera. Hann hafði gát á öllu sem drenginn snerti og var síhræddur um að eitt- hvað gæti orðið honum að meini. Hann gaf barnfóstrunni, frú Ta- bouret, ströng fyrirmæli um, að enginn óviðkomandi mætti snerta við barninu. Og allt sem barnið snerti við var sótthreinsað áður, og þeir sem komu nærri því urðu að vera með bindi fyrir andlitinu. Þessi umhyggja fyrir barninu stappaði nærri brjálsemi. Farúk var fyrir öllu að vernda líf drengsins, en móðurtilfinningar Narrimans virti hann einskis. Eftir skilnaðinn skrifaði Narri- man meira en tíu bréf til Farúks og spurði um líðan drengsins, en hann svaraði henni aldrei. Loks skrifaði hún frú Tabouret, sem skrifaði henni aftur án þess að Farúk vissi. Hún réð Narriman til að skrifa málflutningsmanni Far- úks í Róm, og biðja hann um að ganga í það að hún fengi að sjá barnið einu sinni á ári. Narriman gerði það og fékk svar frá mála- flutningsmanninum þess efnis, að Farúk hefði fallist á þetta, en end- anlegt svar vildi hann ekki gefa fyrr en eftir fjóra mánuði. Þeir liðu en ekki kom orð frá Farúk eða málaflutningsmannin- um. Narriman fór að skrifa honum aftur og grátbændi hann um að fá að sjá drenginn, og loks félst Far- úk á að hún fengi að sjá hann í Róm í nokkra klukkutíma. Þetta var í mars 1955. Narriman fór fyrst til Sviss, þar sem gerður var á henni lítilsháttar holskurður, og síðan hélt hún til Rómar. Þetta var eftir að hún hafði gifst Adham Elnakib lækni. AÐEINS EIN HEIMSÓKN. Hún fór út í bústað Farúks og málaflutningsmaður hans með henni. Farúk var ekki heima; hann hafði farið út stundarfjórð- ungi áður en hún kom. Frú Ta- bouret var hjá barninu og Narri- man fékk að vera hjá því nokkra klukkutima, og flaug svo aftur til Sviss. Narriman hafði vonað að hún fengi leyfi til að sjá drenginn aftur, en Farúk hafði auðsjáanlega iðrast eftir að hafa gefið þetta eina leyfi. Svo mikið er víst, að hún hefur ekki fengið að sjá barnið síðan. Skömmu eftir ferðina til Róm fékk hún bréf frá frú Tabouret um það sem gerst hafði eftir að hún var í heimsókninni. Þegar Farúk hafði komið heim hafði hann spurt þjónana, verðina og stofustúlkurn- ar hvernig þeim hefði litist á Narri- man. Hann vildi vita hvað hún hefði sagt, hvernig hún hefði litið út og hvernig hún hefði verið klædd -—-fatalitinn og sniðið á fötunum. Af þessu þóttist ég geta ráðið að hann elskaði Narriman ennþá. Eftir að hún kom til Egypta- lands aftur hitti hún oft systur Farúks, sem hafði verið hlíft við að fara í útlegð. Systurnar nöfðu allt- af verið vingjarnlegar við hana þó að hún hefði hvað eftir annað snúið við þeim bakinu meðan hún var drottning. Hún mun hafa verið af- brýðisöm. Mér er heldur ekki grun- laust um að hirðfrúrnar hafi rægt þær við Narriman eftir að hún var skilin við Farúk, og önnur systir hans, Faika, bauð henni og mér í miðdegisverð. Þegar við komum heim var Narriman með tárin í augunum, og sagði við mig: — Frændi, nú fyrst skil ég hve góðar manneskjur syst- ur Farúks eru. Hún játaði að það heíði verið vegna afbrýði, sem hún lagði fæð á þær — samskonar kennd sem olli því að henni var alltaf lítið um þrjár dætur Farúks, af fyrra hjónabandi. Hún hafði alls ekki verið þeim góð stjúpmóðir. NÝ TRÚLOFUN. Æfirás mín tók nýja stefnu eftir að egypski herinn gerði byltinguna og rak Farúk í útlegð. Fram- kvæmdastjórastaða mín í Saida Airline Company var nokkuð óviss, vegna þess að þetta einkafélag hafði áður notið styrks frá kon- ungi. Þegar frá leið tók ríkið að sér rekstur félagsins og mér var sagt upp stöðunni. Ég átti erfitt og af- réð að flytjast til Kuweit og reyna að fá mér stöðu þar. Ég var heppinn og emírinn réð mig til að stjórna flugskóla. Þó ég væri nú kominn langt frá Narriman hafði ég jafnan samband við hana bréflega. Assila og hún voru iðnar að skrifa mér og sögðu mér frá högum sínum. Skömmu eftir að Narriman var skilin við Farúk skrifaði hún mér að hún hefði trúlofast Adham Elnakib lækni. Þetta var ungur, myndarlegur læknir, sem hafði menntast í Englandi: Faðir hans, sem líka var kunnur læknir, var einn þeirra sem aðstoðuðu þegar Narriman átti barnið, er hún var drottning. Ég hef aldrei hitt Adham Elna- kib, en mér er ekki grunlaust um að Narriman hafi verið að reyna að flýja frá fortíð sinni er hún trú- lofaðist honum. Síðar frétti ég hvernig það hafði gerst: Eftir að Narriman var skilin við Farúk afréð hún að hvíla sig og reyna að ná kröftum aftur. Þess vegna fór hún til Alexandria, einn- ar fegurstu hafnarborgar við Mið- jarðarhaf, tuttugu mílur frá Cairo. Hún átti vinkonu þar, Akilu Elna- kib, systur Adhams. Akila kom oft í heimsókn til hennar. Þær voru vinir frá því að Narriman var drottning. Eitt sinn er Akila kom í heim- sókn var Adham bróðir hennar með henni, og Narriman leist vel á þenn- an unga, glæsilega og háttvísa mann. Hann bauð henni í miðdegisverð sama daginn, og hún tók boðinu, því að henni fannst þörf á tilbreyt- ingu. Þetta var í fyrsta skifti sem hún kom í veitingastað eftir hjóna- skilnaðinn. Hún borðaði og dansaði og skemmti sér langt fram á nótt. Daginn eftir hringdi Akila til hennar og sagði henni að Adham ætlaði að biðja hennar. Narriman tók þessu í gamni fyrst í stað, og sagði að sér þætti of snemmt að hugsa um nýjan mann ennþá. Hún hló og sagði: — Ég er ekki búin að jafna mig eftir fyrra hjóna- bandið mitt enn, ég er nýskilin. En hún sagði Akilu að sér litist vel á Adham, og Akila var mjög áfram um að koma þeim saman. ASSILA SKERST AFTUR í LEIKINN. Svo leið og beið og Akila og Ad-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.