Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Iflayrice Ckeialier 5. G R E I N Vísiiasöiigvarinn verður leíkari Fyrstu árin eftir fyrri heimsstyrj- öldina söng og dansaði Chevalier í hverri revýunni eftir aðra. Og loks fékk hann aðalhlutverk í gaman- leik og tókst fljótt að hrífa fólkið í þeirri grein líka. Söngvarinn breytt- ist í leikara. Og bráðlega fóru kvik- myndastjcrarnir að falast eftir hon- um og hann undirskrifaði samning um að leika í fjórum heilkvölds kvikmyndum. Hann vann hjá kvik- myndafélaginu fyrri hluta dags, en að kvöldinu var hann á leiksviðinu eins og áður. Og á nóttinni var oft kampavínsdrykkja og samkvæmi. Þetta líf reyndi á kraftana og svo fór að Chevalier bilaði. Eitt kvöldið, þegar hann var kominn fram á leiksviðið, stóð hann þar eins og þurs og kom ekki upp nokkru orði. Hvíslarinn benti honum og hvíslaði eins hátt og hann þorði, en Chevali- er þagði áfram. Fólkið í salnum fór að ókyrrast, en loks fór hann að ranka við sér. Hann staulaðist gegn- um hlutverkið, en þegar hann kom inn í fataklefann sinn, varð hann eins og tuska. — Ég hef misst minnið, stamaði hann. Félagar hans reyndu að hug- hreysta hann og sögðu, að þetta væri ekki annað en ofþreyta, sem mundi líða hjá. Svona kæmi oft fyrir. En Chevalier var óhuggandi. -— Hann óttaðist að hann væri búinn að vera og væri að verða brjálaður. Hann fékk hvíld frá leikhúsinu um sinn og dró sig út úr skarkalanum og dvaldi einn með móður sinni, sem nostraði við hann og lét ekki gesti trufla hann. Hún gat fengið hann til að leita til beztu sérfræð- inga, sem völ var á. Þeir rannsök- uðu hann og sögðu, að þetta væri of- reynsla á taugunum og hann yrði að njóta algerrar hvíldar um sinn. — Hann hafði ofreynt sig — það var allt og sumt. YVONNE VALLÉE. Þegar þetta gerðist var Chevalier 33 ára, en var orðinn útlits sem gamall maður. Var hann beygður og hugsjúkur og var ætíð að hugsa til þessa hræðilega augnabliks, er hann hafði misst málið á leiksviðinu. — Hann þekkti svo marga leikara, sem höfðu bilað allt í einu, svo að senda varð þá á taugaveiklunar- hæli eða jafnvel loka þá inni í vit- firringahæli. Oft datt honum í hug að fyrirfara sér, og móðir hans sá hætti hún að starfa í leikhúsinu og einbeitti sér að því að Maurice fengi heilsuna aftur. Hún var hæg- lát og róleg í fasi og verkaði á hann eins og töfralyf. En í París komust tröllasögur á kreik. Flestir héldu, að veikindi Chevaliers stöfuðu af óhóflegri eit- urlyfjanautn. Og undir eins og hann kom af hælinu hafði hann ekki nokkurn frið fyrir leikhússtjórum og blaðamönnum. Nú var matur í að fá hann á leiksviðið, að láta hann sýna sig — ,,læknaðan“. Það væri ómetanleg auglýsing. En Chevalier hristi höfuðið. Hann var enn hræddur um að minnið mundi bregðast sér — honum fannst heils- an alls ekki í lagi. Yvonne og Maurice fóru til eiganda lítils kvikmyndahúss í útjaðri borg- arinnar og buðust til að sýna smá- þátt í hléinu — kauplaust og án þess að það væri auglýst fyrirfram. Allt var undir því komið, að Che- valier fengi sjálfstraustið aftur. -—■ Hann vildi reyna þessa leiðina til þess. Þó að hann færi að stama og minn, hvíslaði hann að henni um leið og hann gekk inn á sviðið í spánýju leikhúsi í París, „L’Empire" í Avenue de Wagram. Þau áttu að leika saman, og Chevalier tókst bet- ur upp en nokkurn tíma áður. Paris tók honum opnum örmum. Og svo byrjaði gamla lífið aftur, nýir kunningjar og ný samkvæmi. Yvonne leið ekki vel, og hún átti bágt með að leyna því, að hún var oft afbrýðisöm. Þau rifust oft, og eins og oft áður fór Maurice til móð- ur sinnai og spurði hana ráða. — Ég held, að þú ættir að giftast Yvonne, sagði hún. — Þú getur ekki fengið betri konu. Og svo voru þau gefin saman í kyrrþei í Vaucresson, en þar hafði hann keypt sér hús. Hann skírði það eftir einni frægustu vísunni sinni, „Quand on est deaux“ („Þegar tvö eru saman“). Það var krökt af blaðamönnum og ljósmyndurum í ráðhúsinu. Vit- anlega þótti það góður blaðamatur, að Chevalier gifti sig. Hann keypti hús handa móður sinni við Rivierann og kallaði það fljótt leiður á heimasetunum, skemmtinæturnar í klúbbunum heilluðu hann enn. Hann átti allt- af einhver „áríðandi erindi“ inn í borgina. Eitt kvöldið kom Max Ruppa ráðsmaður (,,impresario“) hans inn í fataklefann til hans með amar- ísk hjón með sér. Þau jusu yfir hann skjallinu og spurðu, hvort hann vildi ekki koma til Hollywood og leika í kvikmyndum. Chevalier, sem hafði vanizt því, að áhrifafólk kæmi til hans milli þátta, svaraði já og ha. Hann vildi ekki sýna ókurteysi og reyndi hins vegar að koma sér hjá að ræða þetta mál. Svo brosti hann til hjón- anna og sagði: „Með ánægju!“ — Okkar er ánægjan, sagði Am- eríkumaðurinn. — Hvenær getið þér komið til Hollywood? Þá var hringt. Hléið var búið og Chevalier stóð upp. — Hvenær sem er! svaraði hann hlæjandi. •— Ég hef því miður ekki fengið tækifæri til að sjá yður í franskri T.v. f september 1955 skemti Chevalier í veislu fyrir fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Waldorf Astoria. T.h. Úr kvikmyndinni „Gigi“. Chevalier situr á „Maxim“ og dáir fallegar stúlkur — og lætur þær dást að sér. fram á, að nauðsynlegt væri, að hann kæmist undir hendur sálsýkis- fræðings til athugunar. Meðal kunningja hans var ung stúlka, Yvonne Vallé, fórnfús og ósíngjörn. Hún var nú sú eina, auk móður hans, sem fékk að heimsækja hann á sjúkrahælinu. Þegar hún fann, að Maurice þótti vænt um að hún kom til hans, hika gerði það ekki svo mikið til á þessum stað. En Chevalier hefði ekki þurft að kvíða neinu. Minnið var eins öruggt og í gamla daga, og eftir hálfan mánuð hafði hann náð sér aftur að fullu. Og nú vogaði hann að sýna sig á fullkomnu leiksviði aftur. — Yvonne, þú ert bjargvættur „La Louque“, en það gælunafn hafði hann notað á móður sína frá því að hann var barn. AMERÍKA í BÚNINGSKLEFANUM. Yvonne vildi gegna húsmóður- starfinu sem bezt og reyndi að halda Maurice sem mest heima. Það tókst ekki. Cheavalier varð

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.