Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.09.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN það sem hún sagði hefði verið óviðeigandi. Hann þagði um stund. En þessi þykkja var eins og ský sem rekur fljótt áfram. Eftir dálitla stund sátu þau við gluggaborð í litlu úrvals veitinga- húsi uppi á hæðinni, með síbreytilegu útsýni yfir höfnina, þar sem skip Vneð ljósum í hverjum glugga voru á leið inn til borgarinnar eða á út- leið til fjarlægra landa. Önnu fannst öll veröldin endurspeglast í þessu útsýni. „Ég vil borga penny fyrir það sem þú ert að hugsa,“ sagði Gordon Westwood. „Það er ekki svo mikils virði,“ svaraði Anna. „Ég var að hugsa um hvert öll þessi skip væru að fara og hvaðan þau kæmu.“ „Það er sjálfsagt hægt að komast að því ef þú hefur gaman af því,“ sagði hann gáskafullur. „En taktu nú glasið þitt og horfðu fast í augun á mér. Ég hef tekið eftir að nokkrir kunningjar mínir sitja við borð hérna skammt frá, og þess vegna verður þú að bynja að leika hlutverkið þitt. Við erum nýgift, Anna. Reyndu að líta út eins og þú sért ástfangin. Enginn má halda að snurða sé á hjónabandinu okkar. Leggðu höndina hérna á borðið. Svona, já,“ hann tók um hönd hennar og hélt fast um hana. Láttu eins og ég væri — ég væri Glen, og að þú sért skelfing hamingjusöm. Og umfram allt, þú mátt ekki sýna á þér hræðslusvip.“ „Ég skal reyna,“ sagði Anna. Hún reyndi að rifja upp myndina af Glen í huganum, en nú fann hún að hún hafði gleymt ýmsum dráttun- um í andliti hans. Snertingin (við sterka, næma slaghörpuhöndina á Gordon bar hitt ofurliði. í brosi hennar og ljómandi augum var ekkert af kvíðatilfinningunni, sem hún hafði haft í sam- bandi við Glen. „En þú verður þá að líta út eins og þú sért ástfanginn. Geturðu það?“ spurði hún brosandi. „Ég læt duga að líta út eins og afbrýðisamur Othello,“ svaraði Gordon lágt. Það kom ein- kennilegur glampi í djúpstæð augu hans og Önnu fannst hann leika hlutverk sitt vel. Allt í einu sleppti hann hendi hennar og tók um háa glasið, sem stóð fyrir framan hann. „Við drekkum glas fyrir .... fyrir viðskipta- samningi okkar,“ sagði hann. „Segðu mér óskir þínar og ég skal reyna að uppfylla þær.“ „Ég hef á einni svipstundu eignast allt sem ég get óskað mér, og meira til,“ sagði Anna al- varleg. „En í rauninni er það aðeins eitt, sem ég óska mér.“ „Hvað er það?“ „Að fá að hlusta á þig spila á slaghörpu,“ svar- aði hún. „Það er svo dásamlegt.“ Gordon horfði hugsandi á hana. Henni fannst viðkvæmni í augnaráði hans. „Já, víst skal ég spila fyrir þig, Anna,“ svaraði hann létt. En Önnu fannst hann mundi vera að hugsa um eitthvað allt annað og að í orðunum fælist meining, sem hún ekki skildi. Önnu varð litið á hendurnar á sér. Stóri gim- steinninn gljáði í öllum regnbogans litum, í grönnum platínuhringnum. „Frú Westwood,“ hvíslaði hún lágt, eins og hún væri að æfa sig. „Hvernig á ég að venjast því? En ég vona að ég geti orðið þér til gleði, eftir allt sem þú hefur gert fyrir mig, svo að þér leiðist ekki úr hófi að hafa mig á heimilinu. Ég skal reyna að hafa mig sem minnst í frammi.“ „Góða, blessað barn. Finnst þér það væri rétta myndin af fyrirmyndarhjónabandi?“ sagði Gord- on Westwood og hló. „Nú ætla ég, frú Westwood, að aka þér heim. Þér veitir ekki af að hvíla þig og ég hef sjálfur sagt frá Bucket að hún eigi að láta færa þér morgunkaffið í rúmið fyrst um sinn.“ „Ég spillist sjálfsagt af of miklu dekri,“ sagði Anna. „Er þér alvara, að ég eigi ekki að fara á fætur . . . . “ Og allt í einu rann upp fyrir henni hvað hann hafði sagt. „Gordon, veit frú Bucket að við höfum gifzt í kvöld?“ Gordon Westwood stóð upp og fór að mjaka þeim út úr veitingasalnum. Á leiðinni hneigði hann sig fyrir veizluklæddum hóp, serri sat við stórt, kringlótt borð. Og um leið svaraði hann spurningu hennar, alveg eins og ekkert væri um að vera. „Já,“ sagði hann, „ég bað hana um að búa um handa þér 1 herbergi konunnar minnar. Það er við hliðina á mínu herbergi.“ Þegar Anna kom skömmu síðar á heimilið, sem hún nú hafði eignast rétt til að kalla sitt, að minnsta kosti fyrst um sinn, mætti hún frú Bucket í ársalnum. Alls staðar var rósailmur og Anna fór að velta fyrir sér hvort frú Bucket hefði tekið allar þessar rósir í garðinum. Bryt- inn stóð bak við frú Bucket, enn fremur stofu- stúlkan, matsveinninn, garðyrkjumaðurinn og bílstjórinn. Önnu langaði mest til að leggja á flótta, en þá fann hún að Gordon tók í hand- legginn á henni og hann breytti þessu hátíðlega augnabliki í glens. Og Anna fann aftur hið trygga öryggi, sem var samfara nærveru hans. „Hérna sjáið þið hana nýju frú Westwood. Lízt ykkur ekki vel á hana?“ spurði hann um leið og hann ýtti Önnu á undan sér til þeirra. 'jttg Anna heilsaði þeim og svo vissi hún ekki af fyrr en hún stóð með vínglas í hendinni. Hún furðaði sig á því ungæðislega fjöri, sem Gord- on sýndi nú. Hann var gerbreyttur frá því sem hún sá hann fyrst. Það var komið fjör í hann og hann var orðinn mannlegri. En kannske var það ekki nema leikur. Það heyrði hlutverki hans til. Hann horfði á Önnu og drakk glasið í botn. „Þakka ykkur fyrir hamingjuóskirnar,“ sagði hann. „Nú verður frú Westwood að fá að hvíla sig. Þetta hefur verið erfiður dagur hjá henni. Góða nótt, öll saman. Er herbergi frú West- wood vilbúið?“ Hann sneri sér að frú Bucket. „Já,“ sagði hún, „ég hef gengið eins vel frá öllu og ég gat og vona að frú Westwood verði ánægð með það.“ „Þökk fyrir, það er gott.“ Gordon tók Önnu undir arminn og gekk upp stigann með henni en þjónustufólkið týndist á burt úr ársalnum. Anna leit við og sá vingjarn- legt bros gamla garðyrk|jumannsins og fann að hún sótroðnaði. En Gordon var allt í einu orðinn alvarlegur, og nú komu beiskjudrættirnir kring- um munninn aftur. „Ég hef ekki komið inn í svefnherbergi kon- unnar minnar síðan hún dó,“ sagði hann lágt. „Hún lá rúmföst í mörg ár. Síðustu mánuðina lá hún á einkaspítala nokkrar mílur héðan, og hún dó þar. En ég ætla að koma með þér inn, Anna. Þú ert svo ung og lifandi. Þú verður að reyna að venja mig við lífið á ný.“ Hann opnaði dyrnar og Anna steig inn fyrir þröskuldinn í stórt herbergi með ljósgráum og bleikrauðum lit. Herbergið var ævintýralegt. Rúmið, sem stóð út frá þilinu, var svo breitt að maður gat legið langsum eða þversum í því eft- ir vild. Á gólfinu var þykkt ljósgrátt teppi, svo mjúkt að það var líkast og að ganga á skýi. Á snyrtiborðinu var fjöldi af glösum og skálum úr Veneziakrystalli. Gordon kom hægt á eftir henni inn í herbergið og hún fann að hann stóð bak við hana. „Þetta er yndislegt herbergi, Gordon,“ sagði hún hægt. „Mér er óskiljanlegt að ég skuli eiga að búa hérna um sinn.“ „Þú verður að reyna að venjast því,“ svaraði hann létt. „Það er staðreynd að litirnir hérna í herberginu eru í góðu samræmi við þig sjálfa,“ bætti hann við og sneri henni í hálfhring svo að andlitið á henni sneri að honum. „En þú ert „BARA GRIN“ — Fyrir nokkru skvetti Philip prins vatni á blaðaljósmyndara og talaði ó- virðulega um þá, og komst í bölvun fyrir vikið. MacMillan forsætisráðherra vill síður baka sér reiði ljósmyndaranna, og þess vegna er það bara grín, er bann myndar sig til að henda knetti í hausinn á þeim. Myndin er tekin á cricket-fagnaði í Bromley, en það er kjördæmi f orsætisráð herrans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.