Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.08.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN Avenue Louise var lögregluþjónn í einkennisbúningi á verði dag og nótt. Allir voru rannsakaðir, sem vildu komast inn í húsið. Um miðjan ágúst stóð víða í blöð- unum að 21. ágúst væri „dagurinn sem Margaret prinsessa getur gifst hverjum sem hún vill". En sá dag- ur varð án tíðinda — konungsfjöl- skyldan var á Balmoral og Towns- end í Bruxelles með drehgina sína. ÁLIT ÞEHtRA FRÓÐU. Snemma í september flaug Townsend til London til að sitja fund flugmálafulltrúa í Evrópu. Ekki hitti hann Margaret í þeirri ferð — hún var á Balmoral. En þau töluðu oft saman í síma og kom saman um að sjást í London í októ- ber; þá á.tti Townsend að fá frí. • Laugardag í október fór sir An- thony Eden, sem þá var orðinn for- sætisráðherra til Balmoral ásamt konu sinni til að heimsækja drottn- inguna. Hann hafði átt að fara þessa ferð fyrr, en tafist vegna veikinda. Heimsókn sir Anthonys var þýð- ingarmikil. Drottningin vissi að systir hennar var staðráðin í að giftast Townsend. Hún ræddi málið við Eden undir f jögur augu og síð- degis talaði Eden við Margaret. Sir Anthony gerði henni grein fyrir afstöðu stjórnarinnar. Það var alveg rétt að samkvæmt lögum um hjúskap hinna konunglegu gat Margaret skrifað „Privy Council" bréf og tilkynnt að hún ætlaði að giftast Townsend, og ef þingið hefði ekkert út á það að setja næsta árið á eftir gat brúðkaupið farið fram. En ef prinsessan óskaði að halda hinum konunglegu réttind- um sínum, mundi stjórnin beita sér gegn ráðahagnum. Lögfræðingarnir höfðu komizt að þessari niðurstöðu: Ef pxinsessan afsalaði sér erfðaréttindum mundi þingið missa rétt sinn til að mót- mæla hjónabandinu, því að þá var um venjulegt hjónaband borgara- legra persóna að ræða. Hér má gera samanburð á því, sem gerðist þegar Edward VIII af- salaði sér ríki. Þá sagði Stanley Baldwin í ræðu, er hann hafði til- kynnt að konungurinn ætlaði að segja af sér: — Það væri rangt að beita ákvæðum laganna um kon- ungleg hjónabönd gegn hans hátign og afkomendum hans, því að hann hefur afsalað sér og þeim öllum rétti til ríkiserfða. Ef Margaret prinsessa vildi giftast Townsend, sagði sir Anthony, yrði ekki hjá því komist að láta þingið samþykkja lög með þessum ákvæð- um: Margaret prinsessa verði svift öllum rétti til ríkiserfða. Hún yrði að afsala sér réttinum til að vera ráðgefandi í ríkisstjórninni, en það er skylda sem hvílir á konungsætt- inni í forföllum konungs eða ríkj- andi drottningar. Hún verði að afsala sér þeim 6000 pundum, sem hún fær í lífeyri og þeim 15.000 pundum, sem hún ella mundi fá ef hún giftist. Eden taldi ennfremur að ef Mar- garet og Townsend giftust, væri ó- hentugt að þau búsettu sig í Eng- lándi, að minnsta kosti fyrst í stað. En ekki fór hann fram á að hjónin lifðu í æfilangri útlegð eins og her- toginn af Windsor. HRÆÐILEGUR ANDSTÆÐINGUR Það var fleira sem sir Anthony þurfti að segja um þetta hjónaband. Hann taldi það einnig skyldu sína að benda á að þetta hjónaband bakaði konungsfjölskyldunni óbæt- anlegan álitshnekki. Og í því fékk hann stuðning markgreifans af Sal- isbury, formanns „Privy Council" og forseta lávarðardeildarinnar. Það er fullyrt að Salisbury hafi haft í hótunum við forsætisráðherr- ann og sagt, að ef prinsessan gerði alvöru úr að giftast Townsend og afsala sér öllum réttindum, mundi hann fara úr stjórninni. Hann sagði, að það að biðja þingið að samþykkja fyrrnefnd lög væri verknaður, sem drottningin sem yfirmaður kirkj- unnar gæti ekki látið sér sæma, og sem kirkjan sjálf gæti ekki fallist á. Þessi rök voru í samræmi við skoðanir Salisburys sjálfs og margra ráðandi manna. Salisburyættin hef- ur verið í þjónustu konungs öldum saman. Það var þungt áfall fyrir Margaret að verða fyrir jafn ein- beittri andstöðu manns, „sem hafði 450 ára reynslu að baki sér". För- feður hans höfðu sent Mariu Stuart á höggstokkinn. Eden hefur vafalaust lagt mikla áherzlu á ummæli Salisburys. Hann gat ekki látið hótun hans um að segja sig úr stjórninni, eins og vind um eyrun þjóta. Ef Salisbury taldi það goðgá að biðja þingið um að finna úrræði til þess að prinsessan gæti gifst fráskildum manni, þóttist Eden viss um að hann mundi standa við orð sín ef þingið gerði þetta. Var þetta ekki full mikil áhætta fyrir hina- nýmynduðu stjórn Ed- ens? — Hins vegar kom það á dag- inn, að þegar Salisbury fór úr stjórninni nokkru síðar, af öðrum ástæðum, olli það eki neinum trufl- unum í stjórnmálunum. SAMFUNDIR UNDIRBÚNIR. Þegar Margaret hafði jafnað sig eftir áfalið sem hún fékk vegna andstöðu Edens og Salisburys, var hún enn staðráðnari en áður í því að giftast Townsend. Hún var hug- uð. Þann 12. október hélt hún heim- leiðis til London frá Balmoral. Og sama daginn hélt Townsend til London frá Bruxelles. Prinsessan fór beint til Clarence House en Townsend settist að í íbúð markgreifans af Abergavenny í London. Sú íbúð, sem er við Lowndes Square er aðallega notuð af bróður markgreifans. Rupert Nevill lávarði. Rupert lávarður er vinur konungsfjölskyldunnar og Townsends, og hafði verið á Bal- moral nokkrum dögum áður og boðist til að hýsa Townsend meðan hann væri í London. Townsend er skírnarvottur að dóttur Ruperts. Ýmsir aðrir vinir konungsf jölskyld- unnar voru einnig boðnir og búnir til að skjóta skjólshúsi yfir elsk- endurna meðan þau væru að taka ákvörðun um vandamál sitt. Um þessar mundir þótti enginn vafi leika á því hvernig fara mundi. Townsend var með ánægjubros á vörunum er hann kom á Lowndes Square. Og prinsessan var eitt bros er hún ók heim að Clarence House. En þetta var aðeins byrjunin á nítján kreppudögum. Það sem hafði Framh. á 14. síðu. ^22r annáíum WI. Uppruni Gizurar Einarssonar biskups Á Vestfjörðum á Vatnsfirði höfðu eignar aðsetur og höfuðból með miklum aðlútandi eignum, görðum og gózi, þau höfðinglegu mektar- hjón Þorleifur Einarsson og hans hustrú, komin af kynstórum norsk- um göfugra manna ættum, sem ætt- artölurnar útvísa. Þessi fyrrnefnd hjón áttu tvo syni: Björn og Einar, þar til eina dóttur. (NB. Synirnir voru þrír, og hét einn Árni, og dæt- urnar 3: Sólveig, Helga og Guðný). Á meðalskeiði sinnar æf i sigldi sagð- ur Þorleifur burt af íslandi; hann andaðist að sögn og skrifi gamalla manna, utanlands, svo hann kom ekki til íslands aptur, heldur féll í stríði. í fyrstu arfaskiptum þeirra bræðra, Björns og Einars Þorleifs- sona, hélt Einar Vatnsfjörð fyrir setugarð eptir móður sína, hustrú Kristínu Björnsdóttur, sú þar hafði langa tíma staðar hald og hefðar ráð. Þessi jonkæri Einar, almenni- lega svo nafnkenndur, andaðist ó- giptur, sumir skrifa utanlands, og hafi átt að vera hirðstjóri; sumir skrifa hann hafi drukknað með sveinum sínum drukknum: hann hafi ætlað á skipi frá Vatnsfirði og til Melgraseyrar, en með því það er óvíst vil ég ekkert um skrifa. Þessi jonkæri Einar lét eptir sig laungetna dóttur, sú hét Þuríður Einarsdóttir. — Læt ég nú um stund hjá líða fleira um hana að ræða, meðan ég segi nokkuð frá þeim öðrum bróður hins andaða, sá er Björn hét. Björn Þorleifs". /n fór af landi til meiri frama og .rægðar, hann þén- aði um nokkra tíma þeim kóngi er þá var í Noregi með IV sveina, og af stórri gunst og gengi og mikjlli mannprýði, sem honum var lánað, þá var hann kónginum þekkur, svo hann varð dubbaður riddari; gaf honum hjálm og skjöld, fyrir eitt vopen svartan björn í gulum feldi (NB. Það var „hvítur björn í blá- um feldi), gaf honum þar uppá eitt fríheits bréf, sem vara skyldi yfir honum og hans eptirkomandi ætt- mönnum æfinlega; það bréf finnst hjá þeim bræðrum Magnússonum og Ragnheiðar heitinnar Eggertsdótt- ur, hvert ég séð og lesið hefi hjá Jóni heitnum Magnússyni eldra (sýslumanni í Dalasýslu); þetta frí- heitsbréf er með k. M. hángandi innsigli. Eptir það Björn hafði nokk- ur ár dvalið, tók hann blítt orlof af kóngi og sigldi hingað aptur til landsins, og settist að þeim stóru eignum er hann hlotið hafði eptir sína foreldra og systkin, hélt fyrir einn hofgarð Vatnsfjörð, og annan Reykhóla, hverjum hann með harð- fengi náði, og sat þar tíðum með sinni eignarkvinnu, hustrú Ólöfu Loptsdóttur. Hennar faðir var kall- aður Loptur hinn ríki, átti mjög mikið jarðargóz hér á íslandi, reið jafnlega, — að sögn — milli sinna búa með XX sveina; hann hélt sinn einka hof garð að Möðruvöllum norð- ur, með einni kvenpersónu, er hét Kristín; þau unnust í líf og fjör, en máttu þó ei eigast, því að þrímenn- ings einbugir voru á með þeim; gipti hana, eptir þingstefnu setta, einum sínum sveini, sá hét Hösk- uldur, og átti tvö hundruð hundr- aða. Nú sem þetta var skeð, sagði Loptur: „kjörvilt varstu Kristín, eg meinta þú mundir kjósa mig" -— hann hugði með þessu móti að hægja þeirra hörmum, en svo hefir saga af gengið, að varla væri fögur. Lopt- ur hafði kveði og henni sent margar vísur, nokki-ar í hvert sinn, með allrahanda bragarhætti: — skulu vera Xtigi — og fannst í treyjuermi hans þá hann var dauður. Loptur átti við þessari konu þessi börn, sem svo eru nefnd: Skúli, Ormur, Sumarliði, Eirekur, Soffía, en ei hefi ég heyrt hvort þau komust öll úr barnæsku Síðan átti Loptur ríki íngibjörgu, dóttur Eyða-Páls, þeirra börn Guttormur, Þirvarður, Ólöf, Soffía, Eirekur. Guttormur Lopts- son átti konu þá er Solveig hét, þeirra sonur Loptur, er átti Stein- unni Gunnarsdóttur; hans synir Stenán og Pétur. Pétur Loptsson átti Sigríði Þorsteinsdóttur, hans börn: Ragnheiður, Árni, Seselia, Loptur. Ragnheiði Pétursdóttur átti Jón Magnússon á Svalbarði norður; þeirra synir voru þeir: Sigurður, Páll, Magnús, Jón Jónsson lögmaður gamli, og IV dætur eður þrjár. Páll Jónsson klagaði Staðarhól en keypti Reykhóla; hann átti Helgu Ara- dóttur, sonar biskup Jóns, sem síð- ar mun getið verða. Magnús Jóns- son átti þá konu fyrst, er Elín hét, en síðar átti hann Ragnheiði, dóttur Eggerts Hannessonar; bjó fyrst að Ögri í Isafirði, en er Eggert sigldi, bjó hann að Bæ á Rauðasandi. Son- ur Sigurðar var Jón Sigurðsson lög- mann; — Páll og Helga: Þeirra börn voru Ragnheiður og Pétur, Elín. — Ragnheiður átti fyrst Gizur Þor- láksson, og við honum Jón og Magn- ús Gizurarsyni. Eptir Gizur giptist hún síra Sveini Símonarsyni og átti við honum síra Gizur og M. Bryn- jólf Sveinsson, biskup í Skálholti. Elín átti Björn Benediktsson, hélt Munkaþverárklaustur; þeirra sonur Björn Björnsson lögmann; þeirra dætur Sigríður og Guðrún. Sigríður átti Pál Guðbrandsson (en Guðrún herra Gísla Oddsson biskup í Skál- holti, og dóu barnlaus.)

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.