Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 2
2
FÁLKINN
Dr. Jón Dúason:
Sagan um Snæbjörn galta
„Þess er getið,“ segir í Víga-
Glúms, sögu, „at Halldóra, kona
Glúms kvaddi konur með sér, —
„ok skulum vér binda sár þeirra
manna er lífsvænir eru, ór hvárra
liði sem eru“.
Þetta var norður í Eyjafirði fyrir
bardagann á Hrísateigi árið 983.
Þetta er, að því mér sé kunnugt
í fyrsta sinn í veraldarsögunni, að
sú hugsun kemur fram í orði og
framkvæmdaverki, að gera öllum
vinum sem óvinum, jafnt undir
höfði, og rétta þeim öllum sömu
líknarhönd.
Þjóð vor frægir konur fyrir að
gera skála um þvera þjóðbraut og
annað það sem innan vors hugar-
heims og Skilnings er. En hin heims-
sögulega hugsun og drýgð dáð
Halldóru Gunnsteinsdóttur liggur
utan þeirra takmarka vors og skiln-
ings, og því af engum í heiðri höfð.
Þess vegna mun heldur ekki þurfa
að gera því skóna, að hinar rögg-
sömu konur íslands, sem enn telja
sér sóma að heita dætur feðra sinna,
heiðri 10 alda minningu Halldóru
Gunnsteinsdóttur með opnun ,kaffi-
stofu' árið 1983.
Svona er og um hið heimssögu-
lega afrek Snæbjarnar galta. Það
virðist vera handan við hugarheim
og skilning þjóðar vorrar. Landa-
fundur Snæbjarnar galta gerðist
laust fyrir 980, en sú drýgða dáð
hefir um næstum því fullar 10 aldir
af þjóð vorri verið einskis metið.
Og nú er það enda orðið efst á
baugi með þjóð vorri, að grafa í
gleymsku og dá og afneita öllu því
í fortíð hennar, sem mestu máli
skiftir og varðar lífsrétt hennar,
gagn hennar og sóma. Gengur út-
gáfunefnd skólabóka og kennara-
stétt landsins á undan öðrum í þess-
um háskalega og viðbjóðslega ó-
sóma.
í fullkominni andstöðu við þetta
auma volæði og andlegu eyðimörk
er hin glæsilega skáldsaga Sigur-
jóns Jónssonar: Snæbjörn galti, sem
Menningarsjóður hefur gefið út.
Það er sannarlega bæði fróðleg
og fögur og sönn mynd, sem Sigur-
jón bregður þar upp af lífi því, sem
lifað var hér á landi á síðasta þriðj-
ungi 10. aldar. Kristnin, viðkynning
við menning vestrænna þjóða, og
síðast en ekki síst skynsamleg eigin
ígrundun íslendinga sjálfra er búin
að sníða verstu vankantana af hinni
norrænu heiðni en sjálf er hin vest-
ræna kristni,, sem hingað fluttist
með landnámsmönnum frá Bret-
landseyjum, alveg i andarslitrun-
um. Afkomendur hinna kristnu
landnámsmanna eru orðnir heiðnir.
En sú heiðni, sem nú ríkir á íslandi,
er orðin sérstök íslenzk trúarbrögð,
frábrugðin heiðninni á Norðurlönd-
um. Drengskapurinn og manngild-
ishugsjónir heiðninnar lifa og blóm-
gvast, en kreddur hennar og bág-
byljur eru roknar út í veður og
vind.
Eitt af vígjum hinnar vestrænu
kristni var á Akranesi og Sigurjón
lætur það ekki vera alveg fallið,
sem það og eigi heldur var. Þar
kynnir Sigurjón okkur fyrir Ásólfi
alskikk, sem lifði meinlætalífi og
engu hafði gleymt og kallaði kofann
sinn stein. Þar er brugðið upp mynd
af „Guðmundi kristna", er sýndi
kristna trú sína í því, að hirða sig
ekki, og „signdi sig skítugri hendi“.
Uppi í Reykholtsdal var enn á lífi
ein dóttir Þormóðs hins írska, land-
námsmanns á Akranesi, Kjalvör
móðir Snæbjarnar galta, að vísu
var hún búin að gleyma mörgu og
afrækja margt, en samt styrk í
trúnni. Kristin vildi hún vera.
Þótt Ásólfur alskikk sæti á Innra-
Hólmi og væri af öllum vel virtur,
var það þó ekki kristnin, sem réði
ríkjum þar. Og engu er það líklegra
en Sigurjón hafi sjálfur setið þar
í veizlunni góðu þegar þeir Hólm-
Starri og Illugi Hrólfsson á Hofs-
stöðum í Reykholtsdal höfðu konu-
kaupin, er leiddu til þess, að Sig-
ríður, kona Illuga, hengdi sig í hof-
inu á Hofstöðum. Á Innra-Hólmi
kynnumst við og fyrst Grönju Gren-
jaðardóttur, leysings í Jörundar-
holti, er að eigin sögn var „frjáls
kona“ og „gifti sig sjálf“, þegar
henni sýndist. Þetta er persóna, sem
Sigurjón hefur búið til, og svo er
og um ekkjuna á Ströndum, sem
Sigurjón lætur Styrbjörn komast í
kynni við. Annars eru persónur sög-
unnar nær allar sannsögulegar. Og
frásögnin er ýmist alveg sannsögu-
leg og það enda með eigin orðum
heimildanna, eða svo sennileg, að
svona virðist þetta hljóta að hafa
verið. Þetta er sönn saga í skáldleg-
um búningi.
Af litlum neista getur kviknað
mikið bál, og af hversdagslegum
atburðum geta orðið heimssöguleg-
ar afleiðingar. Svo var um upphaf
þessarar sögu, ástaræfintýri, sem
fyrir nærri 10 öldum síðan gerðist
í Reykholtsdalnum en breyttist í
ástarharmleik.
Á Breiðabólsstað sat goðinn og
stórhöfðinginn Tungu-Oddur. Á
Kjalvararstöðum hinu megin í daln-
um bjó Kjalvör móðursystir Odds,
en ekkja Hólmsteins, sonar Snæ-
bjarnar landnámsmanns, bróður
Helga magra. Snæbjörn galti, son-
ur Hólmsteins og Kjalvarar, var
fóstraður með Þóroddi í Þingnesi,
en stundum var hann með Tungu-
Oddi eða með Kjalvöru móður
sinni. Lesa má það milli línanna í
Landnámu, að þau Snæbjörn galti
og Hallgerður Tungu-Oddsdóttir,
„hin fegursta kona einhver, sem ís-
land hefur alið“, muni hafa verið
leiksystkyn og að með þeim hafi
frá öndverðu verið vinátta auk
góðrar frændsemi, sem svo, er þau
náðu þroska, breyttist í heita og
sterka ást.
Snæbjörn virðist hafa verið hinn
garplegasti maður svo sem hann
átti kyn til. Að ættgöfgi og mann-
kostum virðist hafa verið jafnræði
milli Snæbjarnar og Hallgerðar, en
ekki að mannaforræði, og tæpast
að fé. En þetta síðara atriði þótti
ekki eins mikilvægt í fornöld sem
síðar varð. Engri konu þótti þá
sæmd í því að vera gefin til fjár, og
aðstandendum hennar ekki heldur.
í vegi fyrir því, að Snæbjörn fengi
Hallgerðar, virðist aðeins hafa.stað-
ið það tvennt, að Tungu-Oddur,
sem margt var búinn að reyna um
dagana og orðinn var gamall, vildi
með gjaforði þessarar fögru dóttur
sinnar tengjast ættum með miklum
mannaforráðum, og að móðir Snæ-
bjarnar hafi lagst á móti ráðahagn-
um, af því að kristinnréttur bann-
aði að byggja svo náið að frænd-
semi. En hvort sem nú heiðinn ís-
lenzkur goði lagði mikið eða lítið
upp úr kristinnrétti eða öðrum
kristnum bágbyljum, kom Tungu-
Oddi þetta þó vel. — Svo bað Odd-
ur Hallkelsson á Kiðjabergi, frændi
Gizurar hvíta og Geirs goða í Hlíð,
Hallgerðar til handa Hallbirni syni
sínum. Og „með því, að mannleg
vizka í mörgu náir skammt", var
hún honum föstnuð.
En áður þessar festar færu fram
lætur Sigurjón Hallgerði hafa feng-
ið vitneskju um, hvað í bígerð
væri, og knúið Snæbjörn galta
til að heita sér þvi, að nema hana
á brott og sigla með hana til Gunn-
bjarnarskerja og nema þar land.
Til þessara heitorða hafði Snæbjörn
verið tregur, enda verkið ekki gott
og við því lá skóggangssök. Þau
gerðu ráð fyrir því, að undir þess-
um dröngum, sem sáust upp úr
sjónum, yzt í sjóndeildarhringnum,
hlytu að vera grænar hlíðar og
undirlendi, svo þar væri byggjandi.
En þessi ráðagerð varð ekki fram-
kvæmd undir veturinn, heldur varð
að bíða næsta vors eða sumars.
Framvinda sögunnar bendir til, að
þessi tilgáta Sigurjóns sé rétt.
Brúðkaup Hallgerðar og Hall-
Breytt verö
Lausasöluverð Fálkans hœkk-
ar um tvœr krónur frá og með
þessu blaði og verður því fram-
vegis kr. 7.00.
Frá og meö nœstu mánaða-
mótum hækkar mánaðaráskrift
blaðsins upp í kr. 25.00.
Til þessarar hœkkunar hefur
orðið að grípa, þar sem útgáfu-
kostnaður við blaðið hefur
hækkað allmikið, en útsöluverð
blaðsins staðið í stað um árabil.
Vœntir blaðið þess, að þessum
breytingum verði tekið af skiln-
ingi af hinum fjölmörgu, 'traustu
lesendum blaðsins, hvar sem
þeir eru á landinu.
björns stóð að Breiðabólsstað um
haustið. Eflaust voru það ráð Hall-
gerðar, að þau Hallbjörn voru með
Tungu-Oddi hinn fyrsta vetur. „Ó-
ástúðlegt var með þeim hjónum“.
Og viðleitni Tungu-Oddskom til að
bæta um með þeim kom fyrir ekki.
Að fardögum bjóst Hallbjörn á
brott. Birtist þá ástandið eins og
það var í fáum orðum Landnámu.
I stað þess að vera heima og kveðja
síðustu dótturina sína og óska henni
heilla, er hún riði úr hlaði, gékk
stórhöfðinginn Tungu-Oddur til
laugar í Reykholt", „því að hann
grunaði, hvort Hallgerður mundi
fara vilja með honum“, þ. e. Hall-
birni. Sýnist þetta ekki stórmann-
legt af Oddi, þó má minnast þess,
að hann var þá mjög við aldur, og
lifði ekki mjög lengi eftir þetta.
Fáir virðast þá hafa verið heima
á bænum, og enginn mannsöfnuður
til að kveðja ungu hjónin. Hallbirni
virðist beinlínis ætlað að laumast
burtu eins og rakki. „Þá er Hall-
björn hafði lagt á hesta þeirra,“
segir Landnáma, „gekk hann til
dyngju, og sat Hallgerður á palli
og kembdi sér; hárið féll um hana
alla og niður á gólfið; hún hefur
kvenna bezt verið hærð á íslandi
með Hallgerði langbrók. Hallbjörn
bað hana upp standa og fara; hún
sat og þagði, þá tók hann til henn-
ar og lyftist hún ekki; þrisvar fór
svo; Hallbjörn nam staðar fyrir
henni og kvað“ (ágætlega kveðna
vísu, sem enn er til og er prentuð
í Landnámu). „Eftir það snaraði
hann hárið of hönd sér og vildi
kippa henni af pallinum, en hún
sat og veikst ekki. Eftir það brá
hann sverði og hjó af henni höfuð-
ið; gekk þá út og reið í brott: Þeir
I þessum orðum felst nokkur
lýsing á Hallgerði. Gagnvart henni
er garpurinn Hallbjörn ekki kven-
sterkur. Engum hefur hugkvæmst,
að Hallbjörn myndi vinna það níð-
ingsverk, að bera vopn á konu sína.
Það er ein ástæðanna fyrir því, að
enginn vígra karla virðist vera
heima á bænum og Snæbjörn með
ráði Hallgerðar var yfir á Kjalvar-
arstöðum. En þegar nú Hallbjörn,
blindaður af vonlausri ást og af-
brýðisemi, sér fram á tvenna kosti:
að hljóta háð og spott allsherjar
Ti*iilofunarliriiigir
Ijósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. —
Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur,
plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál.
Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina, Eterna.
Laugavegi 50. — Reykjavík.
Framh. á bls. 15.