Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 15
FÁLKINN
15
En hún var ekki viðstödd þessa
samfundi.
Hvernig var viðhorf ekkjudrottn-
ingarinnar til þessa hjónabands?
Hún var á móti því, og við dóttur
sína hélt hún fram þeim rökum,
að konungurinn, faðir hennar
mundi lika hafa verið á móti því.
Ekkjudrottningin átti bágt með að
halda þessari skoðun fram. Henni
þótti vænt um Townsend og hún
vissi um hug hins látna konungs
í hans garð. En hún gerði sér grein
fyrir skyldum þeim, sem hvíldu
á Margaret. Hún var enn einbeitt-
ari í máiinu en Elizabeth.
Townsend fór úr húsinu sama
kvöldið, út um sömu bakdyrnar.
En þetta var síðasta skiftið sem
hann notaði þjónadyrnar. Síðar kom
hann alltaf garðmegin eða ók gegn-
um aðalhliðið. Hann fór ekki í fel-
ur með neitt.
SAMVERA UM HELGI.
Síðdegis á föstudag fóru prinsess-
an og Townsend til Allanbay Park
til að vera gestir Wills majórs og
frúar hans um helgina. Um leið var
gefin út tilkynning frá Buckingham
Palace, þess efhis að „þess væri
vænst að blöð og almenningur láti
einkalíf hennar konunglegu tignar
prinsessunnar í friði“.
En það var fánýt von. Sumir
túlkuðu tilkynninguna þannig, að
nú væri ekki annað eftir en ganga
frá ýmsum formsatriðum áður en
Margaret og Townsend yrðu pússuð
saman.
Laugardagurinn í Allanbay Park
leið tíðindalaust. Townsend kom
á hestbak fyrir morgunverð, og fyr-
ir hádegið löbbuðu hjónaleysin um
garðinn, en í sama garði höfðu
drottningin og Philip oft gengið
meðan þau voru í tilhugalífinu.
Eftir nón lék Margaret á píanó
en Peter sat í hægindastól og hlust-
aði á. Ekkert tækifæri gafst til að
tala alvarlega saman þann daginn.
En Margaret var ánægð með að fá
að vera heilan dag í friði og ró
með Townsend.
En daginn eftir færðist raun-
veran nær. Prinsessan og frú Wills
óku til konunglegu kapellunnar í
Windsor til að vera við messu. Og
á eftir talaði hún hálftíma við
móður sína.
Það mun hafa verið eftir mið-
degisverðinn þá um kvöldið, sem
prinsessan og Townsend fóru að
tala nánar saman um framtíð sína.
Gátu þau haldið fast við áform sitt
um að giftast, þrátt fyrir andstöðu
kirkjunnar og stjórnmálamann-
anna? Efinn fór að skjóta upp koll-
inum hjá þeim báðum. En það var
prinsessan sem átti að ráða. Ef hún
óskaði að giftast — eins og hún
hafði marg endurtekið síðustu tvö
árin — þá yrði hann hamingju-
samur maður. En var ást þeirra
nógu sterk til að sigrast á öllum
hindrunum?
Málið var óútrætt er þau fóru
í háttinn um kvöldið. Og morgun-
inn eftir íóru þau til London.
Næstu dagana voru þau sífellt i
ýmiskonar miðdegisveizlum, sem
nánir vinir prinsessunnar héldu. En
þau samkvæmi voru þess eðlis, að
hirðin hefði talið þau fyrirmynd.
Hvers vegna bauð ekkjudrottning-
in ekki í veizlu í Clarence House?
Snæbjörn galti...
Framh. af bls. 2.
eða tortíma sjálfum sér, velur hann
síðari kostinn, og vegur í brjálæði
konuna.
Snæbjörn reið við 12. mann eftir
þeim Hallbirni. Hann náði þeim
við Hallbjarnarvörður,’og þar börð-
ust þeir. Hallbjörn og hans menn
höfðu fellda 3 menn af Snæbirni,
áður Snæbjörn hjó fót af Hallbirni
í ristarlið. Eftir það vó Hallbjörn
2 menn af Snæbirni, áður en hann
féll, slíkur garpur var hann.
Ekki sézt, að nokkur hefnd eða
málatilbúnaður hafi orðið eftir víg
Hallbjarnar, enda hafði harm ekki
aðeins vegið sér til óhelgi, heldur
og unnið slíkt níðingsverk, að því
var ekki bót mælandi.
Að Snæbjörn siglir ókvæntur
þetta sumar, líklega 978, til að
nema Gunnbjarnarsker, bendir það
ekki til þess, að förin hafi verið
ráðin meðan konuefnið var á lífi?
Skipshöfnin hlýtur að hafa verið
ráðin um veturinn. Og sú skipan
varð auðvitað ekki rofin nema með
samþykki skipverja.
Sigurjón giskar á, að ástæðan
fyrir því, að Snæbjörn seldi skip
sitt hálft Hrólfi rauðsenska kynni
að hafa verið sú, að Eiríkur rauði,
sem þá var í kröggum, hafi ekki
getað staðið í skilum við Snæbjörn.
En skip Snæbjörns stóð uppi í
Grímsárósi.
Þeir voru tólf hvorir, og í liði
Hrólfs var Styrbjörn, er þetta kvað
til Hrólfs eftir draum sinn, eflaust
eins og Sigurjón lætur vera, á leið-
inni til Gunnbjarnarskerja:
Bana sé ég okkarn
beggja tveggja
allt ömurlegt
útnorður í haf,
frost og kulda
* feikn hverskonar,
veit ég af slíku
Snæbjörn veginn.
Það virðist ekki efamál, að þeir
hafi siglt út af ísafirði og þá hina
gamalkunnu stefnu þaðan til Gunn-
bjarnarskerja, í norðvestur, og tek-
ið land þar í Grænlandsóbyggðum,
HÆSTA SKRIFSTOFUHÚS í LON-
DON. — London er um þessar
mundir að eignast hæsta skrifstofu-
liús í Stóra-Bretlandi. Það stendur
í MiIIbank í miðri borginni og verð-
ur 113 mctrar, eða 31 liæð. Fyrir-
myndin sem sýnd er hér sýnir
livernig húsið muni líta út þegar
það verður fullgcrt. Sænskt fyrir-
tæki hefur ’tekið að sér að sjá um
allan loftrásarhúnað í stórhýsinu.
sem þeir fyrst og greiðast gátu
landi náð, en það var í firðinum
Öllumlengri, rétt norðan við 70°
norður breiddar. Þar lætur og Sig-
urjón þá lenda, og kanna þennan
feiknamikla fjörð eða fjarðasam-
stæðu, með grænum og grasi vöxn-
um grundum og hlíðum, skógar-
kjörrum og lyngbreiðum, með sæg
af óstyggðum veiðidýrum á landi
og í sjó í þeirri stuttu en yndælu
sumarblíðu, sem þarna er jafnan.
Og þarna nemur Snæbjörn land.
En svo kom veturinn og dómur
skapanornanna og hefir Landnáma
þessi orð um það:
„Þeir gerðu skála, og lagði hann
í fönn. Þorkell son Rauðs (Stafhylt-
ings) fann, að vatn var á forki, er
stóð út um skálaglugg; það var um
gói; þá grófu þeir sig út. Snæbjörn
gerði að skipi, en þau Þóroddur
voru að skála af hans hendi, en
þeir Styrbjörn af Hrólfs hendi; aðr-
ir fóru að veiðum. Styrbjörn vó
Þórodd, en Hrólfur og þeir báðir
Snæbjörn. Rauðssynir svörðu eiða
og allir aðrir til lífs sér. Þeir tóku
Hálogland, og fóru þaðan til íslands
Vaðil. Þorkell trefill gat sem farið
hafði fyrir Rauðssonum. Hrólfur
gerði virki á Strandarheiði .... “.
Svo segir af hefndum eftir þá Snæ-
björn.
Er þetta nú nokkuð annað en
smávægilegt atvik í íslandssögunni,
líkt og Kolbeinseyjarför Hvann-
dalabræðra? Það atvik var ekki
stórfeldara en svo, að það gat hrifið
hugi íslenzkra manna. Því er það
orðið frægt.
En afrek Snæbjarnar galta var
svo stórfelt, að það er enn í dag
óvirkileiki í hugum flestra íslend-
inga. Flestum íslendingum er enn
í dag ofviða að skynja það, að þeir
hafi eitt sinn verið öndvegisþjóð
í framvindu veraldarsögunnar.
Þessi tregða er, eins og andstaðan
gegn Grænlandsmálinu nú, andlega
séð náskyld því, sem gerist, þegar
hundi er gefin heil kaka.
Fram til þess tíma, að Snæbjörn
galti fann Grænland, — og fann þar
með Vesturheim, — hafði Vestur-
heimur verið hulin sjón og vitund
allra hvítra manna og alls hins
gamla menningarheims. Um hundr-
uð og máske þúsundir ára fyrir
komu Svavars hins sænska hingað
hafði ísland verið þekkt meðal
þjóða í Norðurálfu, og sömuleiðis
hafísröndin fyrir vestan það, og
fregnir af þessu enda borizt suður
að Miðjarðarhafi. Hvað aftraði
mönnum frá því að fika sig áfram
og kanna lengra vestur? Ekki það,
að ísland var í þeirra augum ó-
byggilegt, heldur var það hafísinn,
sem lokaði öllum leiðum. Nú var
þetta fortjald og þessi óyfirstígan-
lega múrgirðing rofin. Hinn vest-
ræni heimur, að vísu kaldranaleg-
ur og tröllslegur á þessum stað,
norðan við 70° nbr., hafði nú í
fyrsta sinn birzt fyrir augum Norð-
urálfumanns. Þótt Snæbjörn galti
félli frá, lá leiðin þó opin fyrir öðr-
um, til að kanna hið vestræna
hnattsvæði til suðurs og vesturs,
þar sem von var meiri veðurblíðu
og meiri gróðurs.
Það stóð heldur ekki á því, að
þetta væri gert. Fregnir þær, sem
skipsfélagar Snæbjarnar fluttu um
gnægð dýrmætústu konungsger-
sema þeirra tíma í nýfundna land-
inu, urðu til þess, að þegar fátækur
atorkumaður, fæddur hér, Eiríkur
rauði, sem var tengdur Snæbirni
galta, varð fjörbaugsmaður á Þórs-
nesþingi 982, gripu höfðingjar við
Breiðafjörð tækifærið, skutu undir
þennan öreiga skipi og réðu honum
skipshöfn, og sendu hann til að
kanna hið nýja land til suðurs og
vesturs, til að vita, hvort þar væri
ekki byggjandi. Eiríkur kannaði
vesturströnd Grænlands norður að
Snæfelli, en Snæfell er jökull sá
hinn mikli, er gengur ofan í Mel-
villeflóann. Árið 983 tók Eiríkur
sér land í Brattahlíð í Eiríksfirði,
og það ár var fyrsti bændabærinn
reistur á Grænlandi. En sumarið
986 var Grænland numið af íslenzk-
um landnámsflota undir sameigin-
legri stjórn. Og þetta sama sumar,
986, fann Bjarni Herjólfsson megin-
land Ameríku.
Það siglingasamband, sem þannig
var stofnað af íslendingum milli
Norður-Evrópu um Grænland við
Vesturheim, hélst, svo sannað verði,
óslitið fram til 1500, en líklega ör-
lítið fram á 16. öld. Þekking á ís-
lenzku Vínlandsleiðinni barst suður
um Evrópu og hún var, svo sannað
verði, sigld af Suður-Evrópumönn-
um nokkuð fram á 16. öld. Þekk-
ing á löndum þeim, sem íslending-
ar höfðu fundið fyrir vestan At-
lantshafið, og urðu, svo sannaS
verði, kunn í Vestur- og Suður-Ev-
rópu, og haldin voru vera austur-
strönd Asíu, ásamt þekkingunni á
íslenzku Vínlandsleiðinni, olli því,
að farið var að leita Asíu í vestur.
Árið 1980 verður klukkum hringt
um gjörvallan heim, því þá verða
full þúsund ár liðin frá því, að
Snæbjörn galti vann hið heimssögu-
lega afrek sitt.
En þá vakna þessar spurningar:
1. Höfum vér íslendingar sýnt
minningu Snæbjarnar galta til-
hlýðilegan sóma?
2. Höfum vér um undanfarnar 10
aldir „gengið til góðs götuna fram
eftir veg“?
Jón Dúason.
Skemmtistaiðir...
Framh. af bls. 3.
verið nefndur enn og er það Silfur-
tunglið. Þar er dansað til kl. 11,30
flest kvöld vikunnar þó ekki séu
þar vínveitingar eins og í öðrum
húsum, sem loka kl. 11,30 og síðan
eru þar dansleikir um helgar.
Silfurtunglið réði fyrir stuttu
til sín hljómsveit sem bet hið
skemmtilega nafn „5 í fullu fjöri“.
Hljómsveitin er skipuð ungum pilt-
um, sem allir eru efni í góða hljóð-
færaleikara er fram líða stundir.
Æskan sækir Silfurtunglið og lík-
ar vel músík hinna ungu hljóm-
sveitarmanna, því þarna er fullt út
úr dyrum á hverju kvöldi.
Það er sagt að veitingahús séu
fleiri í Reykjavík miðað við höfða-
tölu íbúa borgarinnar heldur en í
borgum af sömu stærð erlendis. Við
þetta skapast hörð samkeppni með-
al húsanna, sem m. a. sýnir það, að
sum þeirra verða að leggja niður
seglin yfir sumarmánuðina — en
hin sem starfa, leggja sig í æ ríkari
mæli eftir því að þóknast viðskipta-
vinunum í stóru sem smáu, eins og
vera ber. Hefur þar komið á móti
betri umgengni veitingahúsagesta.
Veitingahúsamenningin, sem alltof
lítið hefur farið fyrir hér á landi
virkar nefnilega á báða bóga þá
loks hún er komin á rekspöl.
essg.