Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 4
4
FALKINN
Kafarinn og ljósmyndar-
inn Luis Marden var gerður
út af „National Geographiral
Magazine“ til að leita að hinu
fræga .skipi „Bounty“, sem
sökkt var og fann það á 10
metra dýpi við Pitcairney.
Hér segir frá leitinni og sögu
£acfan a^
Sjóræningjaskipinu
skipsins, sem frægt er orðið
af sögunni „The Mystery of
the Bounty“ og kvikmynd-
um.
KUNNUR kafari og ljósmyndari,
Luis Marden kom til Pitcairn í árs-
lok 1956 til að leita að leifunum af
skipinu „Bounty“. Enginn hafði
orðið var við leifar af þessu fræga
skipi fyrr en 1933, er Parkin Chris-
tian, sonarsonarsonarsonur Fleetch-
ers Christian, sem tók þátt í sam-
særinu á „Bounty“ fyrir 170 árum,
kom auga á stýrið af skipinu á hafs-
botni. Stýrinu var náð upp og er
það nú geymt á Fiji-safninu í Suva.
Þetta varð til þess að Marden tók
að sér að leita að fleiru úr skipinu
fyrir „National Geographical Maga-
zine“ í Washington. Hann frétti að
fyrir 20 árum hefði hluti af stjjórn-
palli skipsins rekið upp, og að
ryðgaðir naglar úr því hefðu fund-
izt. Marden þóttist viss um að finna
meira og fór til Pitcairn. Þar æfði
hann Tom Christian og Len Brown
í köfun og sjálfur var hann á hafs-
Stúlkurnar á Tahiti voru fallegar
og blíðar. Engin furða þó skips-
mennirnir á ,Bounty“ kysu fremur
að vera hjá þeim en undir svip-
unni hjá Bligh kapteini.
botni fimm tíma á dag í sex vikur
samfleytt.
Þeir grófu í leðjunni, sem safnast
hafði fyrir á hafsbotni og loks
fundu þeir heilmikið af nöglum úr
skipinu. Þarna hafði „Bounty“
sokkið. Þeir fundu líka blýsívaln-
inga, sem mikið voru notaðir sem
kjölfesta fyrrum, og ýmislegt úr
málmi. Allt var þetta þakið kalk-
hrúðri.
í janúar 1957 höfðu þeir fundið
allt sem fundið varð úr skipinu.
Þegar skipið „Yankee“ var þarna á
ferð fann það akkerið frá „Bounty“
á 17 metra dýpi, miklu utar í fló-
anum.
ÆFINTÝRIÐ UM „BOUNTY“.
Hinn 23. des 1787 lagði „Bounty“
af stað í Suðurhafseyjaferðina. Það
var hinn frægi sir Joseph Banks,
sem hafði sannfærst um að hægt
væri að hagnýta brauðaldintréð á
Suðurhafseyjum betur en gert var,
og í þeim tilgangi var förin gerð.
Stóð til að rækta tréð í Vestur-
Indíum. Englakonungi leizt vel á
þessa hugmynd og hafði látið breyta
seglskipinu „Bethia“ og skírði það
„Bounty“. Skipið fór frá Spithead
með 45 manna áhöfn, vistir til tíu
mánaða og alls konar glingurvarn-
ing, sem átti að nota sem gjaldeyri
þegar farið væri að verzla við eyja-
skeggja.
Hægra megin við stýrið stóð
skipstjórinn, William Bligh, og saug
seltuloftið og eim af tjöru og biki
gegnum nefið, en hásetarnir, í rauð-
röndóttum brókum, festu akkerið.
Svo voru undin upp segl og skip-
stjóri sneri sér að I. stýrimanni, sem
stóð vinstra megin við stýrið, og
sagði:
— Þú berð ábyrgð á seglunum.
Ég fer niður ....
Nelson garðyrkjumaður hrökk
við þegar skipstjórinn kom inn til
hans. Meðfram öllum veggjum hafði
hann hengt upp urtapotta með ým-
iss konar mold, sem hann ætlaði að
nota fyrir brauðaldinfræ, en milli
þeirra var fjöldi af blýhólkum.
Bligh skipstjóri var erfiður mað-
ur, skipshöfninn líkaði illa við hann
og von bráðar hötuðu allir hann.
Hann var ofsafenginn svo að hann
réð sér ekki þegar hann reiddist,
og misþyrmdi bæði hásetum og yf-
irmönnum. Á Tahiti nutu skips-
menn lífsins og gleymdu hatrinu til
skipstjórans ,er þeir bjuggust til
heimferðar eftir átta mánaða dvöl,
með skipið hlaðið brauðaldinum,
þoldu þeir harðstjórn skipstjórans
enn verr en áður. Einn daginn sló
í alvarlega brýnu milli skipstjórans
og I. stýrimanns. Bligh skipstjóri
og yfirmennirnir höfðu keypt kók-
oshnetur og skilið þær eftir á stjórn-
pallinum. Nú tók Bligh eftir að tvær
vantaði. Hann kallaði yfirmennina
Fred gamli Christian, 4. maður frá uppreisnarmanninum Fletcher, sýn-
ir unglingnum Fletcher Christian leifar, sem fundist hafa úr „Bounty“ —
keip og nagla úr bronsi og kopar.
fyrir sig og spurði: — Hve margar
hnetur hefur hver ykkar keypt?
Christian yfirstýrimaður varð fok-
vondur og svaraði: — Við vitum
það ekki. En við viljum vita hvort
þér álítið okkur þannig gerða, að
við stælum tveim kókoshnetum?
Bligh varð sótrauður af reiði og
öskraði: — Já, ég trúi yður vel til
þess, hundssonurinn!
Christian svaraði engu en fór
burt, en nú hafði hann ráðið við
sig hvað hann ætlaði að gera. Um
kvöldið kallaði hann saman þá
óánægðustu af skipshöfninni og
fékk þeim vopn en hann setti vörð
fyrir utan dyr þeirra yfirmannanna,
sem ekki vissu um samsærið, og
rögustu hásetana setti hann í hlekki.
Og nú stóð Bligh andspænis refs-
ingunni: — Ef þér segið eitt orð
eruð þér dauður! Bligh reyndi að
verja sig, en þeir lögðu hendur á
hann og bundu hann við sigluna.
— Vinir, sagði Christian og benti
á Bligh og þá, sem fylgdu honum
að málum — það er bezt að við
losnum við þá og setjum þá í skips-
bátinn.
Bligh fór síðastur í bátinn. Chri-
stian fleygði kassa með skipsbrauði
niður í bátinn, söltuðu fleski, vatni,
árum, seglum, öxi, fjórum sverð-
um áttavita, sextant og leiðai’bók-
inni. Svo seig báturinn hægt frá
skipinu og Bligh stóð fram í og
hrópaði: — Ég skal láta hengja
ykkur alla!
Christian sigldi til Tamuai, sem
er eyja fyrir sunnan Tahiti. En En
vegna þess að þeim lenti í brösum
við eyjarskeggja, sem kunnu því
illa að sjá kvenfólkið sitt ganga
hvítu mönnunum á vald, sigldu þeir
þaðan aftur til Tahiti. Þar skiptust
þeir í tvo hópa. Annar hópurinn, 16
manns, hafði komizt í kynni við
stúlkurnar þar og vildi setjast þar
að. En hinir, 9 menn undir forustu
Christians, fór í september 1789 á-
samt sex innfæddum mönnum og
tólf konum sem þeir höfðu rænt og
fóru að leita sér að verustað. Christ-
ian kaus Pitcairney, því að hana
þekktu fáir. Þar bjóst hann við að
fá að vera í friði fyrir ensku rétt-
vísinni.
Hann var heppinn. Hópurinn
lenti á Pitcairn og eyjan var ó-
byggð. Það var nýliði sem hét Pit-
cairn, sem hafði fundið eyjuna
1767, og þarna voru enn verksum-
merki æftir menn. Nú var reist
þorp uppi á kletti og að kvöldi 23.
jan. 1790 skipaði Christian svo fyr-
ir að kveikt skyldi í „Bounty“ og
boruð göt á skipið, svo að það finnd-
ist aldrei.
Verr fór fyrir þeim, sem urðu
eftir á Tahiti. Þeir höfðu með sér
nokkrar byssur úr ,,Bounty“, biblíu
og bænabók, og það varð varð þeim
að falli. Armur laganna er langur
og auk þess hugði Bligh á hefndir.
Honum tókst að fara eina ótrú-
legustu sjóferðina, sem sagan seg-