Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1959, Page 5

Fálkinn - 30.10.1959, Page 5
FALKINN 5 * £itt htierju * 'út í mannfjöldann.Lamballe frænka hennar var hálshöggvin þennan .sama dag. — Nokkru síðar kom franskur flóttamaður, sem hét Marcelle Bous- .sier til dementaslíparans Pit van Brink í Amsterdam, og vildi selja honum þenna fræga gimstein. Dem- antaslíparinn gat séð, að þarna var hægt að nota sér neyð mannsins og bauð honum smánarverð fyrir steininn. Sá franski tók boðinu, þó að það væri lágt, og notaði pen- ingana til þess að komast til Ame- ríku. Demantaslíparinn átti son, sem ekki var við eina fjölina felldur og eyddi meira fé en hann hafði efni á. Þessi sonur vissi hvar faðir hans geymdi bláa dementinn og eina nóttina laumaðist hann inn í felu- staðinn til að stela honum. En fað- ir hans heyrði umganginn og réðst á þjófinn með sveðju í hendinni og rak hann í gegn. Hann vissi ekki fyrr en eftirá, að hann hafði drep- ið son sinn. Hann fékk vægan dóm fyrir þetta manndráp, en eignir hans voru gerð- ar upptækar og seldar á uppboði. Og nú kemur nafnið HOPE, sem síðan fylgir þessum mikla ógæfusteini, til sögunnar. Það var bankaeigandinn Frederic Sam Hope, sem keypti bláa dem- antinn, þegar eignir demantaslípar- ans voru seldar. Og vitanlega vissi kaupandinn ekkert um sögu bláa dementsins . . . Skiptaráðandinn, sem annaðist bú vanBrinks slípunarmanns,fannst dauður nokkru síðar á götu í Am- sterdam. Hann hafði verið rekinn í gegn með malayiskum rýting. Sam Hope stakk dementinum inn í peningaskápinn sinn. En einn dag- inn lenti honum í skömmum við son sinn, Francis Hope — út af gim- steininum. Syni hans, Francis, gramdist, að gamli maðurinn skyldi geyma bláa demantinn inni í pen- ingaskáp í stað þess að hafa hann til sýnis, og loks varð rimman svo grimmilega, að faðir hans hneig dauður niður. Hann hafði fengið slag. Francis Hope hafði hlotið lávarðs- tign, og nokkrum dögum síðar gaf hann unnustu sinni, May Yohe, dem- antinn. Þau giftust, en sú sæla stóð ekki nema eitt ár. Þá strauk May frá lávarði sínum vegna þess, að hann var ekki eins loðinn um lóf- ana og hún hafði haldið hann vera. Nú var Hope-auðurinn nefnilega far- inn að þverra. Og May vissi af ung- verskum barón, sem vildi taka henni fegins hendi. Þau giftust, en þremur árum síðar fórst May i elds- voða. Hope-demanturinn var það eina, sem Francis lávarður átti eftir af verðmæti, og hann fór með hann til Ameríku til þess að koma hon- um í peninga þar. En honum brást að fá eins mikið fyrir hann og hann hafði búizt við. Orðrómur ógæfu- steinsins hafði borizt út þar vestra, og fáir kærðu sig um að eignast hann. Steinninn, sem nú gekk und- ir nafninu Hope-demanturinn komst til Parísar og þar keypti hann mað- ur, sem nefndist Kanitovski prins, og kvaðst vera frændi Rússakeisara. Hann gaf steininn léttúðardrós, sem hélt að þetta væri ekki annað en glermoli og hirti því lítt um hann. Nokkru síðar skaut afbrýðisamur kunningi þessarar drósar hana, og Evelyn Walsh, ógœfusamur eigandi Hope-demantsins. skömmu á eftir fórst prinsinn í sprengjuárás. Ættingi hans nokkur komst þá yfir bláa demantinn og seldi hann grískum prangara í Sal- oniki. Tyrkneski soldáninn Abdul Ham- id II. keypti hann árið 1909, og nokkrum dögum síðar fórst seljand- inn í járnbrautarslysi. En soldán- inn missti ríki sitt og gimsteinn- inn var seldur frú Guggenheim, konu hins nafntogaða auðkýfings. Hún keypti dementinn í Evrópu og ætlaði sér að fara heim til Ame- ríku með „Titanic11, er hið mikla skip sökk undan New Foundland. Þar fórst hún. En því miður hafði hún skilið Hope-demantinn eftir í Evrópu til þess að láta smíða nýja umgerð um hann, og beðið Ethel McLean, sem var gift milljónamær- ingi í New York að annast þetta. Ethel var gift auðkýfingnum John Elliot McLean. Skömmu síðar varð hann gjaldþrota og hjónin skildu. En blái dementurinn komst í eigu hans og John Elliott gaf hann næstu konu sinni, Evelyn Walsh, sem hann giftist ári eftir að hann skildi við Ethel. MeLean reyndi að tryggja sig sem bezt gegn ógæfu steinsins. En tengdamóðir hans fórst í bílslysi með þeim atvikum, að vátryggingar- félagið neitaði að greiða bætur fyr- ir tryggingar, sem um hafði verið samin vegna Hope-demantsins. Mc- Lean vildi ekki fallast á þetta og fór í mál, en í réttinum fékk hann taugabilun og dó tveimur árum síð- ar á taugaveiklunarhæli. Sonur Evelyn fórst einnig í bílslysi og dótt- ir hennar dó vegna þess, að hún tók of stóra svefnskammta. Frú Evelyn Walsh — eða McLean —- var yfir sig komin af harmi. Hún fór til gimsteinakaupmannsins Harry Winston í New Yoi-k og bauð honum bláa demantinn — Hope- demantinn — og hann keypti hann af henni fyrir milljón dollara. Hann var sem sé þeirrar skoðunar, að þrátt fyrir það óorð, sem af stein- inum fór, mundi vera hægt að selja I I Minangkabaus er það I kvenfólkið sem ræður í Minangkabaus á Súmatra er •: hlaupársdagur á hverjum degi :• allt árið, þ.e.a.s. það er kvenfólk- :'■ ið, sem biður sér manns og tek- 'j: ur hann að sér, ef hann svarar :• játandi. Stúlkan sér fyrir öllu og :■ hefur heimilið tilbúið ef bónorð j: hennar tekst. Sumum karlmönnum finnst :■ vafalaust að þetta sé freistandi, en sá böggull fylgir skammrifinu, >• að það er konan, sem ræður öllu ;j á heimilinu en maðurinn engu. :•: Börnin hjónanna bera œttarnafn :• móður sinnar en ekki föður. :j Þó að þessi siður sé ekki al- >: gengur í Indónesiu, hefur hann :• tíðkazt á Vestur-Súmatra í mörg > hundruð ár. í Minangkabaus er œttarveldi, og það er konan sem stjórnar hverjum œttbálki — ;> elzta konan í œttinni. Hún á >: heima í stœrra húsi en aðrir, og >: allt œttfólk verður að hlýða boði j:j hennar og banni. :j: Það er ekki nóg, að pilturinn :j: taki stúlkunni, sem biður hans. j:j Þau verða að bera málið undir jjj höfuðkerlingar ætta sinna og :j; þœr og foreldrar og nánustu ætt- j:j ingjar hjónaefnanna verða að j;j samþykkja ráðahaginn. Þegar :j: það samþykki er fengið, er farið j:j að undirbúa brúðkaupið. j;j Og nú fyrst fer hin opinbera :j: biðilsför fram. Á tilteknum degi, j:j sem allir aðstandendur sam- j:j þykkja, fer sendinefnd frá œtt :j: stúlkunnar til œttingja bónda- j:j efnisins og kyrjar bónorðið í Ijóð- j:j um. Efni þeirra Ijóða er að stúlk- :j: an sé undurfögur, að hún sé góð- :j: menni og hafi marga góða kosti j:j til að bera. Þegar Ijóðið hefur jjj verið flutt,svara foreldrar bónda- :j: efnisins: nei! Það þykir óvið- j:j eigandi að taka bónorðinu strax '■:'■ — það má alls ekki sjást, að pilt- :j: inum sé áhugamál að taka stúlk- j:j unni. Stundum verður að fara '■:'■ bónorðsförina sex sinnum ■ áður ;j; en já-yrðið fœst. j:j En þegar já-yrðið er loks feng- j:j ið, hefst undirbúningurinn að :j: sjálfu brúðkaupinu. Og þegar ý. .brúðkaupið er gengið um garð, hann með ágóða. — En vinir hans fullyrða, að hann hafi allt í einu elzt um tuttugu ár, daginn sem hann keypti demantinn. Hope-demanturinn er ,,ekki nema 44 karöt“. Hann þykir dásamlega fallegur, og meðan hann var í glugga Winstons gimsteinasala, var jafnan þröng fyrir utan gluggann, af fólki, sem hafði gaman af að sjá þennan fræga ógæfustein. En lengst af var hann vitanlega vendilega geymdur í skáp gim- steinasalans. Og þar lá hann — að minnsta kosti á nóttunni — í mörg flyzt brúðguminn heim til brúð- j:j arinnar, en ekki sem frjáls mað- X ur. TJpp frá þessu verður hann ;j; að hlýða lienni í öllu. j:j Svo er að sjá, sem piltarnir í :j: Minangkabaus séu ekki sem á- :j: nœgðastir yfir þessu fyrirkomu- j:j lagi. Að minnsta kosti er það stað- X reynd, að þeir flytja margir í aðr- :j: ar eyjar og ná sér þar í konu, til j:j þess að komast hjá að láta gifta jjj sig nauðuga og verða þrœla kon- :j: unnar. j:j Minangkabausmenn hafa j;j dreifst víða um Indónesíu og mál :j: þeirra hefur orðið hið viður- j:j kennda ritmál ríkisins. Þeir j:j þykja einnig beztu kaupmenn og :j: hafa margir hverjir orðnið kunn- j:j ir stjórnmálamenn. j:j Lífsreglur hirðisbréfsins Erkibiskup Spánar, Daniel kar- X dínáli, hefur nýverið gefið út v hirðisbréf sitt, en unga fólkinu :j: þykir það nokkuð strembið. Bisk- j:j upinn varar unga fólkið alvar- X lega við að leiðast á almenna- :j: fœri og telur það ekki viðeigandi j:j eða siðsamlegt. En að fa’&mast j;j svo aðrir sjái, er beinlínis stór- :j: hneyxlanlegur ósómi. Þá minnist j:j hirðisbréfið á langar trúlofanir: j;j „Hin fagra hugsjón trúlofunar- :j: innar er sú, að ganga í heilagt jjj hjónaband sem allra fyrst, án j:j þess að nota trúlofunarstandið :j: til þess að njóta nokkurra þeirra j:j forréttinda, sem hjónabandið gef- j:j ur. Þess vegna œtti trúlofað fólk X að varast að vera saman i ein- v rúmi og sízt af öllu í myrkri,“ j:j segir Daniel kardínáli. X Þá minnist hirðisbréfið á dans- j:j inn og segir að „engin meiri j:j hœtta er til en dansinn. Hann X er stórhættulegur kristilegu sið- :j: ferði, því að hann getur þegar j:j minnst varir breyzt í ástand sem X verður að synd“. Þá varar hitð- :j; isbréfið eindregið við flegnum og j:j ermalausum kvenkjólum. Og vit- :j: anlega er það höfuðsynd, að kon- :j: ur og karlar sæki sama baðstað- j:j inn. „Það verður að forðast sam- jjj eiginleg böð, því að þeim fylgir :j: jafnan hœtta á hneyxlum og j:j synd,“ segir kardínálinn. jjj Spánska kirkjan er auðsjáan- :j: lega á miðaldaskeiðinu ennþá. j:j herrans ár. Þangað til gríski skipa- auðkýfingurinn Onassis keypti hann handa konunni sinni, Tinu. Hún hef- ur látið greypa hann í gullhring og segist vera óhrædd við að ógæfa fylgi steininum. — En þjóðsagan lifir og er farin að búa um sig: — Hvort Tina lendi ekki í bölvun steinsins og að sá mikli jöfur On- assis verði ekki gjaldþrota. Líðandi stund sker úr því, hvort hjátúin fær skelli — eða hún ræt- ist — á Onassishjónunum. — ★ —

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.