Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Bréfin, sem hann hafði beðið Önnu um að brenna, þegar .... — Bréfin sem þú skrifaðir henni Önnu vinkonu þinni þegar þú varst að heiman í fyrra. Ég verð að segja, að þau afhjúpa nýja hlið á þér, sem ég vissi ekkert um áður. Þú hlýtur að hafa setið á strák þínum í mörg ár. Hann spratt upp, sótrauður af vonsku. — Hvernig komst þú yfir þessi bréf? — Það var einfalt mál. Þegar ég fór að svipast um eftir spæjara, vísaði einn kunningi minn mér á mann, sem svífðist einskis. Ég náði tali af honum, og þetta reyndist ver rétt. Þó enginn skyldi trúa því, þeg- ar hann sér manninn: Hann var einmitt rétti maðurinn handa mér, af því að ég var ekki að sælast eftir þessum venjulegustu sönnunum fyr- ir framhjátökum, Hann náði í þessi bréf, hvernig svo sem hann hefur farið að því. Vitanlega heimtaði hann ósvífilega mikið fyrir þetta, en bréfin voru þess virði. — Þá var það sem hann missti stjórnina á sér og grýtti kaffibollan- um framan í hana. Hún beygði sig svo að bollinn lenti í veggnum. Kaffið skvettist á hana, en ekki sást nokkur svipbreyting á henni. Nak- ið hatrið skein svo hvasst úr aug- um hennar að hann flýtti sér að snúa sér undan. — Við verðum að tala betur um þetta í kvöld. Ég er orðinn of seinn. EN ÞÓ hann væri orðinn of seinn fór hann beina leið til skrifstofunn- ar. Fyrst átti hann erindi í ákveð- ið hús, sem ekki var neitt leyndar- mál lengur, og átti viðbjóðslegan tárasamfund með Önnu. Nei, hún hafði ekki brennt bráfin hans, eins og hún hafði lofað. Þau höfðu ver- ið henni svo mikils virði. Hún hafði geymt þau á hillunni í fataskápnum sínum, og hafði ekki tekið eftir að þau voru horfin. Nei, þarna hafði ekki nokkur ókunnugur maður komið. Jú, vitanlega maðurinn frá rafveitunni, sem hafði athugað leiðslurnar eftir að straumurinn varð á burt í öllu húsinu. Það var rúm vika síðan. En hann hafði ver- ið svo einstaklega viðfelldinn, þessi maður. Hún hafði orðið að skreppa í mjólkurbúðina meðan hann var þarna, en . . . Anna hágrét þegar Brisson fór. Og nú sat hann við skrifborðið sitt í skrifstofunni og kveikti sér í nýjum vindli. Hann yrði tilneydd- ur að kaupa Lísu af sér, hugsaði hann með sér. Ástæðurnar voru mjög varhugaverðar núna. Ef millj- ónaláninu yrði sagt upp fyrirvara- laust mundi „Brisson Iðnverið" hrynja í rúst, og þetta gæti vel kom- ið fyrir ef bréfin yrðu birt. Lísa hataði hann svo mikið, að hún mundi ekkert skeyta um þó tapið bitnaði á henni sjálfri líka. Hann yrði líklega að biðja fyrir- gefningar og láta hana fá helming- inn, önnur leið var varla til út úr þessu. Hún hafði valið rétta tímann og notað tækifærið meðan sneggst- ir blettir voru á honum. Nú heyrðist langvarandi suð í innanhússímanum, merki um að einhver þyrfti að tala við hann. Hann þrýsti á svartahnappinn. — Herra Duncombe er hérna núna, herra Brisson. — Ég hef engan tíma núna, Jú — annars — látið þér hann koma inn. Brisson hallaði sér aftur í stóln- um og komst allt í einu í gott skap. Duncombe hafði ekki annað arindi en biðja og betla, og Brisson var sönn ánægja að því að neita honum og reka hann út. Hann hafði enga samúð með kveifum eins og Dun- combe. Dyrnar opnuðust og Howard kom inn. Hann var hár vexti en lotinn, og of gráhærður eftir aldri. — Góðan daginn, Duncombe. Fá- ið yður sæti, sagði Brisson. Hvað er yður á hjarta? Duncombe settist. Hann varð að ræskja sig áður en hann gat sagt nokkuð. — Mig langar til að vita hvort það er satt, að þér ætlið að leggja verksmiðjuna mína niður? — Þér eigið líklega við verk- smiðjuna mína, sagði Brisson. ■— Það er í sambandi við endurskipu- lagningu, og það er alveg rétt. — Það var þá ætlunin frá upp- hafi! Duncombe var svo æstur að hann stamaði. — Þér keyptuð meiri hlutann í henni og lofuðuð að reka hana áfram, með mér sem fram- kvæmdastjóra. Og nú slátrið þér henni. Það þýðir: atvinnuleysi margra manna og gjaldþrot fyrir mig — aðeins vegna þess að konan mín sagði nokkur orð, sem konunni yðar líkuðu ekki. Og þessu var svo varið. Kona Duncombes hafði minnzt eitthvað á föður Lísu, og því gat Lísa ekki gleymt. Það var hún sem hafði stungið upp, á að kaupa verksmiðj- una, loka henni, og láta verða tap á þessu til þess að komast hjá skatti. Hún hafði verið að nauða á Brisson um þetta þangað til hann hafði lát- ið undan. En núna þegar hann hugs- aði til hvernig hún hafði hagað sér, lá við að hann breytti ráðagerðinni. En í sömu svifum sagði Duncombe: — Bölvaður hrappurinn! Ég vissi hvernig þér eruð, og að það mundi ekki borga sig að vitna til yðar betri manns. Þess vegna er ég undir annað búinn. Hann þreif skammbyssu upp úr vasanum. Brisson hafði verið ógn- að með skammbyssu fyrr, og slopp- ið óskaddaður, en hann sá að nú var alvara á ferðum og var fljótur að hugsa. — Enga flónsku, Duncombe, sagði hann rólegur. — Finnst yður það svara kostnaði að fórna lífinu til þess að hefna sín á mér? — Lífið er eina verðmætið, sem ég hef til að fórna. Börnin mín þarfnast uppeldis — bærinn þarfn- ast verksmiðjunnar. Ég á mjög háa líftryggingu. Þegar ég hef skotið — það heyrist ekki því að hljóðdeyfir er á byssunni — ætla ég að segja við ritara yðar, að þér viljið ekki láta trufla yður. Síðan ek ég bílnum mínum þannig, að ég bíði bana. Það verður talið slys, og erfingjar mínir fá bæði líftrygginguna og slysa- trygginguna. Og þegar þér eruð fallinn frá fáið ekki framgengt vilja yðar í félagsstjórninni, verður verk- smiðjan ekki lögð niður heldur. Eins og þér sjáið er það vel þess virði að ég fórni lífinu fyrir allt þetta. Duncombe stóð hægt upp og skammbyssan hristist í hendinni á honum. Það var auðséð að hann var undir það búinn að deyja. Brisson var ekki eins vel undir það búinn. Hann sat enn og hallaði sér aftur í stólnum og virtist úrræðalaus. En í stað þess að reyna að standa upp kastaði hann sér aftur á bak. Skotið reið af og kúlan lenti í hitaleiðsl- unni. Á næstu sekúndu var Brisson risinn upp. Hann þurfti ekkert að hræðast lengur, því að hann vissi að skammbyssa með hljóðdeyfi get- ur ekki skotið nema einu skoti. Eft- ir fáeinar sekúndur hafði hann snúið skammbyssunni úr hendinni á Duncombe, og gerði hann óvirkan með því að snúa höndunum á hon- um aftur fyir bak. Hann beið örlitla stund en enginn kom. — Setjist þér niður, Dun- combe. Úr því að þér eruð svona ólmur i að myrða fólk, dettur mér í hug að bera undir yður góða til- lögu. BRISSON sat í barnurn og dreypti á koníaksglasinu. „Queen Mary“ hjó dálítið í öldunum, en þó ekki svo óþægindi væru að. Brisson var þægilega rólegur þarna, sem hann sat og athugaði hina farþegana. Að minnsta kosti þrjár af laglegustu konunum um borð höfðu þegar gert honum ljóst, að þær hefðu ekkert á móti því að kynnast honum. En hann ætlaði að standast freisting- una. Framferði hans í þessari ferð átti að vera til fyrirmyndar. Hann tæmdi glasið og gekk upp á þilfarið, þar sem íbúð hans var — tveir svefnklefar og stofa, sem hann og Lísa höfðu átt að nota í ferðinni. Hann settist og kveikti sér í vindli. Honum hafði sjaldan liðið svona vel. Allt hafði gengið eins og bezt gat, eins og alltaf þegar hann var að framkvæma áform sín. Klukkan var hálftólf. Rétt fyrir miðnættið átti Duncombe að leggja bílnum sínum bak við hús Brissons. Og svo átti hann að laumast inn um bakdyrnar —- Brisson hafði ónýtt lásinn kvöldið áður. Og svo átti Duncombe að læðast upp í svefnherbergi Lísu. Lísa gætti þess alltaf vel að njóta fegrunar- svefnsins síns fyrir lágnættið, þeg- ar hún var ekki úti í veizlum. Allt mundi verða um götur gert á nokkr- um mínútum. Vinnufólkið hafði fengið frí vegna ferðalagsins, svo að enginn yrði í húsinu nema Lísa ein. Á morgun átti pípulagningamaður- inn að koma og tæma vatnsleiðsl- urnar. Hann mundi finna líkið. í kvöldblaðinu stóð klausa um að herra Brisson og frú hans hefðu far- ið til Evrópu með „Queen Mary“. Hann hafði ekkbbreytt henni. Hann ætlaði að segja lögreglunni, að það væri vegna þess að þau hjónin vildu halda skilnaðinum leyndum. Lík- lega mundi innbrotsþjófur hafa les- ið klausuna og haldið að húsið væri tómt, en skotið Lísu þegar hann uppgötvaði að hún var þarna. Þetta var allt öruggt. Það hafði ekki reynzt erfitt að sannfæra Duncombe. Hann hafði fengið að velja milli Lísu og þessara þúsund, sem áttu allt sitt undir verksmiðj- unni. Velferð þúsund manna móti einnar. Og það hafði vitanlega haft áhrif, að það var Lísa, sem hafði verið upphafsmaðurinn að því að verksmiðjan yrði lögð niður. Hann yrði vitanlega að losna við Duncombe síðar ,en það yrði hægð- arleikur. Ef Lísa heltist úr lestinni var allt hitt smáræði. Lísa, ja. Hún var óþekkta stærðin 1 líkingunni, eina óútreiknanlega stærðin. Bara að hún væri nú heima. ÓVENJULEGT TÓMSTUNDA- STARF. - Kvikmyndadísirnar velja sér stundum ólíklegustu iðju til að dreifa huganum frá skylduverkinu í tómstundunum. Þessi hérna, sem er ítölsk cg heitir Rossana Podesta, ver t. d. frístundunum til að þýða fornfræðiritgerð úr ensku á ítölsku. Rossana liefur leikið í kvikmynd- um í Hollywcod en er fædd í Libyu, en þar var faðir hennar borgarstjóri. HATTAR Á LOKALEIKINN. — Þann 2. maí var enski „Cup finale“ — lokaleikur ensku knattspyrnunn- ar á Wembley Stadium í London. Annað liðið, sem keppti til úrslita heitir Luton Town, en þeir ganga líka undir nafninu „hattarnir“. Lið- ið mætti allt með stráhatta og að auki var þessi mikli stráhattur með í förinni. Það var heilt dagsverk að gera J>ennan hatt, eða álíka tíma og fer í að gera 18 venjulega hatta. Þau höfðu talað vinsamlega sam- an kvöldið áður. Brisson hafði beðið hana fyrirgefningar og gengið að kröfum hennar. Hins vegar hafði hún lofað að fljúga ekki til Reno fyrr en síðar undir dulnefni, til þess að forðast umtal í blöðunum. En hugsum okkur nú að henni hefði snúizt hugur. Það var ómögulegt að reiða sig á Lísu. Bara að hann væri nú viss um að hún væri heima. Annars mundi hann ekki sofna dúr í nótt. Ætti hann að hringja til hennar? Duncombe mundi ekki koma fyrr en eftir hálftíma, svo að hún mundi sofna aftur áður en hann kæmi. HANN tók símann og bað um samtalið. Nokkrar mínútur liðu, en Framh. á 14. síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.