Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
Peter ~Tcu>hmh4
4. híuti
Stríðshetja og stallarl
BIÐILL í ÚTLEGÐ.
Peter Townsend var í Bruxelles i
útlegð og hann varð að þola það og
mátti ekkert segja. Hann varð að
fela sig í hinni stóru borg.
Margaret prinsessa hafði lofað að
giftast honum þegar hún yrði 25
ára. En þessu mátti hann ekki
segja frá. Einhverntíma fórust hon-
um þannig orð, og það var hent á
lofti: Orðin verða að koma úr ann-
ari átt.
Fyrst í stað bar heldra fólkið
hann á höndum sér. Allir vildu
bjóða honum heim. En hann afréð
að koma aðeins í þau samkvæmi,
sem hann neyddist til að sækja
stöðu sinnar vegna. Bezt féll honum
í fámennum samkvæmum, með
mönnum sem hann þekkti vel.
Kokteildrykkjur var honum illa við.
Ef hann var tilneyddur að koma í
slik samkvæmi hélt hann sig jafn-
an úti í horni og talaði við sama
manninn. Líklega hefur sendiherr-
anum fundist hann vera lélegur
samkvæmismaður. Sir Christopher,
sem sjálfur er ógiftur, hafði gert
sér von um að maður sem hefði
verið svo lengi við hirðina væri til-
valinn samkvæmismaður. En það
brást. Peter vildi láta sem minnst
á sér bera.
Hann hefði getað sökkt sér niður
í vinnu, en staðan í Bruxelles gaf
ekki tilefni til þess. Belgía var vin-
veitt land og ástæðulaust að fara
á hnotskóg eftir hernaðarleyndar-
málum þar. Þetta var staða, sem
r
ekki þurfti nema þriðjunginn af
Peter Townsend til að gegna.
Nokkrum dögum eftir að hann
kom til Bruxelles var hann á dans-
leik sem sendiherran hélt. Hann var
þar fram yfir miðnætti en leit ekki
á nokkra af fallegu belgisku stúlk-
unum, sem þar voru. Hann var
reykjandi og skeggræðandi lengst
af kvöldinu. Hann var orðinn
hræddur um að byrjað væri að
pískra nafn hans í sambandi við
aðra konu, og margar gerðu tilraun
til að kynnast honum.
Þegar fólk sá að Townsend kærði
sig ekkert um að vera borinn á
höndunum fór heimboðsbréfunum
til hans að fækka. Hann fékk ráð-
rúm til að leggja niður fyrir sér
hvernig hann gæti best varið tím-
anum (í Belgíu.
Þegar Townsend fór frá London
hafði verið umtalað, að hann yrði
að heiman í eitt ár. En drottning-
unni, ekkjudrottningunni og öðrum
sýndist að Margaret væri enn stað-
ráðin í að Giftast Townsend. Og þá
varð að grípa til nýrra ráða.
í BRUXELLES.
Aðalvandinn hjá Townsend var
drepa tímann í útlegðinni. Fyrst af-
réð hann að læra frönsku og stund-
aði það nám iðinn í meira en ár,
enda talar hann nú ágætlega
frönsku. Hann hafði alltaf haft gam
an af hestum og nú fór hann að
æfa sig í torfæruhlaupi. Hann gekk
í „Etrier Belge“, sem er frægasta
hestamannafélag Belgíu.
Hann leigði sér góða íbúð með
húsgögnum í Avenue Louise fyrir
30 pund á mánuði. Stofu með tveim
ur svefnherbergjum og eldhúsi. Á
hillunni yfir arninum voru myndir
af sonum hans tveimur, Giles og
Hugo, og á skrifborðinu í horni þar
sem enginn gat séð hana nema
hann sjálfur, var mynd af Marga-
ret.
Hann lifði óbrotnu lífi og hafði
litið um sig. Mörgum fannst það ó-
þarft af honum að sneiða hjá öllu.
samkvæmislífi sendiráðsins. En það
var ekki vegna söguburðsins sem
hann sneyddi hjá fólki, hann hefur
aldrei verið mikið fvrir fjölmennið.
Þegar hann hafði verið í eitt ár
í Bruxelles var hann orðinn ágætur
reiðmaður og nú afréð hann að fara
að taka þátt í kappreiðum. Hann
keppti tvisvar til þrisvar í viku,
víðsvegar í Evrópu — París, Mad-
rid, Frankfurt, Wien, Osló, Milanó
og Zurich. Vann marga sigra árið
1955. Hann stundaði þessa íþrótt
með kostgæfni, eins og annað sem
hann tók sér fyrir hendur. Fór
snemma á fætur og æfði sig lijá
belgiska þjálfaranum Alfred Hart.
Hann gætti vel þyngdar sinnar
og hljóp oft um skógana í nágrenn-
inu til þess að létta sig undir veð-
reiðarnar.
Margaret prinsessa fór snemma
ársins 1955 til Vestur-Indía, og nú
vonuðu margir hennar nánustu að
lienni mundi snúast hugur að því
er Townsend snerti. Hún hafði
gaman af ferðinni og rækti allar
hinar opinberu skyldur sínar með
mikilli nákvæmni, en hún gleymdi
ekki Peter.
Þegar hún kom til London aftur
fékk Townsend hálfs mánaðar leyfi,
en var kyrr í Bruxelles. Um þær
mundir stóð þessi fyrirsögn í einu
saurblaðinu: „Bráðum tekur Marga-
ret ákvörðun".
Þetta nægði til þess að gistihús-
in í Bruxelles fylltust af blaða-
mönnum úr öllum áttum. Tpwns-
end sat heima í íbúð sinni eins og
fangi. Hann ráðfærði sig við prins-
sessuna og sendiherrann, sir Christo
pher Warner, og loks féllst hann
á að taka á móti blaðamönnunum.
— Mér þykir leitt að þurfa að
fela mig eins og þjófur á mínu eig-
in heimili, sagði hann.
Þegar hann var spurður hvort
hann ætlaði að giftast prinsessunni
svaraði hann:
— Þessu get ég ekki svarað, því
að það snertir fleiri en sjálfan mig.
Eg fór til Bruxelles vegna þess að
ástandið var orðið óþolandi fyrir
okkur bæði, sérstaklega fyrir hana.
KANSKE VONT SAMT?
Peter var léttur í lund þrátt fyr-
ir ailt. Konungsfjölskyldan hafði
gert það sem hægt var að gera:
Sent biðilinn í annað land, prins-
essan verið áminnt um ábyrgðina
sem hún hefði gagnvart hásætinu.
Erkibiskupinn af Kantaraborg hafði
sagt afdráttarlaust að kirkjunnar
þjónar gætu ekki gift prinsessuna
fráskildum manni. Sir Winston
Churchill hafði minnt hana á sorg-
arsöguna af hertoganum af Wind-
sor.
En hafi allir þessir menn haldið
að ein Vestur-Indíaferð nægði til
þess að prinsessunni snerist hugur,
þá urðu þeir fyrir vonbrigðum.
Townsend var þrátt fyrir allt
smeykur meðan hún var í ferðinni,
því að hann vissi að reynt mundi
að hafa áhrif á hana. Mundi hún
geta staðist það?
Hann hefði ekki þurft að kvíða
neinu. Undir eins og Margaret var
komin heim í Clarence House
hringdi hún til Bruxelles til að tala
við Townsend. Hún var enn stað-
ráðin í að giftast honum.
Vorið og sumarið var Townsend
enn allur í störfum sínum og veð-
reiðum. Hann var sannfærður um
að hinni löngu bið mundi ljúka
með fögnuði.
Um þessar mundir fékk hann
mörg hótunarbréf. Þau voru send
áfram til belgíska hermálaráðherr-
ans. Belgíska lögreglan hélt að bréf-
in væru af pólitískum rótum runn-
in, og Peter fékk vopnaðan lífvörð
frá belgísku öryggislögreglunni.
Lífvörðurinn, Michel, var aldrei
skammbyssulaus. Hann var allsstað-
ar með Townsend — líka á kapp-
reiðunum. Fyrir utan íbúðina í
STÆRST f HEIMI. — Þessi 5-blaða skipsskrúfa, 7.5 metrar í þvermál, var nýlega steypt í Le
Havre i Frakklandi. Hún vegur 45 lestir og á að fara í 72.000 lesta tankskip, sem verið er að
smíða í Dunkerque.