Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.10.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ið væri honum mikil líkamleg áreýnsla. „Anna, þú verður að vakna aftur. Skilurðu það ekki? Þú hefur verið meðvitundarlaus í þrjá sólar- hringa. Og læknarnir eru orðnir vonlausir um að þú fáir meðvitundina aftur. En þú verður að vakna. Þú verður að lifa, Anna. Og þú skalt fá frelsið aftur undir eins og þú óskar þess. Anna, hlustaðu á mig. Ég hélt að ég hefði þrek til að leika þennan málamyndahjónabandsleik til enda. Þú þurftir verndar minnar við í nokkra mán- uði, og ég ætlaði að gefa þér hana. En þrek mitt og stjórnin á sjálfum mér hefur ekki einu sinni enst þennan stutta tíma. Hvers vegna giftist ég þér heldurðu? Hvers vegna? Heldurðu að nokk- ur maður sé svo mikið góðmenni að hann giftist aðeins til að hjálpa stúlku, sem hefur lent í því óláni að eiga barn í vonum, með manni, sem hvorki vill heyra hana eða sjá? Nei, þá hefði ég eins vel getað gefið þér nokkur þúsund doll- ara. En ég fór að elska þig í fyrsta skiptið sem þú komst hingað inn. Þú stóðst þarna við slag- hörpuna, Anna. Ég dáðist að hve mikinn metnað og dirfsku þú áttir. Þú hugsaðir aðeins um barn- ið þitt, og þú ætlaðir að eiga það ein, og vinna fyrir því. Það var skapfesta þín sem gerði mig ástfanginn af þér. Og ég vonaði að sigra þig, þegar ást þín til Glens væri kulnuð — og það vissi ég að hún mundi gera. Ég varð sannspár um það — en samt skjátlaðist mér. Það varð Nicolas del Monte sem hlaut ást þína. Þetta er í annað skipti sem hann tekur frá mér konuna sem ég elska. Fyrst Aline — en henni er mér engin eftirsjá að lengur. Hún er einskisvirði í samanburði við þig, Anna. En hanri hefur tekið þig frá mér líka. Ást þína. Ég veit það. Lukkuhjólið hefur snúizt heilan snún- ing. Nicolas skilur við Aline og hú vill hún koma til mín aftur — núna, þegar ég vil ekki sjá hana. Það ert þú, sem ég vil. Ég tilheyri þér. Og þú ert konan mín. En þú talar um hjóna- band okkar eins og viðskiptasamning og þú tek- ur um hálsinn á mér af þakklæti eingöngu — alveg eins og lítil telpa þakkar góðum og göml- um frænda. Hvað mundir þú hafa sagt ef ég hefði faðmað þig? Ég sleit mig af þér, til þess að þú skyldir ekki glata því litla af virðingu fyrir mér, sem þú kannske hefur. En Aline! Hvern- ig í ósköpunum hef ég getað talið mér trú um að ég elskaði hana! Og hvers vegna ætlaði ég að giftast henni? Hún mundi aldrei una hérna. Það er eilíft eirðarleysi í blóðinu í henni. Alveg eins og hirðíngja. Hún mundi rápa milli her- bergjanna hérna eins og vansæl sál. Ég hef and- styggð á að heyra fótatakið hennar. Það er fóta- tak þitt, sem ég vil heyra í þessu húsi, Anna. Og ég vil hafa barnið þitt hérna í húsinu — ekki vegna þess að það heitir Westwood heldur af því að það er barnið þitt. Ég vildi gefa tíu ár af ævi minni til þess að það væri mitt barn." Gordon nam staðar við stólinn, sem Anna hafði setið í. Hann strauk um ennið. Hvers vegna hafði Anna byrjað að lesa tónlistarsögu? Henni var áhugamál að auka þekkingu sína, en hvers vegna las hún ekki almenna listasögu í staðinn? Nicolas del Monte ætlaði að giftast henni þegar búið væri að ganga frá skilnaðinum. Hefði henni ekki verið hentugra að kynna sér listgrein mannsins síns tilvonandi en að reyna að kynnast tómstundaiðju núverandi mannsins síns? Símahringing vakti Gordon af þessum hug- leiðingum. „Halló! Það er Westwood," svaraði hann. „Þetta er Pearson læknir," var sagt með skýrri röddu. „Ég ætlaði að segja yður að frú Westwood hefur fengið rænuna, og að þetta er ekki eins hættulegt og við höfum haldið frá byrjun." „Óskar hún nokkurs sérstaks?" spurði Gordon lágt. „Nei," svaraði Pearson læknir. „Hana langar til að hafa tal af listamanni sem heitir del Monte, undir eins og tök eru á því. Við höfum gert hon- um orð, svo að hún verði rólegri. Og hún er ekki lakari en svo, að hún getur vel tekið á móti stuttum heimsóknum. Þess vegna getið þér heimsótt konuna yðar ef þér viljið." „Þakka yður fyrir," sagði Gordon. Hann sleit sambandinu, settist í hægindastól og studdi höndunum undir andlitið. Ó, það var dásamlegt. Hún var úr hættu. Hann hafði oftsinnis óskað, að það hefði verið hann sjálfur en ekki Anna, sem varð fyrir slysinu. En hann hafði sloppið og ekki fengið svo mikið sem skrámu. Og nú var Anna loksins vöknuð. Og henni var fyrst hugsað til Nicolas. Fyrsta ósk hennar var að fá að tala við Nicolas. Hann þurfti ekki að vita meira til að skilja að það var Nicolas del Monte, sem hún elskaði. Þér getið heimsótt konuna yð- ar, ef þér viljið, hafði læknirinn sagt. Kulda- glott lék um andlit hans. Hann gat ekki heim- sótt Önnu. Hann vildi ekki gera það. Til hvers væri það? Og hann ætlaði að láta hana í friði þessa fáu mánuði, sem hún neyddist til að verða þarna á heimilinu. Hann gat ekki lifað nærri henni og leikið hlutverkið sem maður hennar, án þess að vera það. Hann kreppti hnefana. Svo þreif hann símtólið og valdi númerið til Pan American Airways í San Francisco. Hrukk- urnar kringum munninn urðu dýpri en nokk- urn tíma áður, er hann bað um farmiða til New York daginn eftir. Hann hallaði sér aftur í stóln- um og lokaði augunum. Eftir tvo daga yrði hann kominn til New York. Og þaðan gæti hann flog- ið til Lissabon eða London. Ekki var þetta ferða- lag nein nýjung fyrir hann. Hvílíkur munur ef hann hefði getað farið þessa ferð með Önnu. Hún hefði getað varpað ljóma yfir ferðalagið, og hann hefði haft ánægju af að sýna henni allt það nýja, sem hún hafði aldrei séð áður. En núná — hann yppti öxlum. Hann sá sjálfan sig sem landshornamann í Evrópu, og hann vissi að hann mundi ekki láta hjá líða að kaupa Ameríku- blöðin og skygnast eftir frétt um að hinn frægi málari Nicolas del Monte væri kvæntur hinni ungu, fögru Önnu Westwood. Nicolas del Monte gekk inn í skrifstofur Pan American Airways í San Francisco er hann kom úr heimsókninni til Önnu. Eiginlega var hann ekkert forviða á því, sem farið hafði þeirra á milli. Hún hafði aldrei gefið honum nokkra á- tyllu til að halda, að hún mundi nokkurn tíma geta elskað hann. En samt hafði hann haft dá- litla von, er hún gerði boð eftir honu undir eins og hún var röknuð við eftir þetta langa meðvit- undarleysi. En erindið — eina erindið — hafði verið það, að biðja hann um að komast á snoðir um hvað Aline hefði sagt við Gordon um hana sjálfa og Nicolas. Og þá bón ætlaði hann að upp- fylla. „Hvað get ég gert fyrir yður?" spurði maður- inn fyrir innan borðið. „Flugmiða til New York með fyrstu ferð sem mögulegt er," svaraði Nicolas. „Því miður höfum við ekkert pláss fyrr en í næstu viku. Það var eitt sæti laust með flugvél annað kvöld, en það vorum við að selja rétt áð- an." „Ég verð að komast," sagði Nicolas. „Ég hef fengið pöntun á andlitsmynd, og henni liggur mikið á." „Því miður er ekkert pláss laust næstu daga," svaraði maðurinn. „En ef einhver gengur úr skaftinu, skulum við láta yður vita af því undir eins." „Þakka yður fyrir," sagði Nicolas. „Ég veit að engum liggur eins mikið á að komast til New York og mér gerir." Nicolas sneri sér frá borðinu og bjóst til að fara út. Nú fyrst tók hann eftir að við hliðina á honum stóð bílstjóri í khakífötum. Nicolas kann- aðist við manninn. En hvar hafði hann séð hann áður? „Hvað var það?" spurði maðurinn fyrir inn- an borðið. „Ég átti að sækja flugmiða til New York, sem herra Westwood hefur pantað," sagði bílstjórinn. Nicolas stóð hugsi eitt augnablik. Hafði hon- um ekki misheyrst? Var Gordon að fara til New York, frá Önnu veikri? Hún var sú eina, sem hafði slasast við bílaáreksturinn. Gordon og bíl- stjórinn höfðu sloppið. Hvað meinti Gordon með þessu. Nicolas fór út og settist í bíhnn sinn. Hann hugsaði sig lengi um — með hendurnar á stýrinu. Og allt í einu datt honum ráð í hug. Mjög frumlegt ráð, fannst honum sjálfum. Hann renndi bílnum af stað og hélt beint þangað, sem málverkasýningin hans var. Þar stansaði hann og hljóp upp stigana. Og inn í salinn sem mynd- in af Önnu hékk í. Þarna stóð hann um stund og horfði á beztu myndina sem hann hafði mál- að um ævina. Svo rétti hann upp hendurnar og tók myndina niður af veggnum. Það lá við að hann hlypi með hana út í bílinn, eins og hann væri hræddur um að heykjast á fyrirætluninni. Listamaðurinn átti myndina sjálfur ennþá. Það var helzt að sjá að Gordon stæði alveg á sama um hana, eftir að hún var fullgerð. „Allt þetta geri ég á móti betri vitund," taut- aði Nicolas er hann var á leiðinni upp brekkurn- ar heim til Gordons Westwood. Hvað vissi hann um tilfinningar Westwoods til Önnu eða Aline? Enginn vissi hvað Gordon hugsaði. Nicolas skildi málverkið eftir í bílnum en fór inn í Westwood House og bað brytann um að fá að tala við Gordon. Honum var að vanda vísað inn í bókastofuna. „Sæll vertu, Gordon," sagði hann grallaralega. „Sæll, Nicolas. Það var fallega gert af þér að líta inn," svaraði Gordon. „Hvað má ég bjóða? Whisky og sóda eða gin?" „Whisky og sóda, þökk fyrir," sagði Nicolas. Hann settist og horfði á Gordon, sem var að raða einhverijum blöðum. „Ég vona að ég geri þér ekki ónæði," sagði Nicolas og brosti öðruvísi en honum var lagið. En Gordon varð órótt. „Alls ekki," sagði hann og settist í stól á móti Nicolas. „Ég kom eiginlega til að biðja þig um að gera mér greiða," sagði Nicolas. „Ég var staddur í ferðaskrifstofu Pan American þegar bílstjórinn þinn kom inn til að sækja flugmiða til New York, sem þú hafðir pantað. Gætirðu hugsað þér að láta mér hann eftir? Mér bráðliggur nefni- lega á að komast til New York, og þú þarf t senni- lega helzt að vera nálægur hérna, meðan Anna er veik." Gordon svaraði ekki strax. Hann reyndi að láta ekki á því bera hve hissa hann varð. „Hvað ert þú að vilja til New York?" spurði hann loksins. „Það kemur ekki þér við," sagði Nicolas. Æð arnar þrútnuðu í enninu á honum og hann sár- langaði til að taka í Gordon og hrista hann. „Hvað segir Aline við því að þú farir?" spurði Gordon rólega. „Það veit ég ekki." Nicolas strauk hárið eins og alltaf þegar honum varð órótt. „Ég veit að hún hefur sagt þér að ég ætli að fá skilnað frá henni. Ég geri það til að bjarga því litla, sem eftir er af listrænum sköpunarkrafti í mér. Annars gerir hún mig að glansmyndamálara á fáeinum árum." „Hún sagði mér raunverulega ástæðuna til þess að þú vilt skilja við hana," sagði Gordon

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.